Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alllangt er liðið síðan góð-vinur minn, Ásgeir Guð-mundsson sagnfræðing-ur, lét mér í té ljósrit afteiknaðri myndasögu, sem birst hafði í austurrísku blaði, Das kleine Volksblatt. Þar var skráð ferða- og framhaldssaga rituð af blaðamanni sem kallaði sig Onkel Freddy og hafði ferðast um Ísland þvert og endilangt sumarið 1930. Á teikningum þeim sem birtust með framhaldssögunni mátti sjá ýmis góðkunn andlit, sem maður kannað- ist við frá æsku- og unglingsárum. Höfundurinn, Onkel Freddy, mun hafa verið Theo Henning, ungur Austurríkismaður sem hingað kom Alþingishátíðarsumarið 1930. Með hverri mynd sem birtist með frá- sögninni er birt vísa, sem skýrir efn- ið. Þar sem rúm það sem mér er skammtað í Morgunblaðinu er tak- markað verður að láta nægja að birta aðeins fáar myndir af öllum þeim fjölda sem fylgja frásögn höf- undarins. Læknirinn Gunnlaugur Einarsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, var nafnkunnur maður í Reykjavík á sinni tíð. Hann setti höfðinglegan og stórmannlegan svip á mannlíf í Reykjavík allt frá því er hann settist hér að sem starfandi læknir í byrjun þriðja áratugar til þess dags er hann féll frá árið 1944. Á þessu má sjá að sumum mönnum nægja tæp 15 ár til þess að verða samtíðinni minnisstæðir. Gætir þar margs, útlits, framkomu, fé- lagsstarfa og trúnaðarstarfa í þágu almennings. Það kemur fram í riti Vilmundar Jónssonar landlæknis að Gunnlaugur Einarsson hefir dvalist í Noregi um skeið. Ljósmynd birtist í bók Vilmundar af Gunnlaugi þar sem hann situr við borð með Vilmundi og konu hans, Kristínu Ólafsdóttur á læknastofu. Svo er einnig mynd, sem Gunnlaugur er talinn hafa tekið af Vilmundi og Kristínu konu hans. Gunnlaugur nam læknisfræði víða á Norðurlöndum. Einnig stundaði hann sérnám í Vínarborg og Nürn- berg. Í Vínarborg mun hann hafa kynnst Theo Henning, höfundi og teiknara ferðasögu Onkel Freddys. Gunnlaugur var félagslyndur maður og blandaði víða geði við menn. Einkum voru honum hugleik- in málefni þar sem hann gat látið gott af sér leiða. Má nefna Rauða kross Íslands, en þar var hann for- maður. Þá sat hann í stjórn Ferða- félags Íslands, var formaður Golf- klúbbsins, formaður Sænsku vikunnar og félagsins Ísland-Sví- þjóð, heiðursfélagi Stúdentakóra- sambandsins í Stokkhólmi. Gunnlaugur var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum. Hann ritaði grein- ar um læknisfræðileg efni. (Heimild- ir: Ísl. æviskrár, PE001. V. bindi). Kona Gunnlaugs var Anna Guðrún Kristjánsdóttir. Þau eignuðust son, Kristján Eystein, og dóttur, Unni Dóru. Anna Guðrún giftist síðar Ragnari Ófeigssyni presti í Fells- múla á Landi. Svo sem sjá má á ferðasögu „On- kel Freddys“ þá leitar austurríski ferðagarpurinn til Gunnlaugs lækn- is. Mynd sú er hann dregur upp af Gunnlaugi er ótrúlega lík honum. Greinarhöfundi þykir hafa tekist einkar vel að ná svipnum. Er einnig minnisstætt að sjá Gunnlaug lækni bera „starfstákn“ sitt, höfuðgjörð með spegli. Þannig gekk hann að jafnaði um á stofu sinni við Sóleyj- argötu. Slíkt hið sama munu þeir oft hafa gert þeir Ólafur Þorsteinsson, Jens Jóhannesson og Eyþór Gunn- arsson, sem allir voru læknar um þessar mundir. Teiknimyndasagan Hyggjum nú að myndunum sem fylgdu frásögninni: 17. ágúst 1930 birtist í barnablaði Freddys frænda teikning af Gunn- laugi. Hann er þar sagður læknir í Reykjavík. Heldur á dagblaðinu Wiener Zeitung og les það brosleit- ur. Á næstu mynd (nr. 2) er Gunn- laugur glaðbeittur á gönguferð við Reykjavíkurhöfn. Þar er hann nefndur Doktor Einarsson. Býður hann gestum að gista hjá sér: „Ser- vus Nazi“. Íslandsfarinn þakkar og efnir til vináttu við son Gunnlaugs læknis. Þeir félagar bregða svo á leik. Á fimmtu myndinni eru heilabrot um tímann og klukkuna. Á sjöttu mynd verður Vínarbúan- um hugsað heim. Sólin gengur aldrei til viðar hér á norðurslóð. Geislarnir lýsa og ljóma á lofti. Hann fórnar höndum til himins. Viku síðar, 24. ágúst, er ferðalang- urinn staddur við vegamót. Skiltið þar sem vegir skiptast sýnir Laug- ardalur – Geysir. Textinn fjallar um stolt Íslands. Svo hefir Íslandsfaranum tekist að verða sér úti um reiðskjóta og skellir á skeið. Kristján, sem höfundur tengir lækninum, situr hér á hest- baki. Vandséð er við hvern er átt. Kristján Eysteinn sonur Gunnlaugs og Önnu er smádrengur um þessar mundir. Kristjánsnafnið er annars algengt í ættinni. Þeir félagar ríða í átt til hveranna. Á fjórðu myndinni varar Kristján ferðafélagann við hættum. Skipar honum að halda kyrru fyrir. Strókur mikill rís og teygir sig til himins á næstu mynd. Svo hrópar Vínarbúinn skelfdur: „Hjálpaðu mér Kristján. Ég soðna.“ Hann er þá kominn efst á gossúluna eða strókinn, sem spýtist sjóðbull- andi hátt í loft. Morgunblaðið/Ásdís Ferðasaga „Onkel Freddy“ Gunnlaugur Einarsson, háls-, nef- og eyrnalækn- ir, var nafnkunnur maður í Reykjavík á sinni tíð og rataði meira að segja í teiknimyndaformi á síður austurríska blaðsins Das kleine Volksblatt. Pétur Pétursson rifjar upp söguna. Málverk eftir Theo Henning í eigu tengdadóttur Gunnlaugs læknis, Helgu Þórðardóttur. Höfundur er þulur. Morgunblaðið/Ásdís Málverk eftir Theo Henning í eigu tengdadóttur Gunnlaugs læknis, Helgu Þórðardóttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.