Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 67
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 67
Pera vikunnar: Í furðuferningi er sama summa í sérhverri röð
lárétt, lóðrétt og horna á milli. Fimm taln-
annna í meðfylgjandi furðuferningi eru tákn-
aðar með bókstöfunum a, b, c, d og e.
Finndu d + e
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á hádegi föstudaginn 2. apríl.
Ný þraut birtist sama dag kl. 16:00 ásamt lausn þessarar og nöfnum
vinningshafanna.
Svör þarf að senda á netinu. Slóðin er: www.digranesskoli.kopavog-
ur.is Þrenn verðlaun eru veitt og eru þau tilgreind þar.
Svar síðustu þrautar (19. – 26. mars) er 52 km.
Stærðfræðiþraut Digranes-
skóla og Morgunblaðsins
NÝLEGA var boðað til almenns fé-
lagsfundar í Veiðifélagi Árnessýslu
vegna tillagna vinnuhóps sem skip-
aður var til að finna leiðir til að
auka arðsemi laxveiði á vatnasvæði
Hvítár/Ölfusár. Þar voru m.a. lagð-
ar fram tvær skýrslur, unnar af At-
vinnuþróunarsjóði Suðurlands, um
fjárhagslegan ávinning og Veiði-
málastofnun, um vísindalegu hlið-
arnar, og voru báðar samstiga um
að telja það heillaspor að hætta
netaveiðum á vatnasvæðinu.
Netaveiðin í Hvítá og Ölfusá hef-
ur lengi verið hitamál í sveitinni
vegna þess að bændur við berg-
vatnsárnar og stangaveiðimenn
telja netaveiðarnar standa lax-
agöngum í bergvötnin fyrir þrifum
og að hver stangaveiddur lax sé
margfalt verðmætari heldur en
netaveiddur. Netakarlar hafa setið
fastir við sinn keip og veitt og veitt
og hafa sumir þeirra janvel sætt
ákúrum og kærum fyrir að leggja
netin ólöglega.
Guðmundur Þorvaldsson í Bílds-
felli, varaformaður Veiðifélags Ár-
nesinga, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði óskað þess
að fleiri hefðu tekið til máls og lýst
skoðunum sínum á málunum held-
ur en gerðu á fundinum á dög-
unum, en hvað sem því liði væri
það skylda stjórnar að fylgja
skýrslunum og öðrum tillögum
vinnuhópsins eftir. Það yrði þó
ekki gert á aðalfundi í miðjum
næsta mánuði vegna veikinda-
forfalla formannsins, Gauks Jör-
undssonar. „Stjórnin afgreiðir ekki
stór mál af þessu tagi í fjarveru
formanns, en málið verður þó á
dagskrá við fyrsta hentugleika,“
sagði Guðmundur.
Ýmsir óþolinmóðir
Stangaveiðivertíðin hefst sem
kunnungt er næstkomandi fimmtu-
dag og bíða margir stanga-
veiðimenn spenntir eftir því þó að
þeir séu líka margir sem bíða
misrólegir fram á sumar.
Þeir sem verða að teljast viðþols-
lausastir hafa verið á ferðinni að
undanförnu, enda verið gott veður
af og til síðustu vikur. Þannig hef-
ur verið dálítil umferð í Tangavatn
í Landsveit þó að á stundum hafi
menn verið að kasta þar út í vakir.
Veiði hefur verið góð, bæði lax og
urriði, en hér er um eldisfisk að
ræða.
En nú styttist í að menn egni fyr-
ir villta íbúa vatnanna. Fregnir
herma að óþolinmóðir veiðimenn
hafi verið að kasta flugu í Vífils-
staðavatni og sumir þeirra hafi
verið reknir upp úr. Aðrir tekið
nokkur köst og forðað sér síðan, en
í engum tilvikum hefur frést af
neinum teljandi afla. Þá hefur frést
af því að tveir menn hafi farið í
þjóðgarðinn á Þingvöllum í síðustu
viku, staðið þar og kastað flugu í
2–3 klukkustundir og náð tveimur
2 punda bleikjum! Umræddir kapp-
ar sáu meira að segja heljarstóran
urriða stökkva hæð sína í öllum
herklæðum skammt frá landi.
