Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 41
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Hvanneyrarbraut 28b,
Siglufirði,
sem lést föstudaginn 7. maí, verður jarðsung-
in frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 15. maí
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar.
Ingvi Svavarsson, Hulda Gunnþórsdóttir,
Sigurður Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir,
Sveinbjörn Jónsson, Björg Hjartardóttir,
Skúli Jónsson, Þórunn Kristinsdóttir,
Sævar Jónsson, Álfheiður Sigurjónsdóttir,
Oddfríður Jónsdóttir, Sigfús Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGFINNUR KARLSSON,
Hlíðargötu 23,
Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugar-
daginn 15. maí kl. 14.00.
Valgerður Ólafsdóttir,
Viggó Sigfinnsson, Edda Clausen,
Óla Helga Sigfinnsdóttir, Guðmundur Lýðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir minn og mágur,
GUÐMUNDUR BRAGI JAFETSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 11. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Halldóra Jafetsdóttir, Ingvi Guðmundsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ALMA ODDGEIRSDÓTTIR,
Svalbarði,
Grenivík,
verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugar-
daginn 15. maí kl. 14:00.
Oddgeir Ísaksson, Margrét S. Jóhannsdóttir,
Hjördís Ísaksdóttir, Erhard Joensen,
Sjöfn Ísaksdóttir, Þórður Magnússon,
Guðrún Kristín Ísaksdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Vilhjálmur Ísaksson, Guðríður E. Guðmundsdóttir,
Sveinn Þór Ísaksson, Alda H. Demusdóttir,
Borghildur Ásta Ísaksdóttir, Gísli F. Jóhannsson,
Sóley Ísaksdóttir, Þorsteinn Ágúst Harðarson,
Haukur V. Gunnarsson, Halla B. Harðardóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR JÓNSSONAR
húsgagnasmíðameistara,
Kirkjusandi 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7
Landspítala í Fossvogi.
Valgerður Einarsdóttir,
Soffía Helga Magnúsdóttir, Sigurður Stefánsson,
Örn Guðmundsson, Hafdís Valdimarsdóttir,
Gunnfríður Magnúsdóttir, Sophus Magnússon,
Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Richard Hansen,
Bára Jensdóttir, Eiríkur Gunnarsson,
Einar V. Arnarsson, Helen Everett,
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ljóð Ómars Ragn-
arsson um íslensku
konuna kom upp í hug-
ann þegar ég heyrði af
andláti Höllu Eyjólfs-
dóttur, móður Eyfa
vinar míns. Hugurinn
leitaði ósjálfrátt heim
til Ólafsvíkur þar sem við sprikluð-
um saman á unglingsárunum, í fót-
bolta á ganginum heima hjá Höllu, í
frystihúsinu, í skólanum eða úti í
guðsgrænni náttúrunni. Halla var
ein af okkar yndislegu konum/
mæðrum sem Ómar lýsir af hjartans
einlægni í ljóðinu. Hún var alltaf til
staðar, umhyggjusöm og hlý, og
vann sitt starf möglunarlaust.
Traust eiginkona, móðir og amma.
Ég votta Herði, Eyjólfi, systkin-
um hans og fjölskyldum þeirra sam-
úð vegna fráfalls Höllu. Fögur
minning um íslensku konuna mun
lifa.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði’að sér.
Hún heitast þig elskaði’og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgar sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka
vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt
sem hún á.
Ó! Hún er brúður sem skín.
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó! Hún er ást, hrein og tær.
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér
sitt líf.
En sólin, hún hnígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Þorgrímur Þráinsson.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.
K.G.)
Ég á erfitt með að skilja að mín
ástkæra frænka og vinkona sé dáin
og að við eigum aldrei eftir að sjást
eða tala saman. Undanfarin mörg ár
HALLA
EYJÓLFSDÓTTIR
✝ Halla Eyjólfs-dóttir fæddist í
Ólafsvík 5. mars
1941. Hún lést í
Reykjavík 5. maí síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Garðakirkju 13. maí.
höfum við talað saman
næstum daglega, oft
bæði kvölds og
morgna, og alltaf höfð-
um við svo mikið að
segja hvor annarri. Ég
á bágt með að trúa því
að ég eigi aldrei eftir
að heyra glaðlegu
röddina hennar eða fá
hana í heimsókn með
sitt bjarta bros og
hressileg orð á vörum.
Tómarúmið er mikið
sem hún skilur eftir í
huga mínum.
Minningarnar eru
margar frá góðu æskuárunum í
Ólafsvík. Við vorum systkinadætur,
móðir mín og faðir hennar voru
systkini, og áttu þau bæði heimili sín
í Ólafsvík. Það var gott og kærleiks-
ríkt samband á milli heimilanna. Ég
hafði verið eina barnabarn ömmu og
afa í sjö ár, utan nokkurra mánaða,
sem litli bróðir hennar fékk að lifa.
Sorgin var mikil þegar hann dó, en
gleðin var líka mikil þegar Halla
fæddist og fannst mér eins og ég
hefði eignast litla systur. Fjórum
árum seinna fæddist Guðmunda
systir hennar. Þá var orðin breyting
á, amma Guðmunda dáin og afi flutt-
ur til Önnu og frænda. Fjölskyldu-
böndin voru sterk og náin og við
þrjár afastelpurnar vorum nánast
alltaf saman.
Árin liðu og nú reikar hugurinn
45 ár aftur í tímann. Það voru miklir
gleðidagar um hvítasunnuhelgina í
Ólafsvík 16. og 17. maí 1959. Það var
haldin stór veisla þegar Halla og
Hörður kærasti hennar giftu sig
hinn 16. maí, á 55. afmælisdegi
Önnu móður hennar. Daginn eftir
var Guðmunda fermd og Eyjólfur
Valgeir, frumburður Höllu og Harð-
ar, var skírður.
Halla og Hörður byggðu sér hús á
Grundarbraut 30 í Ólafsvík og áttu
þar fallegt heimili með börnunum
sínum fjórum sem upp komust.
Heimilislífið var glaðlegt og
skemmtilegt og alltaf var mikið um
að vera og þangað voru allir vel-
komnir. Börnin voru með tvo til þrjá
félaga hvert heima hjá sér. Stund-
um var eldri sonurinn með heila
hljómsveit að æfa í kjallaranum,
systurnar með vinkonurnar hjá sér í
sínum herbergjum og yngri sonur-
inn að tefla við eldhúsborðið. Allt
gekk þetta eins og í sögu og mamma
var alltaf tilbúin að gefa að borða og
sinna þörfum allra. Heimilið var
alltaf jafn huggulegt, enda hjónin
mjög samtaka í öllum sínum gjörð-
um. Öll árin sem þau bjuggu í Ólafs-
vík átti ég hjá þeim öruggan sama-
stað, þegar ég kom vestur, og eru
stundirnar hjá þeim meðal minna
kærustu minninga.
Á árunum í Ólafsvík tók frænka
mín virkan þátt í félagsmálum og
einkenndi það hana hve hjálpsöm
hún var og félagslynd og fljót að
bregðast við ef á þurfti að halda. Þar
af leiðandi lenti hún í ýmsum nefnd-
um og ráðum og þau Hörður voru
vinmörg.
Frá 1989 áttu þau heimili sitt í
Reykjavík og eftir það leið ekki sá
dagur að við hittumst ekki eða töl-
uðum saman.
Mesta stolt og gleði hennar
frænku minnar voru börnin hennar
og svo ekki síður fallegur barna-
barnahópurinn, sem alls eru níu.
Þau voru hennar stolt og gleði. Tal-
aði hún oft um hvað þau Hörður
væru rík. Kom ríkidæmið líka best í
ljós í hinum snörpu og erfiðu veik-
indum hennar, hve þau önnuðust
hana vel og veittu henni mikla að-
stoð, öll börnin og barnabörnin.
Stærstur var þó þáttur Harðar sem
hugsaði um hana hverja stund.
Í veikindum hennar vakti hann yf-
ir henni á spítalanum og eftir að
þróttur hennar jókst og hún fékk að
fara heim í helgarleyfi af spítalanum
tók hann á móti gestum með sitt
góða skap og glaða bros. Þá var
hann allt í senn í hlutverkum hjúkr-
unar, umönnunar, snyrtingar og
eldamennsku. Leysti hann þetta allt
jafn vel af hendi.
Þessa síðustu daga ríkti mikil
bjartsýni og von um bata, enda dag-
legar framfarir. Kallið kom því
óvænt þegar hún leið út af við hlið
mannsins síns.
Að lokum viljum við Guttormur
þakka þér, elsku Halla, fyrir allar
góðu stundirnar sem við fengum að
njóta saman og gott er að ylja sér
við minningar um þær. Elsku Hörð-
ur, Eyjólfur og Þrúða, Hulda, Ann
Sess, Óli og barnabörnin öll. Við
vottum ykkur innilega samúð okkar.
Megi minningin um góða konu lifa
með okkur öllum.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún frænka.
Höllu kynntist ég þegar ég byrj-
aði að vinna hjá Póstinum. Hún var
yndisleg kona og kom okkur mjög
vel saman. Það var gott að vinna
með Höllu og lærði ég margt af
henni. Við fluttum saman á milli
pósthúsa og það var ekki nóg með
það heldur fluttum við báðar í sama
hverfið á svipuðum tíma. Þannig að
það má segja að leiðir okkar hafi
legið saman. Ég gleymi ekki hvað
það var gaman að sjá og heyra hvað
Halla var ánægð þegar hún og
Hörður fluttu í Safamýrina, henni
fannst þetta minna sig á gamla
heimilið þeirra í Ólafsvík. Já, hún
sagði margar skemmtilegar sögur
frá því hún bjó þar. Við skemmtum
okkur oft svo vel í kaffitímanum, töl-
uðum mikið um fjölskyldur okkar
beggja og skiptumst á sögum sem
voru hver annarri fyndnari. Oft töl-
uðum við hin um það við hana að það
væri nú gaman að vera fluga á vegg
í fjölskylduboðum hjá henni, alltaf
svo mikið fjör og hlegið. Það lýsir
Höllu mjög vel. Hún hélt vel utan
um sína fjölskyldu sem er afar sam-
rýnd.
Minningu um þessa einstöku
konu mun ég geyma í hjarta mínu.
Jóhanna Fríður.