Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 131. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ómótstæðileg á 5 mínútum Hans Blix ræðir Írak Veröldin ekki öruggari en fyrir Íraksstríð | Erlent 18 Íþróttir og Fólkið í dag Íþróttir | Meistarabaráttan í knattspyrnu 2004  Liðin, dómararnir, dagatal, spá um árangur Fólkið | Fljúgandi leikarar Á æfingu hjá KR  Leikhús tjáð með líkamanum ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setur Listahátíð í Reykjavík 2004 í Listasafni Íslands í dag. Ráðherra opnar einnig sýningu safnsins á bandarískri samtímalist, Í nærmynd. Þá frumsýnir Íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Katrínu Hall við tónlist Jóels Pálssonar og Kór rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar St. Basil frá Moskvu syngur. Í kvöld mun þjóðleikhús Georgíu, Rusta- veli, sýna Þrettándakvöld eftir Shake- speare í Þjóðleikhúsinu og af öðrum við- burðum helgarinnar má nefna píanótón- leika Marc-André Hamelins í Háskólabíói, opnun sýningar á Kenjunum eftir Goya í Listasafninu á Akureyri og opnun sýn- ingar Gabríelu Friðriksdóttur í gallerí i8. Á myndinni sjást listamaðurinn Jeff Koons, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og James I. Gadsden sendiherra Bandaríkjanna ræða saman við eitt verka Koons á foropnun sýning- arinnar í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Torfason Listahátíð sett í Listasafni  Rætur viðmiða/30 FRIÐRIK krónprins Danmerkur og hin ástralska heitmey hans, Mary Elizabeth Donaldson, voru í sínu fínasta pússi er þau mættu til hátíðarsýningar í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Brúðkaup þeirra fer fram kl. 14 að íslenzkum tíma í dag og er búizt við því að hundruð þúsunda Dana muni hylla brúðhjónin á götum dönsku höfuðborg- arinnar. Sjónvarpið sýnir beint frá athöfninni./10 Reuters Konunglegt brúðkaup í dag VERÐ á hráolíu á markaði í New York náði í gær nýjum hæðum. Við lokun markaðarins stóð verðið á hráolíufati til afgreiðslu í júní í 41,17 dölum, en það er örlítið hærra en fyrra hámark, sem náðist í október 1990 er hersveitir Saddams Husseins hernámu Kúveit. Þá komst verðið hæst í 41,15 dali fatið. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði einnig og stóð í 38,49 dölum fatið við lokun mark- aða í gær. Eru hækkanirnar helzt raktar til þess að vegna ótta við frekari hryðjuverk í Írak eða Sádi-Arabíu reyni nú margar birgðastöðvar að hamstra olíu. Olíuverð hækkar enn New York. AFP. ÍSLENSK rannsókn á áverk- um hnefaleikamanna sýnir að frá upphafi árs 2001 til árs- loka 2003 komu 33 einstak- lingar á slysa- og bráðadeild í Fossvogi með áverka eftir hnefaleikaiðkun eða 11 á ári. Niðurstöðurnar verða með- al þess sem kynnt verður á Ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjör- gæslufélags Íslands, en þing- ið hefst í dag. Brynjólfur Mogensen, sviðstjóri lækn- inga á slysa- og bráðasviði Landspítala – háskólasjúkra- húss, segir að ákveðið hafi verið að gera þessa rannsókn eftir að hnefaleikar voru lög- leiddir árið 2002. „Þetta eru nánast allt mjög ungir karl- menn, og jafnvel börn. Áverk- arnir voru allt frá því að vera hefðbundið mar upp í það að vera alvarleg blæðing í heil- ann,“ segir Brynjólfur. „Hjálmar sem áhuga- mannahnefaleikarar nota vernda andlitið að hluta, heyrn og eyru, en þeir vernda ekki heilann. Hann hreyfist inni í kúpunni, þar er mis- skilningurinn í þessu. Vel slegið högg, ef varnir and- stæðingsins eru ekki nægar, getur orsakað heilablæðing- ar,“ segir Brynjólfur. Ellefu hnefaleika- menn á ári á slysadeild GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær finna til „smán- ar“ við að sjá myndir af misþyrm- ingum bandarískra hermanna á íröskum föngum. Á kosningafundi í Vestur-Virginíu sagði hann hins vegar að gerðir einstakra manna mættu ekki verða til að flekka orðstír Bandaríkjahers. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær vonast til að sá mikli álitshnekkir sem fangamálið hefur valdið her- námsliðinu í Írak yrði ekki til að spilla fyrir viðleitni SÞ til að á fót kæmist starfhæf írösk bráða- birgðastjórn. Hann heimsótti meðal annars Abu Ghraib-fangelsið í Bagdad, aðal- vettvang fangamisþyrminga- hneykslisins sem hefur valdið Bandaríkjaher miklum álitshnekki og orðið tilefni áskorana um að Rumsfeld segði af sér. „Við munum komast í gegn um þetta,“ tjáði Rumsfeld liðsmönnum hersins. „Þeir einstaklingar sem gerðust sekir um misþyrmingar verða látnir svara til saka,“ sagði ráðherrann; „heimurinn mun sjá hvernig frjálst og lýðræðislegt samfélag virkar.“ Meðlimir utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ráðlögðu í gær Bush forseta að taka til rækilegrar íhugunar að SÞ og Atlantshafsbandalagið yrðu fengin til að gegna virku hlutverki við undirbúning hins fyrirhugaða valdaframsals til íraskrar bráða- birgðastjórnar um mánaðamótin júní-júlí. Rumsfeld í Írak Barizt var í Kerbala, Najaf og víðar í Írak í gær, á sama tíma og Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til landsins. Bush leiti liðsinn- is SÞ og NATO Kerbala, Parkersburg, SÞ. AP.  Frekari myndbirtingar/18 Í RÚSSNESKU höfuðborginni Moskvu búa fleiri milljarðamær- ingar, í Bandaríkjadölum talið, en í nokkurri annarri borg í veröldinni, að því er fram kemur í nýrri úttekt tímaritsins Forbes. Í úttektinni er því einnig haldið fram að um fjórðungur þjóðarauðs Rússlands sé nú orðinn samþjapp- aður í höndum aðeins 100 ein- staklinga. Efstur á lista tímaritsins yfir rússneska auðmenn trónir Mikhaíl býr nú í Lundúnum, telst eiga 12 milljarða dala eða 875 milljarða kr. Forbes reiknast til að í Moskvu búi 33 dollaramilljarðamæringar en í New York sé 31 maður svo ríkur. Ýmsir þeirra sem nefndir eru á listanum eru ósáttir. „Að birtast á slíkum lista gerir kaupsýslumann óhjákvæmilega að upplögðu skot- marki fyrir handhafa ríkisvaldsins,“ hefur viðskiptablaðið Vedomosti eftir einum þessara ríku Rússa, að því er fréttavefur BBC greinir frá. Khodorkovskí, sem sagður er eiga 15,2 millj- arða dala eða um 1.100 millj- arða króna. Hann stýrði ol- íufyrirtækinu Jukos en situr nú í fangelsi, ákærður fyrir skattsvik. Roman Abramovich, sem í fyrra keypti knattspyrnuliðið Chelsea og Milljarðamæringar í Moskvu Khodorkovskí ÍSLENSKA óperan og Óperu- stúdíó Austurlands sýna í kvöld óp- eruna Carmen eftir Bizet í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði. Með hlutverk Carmenar fer Sesselja Kristjánsdóttir og Don José er í höndum Jóhanns Frið- geirs Valdimarssonar. Sr. Davíð Baldursson, sóknar- prestur á Eskifirði, segir Carmen fyrstu óperuna sem flutt verður í húsinu. „Mig hafði ekki órað fyrir að þetta yrði neitt í líkingu við það sem maður hefur séð hér. Það er rafmögnuð spenna í loftinu!“ Carmen á Eskifirði  Maðurinn/29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.