Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 10

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 10
10 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagurinn 17. mars var sól-bjartur og lífið virtist brosa viðKosovo, þaðan sem ég horfðiyfir héraðið úr meir en tvö þús-und metra hæð í Brezovica- skíðaparadísinni. Ef fjöll væru ekki fyrir gæti maður séð þaðan yfir gervallt héraðið sem er á stærð við Árnessýslu, einn ellefti af Íslandi. Íbú- arnir hins vegar tæpar tvær milljónir, yfir níutíu prósent Albanar, flestir hinna Serbar. Þennan dag höfðu starfsmenn Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) hópað saman fimmtíu börnum úr hópi allra þjóðarbrota sem héraðið byggja. Það var Kerlingafjallastemning þegar Fellahellis-foringjar úr Kosovo-löggunni, ÖSE og KFOR (NATO) reyndu að hrista saman fjöl- þjóða-krakkahópinn. Gregory Boatwright lið- þjálfi, bandarískur blökkumaður, fór fyrir liðinu og sá til þess að í hverju liði, hvort heldur sem var í snjókasti eða reiptogi, væri eðlilegt hlutfall þjóðarbrota, Albana, Serba og sígauna. Karlpeningurinn var farinn að hlakka til að hlusta á ungfrú Kosovo flytja ávarp síðdegis. Mér skildist að ÖSE hefði samið ræðuna og sá fyrir mér Söndru Bullock í Miss Congeniality flytja ræðu um alheimsfrið. En ungfrú Kosovo komst aldrei á áfangastað því á sama augnabliki og krakkarnir og KFOR tókust á í reiptogi byrj- uðu menn að brytja hver annan niður örfáum tugum kílómetra frá í borginni Mitrovica. Kos- ovo breyttist um stund á ný í þá morðvelli sem héraðið var fyrir fimm árum. Sólarhring eftir reiptogið í fjallaparadísinni hitti ég æskulýðs- leiðtogann Boatwright liðþjálfa, gráan fyrir járnum að setja á sig táragasgrímu í miðborg Pristina. Hvernig mátti þetta vera? Borgaralega klæddur aðmíráll Eftir á að hyggja sjá flestir sem brjóta heil- ann um þetta að óveðursský voru á lofti, en ann- aðhvort voru fáir veðurglöggir innan alþjóða- samfélagsins í Kosovo eða menn vildu ekki eða máttu ekki segja neitt. Um síðustu mánaðamót var áhættuþóknun tekin af starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna og ÖSE í Mitrovica, einu helsta þrætuepli Albana og Serba. Og tveimur dögum áður en ég horfði yfir – að því er virtist – friðsælt sólbaðað Kosovo-hérað úr fjallaparadísinni hafði Gregory Johnson aðmíráll, hæstráðandi NATO í Suðaustur-Evrópu, komið í heimsókn íklæddur borgaralegum fatnaði til að leggja áherslu á hve friðsælt væri í Kosovo. Á sömu stundu og ungfrú Kosovo hefði átt að flytja ávarp sitt um heimsfrið að hætti fegurð- ardrottninga réðust albanskir menntaskóla- krakkar yfir brú á ánni Ibar sem hefur skilið að Albana og Serba í Mitrovica undanfarin fimm ár. Kvöldið áður hafði RTK, ríkissjónvarp Kos- ovo, birt viðtal við tólf ára gamlan albanskan strák. Hann sagði að bróðir sinn og tveir félagar hefðu drukknað í Ibar-ánni skammt frá á flótta undan Serbum sem sigað hefðu mannýgum hundi á þá. Flest bendir reyndar til að þessi saga sé uppspuni. Skipst var á skotum yfir ána Ibar við brúna í Mitrovica og fyrr en varði var sýnt beint í Kosovo-sjónvarpinu frá átökunum. Og á samri stundu hófust mótmæli um allt hér- aðið. Alls staðar á