Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vilborg Þórðar-dóttir fæddist 25.
mars 1924. Hún lést
á Landspítalanum
16. mars síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna í Vatns-
nesi, Þórðar Jóns-
sonar, f. 1. apríl
1889, d. 26. október
1972, og Sigrúnar
Guðjónsdóttur, f. 26.
júní 1900, d. 2. febr-
úar 1996. Þórður var
frá Alviðru, einn tólf
systkina, en Sigrún
frá Laugabökkum og
voru systkini hennar fimm, báðir
þessir bæir í Ölfushreppi.
Vilborg var elst
fjögurra barna Sig-
rúnar og Þórðar,
hin eru Guðríður, f.
14. jan. 1926, Þur-
íður Eygló, f. 2. ág.
1927, og Hjálmar, f.
27. apríl 1929.
Vilborg gekk 8.
janúar 1964 að eiga
Magnús Þorsteins-
son frá Húsafelli, f.
15. mars 1921. Son-
ur þeirra er Þor-
steinn, f. 8. janúar
1965.
Útför Vilborgar
var gerð frá Selfosskirkju 23.
mars.
Þórður og Sigrún voru sitt fyrsta
búskaparár í Reykjavík en fluttu síð-
an 1924 að Hvítanesi í Hvalfirði og
bjuggu þar í tvíbýli og varð Þórður
að vera á togara til að vinna fyrir
fjölskyldunni. Búskapurinn í Hval-
firði varð stuttur, landið lítið, jörðin
rýr. Þau keyptu jörðina Vatnsnes í
Grímsnesi 1925 og fluttu þangað um
vorið með Vilborgu ársgamla. Vatns-
nes er mikil ágætisjörð en byggingar
allar ófullkomnar þegar hjónin flutt-
ust þangað. Þau voru góðir bændur
og húsuðu vel jörðina og gerðu að
miklu góðbýli.
Vilborg stundaði nám á héraðs-
skólanum á Laugarvatni 1941–1943.
Þar þótti hún siðprúður nemandi og
eftir því sem Þórður Kristleifsson
kennari sagði var hún leiðandi í góðri
hegðun meðal stúlknanna. Ekki
hefði langskólanám orðið Vilborgu
torvelt, hún var næm á alla hluti at-
hugul bæði á tæknilega hluti og nátt-
úruna, en búskapur og landið laðaði
hana að sér. Hún settist að hjá for-
eldrum sínum í Vatnsnesi og sneri
sér að búskapnum með frábærum
dugnaði. Tvö ár var hún ráðskona á
skólanum við Ljósafoss og kenndi
handavinnu og var það henni einkar
vel lagið. Hún var afar lagin við sjúk-
ar skepnur og hugsunarsöm við
menn og dýr.
Árið 1964 giftist Vilborg Magnúsi
Þorsteinssyni frá Húsafelli og
bjuggu þau síðan í Vatnsnesi til árs-
ins 1999 en þá tók Þorsteinn sonur
þeirra við búinu og unnu þau hjón
honum síðan í Vatnsnesi. Þau voru
samhent í að rækta bæði gróður og
búfé. Stóran skógarlund ræktaði Vil-
borg og túnið þandist út í búskap
þeirra.
Geta Vilborgar til að skilja menn
og málleysingja gerðu hana einkar
hæfa til að umgangast unglinga.
Margir skyldir og vandalausir unnu
hjá þeim á sumrin. Þar lærðu þeir að
vinna án þess að þeim væri á nokk-
urn hátt of mikið boðið og hjónin
urðu félagar þeirra og sumir létu svo
um mælt að þarna hefðu þeir komist
í þann besta skóla í lífi sínu jafnvel
þótt þeir síðar hefðu stundað langt
nám í háskóla.
Fyrir 4 árum fór Vilborg að kenna
sjúkleika sem nú hefur dregið hana
til dauða. Hún lést í Landspítalnum
hinn 16. mars síðastliðinn.
Með Vilborgu er gengin mikil
hæfileikakona sem bætti og fegraði
land sitt og var mörgum hollur upp-
alandi.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Bogga móðursystir mín er eftir-
minnileg kona. Hún var ábúðarmikil
og afgerandi í allri framgöngu og
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum. Bogga beindi gjarnan
rökum fyrir máli sínu í annan farveg
en viðtekið var en í samræmi við lífs-
gildi hennar og sannfæringu. Það
gerði það að verkum að hún var
skemmtileg í allri samræðu og skoð-
anir hennar krydduðu tilveruna.
Bogga var af þessum sökum bæði
virt og vinsæl meðal samferðamanna
sinna.
Þeir sem þekktu Boggu vissu að
bak við ábúðarmikið fasið sló göfugt
hjarta raungóðrar konu. Sýndi það
sig þegar hún annaðist háaldraða,
heilsuveila móður sína af mikilli
ósérhlífni. Ekki síður sýndi Bogga
kærleika sinn í verki er hún á sínum
tíma skaut skjólshúsi yfir mann sem
búið hafði við ómannsæmandi að-
stæður og var af þeim sökum heilsu-
veill. Bogga annaðist hann af um-
hyggju og virðingu og náði maðurinn
góðri heilsu á stuttum tíma. Minn-
ingin um þennan mannkærleika sem
Bogga sýndi í verki gagnvart sínum
minnsta bróður er greypt í huga
þeirra sem urðu vitni að. Augljóst er
að virðing mannsins og væntum-
þykja á Boggu ristir djúpt.
Undirritaður átti því láni að fagna
að dvelja sem barn í sjö sumur á
heimili Boggu. Það var ánægjulegur
og lærdómsríkur skóli sem hafði
djúp áhrif á sálarlíf ungs drengs.
Bogga var ætíð mild og raungóð í
garð barna, næm á þarfir þeirra og
mætti þeim af hjartahlýju. Í lok
hvers sumars umbunaði Bogga
framlag allra sem hönd höfðu lagt á
plóginn á ærlegan og eftirminnileg-
an hátt.
Ég er þakklátur Boggu fyrir svo
margt og ekki síst þann áhuga sem
hún hafði á dætrum mínum tveimur.
Hún gladdist mjög yfir fæðingu dótt-
ursonar míns og var einlæg gleði
hennar dýrmæt gjöf til allrar fjöl-
skyldunnar.
Boggu verður minnst sem konu
sem setti svip sinn á samtímann með
vasklegri framgöngu, en þó ekki síð-
ur vegna hjartahlýju og göfug-
mennsku.
Þórður Óskarsson.
VILBORG
ÞÓRÐARDÓTTIR
Senn mun bjalla kveldsins kalla
kyssir fjallablærinn rótt.
Degi hallar, daggir falla
dreymir alla – góða nótt.
(Jón Árnason.)
Með kærri þökk fyrir allt.
Haraldur Eyjólfsson
og systkini.
HINSTA KVEÐJA
Pabbi er farinn, eng-
inn ræður sínum næt-
urstað. Hann háði
harða baráttu við krabbamein en
aldrei sagði hann æðruorð, heldur
hélt sínum þrautseiga vilja og gekk
teinréttur meðan stætt var. Hann
var meitlaður af stórbrotnu um-
hverfi sem hann ólst upp við í nálægð
jökla, straumvatna og náttúrufeg-
urðar Svínafells í Hornafirði.
Pabbi var grandvar og fumlaus að
eðlisfari, flanaði ekki að neinu, hugs-
aði allt vel, var þá þögull. Hann
dreymdi fyrir daglátum og sagði
gjarnan, þarna kemur þá fram
draumurinn minn. Fyrr á árum
fannst mér oft erfitt að ná sambandi,
en ég var mikil pabbastelpa og minn-
ingarnar birtast ein af annarri.
Pabbi var þolinmóður að hafa mig
með sér, leiddi mig ávallt þó að ég
hafi vitanlega tafið störfin. Ég átti
minn fasta stað í bílnum, sætið fyrir
aftan hann og við hlið hans við mat-
arborðið. Þegar lagt var upp í ferð
sagði hann „maður verður að ætla
SIGURJÓN
SIGURBERGSSON
✝ Sigurjón Sigur-bergsson, bóndi í
Hamrahlíð í Skaga-
firði, fæddist í Svína-
felli í Nesjum 28.
mars 1931. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks aðfara-
nótt 24. febrúar síð-
astliðinn. Útför Sig-
urjóns var gerð frá
Reykjakirkju 4.
mars.
sér af,“ hafa þrek af-
lögu til að ná heim á
hverju sem gekk.
Pabbi var mikill fjár-
maður, þær báru það
með sér ærnar að þær
áttu góðan að. Ef
hjörðin skilaði sér ekki
af fjalli sá hann fljótt
hvaða ær vantaði og
hafði hugmynd um
hvar væri vænlegt að
leita. Hann var snyrti-
legur, kenndi okkur að
gefa þannig að ekki
slæddist á leiðinni eða
yfir ærnar sem teygðu
sig í heyið. Fóðurgangurinn var rak-
aður og aldrei stigið beint úr kró upp
í garðann án þess að þurrka vel af
sér. Hann fór vel með vélar og tæki,
gerði við sjálfur.
Pabbi glímdi. Að gefast upp á því
sem hann tók sér fyrir hendur eða
vann að, kom ekki til mála. Hann var
glöggur á tölur og reikningshald,
hafði gaman af slíku og talaði þá
gjarnan um að glíma. Hann glímdi
við að ná kindum úr klettum, olíu-
stíflum úr vélum og svo mætti lengi
telja. Hans dýrmætasta glíma í lífinu
var vafalaust þegar hann hitti
mömmu og vann ástir hennar,
heimasætunnar á Reykjum.
Eins og í ævintýrunum lifðu þau
hamingjusöm upp frá því, drottning
og kóngur í ríki sínu, Heiða og Sig-
urjón í Hamrahlíð og eiga nú 50 ára
hjúskap að baki. Eins og hjá öðrum
skiptust þó á skin og skúrir. Veikindi
mömmu í blóma lífsins reyndu þau
mjög, en þau hvöttu hvort annað til
dáða, að ég held ómeðvitað svo ein-
lægt var þeirra samband. Þau sungu
saman í kórum og seinni árin voru
þau dugleg að ferðast erlendis og
komu endurnærð úr þeim ferðum.
Séra Ólafur orðaði það svo fallega á
kveðjustund að þau komu honum
ávallt fyrir sjónir sem nýtrúlofuð.
Elsku pabbi minn, ég vil að lokum
þakka þér fyrir allan góða tímann
sem við áttum saman. Megi ljósið ei-
lífa lýsa þér.
Þín dóttir
Elín Helga.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Elskuleg konan mín,
MAGNEA KRISTÍN FRIÐBJÖRNSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
Háteigsvegi 13,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánu-
daginn 29. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd vandamanna,
Daníel Gunnar Sigurðsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki og
heimilisfólki í Seljahlíð fyrir elskulega umönnun,
vináttu og hlýhug.
Sigríður Jóna Kjartansdóttir, Björn Kristmundsson,
Halldór Kjartan Kjartansson, Margrét Gunnarsdóttir,
María Ólöf Kjartansdóttir, Einar Guðmundsson,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JENS MARKÚSSONAR,
Hlíf I,
Ísafirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir góða
og hlýja umönnun.
Halldóra Jensdóttir, Jóhann Marinósson,
Guðmunda Jensdóttir, Halldór Halldórsson,
Ásgerður Jensdóttir, Guðmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
UNA COLLINS
búninga- og leikmyndahönnuður,
lést á heimilinu sínu í Islington, London,
sunnudaginn 21. mars.
Sophie Wolchover.
Fyrir hönd vina og samstarfsfólks á Íslandi,
Elísabet Þorsteinsdóttir,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Vala Kristjánsson,
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR B. GUÐMUNDSSON,
Vesturhópshólum,
Álagranda 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Þórarins Gíslasonar, læknis.
Guð blessi ykkur öll.
Lára Hjaltadóttir Cooke, Kevin Cooke,
Guðmundur Hjaltason, Elísabet Kristbergsdóttir,
Bára Hjaltadóttir, Sigurgeir Tómasson,
Ásta Hjaltadóttir, Halldór Teitsson,
Úlfar B. Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabarn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.
Birting afmælis-
og minningargreina