Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 25
og eru fæddir eftir 1980. Í því fólki
er framtíð íslenskrar menningar
fólgin.“
Gagnrýnin minni en betri
Silja hefur í gegnum störf sín sem
ritstjóri og gagnrýnandi fylgst með
umræðunni um menningu og listir
frá því á sjöunda áratugnum. Sviðið
hefur breyst er ekki svo?
„Ef við lítum bara á fjölmiðlana þá
er landslagið gerbreytt frá því sem
var fyrir 15–20 árum. Gagnrýni um
listir er ekki birt reglulega í neinum
prentmiðli núna nema Morg-
unblaðinu. Hér áður var t.d. birt
gagnrýni um nýjar bækur í allt að 5
dagblöðum. Þetta gerir ábyrgð
Morgunblaðsins kannski meiri en
hún ætti að vera en er staðreynd
sem ekki verður horft framhjá. Á
hinn bóginn hefur alls kyns umfjöll-
un önnur um menningu og listir auk-
ist og kannski meira á breiddina en
dýptina. Á útvarpsstöðvunum og
sjónvarpsstöðvunum eru margir
kallaðir en fáir útvaldir og halda
uppi umræðu í eilífum kynningum
og pistlum sem sumir fjalla um lítið
sem ekki neitt. En ég held að við
verðum bara að taka þessu og horfa
til þeirra höfunda sem hefja sig yfir
miðjumoðið. Þeir eru til og við get-
um glaðst yfir því. TMM hefur þann
orðstír að þar hefur bókmennta-
umfjöllunin verið vönduð og ítarleg
og vonandi verður svo framvegis.“
Hvar stendur gagnrýnin gagnvart
bókmenntunum?
„Ég hafði tækifæri til að skoða ís-
lenska bókmenntaumfjöllun allrar
síðustu aldar þegar ég var að skrifa í
Íslenska bókmenntasögu sem fjórða
bindið er væntanlegt af á þessu ári.
Af þeirri athugun get ég ekki betur
séð en við megum nokkuð vel við
una. Gagnrýnendur fyrr á tímum
skrifuðu oft meira af vilja en getu og
vanþekking er oft áberandi. Al-
mennt hefur þeim farið fram. Hins
vegar er gagnrýni þess eðlis að hún
er bundin við einstaklinga og sumir
eru skarpari en aðrir. Ég les t.d. allt
sem sumir gagnrýnendur skrifa en
aðra ekki nema ég hafi sérstakan
áhuga á því sem um er fjallað. Form-
úluskrif eiga jafnt við gagnrýnendur
sem ýmsa rithöfunda, og þegar
formúlugagnrýnandi skrifar um
formúluhöfund skapast stundum til-
efni til óverðskuldaðra upphrópana.“
Silja kveðst ekki gera ráð fyrir að
verða ritstjóri TMM um aldur og
ævi, eða „ ekki þangað til ég hætti
opinberum afskiptum,“ eins og hún
orðar það, en kveðst engu að síður
bera þá von í brjósti að sér takist að
koma því vel á fæturna að nýju og
skila því standandi áfram til næsta
ritstjóra.
Einyrki með ferðatölvu
„Það eru sannarlega mikil við-
brigði að hafa áður verið við útgáfu
þar sem á bak við mann stóð stórt
dagblað og þar áður sterkt bóka-
forlag og vera svo skyndilega orðin
einyrki með eina litla ferðatölvu
heima hjá sér. Og arka sjálf dag eftir
dag á pósthúsið með eintök handa
nýjum áskrifendum,“ segir hún og
skellihlær að lýsingunum á eigin
brölti.
Finnst þér að þú sért í einhverjum
skilningi komin aftur á byrj-
unarreit?
„Ekki á byrjunarreit en svolítið í
hring. Uppsöfnuð reynsla, yfirsýn
og vitneskja um hvernig í pottinn er
búið í svo mörgum skilningi fylgir
manni alltaf. Það er sjóður sem
stækkar sífellt. Og ég held að ein-
mitt þess vegna þá eldumst við
nokkuð vel, við sem erum að snúast í
menningarlífinu og fjalla um það. Ís-
lenskt menningarlíf er að svo miklu
leyti mótað af alls kyns óskrifuðum
reglum og tengslum að það er ómet-
anlegt að hafa nokkra yfirsýn yfir
það allt saman. Greina mynstrin og
þekkja þau,“ segir Silja Aðalsteins-
dóttir sem hefur sannarlega komið
standandi niður þrátt fyrir snarpa
glímu. Og er strax tilbúin í eina
bröndótta að nýju.
sífellt
havar@mbl.is
Enn lé
ttari
Kotasæ
la
aðein
s 1,5%
fita
Nýjun
g!
