Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 50

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 50
UMRÆÐAN 50 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vátryggingafélag Íslands hf. býður til málþings um öryggi í umferð á þjóðvegum landsins á Nordica hóteli, miðvikudaginn 31. mars kl. 13.00–16.00. Dagskrá og frummælendur Setning Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. Hvers vegna farast hlutfallslega fleiri í umferðinni á þjóðvegum en í þéttbýli? Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Hvernig stuðlar Vegagerðin að auknu umferðaröryggi? Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Vegagerðarinnar. Merkingar og vegrið: hjálpartæki eða handvömm? Ólafur K. Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssambandi íslenskra aksturs- íþróttafélaga og áhugamaður um aukið umferðaröryggi. Komið upp um hættulegar beygjur á þjóðvegi 1 með SAGA ökurita Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND á Íslandi. Á ferð og flugi um landið Sjónarhorn Ómars Ragnarssonar, fréttamanns og ferðalangs. Samantekt og ráðstefnuslit Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS. Málþingsstjóri: Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs. Vinsamlegast staðfestið þátttöku með tölvupósti á malthing@vis.is eða í síma 560 5226 fyrir kl. 14 þann 30. mars. Enginn aðgangseyrir. Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Úti að aka? Málþing VÍS um umferðaröryggismál 31. mars Alvarlegum slysum fjölgar á þjóðvegum. Hvers vegna? F í t o n / S Í A F I 0 0 9 0 8 3 Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.is Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka – úr harðsperrum eftir viðburðaríkan dag í Vatnaskógi N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Skráning hefst 31. mars kl. 8.00 Alveg að drepast hafa ný samkeppnislög frá árinu 2000 komið til þar sem bannákvæði samkeppnislaganna voru styrkt til muna. En það virðist ekki skipta félagið neinu máli, það ætlar ekki að fara að landslögum, ekki frekar en þeir ein- staklingar innan félags- ins sem á undanförnum misserum hafa verið dæmdir eða bíða dóms vegna fjárdráttar frá viðskiptavinum sínum. Ef hér er um einlægan brotavilja Félags fasteignasala að ræða þá er það mjög alvarlegt. Þetta er félagið sem skylda á okkur sem utan þess standa að ganga í þegar ný lög um fasteignasala taka gildi. En hvers vegna vegur félagið svona að utan- félagsmönnum? – Jú, það er aðeins ein ástæða fyrir því. Tvær fast- eignasölur bjóða seljendum um- talsvert lægri söluþóknun en al- mennt tíðkast á markaðnum. Til að halda einingu innan félagsins og hver og ein fasteignasala fari ekki að svara þessari samkeppni á eigin forsendum er ákveðið að félagið sjálft breytist í eins konar verka- lýðsfélag sem ætlar að verja launa- kjör félagsmanna sinna með því að ráðast á aðra sem voga sér að vinna gegn lægri þóknun. Og ekk- ert virðist heilagt fyrir Verkalýðs- félagi fasteignasala, nauðsyn brýt- ur lög! Og það er nauðsynlegt að verja kjör stéttarinnar með öllum tiltækum meðölum þó svo að engin stétt hafi hlotið jafnmikla launa- hækkun á síðustu árum og fast- eignasalar en kjör þeirra hafa hækkað langt umfram almennar launahækkanir annarra stétta. Það skýrist af því að laun fasteignasala eru tengd fasteignaverði og það hefur hækkað gríðarlega á und- anförnum árum. En hvernig eru þá þessar auglýsingar frá Félagi fasteignasala kann einhver að spyrja. Hér kemur sýnishorn: 1. „Er þinn fasteignasali í Félagi fasteignasala?“ 2. „Ekki taka óþarfa áhættu – er þinn fasteignasali í FF?“ 3. „FF fyrir ábyrgt fólk í fast- eignaviðskiptum“ 4. „Annast fagmaður þín við- skipti?“ 5. „Er þinn fasteignasali í Félagi fasteignasala? Vandaðu valið, veldu reynslu og þekkingu“ 6. „Gerðu kröfur – veldu fast- eignasala í Félagi fasteignasala“ Þessar auglýsingar hafa birtst á undanförnum mánudögum í fast- eignablaði Morgunblaðsins. Nú skulum við skoða nánar þessar auglýsingar. „Ekki taka óþarfa áhættu – er þinn fasteignasali í FF?“ Hér er beinlínis verið að ýja að því að fólk sem versli við aðra en þá sem eru í Félagi fast- eignasala sé að taka áhættu! Ég spyr þá, hvers lags áhættu? Ég hef ekki ennþá fengið skýringu á því. Nú eru allar starfandi fast- UNDANFARNA mánudaga hafa birtst í fasteignablaði Morg- unblaðsins auglýsingar frá Félagi fasteignasala þar sem vegið er að mati undirritaðs með ólögmætum og afar villandi hætti að starfsemi þeirra fasteignasala sem kjósa að starfa utan við félagið. Auglýsing- arnar eru að mati undirritaðs brot á 10. og 12. gr. samkeppnislaga og með ólíkindum að félagið skuli fara fram með þessum hætti í ljósi þess að það hefur áður verið kært til Samkeppnisstofnunar fyrir svipaða herferð árið 1997. Reyndar slapp félagið þá fyrir horn eftir að hafa skotið niðurstöðu Samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. Félagið þótti hins vegar fara alveg út á brún með þessar auglýsingar sínar en þær voru hvergi nærri jafnyfirgengilegar og þær sem nú eru birtar. Að auki eignasölur með sömu lögboðnu tryggingar og allir þeir sem eru ábyrgðaraðilar að rekstri þeirra eru með löggildingu frá dómsmálaráðuneyt- inu. Hvað er það sem gerir viðskipti við utanfélagsmenn áhættusamari en viðskipti við fé- lagsmenn? „FF fyr- ir ábyrgt fólk í fast- eignaviðskiptum“. Hér er beinlínis sagt, að versli fólk ekki við fast- eignasölur í Félagi fasteignasala þá sé það einfaldlega ekki ábyrgt. Þetta eru þung orð í garð almenn- ings. Hvað segir þá Félag fast- eignsala við það fólk sem hefur valið að skipta við fasteignasölur innan félagsins og tapað milljónum á því þar sem það hefur verið svik- ið? Hvar var FF gæðastimpillinn þá? eða eins og einn viðskiptavinur sagði sem lenti í því að tapa millj- ónum vegna viðskipta við einn fé- lagsmann „ég treysti þessum manni fullkomlega, uppi á vegg hjá honum héngu plögg sem sýndu að hann hafði löggildingu frá dóms- málaráðherra og að hann væri í Félagi fasteignasala“. „Annast fag- maður þín viðskipti?“ Hér er látið að því liggja að fagmenn séu ein- vörðungu þeir sem eru í Félagi fasteignasala. Það skiptir þá engu máli hvaða maður er tekinn inn af götunni og gerður að sölumanni – ef hann starfar hjá fasteignasölu sem er í Félagi fasteignasala þá er hann fagmaður strax frá fyrsta degi. Þegar ég starfaði hjá fast- eignasölu sem var í Félagi fast- eignasala þá taldist ég sem sagt fagmaður þrátt fyrir enga und- anfarandi reynslu né menntun. Núna fáum árum seinna og með meiri reynslu og menntun í faginu telst ég ekki fagmaður. Veit Félag fasteignasala nokkuð yfir höfuð hvað reynsla er? Alla vega eru þær ansi hjákátlegar auglýsingar þeirra um samanlagða starfs- reynslu starfsmanna. Ég held að metið sé 150 ár á einni fasteigna- sölunni! Þetta er svipað og ég og konan mín segðumst hafa sam- anlagða 14 ára hjónabandsreynslu af því við höfum bæði verið gift í 7 ár! – hvort öðru svo það fari ekki milli mála. Eða þá að knatt- spyrnulið sem hefði verið eitt ár í efstu deild en leikmennirnir segðu að þeir hefðu samanlagt 22 ára reynslu í efstu deild! Ég skil vel að menn hafi áhyggjur af slælegri menntun innan greinarinnar og ég skil reyndar nú af hverju menn eru almennt svona lítið menntaðir innan stéttarinnar. „Er þinn fast- eignasali í Félagi fasteignasala? – Vandaðu valið, veldu reynslu og þekkingu“. Það þarf ekki að fjöl- yrða meira um þessa auglýsingu, ég bendi bara á Holtsmálið og Frónsmálið og svo á dómasafn Hæstaréttar þar sem er að finna Brýtur Félag fasteigna- sala vísvitandi lög? Ragnar Thorarensen fjallar um samkeppnina á fast- eignamarkaði Ragnar Thorarensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.