Höfðu þeir þá tekið stangir í sund-
ur, en þær voru reknar saman á ný
við þessa sjón, en ekki tók þó tröll-
ið og ekki sást það aftur bæra á
sér.
Fluguveiðiskóli
SVFR bregst enn við vaxandi
fjölda veiðimanna með því að efna
til fluguveiðiskóla annað árið í röð.
Skólinn hóf sem sagt göngu sína
síðasta vetur og fékk svo lofandi
viðtökur að ástæða þótti til að
halda starfinu áfram nú undir vor.
Það eru sömu driffjaðrir og fyrr,
þeir Gísli Ásgeirsson, Einar Páll
Garðarsson og Sigurður Héðinn,
allir í hópi snjöllustu stangaveiði-
manna landsins, sem að sjá um
kennsluna. Hjá fræðslunefnd SVFR
fengust þær upplýsingar að nám-
skeið Fluguveiðiskólans yrðu að
þessu sinni þrjú, það fyrsta 29.–30.
mars, númer tvö 13.–14. apríl og
það síðasta 26.–27. apríl. Flugu-
kastnámskeið verður síðan seinna í
vor og þá æfa nemendur sig á
straumvatni sem þykir stórum
áhrifaríkara en að kasta á íþrótta-
hallargólf, þótt það sé góðra gjalda
vert.
Ný nöfn
Jakob Hrafnsson hefur opnað
vefinn veidimenn.is, en Jakob er
nýjasta nafnið í sölu á veiðileyfum.
Svæðin sem Jakob býður er hluti af
Steinmýrarvötnum og svæði 2
Grenlæk, svæði 7 í Grenlæk og
Miðdalsá í Steingrímsfirði, en hún
er einkum sjóbleikjuverstöð á með-
an hin svæðin eru þekktust fyrir
sjóbirting og bleikju í bland.
Skýrslur mæla
með upptöku neta
Morgunblaðið/Golli
Þessi laumaðist í Vífilsstaðavatn á dögunum.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Ég horfði nýverið á mjögsvo athyglisvert viðtal áeinni sjónvarpsstöðv-anna, við ástralska ogkaþólska leikarann Mel
Gibson, sem hve þekktastur er að
verða fyrir mynd sína The passion
of the Christ, sem í íslenskri þýð-
ingu myndi útleggjast Písl-
arsagan, eða Þjáning Krists, og
sem byrjað var að sýna hér á landi
fyrir nokkru. Mel Gibson var
spurður að því, hvað hefði eig-
inlega orðið til þess að hann réðst í
gerð og framleiðslu myndarinnar,
sem fljótt á litið væri ekki beint
álitleg söluvara, þar eð hún fjallaði
um trúarlega hluti, og þar af leið-
andi dálítið óspennandi fyrir þá
kynslóð sem alla jafna og helst
sækir kvikmyndahúsin. Og ekki
bætti úr skák, að í henni væri bara
töluð arameíska og latína. „Jú,“
sagði Gibson, „ástæðan er einfald-
lega sú, að þegar maður er kominn
á miðjan aldur, eins og ég,“ en
hann er fæddur árið 1956, „þá fara
stóru spurningarnar að leita á
mann, eins og t.d. Hver er ég?
Hvaðan kom ég? Og hvert fer ég?“
Mér fannst þetta afar merkilegt
svar og ákaflega gott, því leikarinn
sá er ekki beint á flæðiskeri stadd-
ur peningalega, og getur því leyft
sér allan þann munað sem lífið hef-
ur upp á að bjóða. En það sem
hann er að segja er einmitt, að
þetta nægir honum ekki. Það vant-
ar jafnvægi. Það er ekki nóg að
hlúa bara að því sem að lík-
amanum snýr, heldur verður sálin,
hinn innri maður, að fá sína nær-
ingu líka, og hana ekki minni.