Mikið hefur verið talað og skrif-að um þá ákvörðun Samfés
að rifta samningi við hljómsveitina
Mínus vegna þess, að mér skilst,
að hljómsveitarfélagar neituðu að
undirrita yfirlýsingu um að þeir
hefðu ekki neytt fíkniefna.
Ég hef talsvert hugsað um þetta
mál, einkum hef
ég hugsað um
steininn og gler-
húsið. Ég velti
nefnilega fyrir
mér hvort þeir
sem eru í Samfés
séu tilbúnir til
þess að undirrita
yfirlýsingu um að
þeir hafi aldrei smakkað áfengi
eða reykt tóbak, sem hvort
tveggja flokkast undir skilgrein-
inguna fíkniefni og hafa sannan-
lega valdið bæði miklu böli af
ýmsu tagi, heilsuleysi og dauðs-
föllum langt um aldur fram.
Ég er persónulega á móti fíkni-
efnum, hverju nafni sem þau nefn-
ast, og finnst það óþarfi að styðja
sig við slíkar hækjur á lífsgöng-
unni. Mér er þó ekki síður illa við
tvöfalt siðferði. Ef maður finnur
sig knúinn til að setjast í dóm-
arasæti yfir öðru fólki þarf maður
að vera nokkuð pottþéttur sjálfur.
Ég veit að það er ákveðinn mun-
ur á fíkniefnum að því leyti að þau
eru sum ólögleg en önnur lögleg -
áfengi og tóbak eru lögleg. Ég hef
séð haft eftir vísindamönnum að ef
þessi efni væru að koma fram
núna væru þau stranglega bönnuð
vegna þess að þau skapa hjá mörg-
um mikla fíkn og eru mjög heilsu-
spillandi þegar svo er komið og
lífshættuleg. Líka valdi þeir sem
neyta þeirra öðru fólki oft óbæt-
anlegu tjóni á sál og líkama. Hin
löglegu fíkniefni vinna því mikinn
skaða og hafa valdið víðtækum
vandamálum, vafalaust af því að
tiltölulega auðvelt er að nálgast
þau og neyta þeirra.
Fólk sem starfar í þágu barna
og unglinga, er annt um velferð
þeirra og vill hafa gott fyrir þeim
ætti því að láta neyslu áfengra
drykkja og tóbaks eiga sig en ekki
skjóta sér bak við að þetta séu lög-
leg fíkniefni, eins og mörg dæmi
eru um. Ef þeir sem stóðu að rift-
un samningsins við Mínus hafa alla
tíð verið lausir við fíkniefni, lögleg
sem ólögleg, og geta undirritað yf-
irlýsingu þess efnis, þá finnst mér
þeir hafa nokkurn rétt til dóm-
arasætisins, jafnvel þótt sjálfur
Kristur hafi sagt:„Dæmið eigi svo
þér verðið eigi dæmdir.“
Ef hins vegar þetta fólk hefur
neytt fíkniefna af einhverju tagi
ætti það að láta af dómhörkunni.
Með tilliti til þeirrar ógæfu sem
bæði áfengi og tóbak hefur leitt yf-
ir mikinn fjölda fólks er augljóst
að það er aðeins stigsmunur en
ekki eðlismunur á efnunum og
neyslu þeirra. Vilji fólk vera börn-
um og unglingum góð fyrirmynd
ætti það því ekki að neyta fíkni-
efna af neinu tagi. Það er nefni-
lega ekkert betra að fara í
hundana vegna neyslu löglegra
fíkniefna en ólöglegra, - rétt eins
og það er lítill munur fyrir þann
látna hvort hann er drepinn í um-
ferðinni í rétti eða órétti.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er ekki tvöfalt
siðferði í gangi?
Steinninn og
glerhúsið
Eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.