sömu stundu. UCK! UCK! Sjálfur varð ég strandaglópur á leið „heim“ til Pristina úr fjallaparadísinni í syðsta hluta Kos- ovo. NATO hafði sett upp vegatálma og hindrað umferð enda barist á helsta þjóðveginum suður frá héraðshöfuðborginni. Af öryggisástæðum var mér skipað að hafast við þar sem ég var nið- urkominn og leggja bílnum við næstu lögreglu- stöð. Ég fylgdist síðan með átökum í sjónvarpi en úti fyrir gekk skríllinn um götur og hrópaði UCK! UCK! – skammstöfun fyrir Frelsisher Kosovo – og hefðu vafalaust brennt bílinn með hinum Sameinuðuþjóðabílunum sem þeir brenndu þetta kvöld ef ég hefði ekki komið hon- um í skjól. Engir Serbar búa í bænum Suha Reka þar sem ég strandaði þetta kvöld, en lög- reglan bað mig vinsamlegast um að halda mig innandyra enda væri auðvelt að villast á mér og Serba, mér skilst að ég sé hálfslavneskur í útliti. Og það gat verið dauðasök í Kosovo þetta kvöld. Eins og hendi væri veifað réðust Albanar á þorp og íbúðahverfi Serba um allt héraðið. Á sömu stundu, alls staðar, um allt héraðið. Sígarettu- kveikjaranum, hinu klassíska vopni í þjóðern- ishreinsunum á Balkanskaga, var óspart beitt. Eins og fyrir fimm árum er erfitt að koma hönd- um yfir kveikjarann og þann sem á honum held- ur, þá voru það Serbar, nú Albanar. Áður en annar dagur var að kveldi kominn lágu hátt í þrjátíu manns í valnum, eldur hafði verið lagður að hundruðum húsa í eigu Serba, og þúsundir þeirra voru á flótta. Og allt í beinni útsendingu. Fréttaflutningur var einhliða. Fjöldi rétttrún- aðarkirkna sem urðu brennuvörgum að bráð var tíundaður í sífellu eins og mörk í fótbolta- leik. Myndir af flýjandi fórnarlömbum sáust hins vegar óvíða, eins og fórnarlömbin hefðu hvorki rödd né andlit. Nema hvað rætt var við serbneskan flóttamann í klaustri nærri Prizren og hann spurður hvers vegna hann hefði flúið, hvort hann hefði eitthvað slæmt á samviskunni! Á sama tíma fuðruðu hús Serba upp í borginni. „Morðstræti“ Viku síðar, 24. mars, héldu Kosovo-Albanar upp á „dag vonar“, fimm ára afmæli loftárása NATO á Serba í Kosovo. Franskir NATO-her- menn í Mitrovica afþökkuðu blóm sem þeim voru boðin enda fjölmargir félaga þeirra sárir á sjúkrahúsum eftir árásir Albana á þá, serb- neska minnihlutann og stöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni. Í Pristina voru fánar NATO-ríkjanna (þó ekki Íslands) á lofti á fjöldafundi við þjóðleikhúsið. Vígorð þar sem ofbeldi var mótmælt voru skráð á spjöld. Bíóauglýsingar sem auglýsa albönsku myndina „Morðstræti“ voru hins vegar áber- andi í bakgrunninum. Auglýsingaspjöld undir- rituð af Sameinuðu þjóðunum með áletruninni „Standardet për Kosovën“ skyggja hins vegar á allt annað, hvort heldur sem er á vígvelli auglýs- inga eða stjórnmála í Kosovo. Standardarnir eru þau skilyrði sem alþjóðasamfélagið hefur sett fyrir því að hugleiða lokastöðu Kosovo. Þau eru í stuttu máli að komið sé á fót lýðræðisleg- um stofnunum og réttarríki, þar sem borin sé virðing fyrir mannréttindum og sér í lagi rétt- indum minnihlutahópa. Auglýsingaspjöldin sýna þjóðveg sem leiðir í átt til fjalla sem sjást í bakgrunni. Yfir þau gnæfir sólin í líki Evrópu- sambandsfána … „Framtíðin er í