Þetta rímar við orð Jesú í 16. kafla
Matteusarguðspjalls, en þar segir
hann: „Hvað stoðar það manninn
að eignast allan heiminn og fyr-
irgjöra sálu sinni?“ Eða eins og
það er orðað í 9. kafla Lúkasarguð-
spjalls: „Hvað stoðar það manninn
að eignast allan heiminn, en týna
eða fyrirgjöra sjálfum sér?“
Flestir átta sig ekki á alvarleika
þessa fyrr en seint á lífsleiðinni, af
því að áhyggjuleysið og tómlætið
fyrir slíku er meira á unglings-
árum og upp úr því; þá er svo gam-
an að vera til, svo að hinir andlegu
hlutir komast síður að.
Og þetta er akkúrat hið sorg-
lega í ferlinu öllu, að maður skuli
ekki átta sig fyrr á að þessi jarð-
vist okkar er ekki endalaus, heldur
tekur eitthvað annað við að henni
lokinni.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
þær, að enginn tími er heppilegri
eða betri til að íhuga þessi mál öll
en einmitt fastan, sem við erum nú
stödd á; tvær vikur eru eftir af
henni, og sú er byrjar á pálma-
sunnudag, og er með skírdag og
föstudaginn langa innan vébanda
sinna, dymbilvika eða kyrra vika,
helgust þeirra allra.
Og nú er spurt: Hvernig höfum
við notfært okkur þennan íhug-
unartíma, sem langafastan er og
hófst á öskudag, og hvað ætlum við
að gera með þessi síðustu and-
artök hennar? Hinn kristni skiln-
ingur á þessum dögum byggist á
spámannaritum Gamla testament-
isins og orðum Jesú sjálfs. Þar
nægir að minna á orðin í lexíu
öskudagsins, sem tekin eru úr 58.
kafla Jesaja, og þar sem ritað er:
Sú fasta, sem mér líkar, er að leysa
fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd
oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sund-
urbrjóta sérhvert ok, það er, að þú miðl-
ir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir
bágstadda, hælislausa menn, og ef þú
sérð klæðlausan mann, að þú þá klæðir
hann og firrist eigi þann, sem er hold
þitt og blóð.
Og í Fjallræðunni, í Matteus-
arguðspjalli, 6. kafla, segir Jesús:
En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og
þvo andlit þitt, svo að menn verði ekki
varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn,
sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í
leynum, mun umbuna þér.
Þetta þýðir m.ö.o., að við eigum
að skoða hjarta okkar, og ef það er
ekki í lagi, andlega talað, að koma
því í stand hið fyrsta, til að geta
kallast sannir þegnar Guðsrík-
isins. Síðan eigum við að fara og
láta gott af okkur leiða, innan um
meðbræður okkar og -systur.
En spurningarnar? Hvað með
þær? Þessar sem Mel Gibson fór
að glíma við, svo að úr varð meist-
araverkið, kvikmyndin Písl-
arsagan, sem er gjöf hins ástralska
leikara til meistara síns og herra, í
virðingar- og þakklætisskyni? Jú,
þær eiga að vera í huga okkar
hvern einasta dag líka, til að minna
okkur stöðugt á, að við erum ekki
ódauðleg, í þeim skilningi, að við
komum ekki til með að dvelja hér,
á þessari jörð, nema í örfá sek-
úndubrot, á alheimsins mæli-
kvarða.
Já, allt fram streymir. Ég er að
breytast og þú líka. Allt er á hreyf-
ingu, og óljóst hvað framtíðin hef-
ur að geyma. Og þá koma ósjálf-
rátt upp í hugann orðin í 90.
Davíðssálmi: „Kenn oss að telja
daga vora, að vér megum öðlast
viturt hjarta.“ Þau eru gjarnan
notuð á kveðjustundum, sem einn
af ritningartextum útfar-
arathafnar, þegar ástvinur er
kvaddur hinsta sinni, en eiga ekki
síður við núna, þegar litið er yfir
farinn veg og rýnt í sporin.
Stóru
spurningarnar
Í dag er 5. sunnudagur í föstu og því tekið að
líða á seinni hluta þess tímabils kirkjuársins,
sem lýkur með helgu viku. Sigurður Ægisson
gerir þennan mikilvæga íhugunartíma sálar-
innar að umræðuefni að þessu sinni.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Ljósmyndari/Sigurður Ægisson