Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
564 6464
Opið hús - Gvendargeisli
Glæsileg 105 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð
(efsta) með stæði í bílskýli. Fallegar eikarinn-
réttingar og innihurðir. Innrétting sprautu-
lökkuð á baði og upphengt salerni og sturtu-
baðkar. Fallegt útsýni. Íbúðin er til afhend-
ingar. Áhv. húsbréf 9 millj. Verð 16,9 millj.
Einnig eru eftir tvær 117 fm 4ra herbergja
íbúðir á 2. og 3. hæð með stæði í bílskýli.
Guðmundur á Hofi fasteignasölu verður með opið hús í dag milli kl. 14 og 16.
OPIÐ HÚS - GRENIMELUR 13, EFRI SÉRHÆÐ
OPIÐ HÚS - REYKJAHLÍÐ 14, KJALLARI
89 fm endaíbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli
ásamt 22 fm bílskúr. Suðursvalir. 3 svefnher-
bergi. Fallegt útsýni. Eldri innr. og gólfefni.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNU-
DAG, FRÁ KL. 13-15. V. 13,3 m. 3915
OPIÐ HÚS - SKIPHOLT 49 4. HÆÐ, M. BÍLSKÚR
Glæsileg 100 fm efri sérhæð sem er öll meira eða minna endurnýjuð. Eignin skiptist í
forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, stofu, borðstofu og tvö herbergi. Nýjar eikarinnréttingar
í íbúð. Eikarparket og eikarhurðar í stofu, borðstofu og holi. Nýlega flísalagt baðherbergi.
Suður svalir. Sérinngangur. Sér bílastæði er á lóð. Verð 18,5 m. EIGNIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-16.
Vorum að fá í sölu sérstaklega fallega og bjarta 85 fm íbúð í kjallara í 3-býlishúsi í Hlíðun-
um. Íbúðin hefur töluvert verið endurnýjuð. Áhvílandi eru 6,6 m. í húsbréfum. ÍBÚÐIN
VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. V. 12,5 m. 3920
OPIÐ HÚS - LYNGHAGI 11, EFRI HÆÐ OG RIS
Björt og falleg 142 fm sérhæð og ris í vel staðsettu 2-býlishúsi rétt við Ægisíðuna. Hæðin
skiptist í forstofu, miðjuhol, stóra stofu, herbergi, eldhús og snyrtingu. Í risi eru þrjú svefn-
herbergi og baðherbergi. Íbúðin er upprunaleg að mörgu leyti og hefur mikinn sjarma sem
slík. HÆÐIN VERÐUR SÝND Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15. V. 22 m. 4009
OPIÐ HÚS - RÁNARGATA 2, 3. HÆÐ VINSTRI
Sérlega falleg og nýlega endurnýjuð 2ja herb. 47 fm íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúð-
in skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðherbergi, herbergi og hol. Nýtt eldhús og nýtt bað-
herbergi. Parket og flísar á gólfum. ÍBÚÐIN VERÐUR SÝND Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL.
13-16. Helgi tekur á móti gestum. V. 9,9 m. 3975
Í dag verða ferskir sölumenn Hóls með sölusýn-
ingu á glæsilegum íbúðum, íbúðirnar eru fullbún-
ar án gólfefna og eru frá 92 fm til 110 auk milli-
lofts á efstu hæð, bílskýli fylgir hverri íbúð og er
innangengt beint í lyftu, stór herbergi og glæsi-
legar innréttingar. Komið og kynnið ykkur þessar
fallegu og vel skipulögðu eignir í Bryggjuhverfinu
sem eru tilbúnar til afhendingar STRAX.
Verð frá 14,7 millj
Naustabryggja 13-15 Sölusýning
Þú ert velkomin í dag kl 14 og 16
Hvað er málið meðþennan fótbolta?Eins og einhversagði: Þetta er ein-faldur boltaleikur
með einföldum reglum: Einn
bolti, tuttugu og tveir leikmenn
og Þjóðverjar vinna. Samt er
þetta orðið grunnurinn að fjöl-
þjóðlegu viðskiptaveldi sem
teygir anga sína um allan heim.
Meira að segja íslenskar sjón-
varpsstöðvar
sem ekkert
geta framleitt
fyrir fátækt
eru reiðubúnar
að punga út
hundruðum
milljóna til að geta sýnt frá
þessum leikjum.
Hvað í ósköpunum getur vald-
ið því að að rígfullorðnir kyrr-
setumenn flykkjast eins og að-
framkomnir farfuglar utan af
hafi upp í sjónvarpssófa, á
íþróttavelli, á íþróttabari út um
allan heim og æsa sig upp í rjáf-
ur yfir bægslagangi á takkaskóm
á línustrikuðum túnblettum?
