Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 64

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 64
DAGBÓK 64 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vestmannaey kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Frost, Karach- arova, Tsefey og Kaz- an koma í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leiksýning Snúðs og Snældu „Rapp og rennilásar“ fellur niður í dag, næsta sýning á miðvikudag 31. mars kl. 14. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið virka daga frá kl. 9–17, alltaf heitt kaffi á könnuni. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ. Pútt- kennsla í Íþtóttahúsinu Varmá, á sunnudögum kl. 11–12. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Skráning stendur yfir í ferð á söng- og gamanleik leikfélagsins Snúðs og Snældu sem farið verð- ur í föstudaginn 2. apríl kl. 14. Hljómsveitina Garðagaul vantar fleiri meðlimi, upplýsingar í síma 820 8553. Fótaað- gerðastofa Hrafnhild- ar, tímapantanir í síma 899 4223 Gerðuberg, félags- starf. Fjölbreytt dag- skrá hvern virkan dag frá 9–16.30, m.a. vinnu- stofur opnar og spila- salur og áhugahópar s. 575 7720. Vesturgata 7. Mið- vikudaginn 31.marz kl.13 verður páska- bingó, kl.15 syngur kór fjölmenntunar Hug- hrif, undirleikari Tryggvi Ragnarsson kórstjóri Laufey Geir- laugsdóttir, rjómaterta í kaffitímanum. Kvenfélag Hreyfils. Fundurinn verður þriðjudaginn 30. mars kl. 20, páskaföndur. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudaginn 29. mars kl. 20. Helgi Hró- bjartsson sér um fund- arefnið. Allir karlmenn velkomnir. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Félag kennara á eft- irlaunum. Skákhópur FKE hittist í Kenn- arahúsinu við Lauf- ásveg miðvikudaginn 31. mars klukkan 14. Bókmenntahópur FKE fundar í Kenn- arahúsinu við Lauf- ásveg fimmtudaginn 1. apríl klukkan 14. Fræðslu- og skemmti- fundur FKE verður laugardaginn 3. apríl í Húnabúð, Skeifunni 11, og hefst klukkan 13.30. Minningarkort Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minn- ingarkort Grafarvogs- kirkju eru til sölu í kirkjunni í s. 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í s. 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrif- stofan er opin mið- vikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er op- in mán.-fim. kl.10-15. S. 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. Í dag er sunnudagur 28. mars, 88. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar him- neskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? (Mt. 6, 20.)     Torfi Kristjánsson skrif-ar um milliliðalaust lýðræði í pistli í Deigl- unni í gær. „Umræður um svokall- að „beint lýðræði“ eða „milliliðalaust lýðræði“ hafa verið nokkuð í um- ræðunni á undanförnum misserum. Við fyrstu sýn er hér um hið besta mál að ræða, að allur almenn- ingur geti aukið áhrif sín með beinum hætti, en er allt sem sýnist í þessum efnum? Margir gagnrýn- endur vilja til að mynda meina að slíkt fyr- irkomulag geti snúist upp í hálfgert skrílræði þar sem sterkir hags- munahópar munu ráða enn meiru en þeir gera í dag við núverandi kerfi,“ skrifar Torfi.     Fremstir í flokki þeirrasem talað hafa fyrir þessum málstað eru nokkrir þingmenn Sam- fylkingarinnar og rit- stjórn Morgunblaðsins. Í febrúar síðastliðnum lögðu þessir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um milliliðalaust lýðræði. Í greinargerð með með til- lögunni segir m.a.: „Nú hefur þorri al- mennings aðstæður og upplýsingar til að taka sjálfur stærri ákvarðanir um hagi sína og líf.“ Hér er á ferðinni ein af helstu röksemdum þeirra sem aðhyllast beint lýð- ræði, þ.e.a.s. að fólk hafi almennt aðgang að nán- ast sömu upplýsingum og kjörnir fulltrúar fólksins og geti því auðveldlega tekið ákvarðanir til jafns við þá.     Í pistli sem undirritaðurskrifaði í febrúar á síð- asta ári er bent á veik- leika þessarar röksemdar en þar segir: „Almannavalsfræðin benda þó á einn aug- ljósan veikleika við þessa röksemd sem er sá að einstakir kjósendur vita að niðurstaða kosninga veltur yfirleitt ekki á einu atkvæði og því hafa þeir lítinn hvata til þess að afla sér upplýsinga (fórnarkostnaður of hár) um málefni til þess að geta framkvæmt upplýst val. Þetta er kölluð „skynsamleg vanþekk- ing“, þ.e.a.s. kjósandinn bregst skynsamlega við hagrænum hvötum. Ann- ar alvarlegur veikleiki er sá að rannsóknir hafa sýnt fram á það að fátæk- ara fólk tekur síður þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum og hlýtur það að skekkja niðurstöðuna verulega.“ Annað atriði sem veik- ir fyrr greinda rök- semdafærslu er það að sárafá mál eru nægj- anlega einföld og afdrátt- arlaus, svo að hægt sé með einhverjum skyn- samlegum hætti að setja fram skýra valkosti í al- mennri atkvæðagreiðslu. Allt regluverk samfélags- ins hangir saman og ein- staka breytingar geta haft víðtæk áhrif, langt út fyrir það sem eðlilegt væri að ætlast til að allur almenningur hefði yf- irsýn yfir.“ STAKSTEINAR Beint lýðræði og yfirsýn almennings Ættarmót á Snorrastöðum AFKOMENDUR hjón- anna Magnúsar Magnús- sonar og Sigríðar Herdísar Hallsdóttur frá Hallkels- staðahlíð í Kolbeins- staðahreppi, efna til ættar- móts að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi helgina 11.–13. júní 2004. Þátttökutilkynningar ber- ist til undirritaðra fyrir 15. maí nk. Gylfi Vilberg Árnason, 588-0165, Borghildur Jós- úadóttir, 431-3034, Mar- grét Magnúsdóttir, 554- 3152, Olga Bjartmarsdótt- ir, 482-3536 og Sveinn Flosi Jóhannsson, 486-6789. Geitungastríðið NÚ nálgast óðfluga sá tími þegar geitungarnir fara að láta á sér kræla á ný. Það er ljóst að þessir nýliðar í fánu Íslands eru komnir til að vera. Fæstir Íslending- ar hafa alist upp við þenn- an ófögnuð og kunna því lítt að umgangast þá og sýna sterkari hræðsluvið- brögð og taugaveiklun í nærveru þeirra en íbúar annarra landa. Oft liggur við slysum af þeirra völd- um, ekki bara vegna stungna, heldur einnig þegar þeir komast inn í bíla sem eru á ferð, trufla stjórnendur ýmissa tækja eða jafnvel bara fólk við eldamennsku. Því vaknar sú spurning hvort það sé ekkert sem við getum gert til að stemma stigu við þessu ástandi, er stríðið tapað? Ef almenningur og fjöl- miðlar tækju höndum sam- an og ákvæðu að búa til einn (jafnvel tvo) alveg sér- stakan „geitungadag“ væri hægt að höggva stór skörð í geitungastofnana í þétt- býli. Það er tiltölulega mjög auðvelt að koma auga á geitungabú, ef maður er að leita að því. Það þarf bara að hafa augun hjá sér og athyglisgáfuna í lagi. Ef hver og einn tæki það að sér að grandskoða sinn eig- in garð og/eða nánasta um- hverfi, á einum og sama deginum, væri hægt að kortleggja mjög stóran hluta búanna. Menn myndu svo hringja í tiltekið „geit- unganúmer“ og tilkynna nákvæma staðsetningu búsins. Sveitarfélögin myndu svo kosta og sjá um að eyða búunum. Vissulega eru geitungar komnir til að vera, því mið- ur. En það er langt frá því að „stríðið“ sé tapað og ekkert sem við getum gert í málinu. Með því að raun- gera hugmyndina um „geitungadaginn“ (dag- ana?) getum við haldið þessum ófögnuði í skefjum og endurheimt þá afslöpp- uðu íslensku sumarstemn- ingu sem flest okkar ólust upp við. Einn geitungafælinn. Dýrahald Grár og hvítur högni týndur EINS árs högni, innikisa, grár og hvítur og ómerkt- ur, týndist frá Túngötu í vesturbæ Reykjavíkur sl. þriðjudag, 23. mars. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 869 5992 og 562 1643. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 smáspölur, 8 drekkur, 9 gufuhreinsar, 10 kraftur, 11 magrar, 13 happið, 15 nagdýrs, 18 tagl, 21 elska, 22 linu, 23 end- urtekið, 24 bílnum. LÓÐRÉTT 2 glatar, 3 sér eftir, 4 högg, 5 vesælan, 6 reyk- ir, 7 veiðidýr, 12 skel, 14 stefna, 15 blanda, 16 skæld, 17 á litinn, 18 kjaftæði, 19 stríðin, 20 lifa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hjarn, 4 kulna, 7 Aðils, 8 rofin, 9 afl, 11 agni, 13 saur, 14 löngu, 15 bull, 17 máni, 20 bak, 22 gutla, 23 ærinn, 24 ræðin, 25 agnar. Lóðrétt: 1 hjara, 2 arinn, 3 nusa, 4 kurl, 5 lyfta, 6 Arnar, 10 fanga, 12 ill, 13 sum, 15 bágur, 16 látið, 18 ásinn, 19 iðnir, 20 bann, 21 kæpa. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... MIKIÐ hefur verið rætt um aðhugmyndir gerist ekki heldur verði að veruleika, í kjölfar auglýs- ingaherferðar Símans. Það væri að bera í bakkafullan lækinn færi Vík- verji að blanda sér í þá málfarslegu umræðu nú, en hann verður þó að geta þess að umrætt fyrirtæki hefur hvorki hjálpað hugmyndum Vík- verja að gerast né verða að veru- leika. Þannig er að farsími sem Víkverji festi kaup á í einni af verslunum Símans bilaði nokkrum mánuðum eftir kaupin og þar sem ábyrgðin var ekki útrunnin fór Víkverji með sím- ann í bilanaþjónustu Símans. x x x Þegar Víkverji spurði hvort hægtværi að fá lánssíma meðan á við- gerðinni stæði spurði konan fýld á svip „Ertu hjá Og Vodafone?“ Vissu- lega var það rétt, eftir að hafa gert verðkönnun ákvað Víkverji að flytja öll sín viðskipti þangað. Fannst hon- um þetta þó vera undarleg spurning, síminn var jú keyptur hjá Símanum. Víkverja fannst þetta vera svolítið eins og ef matvöruverslun sem seldi blandara spyrði hvort eingöngu hefðu verið notaðar appelsínur úr sömu verslun ef komið væri með blandarann í viðgerð. Víkverji fékk sem sagt ekki láns- síma og svo leið og beið. Sem betur fer miskunnaði systir Víkverja sig yfir hann og lánaði honum gamlan síma sem hún var löngu hætt að nota. Annars er nú hætt við að hug- myndir Víkverja hefðu dáið drottni sínum án þess að hægt hefði verið að hrinda þeim í framkvæmd. Rúmum tveimur mánuðum síðar, eftir að hafa nokkrum sinnum spurt um afdrif símans, hringdi Víkverji enn í Símann til að spyrja hverju sætti. Þá var síminn kominn frá Þýskalandi, þangað sem hann var sendur í viðgerð, og búinn að vera í nokkra daga á lagernum hjá Síman- um án þess að tilkynnt væri um að hægt væri að ná í hann. x x x Víkverja fannst þetta reyndar svo-lítið fyndið, því að þegar síminn var keyptur hafði hann ákveðna teg- und í huga, þá algengustu á Íslandi. Sölumaður Símans sannfærði Vík- verja þó um að það væri langbest að kaupa aðra tegund, því bilanaþjón- usta fyrir umrætt merki væri fyrir neðan allar hellur. Víkverja finnst þó ólíklegt að finna megi verri bil- anaþjónustu en þetta. Síminn virkar reyndar enn ekki alveg eins og skyldi, en Víkverji er að velta því fyrir sér að kaupa bara nýjan síma, því ekki nennir hann að reyna að láta gera við farsímann sinn aftur. Þetta er kannski ástæðan fyrir því hversu léleg viðgerðarþjón- ustan er, þannig eru viðskiptavinir hvattir til að henda þeim gamla um leið og hann virkar ekki sem skyldi og fjárfesta í nýju símtæki. Morgunblaðið/Arnaldur Farsími Víkverja virkar enn ekki sem skyldi, en hann er búinn að gef- ast upp á bilanaþjónustunni og ætl- ar að fjárfesta í nýjum síma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.