Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í ritgerðinni „Ýmis takmörk áupplýstu samþykki“ („Somelimits of informed consent“,Journal of Medical Ethics,2002; 28) segirðu að þér virðist sem spurningin um sjálf- ræði geti ekki verið ástæða þess, að upplýst samþykki hafi siðfræði- lega þýðingu. (Þótt margir telji það einmitt vera ástæðuna). Gæt- irðu útskýrt stuttlega hvers vegna þú ert þessarar skoðunar? Þótt það sé viðtekin skoðun, að upplýst samþykki sé nauðsynlegt af því að það sé sjálfræði í verki, er þessi staðhæfing erfiðleikum bund- in af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi eru til margar, ólíkar skilgreining- ar á því hvað sjálfræði er, og þær veigaminnstu (sem gera ekki ráð fyrir að sjálfræði sé annað en að eiga valkosti) hafa harla litla sið- fræðilega þýðingu – maður verður að gera ráð fyrir fjöldamörgu til viðbótar til að geta skorið úr um hvers vegna og hvenær þessi teg- und sjálfræðis er siðferðislega mikilvæg. Ennfremur leikur á því vafi hvort afdráttarlausari [skil- greiningar á sjálfræði], þar sem (ýmsar) hugmyndir um vitsmuna- legt sjálfræði gegna lykilhlutverki, taki til gæslu á hagsmunum allra sjúklinga og rannsóknaþátttak- enda, sem eiga skilið að hagsmuna þeirra sé gætt hvort sem þeir eru sjálfráða í þessum afdráttarlausari skilningi eða ekki. (O’Neill hefur fjallað nánar um þetta efni í rit- gerðinni „Autonomy: The Empe- ror’s New Clothes“, eða „Sjálf- ræði: Nýju fötin keisarans“). Í öðru lagi eru fjölmargir sjúk- lingar annaðhvort ekki fyllilega færir um að veita samþykki (að mínu mati hafa óþarflega margar rannsóknir beinst að þessu atriði), eða eru beðnir um að samþykkja hluti sem jafnvel hæfasta fólk get- ur ekki (af ýmsum ástæðum) verið fyllilega upplýst um. Í mörgum til- Breski heimspekingurinn Onora O’Neill hefur fjallað mikið um siðferðilegar hliðar upplýsts samþykkis. O’Neill, sem er barónessa og meðlimur lávarðadeildar breska þingsins, auk þess að vera skólameistari á Newham-garði í Cambridge- háskóla, flytur opinberan fyr- irlestur hér á landi á þriðjudag- inn. Kristján G. Arngrímsson sendi henni nokkrar spurn- ingar í tölvupósti. Sjálfræði og uppl Activity Frost Sunnudagur 28. mars kl.10:00 - 17:00 Sjáumst í Listasafninu! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 24 06 9 0 3/ 20 04 Kæri áskrifandi. Ekki missa af Frost Activity, sýningu Ólafs Elíassonar, í boði Morgunblaðsins. Boðskort fylgdi föstudagsblaðinu. Opið í dag í Listasafni Reykjavíkur milli kl. 10.00 og 17.00. Dagskrá: Leiðsögn um sýninguna kl. 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00 Vísbendingaleikur kl.10:30, 12:30 og 14:30 Börn og fullorðnir skoða sýninguna, fá leiðsögn og taka um leið þátt í vísbendingaleik. Listsmiðja Opin listsmiðja allan daginn frá kl. 10:00 til 17:00. Í listsmiðjunni gefst kostur á að gera áhöld til eigin tilrauna með speglun og blekkingar augans. BÍLARAFAuðbrekku 20 • S. 564 0400 Fyrir báta: Margar tegundir. Delco, Dixie, Motorola, Prestolte, Valeo o.fl. Nýtt 24v 220 amp Kolalaus alternator. Hleður við mjög lágan snúning. Startarar fyrir bátavélar t.d. Buck, Cat, Cummings Perkings, Yanmar, Volvo Penta o.fl. Truma gasmiðstöðvarnar Reynsla Þekking Alternartorar og startarar Einnig viðgerðarþjónusta á alternatorum og störturum. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.