Ef maður tekur þessu ekki
sem sjálfgefnu, þá er satt að
segja ekkert einfalt að finna
svarið. Karlarnir sem helst ekki
mega missa af einum einasta leik
sinna nánast engu öðru af sama
einskæra áhuga, sömu djúp-
stæðu ástríðu, sömu fölskvalausu
sannfæringu. Er nema von að
nánustu aðstandendum sé nóg
boðið? Séu þeir ekki sjálfir of-
urseldir sömu fíkn horfa þeir ör-
vilnaðir upp á ástvini sína sýna
þessu boltasparki meiri áhuga en
nokkru því sem að þeim snýr.
Blessaðir karlarnir geta kannski
verið ágætir inn á milli, og það
er svo sem hægt að fá þá til að
gera ýmislegt. En það er ætíð
háð þessu eina skilyrði: Að það
sé ekki leikur.
Spurningin er ekki, hvað á að
gera, heldur klukkan hvað? Er
hægt að ná því fyrir leik? Eða,
er nóg að hendast í það eftir
leikinn? Hvað eru tæpir tveir
klukkutímar til eða frá? Það er
að segja ef það er ekki fram-
lenging. Gallinn er auðvitað sá
að þessir leikir eru alltaf á þeim
tíma þegar upplagt hefði verið
að taka til í bílskúrnum, eða fara
í göngutúr í Heiðmörk, eða
kaupa inn, eða fara í leikhús.
Eftir að hafa kannað málið og
viðað að mér nokkuð margra ára
reynslu á þessu sviði er ég búinn
að finna ákveðið svar við þeirri
áleitnu spurningu sem var upp-
hafið að þessu skrifi. Svarið er
allt að því leiðinlega einfalt:
Þetta er í genunum. Eða öllu
heldur: Þetta á sér rætur sem ná
aftur í forsögulega tíma.
Hvað gerðu karlar í fyrstu
samfélögum manna? Hvert er
hlutverk karla í þeim fáu frum-
stæðu samfélögum sem enn eru
til? Þeir stunda veiðar. Iðulega
eru veiðidýrin stærri og sterkari
en mannskepnan ein og stök og
því fara þeir í hópum og ná með
markvissri samvinnu að sigrast á
dýrinu og afla sér og sínum þar
með lífsviðurværis um sinn.
Þessar veiðar eru ekki flóknar
í eðli sínu, samskiptin sem til
þarf eru einföld en mikilvæg.
Nauðsynleg kunnátta er heldur
enginn galdur, en samt eru ein-
staklingarnir misjafnlega flinkir
við þetta og verkaskipting er oft
í föstum skorðum eftir hæfi-
leikum hvers og eins. Skipulag,
einbeiting og sjálfstraust eru
lykilatriði.
Þetta er alltaf það sama aftur
og aftur í vissum skilningi, en þó
aldrei alveg eins. Og það er mik-
ið í húfi. Lífsafkoman, hvorki
meira né minna, fyrir nú utan líf
og limi veiðimannanna sjálfra.
Í fótbolta og öðrum hóp-
íþróttum samtímans eru ekki
ósvipaðir hlutir í gangi. Regl-
urnar eru ekki flóknar. Mark-
miðið, já einmitt „MARK“-miðið
er afar einfalt og augljóst. Sam-
vinna er lykilatriði, rétt eins og
skipulag, einbeiting og sjálfs-
traust. Og þarna er sem sagt hin
genetíska skýring fundin á fót-
boltafárinu.
Ég veit að þetta leysir ekki á
nokkurn hátt vandann varðandi
bílskúrstiltektina, innkaupin og
göngutúrinn. Þannig er það bara
stundum í þessu jarðlífi. Maður
finnur loksins svarið við ein-
hverri áleitinni spurningu, en
maður getur ekki notað það til
neins.
Að lokum er rétt að taka fram
að það þýðir ekki að reyna að
hafa samband við undirritaðan í
tvo tíma um miðjan daginn í dag.
Það er leikur. Og meira að segja
stórleikur. Því eins og menn eru
farnir að orða það svo skemmti-
lega á Englandi upp á síðkastið:
Einn bolti, tuttugu og tveir leik-
menn og Arsenal vinnur.
Halló? Hver tók sjónvarpið?!
Af hverju eru bílskúrsdyrnar
opnar?
Sjónvarp óskast – má
kosta hvað sem er
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson