Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 29
vikum er um að ræða of tæknilega
flókin mál eða of víðtæk – ef til vill
eru „fullnægjandi“ upplýsingar
óraunhæft markmið. Eða þá að um
er að ræða mál sem varða lýð-
heilsugæslu, sem ekki er hægt að
sníða að einstaklingum og krefjast
því ekki samþykkis einstaklinga.
Hægt væri að nefna mun fleiri
vandkvæði.
Að hvaða leyti er upplýst sam-
þykki þá mikilvæg siðferðisspurn-
ing?
Ég tel helstu ástæður þess að
upplýst samþykki – í trúverðugum
skilningi – skiptir máli vera ná-
skyldar þeim [ástæðum] sem
nefndar eru í Nürnbergsamþykkt-
inni og Helsinkisáttmálanum (þar
sem hvergi er minnst á sjálfræði).
Þær snúast um að afstýra þvingun,
blekkingu, svikum og valdbeitingu.
(O’Neill hefur fjallað nánar um
þetta efni í ritgerðinni „Informed
Consent and Public Health“, eða
„Upplýst samþykki og lýðheilsa“).
Í áðurnefndri ritgerð færirðu
jafnframt rök fyrir mikilvægi þess,
að hægt sé að afturkalla samþykki,
og að sjúklingur „hafi í rauninni
neitunarvald um hvaða“ meðferð
hann gengst undir. Hversu algilt
telurðu að þetta neitunarvald ætti
að vera? Skiptir engu máli á hvaða
forsendum sjúklingur neitar með-
ferð? Hvað með til dæmis neitun á
trúarlegum forsendum? Eða neit-
un sem er greinilega ekki mjög vel
(eða alls ekki) ígrunduð?
Ég myndi gera ráð fyrir að sjúk-
lingur ætti rétt á að neita að gang-
ast undir meðferð jafnvel þótt það
væri af ástæðum sem aðrir eru
ósammála honum um, eða teldust
ekki vera góðar ástæður. Maður
gæti reynt að telja sjúklingnum
hughvarf, en ekki mætti neyða
hann til að gangast undir meðferð-
ina. Aftur á móti gegnir öðru máli
ef ástæða er til að ætla að sjúk-
lingurinn sé ófær um að veita sam-
þykki eða neita um það.
Þú kallar upplýst samþykki rit-
úal, sem gæti virst gefa því trúar-
legan blæ. Í hvaða skilningi er
upplýst samþykki ritúal?
Þegar talað er um að eitthvað sé
ritúal þarf það ekki endilega að
þýða að um sé að ræða trúarlegt
ritúal. Það er til dæmis ekki trúar-
legt ritúal þegar menn takast í
hendur. Fremur er átt við, að um
sé að ræða venju sem fylgt er og
kann að hafa ýmsa merkingu sem
ekki er í öllum tilvikum augljós. Til
dæmis felur ritúalið upplýst sam-
þykki (þetta orðalag er ekki frá
mér komið) ekki einungis í sér að
læknirinn virði vilja sjúklingsins,
sem er hinn hefðbundni skilningur.
Ritúalið kveður ennfremur á um,
að sjúklingurinn hafi valið þá með-
ferð sem hann gengst undir og geti
því ekki kvartað eða höfðað mál ef
hann hlýtur nákvæmlega þá með-
ferð. Hér er um að ræða ritúal sem
kveður á um framsal ábyrgðar.
Einnig er þetta leið til að tjá – með
skrifræðislegum hætti – tiltekið
stig virðingar fyrir einstaklingum.
Þú hefur fjallað mikið um traust,
t.d. í bókinni Sjálfræði og traust í
lífsiðfræði (Autonomy and Trust in
Bioethics). Samband læknis og
sjúklings virðist í flestum ef ekki
öllum tilvikum fela í sér að sjúk-
lingurinn beri mikið traust til
læknisins. Felur þetta traust í sér
að sjúklingurinn beygi sig (að
minnsta kosti að nokkru
leyti) undir forræði læknisins
og afsali sér þar með (að ein-
hverju leyti, að minnsta
kosti) sjálfræði sínu? Eða er
samband læknis og sjúklings
að engu leyti spurning um
forræði?
Hvaða skilning sem maður
leggur í sjálfræði er líklegt að
það sé til marks um sjálfræði,
fremur en afsal þess, að
ákveða að reiða sig á sér-
þekkingu einhvers annars.
Einungis í þeim tilvikum þar
sem lotningin á rætur að
rekja til þátta sem eiga ekk-
ert skylt við mat á hæfni eða
sérþekkingu er um að ræða
einbera lotningu. Eins og til
dæmis ef ég veit að læknirinn
minn er vanhæfur en sam-
þykki engu að síður að gang-
ast undir meðferð vegna þess
að ég er hrædd við hann.
Þú ert Kant-fræðingur.
Geturðu bent á hvaða þættir í
heimspeki Kants hafa verið
mikilvægastir eða nota-
drýgstir í umfjöllun þinni um
lífsiðfræði?
Ég held að hvað sjálfa mig
varðar, að minnsta kosti, hafi
skipt mestu í heimspeki
Kants að reyna að átta mig á
því að hve miklu leyti rök
Kants duga, og að hve miklu
leyti við höfum misst sjónar á
rökum hans – en höfum þó oft
ekki lagt fram betri rök í
staðinn. Ef maður til dæmis
spyr einhvern hver séu rökin
fyrir því að bera eigi virðingu
fyrir manneskjum er ekki
ólíklegt að hann svari sem
svo, að hann viti ekki hver
þau séu, en þau megi finna
hjá Kant. (En það er alls ekki
augljóst að þau sé að finna
hjá Kant.) Ennfremur má nefna, að
nú á dögum krefst fólk þess að
mannréttindi séu virt, en hefur
óljósa hugmynd um hvaða rök
kunni að liggja þar til grundvallar.
Þungamiðjan í skrifum mínum –
sem fjalla að tiltölulega litlu leyti
um lífsiðfræði – eru grundvallar-
spurningar um breytni, skynsemi
og frelsi, og mér finnst vera mikil
dýpt og áskorun fólgin í hugmynd-
um Kants um þessi efni. (Um þetta
má lesa nánar í ritgerð O’Neills,
„Kant: Rationality as Practical
Reason“, eða „Kant: Rökhugsun
sem verkleg skynsemi“).
Grafík, Helga Ágústsdóttir.
kga@mbl.is
ýst samþykki
DR. ONORA O’Neill vakti fyrir
nokkrum árum athygli mína fyrir
óvenjuskemmtileg skrif um siðfræði
Immanúels Kant en hún hefur skrif-
að tvær bækur um hana (Acting on
Principle: An Essay on Kantian Et-
hics, 1975 og Constructions of Rea-
son: Explorations of Kant’s Practical
Philosophy, 1990). O’Neill hefur jafn-
framt haft óvenjugott lag á því að
tengja siðfræðina við brýn álitamál
daglegs lífs og hefur til að mynda
skrifað mikilvægar bækur um skyld-
ur okkar við nauðstatt fólk í svo-
nefndum þróunarlöndum (Faces of
Hunger: An Essay on Poverty, Jus-
tice, and Development, 1986), um þá
siðferðilegu ábyrgð sem því fylgir að
eignast og ala upp börn (Having
Children: Philosophical and Legal
Reflections on Parenthood, 1991),
um réttlæti í alþjóðlegu samhengi
(Bounds of Justice, 2000) og um
breyttar forsendur trausts á stofn-
unum og fagfólki í nútímasamfélagi
(A Question of Trust: The BBC
Reith Lectures 2002). Á síðustu ár-
um hefur O’Neill látið sig æ meira
varða lífsiðfræði og erfðarannsóknir
og þau siðferðilegu álitamál sem
þeim tengjast og sér rannsókna
hennar um þau mál stað í bókinni
Autonomy and Trust in Bioethics
2002.
Á yfirstandandi misseri les ég með
heimspekinemum á málstofu bók eft-
ir Onoru O’Neill (Towards Justice
and Virtue: A Constructive Account
of Practical Reasoning, 1996) þar
sem hún leitast við að skýra og sætta
ágreining dygðakenninga og réttlæt-
iskenninga, en hann hefur verið
mjög áberandi í skrifum siðfræðinga
á síðustu árum. Jafnframt lesum við
nokkrar greinar eftir hana um erfða-
rannsóknir. Í tengslum við þetta
ákvað ég að bjóða O’Neill til landsins
og heimsækja málstofuna. Jafnframt
fór ég þess á leit við hana að halda
opinberan fyrirlestur fyrir almenn-
ing um siðfræði erfðarannsókna og
er þar komið að megintilefni heim-
sóknarinnar. Fyrir tveimur árum
fékk Siðfræðistofnun styrk úr
Kristnihátíðarsjóði fyrir verkefnið
„Siðfræði og samtími“ þar sem
markmiðið er m.a. að bjóða hingað
erlendum fyrirlesurum til að fjalla
um brýn siðferðileg álitamál í sam-
tímanum. Onora O’Neill er fyrsti fyr-
irlesarinn sem kemur hingað gagn-
gert á vegum þessa verkefnis og
mun hún halda fyrirlestur um sjálf-
ræði, traust og erfðarannsóknir í
Öskju, nýju náttúrufræðahúsi Há-
skólans, þriðjudaginn 31. mars, kl.
17.
Ég tel að tímabært sé fyrir okkur
Íslendinga að kynnast þeim við-
horfum sem O’Neill hefur haldið á
lofti um erfðarannsóknir. Hér eru
starfandi öflug fyrirtæki á þessu
sviði og landsmenn standa frammi
fyrir spurningum um þátttöku í
erfðarannsóknum og gagna-
grunnum. O’Neill hefur efasemdir
um þá áherslu sem lögð hefur verið á
að tryggja sjálfræði þátttakanda í
erfðarannsóknum með því að afla
upplýsts samþykkis þeirra og telur
mikilvægara að byggja upp trúverð-
ugar stofnanir sem fylgjast með
vörslu og notkun erfðaupplýsinga.
Ljóst má vera að Íslendingar verða á
næstunni að móta stefnu um sam-
þykki fyrir þátttöku í erfðarann-
sóknum sem kann að fela í sér endur-
skoðun á hefðbundnum viðmiðunum
í siðfræði rannsókna og því er mikill
fengur að kynnast röksemdum
Onoru O’Neill um þessi efni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vilhjálmur Árnason, prófessor í
heimspeki við Háskóla Íslands.
Tímabær
viðhorf
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og
stjórnarformaður Siðfræðistofnunar við Háskóla
Íslands, segir O’Neill hafa einkar gott lag á að
tengja siðfræði við knýjandi málefni sem við
stöndum frammi fyrir.
FASTEIGNIR mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111