ykkar höndum“ NATO hrakti serbneskan her og lögreglu úr Kosovo fyrir fimm árum. Þá þegar töldu Alb- anar að leiðin til sjálfstæðis væri greið. Þótt NATO hafi ekki haft fulltingi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna til árásarinnar sættust SÞ fljótlega á hernaðarleg yfirráð NATO og sam- þykktu ályktun 1244. Í kjölfarið tóku þrenn al- þjóðasamtök, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópusambandið auk Sameinuðu þjóðanna, að sér landstjórnina í nafni UNMIK. Evrópusambandið sér um efnahagsmálin, Sam- einuðu þjóðirnar um stjórnsýslu, löggæslu og dómsvald, en ÖSE sér um að búa til lýðræð- islegar stofnanir og að mannréttindi séu virt. Frakkinn Bernard Kouchner, einn stofnenda Lækna án landamæra, varð landstjóri SÞ. Hann lofaði Kosovo-Albönum því að „framtíð þeirra væri í þeirra eigin höndum“. Þessu var ákaft fagnað og skilyrðin sem hann reyndi að hnýta við eftir á drukknuðu í fagnaðarlátunum. Frið- argæslulið NATO, KFOR, átti að sjá um að ör- yggi væri tryggt. Hátt í ein milljón Albana hafði hrakist frá heimilum sínum í kjölfar þjóðern- ishreinsana Serba vorið 1999. NATO fékk hins vegar ekki við neitt ráðið þegar flóttamennirnir þustu heim úr útlegð í nágrannalöndunum sum- arið 1999 og hefndu sín umsvifalaust á öllu sem serbneskt var. Að minnsta kosti helmingur tvö hundruð þúsund Serba flúði Kosovo 1999–2000. Síðan þá hafa alþjóðastofnanir undir hatti UN- MIK reynt að byggja upp lýðræðislegt stjórn- kerfi í Kosovo. Ákaft hefur verið reynt að fá Serba til að snúa aftur en talið er að aðeins um 3% þeirra hafi gert það. Ástæðurnar eru þó ekki eingöngu fjandsamlegt umhverfi, heldur ekki síður bágborinn efnahagur. 50–70% Kosovobúa eru atvinnulaus og atvinnumöguleikar Serba eru jafnvel enn minni en Albana. Afstaða alþjóðasamfélagsins hefur verið sú að fyrst þurfi að koma upp lýðræðislegu stjórn- kerfi og síðan taka afstöðu til „lokastöðu“, það er hvort Kosovo verði sjálfstætt ríki eða verði áfram í einhvers konar sambandi við Serbíu- Svartfjallaland. Virðing fyrir minnihlutahópum, aðallega Serbum, er vitaskuld mikilvæg spurn- ing. Hins vegar spyrja leiðtogar Kosovo-Albana hvort menn hafi gengið til góðs götuna fram eft- ir veg, ef leiða eigi arftaka Milosevic til hásætis á ný. Og það verður fátt um svör hjá alþjóða- samfélaginu sem í fimm ár hefur í raun slegið úr og í þegar spurningin um framtíð Kosovo er annars vegar. Þegar draumur breyttist í martröð … Fréttaskýring | Þjóðernisátök bloss- uðu upp að nýju í Kosovo á dög- unum eftir nærri fimm ára vopn- aðan frið. Árni Snævarr frétta- maður er á meðal fjölda Íslendinga sem sinnt hafa friðargæslu í hér- aðinu. Hann segir aðkallandi að al- þjóðasamfélagið taki erfiðar ákvarð- anir um framtíð Kosovo sem slegið hafi verið á frest fyrir fimm árum. Morgunblaðið/Árni Snævarr Í sama mund og átökin í Kosovo brutust út var hópur barna af öllum þjóðarbrotum í reiptogi í skíða- paradísinni Brezovica með starfsmönnum ÖSE. Tilgangurinn var að auka samkennd þeirra. Reuters Hermenn Atlantshafsbandalagsins standa vörð við brúna yfir ána Ibar, sem skiptir bænum Mitrovica eftir þjóðarbrotum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.