Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 37
www.thjodmenning.is
Skáld mánaðarins - aldamótaskáld
Dagskrá tileinkuð aldamótaskáldum
verður sunnudaginn
28. mars kl. 14:00.
Þórunn Valdimarsdóttir segir
frá Matthíasi Jochumssyni ungum.
Ólafur Kjartan Sigurðarson
og Jónas Ingimundarson flytja
lög við ljóð aldamótaskálda.
Ókeypis aðgangur
MATTHÍAS JOCHUMSSON
Kynntu þér tilboð okkar
á bílaleigubílum
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað
Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Við erum í 170 löndum
5000 stöðum
T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Milano, Alicante ...
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is
Minnum á Visa afsláttinn
í sýninguna gegnum Egil Ingibergs-
son, en þeir unnu fyrst saman í Meist-
aranum og Margarítu sem frumsýnd
var núna um áramótin,“ segir Felix.
„Gideon er alveg einstakur og er að
vinna hluti með tölvutækninni sem
enginn hér á Íslandi hefur menntun
til. Með tölvum og sýningarvélum
skapar hann hreyfimyndir og ljósa-
stemningar sem kallast á við ljóðin.
Með því að taka myndbandstæknina í
þjónustu leiksýningarinnar má segja
að við séum að vissu leyti að vinna
okkur yfir landamæri listgreina,“ seg-
ir Kolbrún. „En allt frá okkar fyrstu
uppfærslu, þ.e. Hinum fullkomna
jafningja, hefur það verið nokkurs
konar „manifesto“ hópsins að nýta
tæknina á spennandi og nýstárlegan
máta í leikhúsvinnu okkar,“ segir Fel-
ix.
Sjálfstæðu leikhóparnir
auðga leiklistina
Nýverið gerði leikhópurinn Á sen-
unni samstarfssamning við Reykja-
víkurborg til næstu þriggja ára. Að-
spurð hvaða þýðingu samningur á
borð við þennan hafi fyrir leikhópinn
svarar Felix um hæl: „Hann hefur
alla þýðingu, því með þessu erum við
komin með traustari grunn í starfi
okkar. Þetta þýðir líka að við getum
farið að búa til einhver framtíðar-
plön,“ segir Kolbrún. „Styrkurinn frá
Reykjavíkurborg skilar okkur einni
uppsetningu á ári. Auk styrksins frá
menntamálaráðuneytinu sjáum við
fram á að geta sett upp eina til tvær
sýningar á ári næstu tvö árin og á
sama tíma haldið fyrri sýningum lif-
andi. Að mínu mati eru samstarfs-
samningar framtíðin og vænlegasta
leiðin fyrir ríkið til að koma betur að
starfi sjálfstæðu leikhópanna, auk
þess að styrkja einstök verkefni.
Vissulega kostar þetta peninga, en
þetta skilar líka afskaplega miklu inn
í menningarlífið,“ segir Felix.
Kolbrún tekur undir þetta og bend-
ir á hve mikilvægt sé að tryggja sjálf-
stæðu leikhópunum lengri líftíma.
„Það skiptir svo miklu máli að við
fáum tækifæri til að þroska okkar
hugmyndir, vegna þess að því meira
sem leikhóparnir fá tækifæri til að
þroska hugmyndir sínar því betur
skila þær hugmyndir og nýjungar sér
síðan inn í hágróðurinn, þ.e. stofnana-
leikhúsin. Í raun er þáttur sjálfstæðu
leikhúsanna kominn á það stig að við
finnum hvernig sjálfstæðu leikhúsin
auðga leiklistina,“ segir Kolbrún að
lokum.
silja@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn