Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 19
UM 80% Íraka treysta ekki her-
námsstjórninni í Írak og 82% eru á
móti hernámsliðinu, ef marka má
niðurstöður nýlegrar skoðanakönn-
unar.
Donald Hamilton, ráðgjafi Pauls
Bremers, bandaríska landstjórans í
Írak, sagði að könnunin benti til
þess að andstaðan við hernámið
hefði aukist.
Bandarískir embættismenn telja
niðurstöður könnunarinnar
áhyggjuefni þar sem þær bendi til
þess að Bandaríkjamönnum hafi
ekki tekist vinna íraskan almenning
á sitt band.
Mikill stuðningur við Sadr
Könnunin var gerð í mars og
byrjun apríl, skömmu áður en liðs-
menn sjíaklerksins Muqtada Sadr
hófu mannskæða uppreisn gegn
hernámsliðinu og fimm vikum áður
en ill meðferð á íröskum föngum
komst í hámæli. Könnunin var gerð
í Bagdad, borginni Mosul í Norður-
Írak og þremur borgum í sunnan-
verðu landinu, Basra, Nasiriyah og
Karbala.
Um 45% aðspurðra í Bagdad og
67% í Basra sögðust styðja al-Sadr.
Þessar tölur þykja athyglisverðar í
ljósi þess að hernámsstjórnin hefur
lýst því yfir að hún vilji að sjíaklerk-
urinn verði annaðhvort drepinn eða
handtekinn.
Áður hafði verið skýrt frá því að
önnur könnun, sem gerð var á sama
tíma, benti til þess að 57% Íraka
vildu að hernámsliðið færi þegar í
stað frá Írak.
Um 80%
Íraka á
móti her-
námsliðinu
Washington. The Washington Post.
Reuters
Moqdata Sadr ræðir við fréttamenn
í Najaf á miðvikudag.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 19
framan hermenn. Ennfremur sáust
nokkur lík Íraka en þingmennirnir
sögðu að ekki hefði verið útskýrt
hvað varð Írökunum að bana.
Nokkrir þingmannanna sögðu að
myndirnar sýndu að fangar hefðu
verið neyddir til að fróa sér eða
eiga mök hver við annan. Aðrir
sögðu hins vegar að myndirnar
MARGIR bandarískir þingmenn
fylltust viðbjóði þegar þeim voru
sýndar óbirtar myndir af íröskum
föngum sem sættu illri meðferð
bandarískra fangavarða og voru
niðurlægðir kynferðislega.
Þingmönnum beggja deilda
Bandaríkjaþings voru sýndar um
það bil 1.600 myndir og mynd-
bandsupptökur í fyrradag og einn
þeirra, demókratinn Ron Wyden,
sagði að þær hefðu verið „margfalt
viðbjóðslegri“ en hann hefði búist
við.
Repúblikaninn Jim Talent sagði
hins vegar að þótt myndirnar væru
skelfilegar væru þær ekki mjög
ólíkar þeim myndum sem fjöl-
miðlar hafa þegar birt.
Á óbirtu myndunum sáust meðal
annars konur sem virtust hafa ver-
ið neyddar til að afklæða sig fyrir
væru svo óskýrar að erfitt væri
átta sig á því sem gerðist.
„Grimmilegar pyntingar“
Þingmennirnir sögðu að á mynd-
unum sæjust fámennir hópar her-
manna kvelja og niðurlægja fanga.
Margir hermannanna hefðu sést á
myndum sem bandarískir fjöl-
miðlar hafa þegar birt. Ekki var
ljóst hvort myndirnar voru allar
teknar í Abu Ghraib-fangelsinu,
nálægt Bagdad, eða hvort sumar
þeirra voru teknar í öðrum fang-
elsum í Írak.
„Ég sá grimmilegar pyntingar
sem einkenndust af kvalalosta,“
sagði Jane Harman, demókrati í
fulltrúadeild þingsins. Repúblikan-
inn Tom DeLay, leiðtogi meirihlut-
ans í fulltrúadeildinni, sagði hins
vegar að andstæðingar stríðsins í
Írak hefðu brugðist of hart við
myndunum. „Fólkið sem er á móti
stríðinu notfærir sér þetta í póli-
tískum tilgangi,“ sagði hann.
Þingmennina greindi á um hvort
birta ætti myndirnar og líklegt er
að stjórn George W. Bush forseta
verði látin um að ákveða það.
Nokkrir þingmannanna sögðu að
birting myndanna myndi aðeins
magna reiðina sem málið hefur
vakið út um allan heim. Aðrir töldu
hins vegar að birting myndanna
myndi sýna að Bandaríkin væru
opið samfélag og minnka skaðann
sem hernámsliðið hefur orðið fyrir
vegna mynda sem hefur smám
saman verið lekið í fjölmiðla.
Þingmönnum bauð
við óbirtu myndunum
Myndir af íröskum föngum sýndar á Bandaríkjaþingi
Washington. AP, Los Angeles Times.