Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ U mfjöllun um tvær leiksýningar sem nú eru á fjölunum er kveikjan að þessum pistli. Annars vegar sýning áhuga- leikfélagsins Hugleiks á leik- ritinu Sirkus, sem Hrund Ólafsdóttir gagnrýnandi taldi ná því viðmiði „að slaga hátt upp í að vera at- vinnusýning“ og hins vegar sýning Leikfélags Akureyrar á Draumalandinu sem Sveinn Har- aldsson gagnrýnandi taldi „... að gæti hentað efnilegum hópi áhugamanna en sé ekki sam- boðið atvinnuleikhúsi“. Hér eru umhugsunarverðar skilgreiningar á ferðinni. Atvinnuleikflokkur sem missir sig nið- ur á plan áhugaleikhússins og áhugaleikhópur sem kemst með tærnar þar sem atvinnuleikhúsið hefur hælana. En hvar eru tærn- ar og hvar hælarnir? Varla hefur Hugleikur haft að markmiði „að slaga hátt upp í að vera atvinnusýning“ á borð við sýningu Leikfélags Akureyrar ef marka má orð Sveins Haraldssonar og varla getur Leikfélag Ak- ureyrar gert sýningu sem í sínu eigin samhengi er vond en væri góð í öðru samhengi. Aldrei hef- ur sú hugsun hvarflað að undirrituðum þrátt fyrir að hafa séð tugi, ef ekki hundruð, uppsetn- inga hjá áhugaleikfélögum – að þeim henti bet- ur illa skrifuð leikrit en vel skrifuð. Það hlýtur í öllum tilfellum að vera þakklátara verkefni að flytja vel samið leikrit og vel skrifað en hið gagnstæða. Það á við hvorutveggja áhuga- og atvinnuleikhús. Samanburðurinn er engu að síður athygl- isverður þar sem annar gagnrýnandinn notar viðmiðunina við atvinnuleikhúsið til upphafn- ingar en hinn notar áhugaleikhúsið til niðurlæg- ingar. Ályktunin hlýtur að vera að atvinnu- listamennirnir vilja ekki láta líkja sér við áhugamenn en áhugamennirnir þrá að vera sagðir standa jafnfætis atvinnumönnunum. Hér er sumsé gengið útfrá því að undirliggjandi markmið áhugaleiklistarinnar sé að standa jafn- fætis atvinnuleiklistinni, teljast „jafngóð“ í ein- hverjum skilningi þess orðs. Í sjálfu sér er ekk- ert skrýtið að slíkur samanburður sé gerður í því leiklistarumhverfi sem við búum við. Sam- spil atvinnumennsku og áhugamennsku í leiklist verður æ meira og algengara og kröfurnar sem áhugafólkið gerir til sjálfs sín eru í mörgum til- fellum mjög miklar; miklum fjármunum er var- ið í umgjörð sýninga og listrænir stjórnendur eru með fáum undantekningum úr hópi atvinnu- manna og sýningarnar fá fyrir vikið á sig sann- færandi fagmannlegt yfirbragð. Gott dæmi um hversu sannfærandi yfirbragðið getur orðið mátti líta í lesandabréfi til Morgunblaðsins sl. föstudag þar sem hrifinn áhorfandi að sýningu leikfélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ sagði: „Þetta er sýning sem á heima í stóru leikhús- unum og ég skora hér með á þau að bjóða þess- ari sýningu til sín.“ Þetta eru í sjálfu sér ekki óeðlileg við-brögð, áhorfandinn hefur hrifist ogengin ástæða er til að ætla annað en aðumrædd sýning sé hin besta skemmt- un. Það gerir hana hins vegar ekki að jafnoka atvinnuleiklistar og það er sannarlega varasamt að tengja þessar tvær hliðar á listalífi þjóð- arinnar saman með þeim hætti að áhuga- mennska geti komið í stað atvinnumennsku á svo einfaldan hátt. Það má hins vegar færa gild rök fyrir því að öflug og framsækin atvinnu- starfsemi í listum hafi áhrif á áhugastarfið og skili sér í meiri og betri kunnáttu áhugamanna, betri framsetningu á þeirri leiklist, tónlist, myndlist, danslist, kvikmyndalist og öllum öðr- um listgreinum sem um ræðir. Einmitt þess vegna er mikilvægt að gerður sé skýr grein- armunur á listiðkun áhugamanna og listsköpun atvinnumanna og ólíkum tilgangi og mark- miðum sé ekki hrært saman í hugsunarleysi. Á undanförnum árum hefur það sífellt færst í vöxt að vel þjálfaðir og hæfir atvinnumenn hafi starfað sem leiðbeinendur og stjórnendur með- al áhugamanna í flestum listgreinum og það hefur sannarlega skilað sér. Þennan árangur ber að meta og gefur áhugafólki tækifæri til að ná lengra í iðkun áhugamáls síns, tileinka sér meiri kunnáttu og fá þjálfun til þeirra verkefna sem fyrir liggja hverju sinni. Þetta er hins veg- ar ekki atvinnumennska og einstakur viðburður á listasviði áhugamanna