Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 1

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 131. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ómótstæðileg á 5 mínútum Hans Blix ræðir Írak Veröldin ekki öruggari en fyrir Íraksstríð | Erlent 18 Íþróttir og Fólkið í dag Íþróttir | Meistarabaráttan í knattspyrnu 2004  Liðin, dómararnir, dagatal, spá um árangur Fólkið | Fljúgandi leikarar Á æfingu hjá KR  Leikhús tjáð með líkamanum ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setur Listahátíð í Reykjavík 2004 í Listasafni Íslands í dag. Ráðherra opnar einnig sýningu safnsins á bandarískri samtímalist, Í nærmynd. Þá frumsýnir Íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Katrínu Hall við tónlist Jóels Pálssonar og Kór rússnesku rétttrúnað- arkirkjunnar St. Basil frá Moskvu syngur. Í kvöld mun þjóðleikhús Georgíu, Rusta- veli, sýna Þrettándakvöld eftir Shake- speare í Þjóðleikhúsinu og af öðrum við- burðum helgarinnar má nefna píanótón- leika Marc-André Hamelins í Háskólabíói, opnun sýningar á Kenjunum eftir Goya í Listasafninu á Akureyri og opnun sýn- ingar Gabríelu Friðriksdóttur í gallerí i8. Á myndinni sjást listamaðurinn Jeff Koons, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og James I. Gadsden sendiherra Bandaríkjanna ræða saman við eitt verka Koons á foropnun sýning- arinnar í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Morgunblaðið/Árni Torfason Listahátíð sett í Listasafni  Rætur viðmiða/30 FRIÐRIK krónprins Danmerkur og hin ástralska heitmey hans, Mary Elizabeth Donaldson, voru í sínu fínasta pússi er þau mættu til hátíðarsýningar í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Brúðkaup þeirra fer fram kl. 14 að íslenzkum tíma í dag og er búizt við því að hundruð þúsunda Dana muni hylla brúðhjónin á götum dönsku höfuðborg- arinnar. Sjónvarpið sýnir beint frá athöfninni./10 Reuters Konunglegt brúðkaup í dag VERÐ á hráolíu á markaði í New York náði í gær nýjum hæðum. Við lokun markaðarins stóð verðið á hráolíufati til afgreiðslu í júní í 41,17 dölum, en það er örlítið hærra en fyrra hámark, sem náðist í október 1990 er hersveitir Saddams Husseins hernámu Kúveit. Þá komst verðið hæst í 41,15 dali fatið. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði einnig og stóð í 38,49 dölum fatið við lokun mark- aða í gær. Eru hækkanirnar helzt raktar til þess að vegna ótta við frekari hryðjuverk í Írak eða Sádi-Arabíu reyni nú margar birgðastöðvar að hamstra olíu. Olíuverð hækkar enn New York. AFP. ÍSLENSK rannsókn á áverk- um hnefaleikamanna sýnir að frá upphafi árs 2001 til árs- loka 2003 komu 33 einstak- lingar á slysa- og bráðadeild í Fossvogi með áverka eftir hnefaleikaiðkun eða 11 á ári. Niðurstöðurnar verða með- al þess sem kynnt verður á Ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjör- gæslufélags Íslands, en þing- ið hefst í dag. Brynjólfur Mogensen, sviðstjóri lækn- inga á slysa- og bráðasviði Landspítala – háskólasjúkra- húss, segir að ákveðið hafi verið að gera þessa rannsókn eftir að hnefaleikar voru lög- leiddir árið 2002. „Þetta eru nánast allt mjög ungir karl- menn, og jafnvel börn. Áverk- arnir voru allt frá því að vera hefðbundið mar upp í það að vera alvarleg blæðing í heil- ann,“ segir Brynjólfur. „Hjálmar sem áhuga- mannahnefaleikarar nota vernda andlitið að hluta, heyrn og eyru, en þeir vernda ekki heilann. Hann hreyfist inni í kúpunni, þar er mis- skilningurinn í þessu. Vel slegið högg, ef varnir and- stæðingsins eru ekki nægar, getur orsakað heilablæðing- ar,“ segir Brynjólfur. Ellefu hnefaleika- menn á ári á slysadeild GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær finna til „smán- ar“ við að sjá myndir af misþyrm- ingum bandarískra hermanna á íröskum föngum. Á kosningafundi í Vestur-Virginíu sagði hann hins vegar að gerðir einstakra manna mættu ekki verða til að flekka orðstír Bandaríkjahers. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær vonast til að sá mikli álitshnekkir sem fangamálið hefur valdið her- námsliðinu í Írak yrði ekki til að spilla fyrir viðleitni SÞ til að á fót kæmist starfhæf írösk bráða- birgðastjórn. Hann heimsótti meðal annars Abu Ghraib-fangelsið í Bagdad, aðal- vettvang fangamisþyrminga- hneykslisins sem hefur valdið Bandaríkjaher miklum álitshnekki og orðið tilefni áskorana um að Rumsfeld segði af sér. „Við munum komast í gegn um þetta,“ tjáði Rumsfeld liðsmönnum hersins. „Þeir einstaklingar sem gerðust sekir um misþyrmingar verða látnir svara til saka,“ sagði ráðherrann; „heimurinn mun sjá hvernig frjálst og lýðræðislegt samfélag virkar.“ Meðlimir utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ráðlögðu í gær Bush forseta að taka til rækilegrar íhugunar að SÞ og Atlantshafsbandalagið yrðu fengin til að gegna virku hlutverki við undirbúning hins fyrirhugaða valdaframsals til íraskrar bráða- birgðastjórnar um mánaðamótin júní-júlí. Rumsfeld í Írak Barizt var í Kerbala, Najaf og víðar í Írak í gær, á sama tíma og Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til landsins. Bush leiti liðsinn- is SÞ og NATO Kerbala, Parkersburg, SÞ. AP.  Frekari myndbirtingar/18 Í RÚSSNESKU höfuðborginni Moskvu búa fleiri milljarðamær- ingar, í Bandaríkjadölum talið, en í nokkurri annarri borg í veröldinni, að því er fram kemur í nýrri úttekt tímaritsins Forbes. Í úttektinni er því einnig haldið fram að um fjórðungur þjóðarauðs Rússlands sé nú orðinn samþjapp- aður í höndum aðeins 100 ein- staklinga. Efstur á lista tímaritsins yfir rússneska auðmenn trónir Mikhaíl býr nú í Lundúnum, telst eiga 12 milljarða dala eða 875 milljarða kr. Forbes reiknast til að í Moskvu búi 33 dollaramilljarðamæringar en í New York sé 31 maður svo ríkur. Ýmsir þeirra sem nefndir eru á listanum eru ósáttir. „Að birtast á slíkum lista gerir kaupsýslumann óhjákvæmilega að upplögðu skot- marki fyrir handhafa ríkisvaldsins,“ hefur viðskiptablaðið Vedomosti eftir einum þessara ríku Rússa, að því er fréttavefur BBC greinir frá. Khodorkovskí, sem sagður er eiga 15,2 millj- arða dala eða um 1.100 millj- arða króna. Hann stýrði ol- íufyrirtækinu Jukos en situr nú í fangelsi, ákærður fyrir skattsvik. Roman Abramovich, sem í fyrra keypti knattspyrnuliðið Chelsea og Milljarðamæringar í Moskvu Khodorkovskí ÍSLENSKA óperan og Óperu- stúdíó Austurlands sýna í kvöld óp- eruna Carmen eftir Bizet í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði. Með hlutverk Carmenar fer Sesselja Kristjánsdóttir og Don José er í höndum Jóhanns Frið- geirs Valdimarssonar. Sr. Davíð Baldursson, sóknar- prestur á Eskifirði, segir Carmen fyrstu óperuna sem flutt verður í húsinu. „Mig hafði ekki órað fyrir að þetta yrði neitt í líkingu við það sem maður hefur séð hér. Það er rafmögnuð spenna í loftinu!“ Carmen á Eskifirði  Maðurinn/29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.