Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 9
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend-
inga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Í apríl er vorið komið og fegursti tími ársins fer í hönd í
Prag enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja
borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér
sögu hennar og heillandi menn-
ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frá-
bærir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Prag með sköttum.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 7 nætur, hótel ILF, m.v. 2
í tveggja manna herbergi.
Flug, gisting, skattar.
Bókunargjald kr. 2.000.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Síðustu sætin
Páskar í
Prag
8. apríl
frá kr. 36.550
Grípið
tækifærið!
Markaðurinn
Rauðagerði 25
(Kælitæknihúsinu, hægra megin)
Síðasta vikan • lýkur 3. apríl
Þrenns konar verð í gangi:
500 - 1.000 og 2.000 kr.
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 14-18
Úrval af
kvenfatnaði
Enn er hægt að gera góð kaup
í stórum og litlum stærðum
Hér erum
við
STÍFLURÉTT í Fljótum er gjöró-
nýt að mati tæknifræðings Sveitar-
félagsins Skagafjarðar sem skoðaði
hana á dögunum. Þetta hefur orðið
ljósara eftir því sem snjórinn við
réttina hefur minnkað, en snjóflóð
sem eyðilagði sumarbústað í Fljót-
um í janúar sl. fór þá yfir réttina.
Heimamenn lifðu í voninni fyrst
eftir snjóflóðið að réttin hefði verið
komin á kaf í snjó og sloppið að
mestu við skemmdir en strax var
ljóst að flóðið fór að talsverðum
hluta yfir hana. Nú er hins vegar
komið í ljós að allir veggir eru
meira og minna brotnir og hafa
bútar úr þeim borist um 100 metra
niður fyrir réttina en spýtur og
moldarhnausar hafa farið borist
um 250 metra niður á sléttlendi sem
þarna er.
Réttin, sem upphaflega var
byggð árið 1959, var steinsteypt og
stóð við Ólafsfjarðarveg í landi
jarðarinnar Lundar.
Almenningur sem rúmaði um
þúsund fjár var í miðju og dilkar 15
talsins utanmeð. Enginn dilkanna
er alveg óskemmdur eftir flóðið og
allir útveggir eru skemmdir en
minnst sá sem er næstur veginum
og hefur hann lílega verið alveg á
kafi í snjó þegar flóðið reið yfir.
Ekkert er afráðið enn hvað verður
gert varðandi aðra rétt á þessum
slóðum og raunar ekki ljóst hvort
sveitarfélagið mun bera skaðann
bótalaust. Vegna staðsetningar
réttarinnar var þar oftast fjölmenni
á réttardaginn og kom fólk um
langan veg bæði til að taka þátt í
smölun og ekki síður til að gleðjast
með heimafólki. Þarna var rekið
inn og réttað fé sem kom af fremsta
hluta Austur-Fljótanna.
Stíflurétt í Austur-Fljótum í rúst
Fljótum. Morgunblaðið
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Hér virðir Auðunn Steingrímsson, bóndi í Stóra-Holti, fyrir sér skemmdirnar á réttinni.
ÁSKRIFENDUM Morgun-
blaðsins er í dag boðið að skoða
sýningu Ólafs Elíassonar,
Frost Activity, í Listasafni
Reykjavíkur. Húsið verður opið
milli kl. 10 og 17 og fengu
áskrifendur boðskort sent með
blaðinu á föstudag sem þeir eru
beðnir að hafa með sér.
Veitt verður leiðsögn um
sýninguna kl. 12, 13, 14 og 15 og
listsmiðja verður opin allan
daginn milli kl. 10 og 17. Þar
gefst gestum kostur á að útbúa
áhöld til eigin tilrauna með
speglun og blekkingar augans.
Einnig verður efnt til vís-
bendingaleiks kl. 10.30, 12.30
og 14.30. Börn og fullorðnir
geta þá skoðað sýninguna, fá
leiðsögn og taka um leið þátt í
vísbendingaleiknum.
Áskrifend-
um boðið í
Listasafn
Reykjavíkur
UNA Collins, búninga-
og leikmyndahönnuð-
ur, sem vann við ís-
lenskt leikhús í áratugi,
lést á heimili sínu í
London 21. mars, 68
ára að aldri.
Collins fæddist í Isl-
ington í London 31. ág
1935 og nam við háskól-
ann í Bristol. Hún átti
langan og merkan feril
sem búninga- og leik-
myndahönnuður í Evr-
ópu og hóf ferilinn á
sjötta áratugnum.
Vann hún með helstu
leikstjórum Breta, svo sem Peter
Brook og Peter Hall. Þá vann hún
við m.a. Glenborough Opera, Royal
Shakespeare Company og Theatre
Workshop auk þess sem hún hannaði
búninga við frumuppfærslur á öllum
verkum Brendans Behan og mörg-
um verka Harolds Pin-
ter.
Collins kom fyrst
hingað til lands árið
1966 og var um tíma
fastráðin hjá Þjóðleik-
húsinu. Hún hélt
tryggð við íslenskt leik-
hús upp frá því og vann
við tugi leiksýninga hjá
Þjóðleikhúsinu, Leik-
félagi Reykjavíkur og
Leikfélagi Akureyrar.
Þá vann hún við á ann-
an tug sýninga hjá Ís-
lensku óperunni. Síð-
ustu leiksýningar
hennar hérlendis voru Pétur Pan og
Mávahlátur hjá LR 1998–1999. Síð-
ustu árin vann hún í leikhúsum og
sjónvarpi í Evrópu, einkum Þýska-
landi.
Una Collins lætur eftir sig tvær
dætur.
Andlát
UNA
COLLINS