þar sem vel tekst til gerir hann í engum skilningi jafnan atvinnu- mennsku þar sem ekki skyldi meta út frá gæð- um viðburðarins heldur þeim forsendum sem lagðar hafa verið til grundvallar starfsins. Þess vegna má atvinnumönnum takast illa upp á stundum án þess að vera samstundis legið á hálsi fyrir að vera engu betri en áhugamenn- irnir. Sá sem gerir listsköpun að lífsstarfi sínu gengur að því með allt öðru hugarfari en sá sem stundar listsköpun sem áhugamál í frítíma sín- um frá öðrum störfum. Listsköpun áhuga- mannsins þjónar öðrum tilgangi og uppfyllir allt aðrar væntingar og kröfur. Í því samhengi koma gæði einstakra sýninga eða viðburða mál- inu ekkert við. Áhugalistamaður er samkvæmt orðsinshljóðan að sinna áhugamáli sínu.Hann nýtir frítíma sinn til þess oggengur til annarra starfa þess utan. Hann þiggur ekki laun fyrir iðkun áhugamáls- ins og sætir færis að sinna því þegar aðrar skyldur kalla ekki á krafta hans og athygli. Op- inber umfjöllun um áhugalist, m.ö.o. gagnrýni, tekur alla jafna mið af þessu enda er í hæsta máta ósanngjarnt að taka áhugalistamenn sömu tökum og atvinnumenn ef illa tekst til, því hvers á sá að gjalda sem rifinn er niður opinberlega fyrir að hafa ekki fullkomin tök á áhugamáli sínu? Jákvæður og hvetjandi tónn í gagnrýni á áhugalist er því nánast forsendan sem gagnrýn- andinn leggur sér til. Atvinnulistamaður getur ekki reiknað með að vera meðhöndlaður af sams konar nærfærni. Hann verður að gera ráð fyrir að um hann sé fjallað af sömu alvöru og hann tekur list sína. Atvinnulistamaður hefur nám og mark-vissa þjálfun að baki, hann gengur aðlist sinni daglega og áhugamál hansgeta fallið að starfinu eða legið þar langt frá eins og gengur. Frumsköpun, mark- sækni og yfirlega eru orð sem koma upp í hug- ann en mikilvægast af öllu er að gera sér grein fyrir að leitandi listamaður er sjaldnast með endanlega niðurstöðu eða fyrirmynd í huga í listsköpun sinni. Leitin er hvorutveggja for- senda og markmið sköpunarinnar. Hversu öfl- ugt listalíf einnar þjóðar er sést best á því hver skilyrði atvinnulistamönnum eru búin til að stunda leit sína. Sú leit fer ekki fram í röðum áhugamanna. Þar er iðulega unnið með fyr- irmyndir – fundnar niðurstöður – reynt að ná einhverju fram sem líkustu niðurstöðum leitar sem áður hefur átt sér stað og klæða það í þann búning að líti út sem líkast fyrirmyndinni. Þeg- ar vel tekst til er svo sagt að árangurinn „slagi hátt upp í að vera atvinnusýning“. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr starfi áhugamannanna heldur er þarna fólginn kjarni þess reginmunar sem er á áhugalistiðkun og atvinnulistsköpun og undirstrikar enn og aftur að málið snýst ekki um hvort er betra, heldur út frá hverju er geng- ið. Áhugamenn sækjast í listsköpun sinni eftir að ná tökum á handverki og kunnáttu og að út- koman verði fagmannleg. Atvinnumenn ganga að verki með handverk, kunnáttu og fag- mennsku sem sjálfsögð tæki til að dýpka skiln- ing sinn og ná lengra í listsköpun sinni. Atvinnulistamaður sem dregur úr kröfum til sjálfs sín og fellur í þekkt far í listsköpun sinni, endurtekur sjálfan sig – eða það sem verra er – fer að herma eftir list annarra; er í þessum skilningi orðinn áhugamaður. Hann er ekki lengur að sinna frumsköpun, hann er ekki leng- ur leitandi og nýtir ekki þann tíma og þau skil- yrði sem honum eru búin til að sinna þessum þáttum; hann er í versta skilningi þess orðs áhugalistamaður. Hann hefur allar forsendur til að ná lengra og leita út í óvissuna en kýs frekar að róa á þekktum miðum, sækjast eftir sama afla og aðrir hafa landað. Hann treystir svo á að kunnátta og handverk ásamt fagmannlegu yf- irbragði nægi til staðfestingar á atvinnu- mennskunni og að engir séu meðal áhorfenda sem kannist við fyrirmyndina. AF LISTUM eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Listiðkun og listsköpun Morgunblaðið/Kristján Listir. Brýnt er að gerður sé greinarmunur á listiðkun áhugamanna og listsköpun atvinnumanna. „LEIKUR er leikur. Hann krefst óhefts frelsis og frumkvæðis af þátttakendum. Gleði yfir því að leika, gleði yfir hreyfingunni – kjarkmikil og hröð hlaup yfir allt nótnaborðið í upphafi píanó- námsins, án þess að púla við að finna rétta tóna og án þess að telja í taktinn – einmitt þess konar óákveðin hugmynd í upphafi er forsenda þessa safns,“ segir ungverska tónskáldið György Kurtág um píanóverk sitt, Leiki, en verkið er byggt á svipuðum grunni og annað merkisverk píanóbókmenntanna, Mikrokos- mos, eftir annan Ungverja, Béla Bartók; heillandi smáverk, fyr- ir píanónemendur jafnt sem lengra komna, – stemmningar, lög og leikir. Það er þriðji Ungverjinn, Miklos Dalmay píanóleikari, sem hefur búið á Íslandi um árabil, sem ætlar að frumflytja verk Kurtágs á Íslandi á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, en á efnisskrá tónleikanna verða eingöngu ungversk píanóverk, eftir Kurtág, Liszt og Bartók. Miklos Dalmay segir að til sé nokkuð sem megi kalla ungverskan skóla í píanótónlist, og að hann eigi sér sögu aftur til meistarapíanistans og tónskáldsins Franz Liszts. „Það er gjarnan talað um austur-evrópska skólann, en innan hans er talað bæði um rússneska skólann, tékkneska og ung- verska. Þetta hófst þegar Franz Liszt stofnaði Tónlistarháskól- ann í Búdapest og fór að kenna sjálfur á píanó. Þetta var í kringum 1850. Hann var ennþá ungur og starfandi sem píanó- leikari út um alla Evrópu. Hann langaði til að stofna skóla heima í Ungverjalandi, en slíkur skóli hafði ekki þekkst þar áð- ur. Béla Bartók var svo næsti heimsfrægi maðurinn í röðinni, var mjög góður píanóleikari og tónskáld. Það voru þó kannski 20–25 aðrir píanóleikarar sem komu við sögu líka, þótt þeir væru ekki eins frægir. Bartók var rektor í skólanum 67–70 ár- um á eftir Liszt, og kenndi bæði á píanó, kammertónlist og fleira. Hann fór svo til Bandaríkjanna, en var áður búinn að kenna mörgum ungverskum tónlistarmönnum. György Kurtág á líka verk á efnisskránni. Hann er ennþá lifandi og er enn starfandi tónskáld. Hann er þó ekki mikill konsertpíanisti sjálf- ur, en hefur helst kennt kammertónlist og tónsmíðar. Hann var ekki nemandi Bartóks sjálfur, en lærði hjá þeim kennurum sem komu á eftir Bartók. Þetta hefur verið mjög stöðug og þétt þró- un, og við sem lærðum hjá Kurtág og samtímamönnum hans getum sagt, að í raun séum við komin af Liszt sem píanóleik- arar. Þetta eru stór orð, en vegna þess hvernig þetta hefur þróast, getum við að þessu leyti talað um sérstakan ungverskan píanóskóla.“ Miklos segir að píanótónlistin sem þessir ungversku meist- arar sömdu eigi það líka sammerkt að vera að miklu leyti byggð á þjóðlegum arfi ungverskrar tónlistar, og það sé sterkt ein- kenni sem styrki ungverska píanóskólann enn frekar. „Ung- verjar hafa alltaf farið víða, og sest að í öðrum löndum. Ég er til dæmis hér og kenni krökkum frá átta ára og upp í 25 ára. Kannski er ungverska hefðin mín orðin svolítið blönduð því sem hér er gert, og ungversk tónlist í dag er heldur ekki eins þjóð- leg og hún var. En annars held ég að það sé ekki til beinlínis tæknileg skýring á því hvað felst í ungverska píanóskólanum. Það er þá helst sú hefð sem tengist því hvernig ungverskir pí- anóleikarar vinna og æfa. Sex, sjö og átta tímar á dag í æfingar voru ekki óþekkt fyrirbæri hjá okkur. Það hefur þótt eðlilegt frá upphafi, en líka það, að hafa alltaf eitthvert markmið fram- undan, eða verkefni að leysa, tónleika, tónleikaferð eða annað að stefna að.“ Annar ungverskur tónlistarviðburður verður í Salnum strax annað kvöld kl. 20, þegar fiðluleikarinn Barnabas Kelemen og píanóleikarinn Gergely Bogányi flytja þar verk eftir Bartók, Beethoven og Brahms. Hér eru á ferð ungir ungverskir tónlistarmenn í fremstu röð. Þeir hafa báðir þegar glæstan feril að baki og koma við í Saln- um á leið sinni til tónleikahalds í Carnegie Hall í New York. Kelemen vann fyrir stuttu alþjóðlegu fiðlukeppnina í Indiana- polis, eina stærstu og virtustu fiðlukeppni í heiminum, og hluti verðlaunanna var debút-tónleikar í Carnegie Hall. Ungverskt í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Miklos Dalmay „afkomandi“ Liszts.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.