Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222,
auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569
1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald
2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein-
takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Árni Friðriksson og
Ice Bird fara í dag.
Venus, Akraberg,
Arnarfell, Vilhelm
Þorsteinsson, Ak-
ureyrin og Dettifoss
fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og
jóga, kl. 14 bingó. Hár-
snyrting, fótaaðgerð.
Skráning í dagsferð 26.
maí er hafin. Farið
verður í Strand-
arkirkju og hún skoðuð
undir leiðsögn Baldurs
Kristjánssonar. Ekið
að Ölfusárósum, léttur
hádegisverður á Haf-
inu bláa. Draugasafnið
á Stokkseyri heimsótt.
Farið frá Aflagranda
kl. 9.30.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstudag
í mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 10
helgistund, sr Kristín
Pálsdóttir, kl. 13–16
vefnaður og frjálst að
spila í sal, kl. 13.30 fé-
lagsvist. Sími 535 2760.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðslustofan
opin.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan op-
in, kl. 10–13 verslunin
opin.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9 aðstoð við
böðun og smíðar og út-
skurður, kl. 14 sagan.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa kl. 9–16.30,
gönguhópur kl. 9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið
hús, spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Opið í
Garðabergi kl. 13–17.
Blöðin liggja frammi
og kaffi á könnunni.
Fótsnyrtistofa Hrafn-
hildar, tímapantanir í
síma 899 4223.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Kl.
11.30 leikfimi, kl. 13
brids og útskurður.
Kóramót fimm kóra
eldri borgara verður
haldið í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði laug-
ardaginn 15. maí kl. 17.
Pútt á Hrafnistuvelli
kl. 14–16.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10 ganga, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bók-
band. Í dag er síðasti
dagur til að skila mun-
um á vorsýninguna.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin kl. 9–17 virka
daga. Alltaf heitt á
könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, út-
skurður, baðþjónusta,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 11 spurt
og spjallað, kl. 14
bingó.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
13 markaður, pönnu-
kökur með kaffinu.
Fótaaðgerðir virka
daga, hársnyrting
þriðjud.–föstud.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
11 boccia, kl. 14 leik-
fimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrýdans. Kl. 13–17
leikur Viðar Jónsson
tónlistarmaður á
hljómborð fyrir söng
og dansi. Handverks-
sýning hefst kl. 13.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
12.30 leir, kl. 13.30
bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Félag einhleypra.
Fundurinn fellur niður
á morgun laugardag.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Kvenfélagið Hrönn
Vorferð félagsins að
Laugarvatni verður
laugardaginn 15. maí.
Brottför kl. 10 frá Um-
ferðarmiðstöð.
Í dag er föstudagur 14. maí, 135.
dagur ársins 2004, Vinnuhjúaskil-
dagi. Orð dagsins: Og nú fel ég
yður Guði og orði náðar hans, sem
máttugt er að uppbyggja yður og
gefa yður arfleifð með öllum
þeim, sem helgaðir eru.
(Post. 20, 32.)
Ekkert gott er hægt aðsegja um þau vinnu-
brögð sem hafa verið við-
höfð í fjölmiðlamálinu af
hálfu Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokks-
ins,“ segir Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, í
pistli á heimasíðu sinni.
Hér er að ferðinni al-varlegt inngrip í
markaðinn með ómál-
efnalegum tilgangi og
óhóflegum leiðum. Verði
frumvarpið samþykkt
mun Ísland búa við
ströngustu löggjöf á sviði
fjölmiðlamarkaðar á
Vesturlöndum. Allt sem
kallast meðalhóf er þver-
brotið og alvarlegar at-
hugasemdir um stjórn-
arskrárbrot og brot á
EES-samningnum eru
hundsaðar.
Tilgangurinn er einnigannarlegur hjá stjórn-
arflokkunum og hefur
orðið enn grímulausari
eftir að breytingartillög-
urnar voru kynntar. Eina
stundina segja þeir að
þetta frumvarp sé al-
menns eðlis og tengist
ekkert einstökum fyr-
irtækjum en hina stund-
ina kalla þeir (lesist Davíð
Oddsson) þá sem setja
spurningamerki við málið
málpípur Baugs.
Nú hafa fjölmargir ráð-herrar og þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins
dottið í þann pytt að
nefna máli sínu til stuðn-
ings efni í viðkomandi
fjölmiðlum. Þeir segja í
pontu Alþingis að „þetta
þurfi að stöðva“ á sama
tíma og þeir halda á lofti
viðkomandi blöðum. Þeir
benda á „stríðsfyr-
irsagnir“ og „allan frétta-
flutning“ í umræddum
blöðum máli sínu til
stuðnings.
Með þessu kemst hinnbrenglaði tilgangur
stjórnarflokkanna upp á
borðið. Frumvarpið er
einfaldlega viðbrögð við
fréttaflutningi. Og þá er-
um við komin á mjög hál-
an ís. Ís ritskoðunar. Fjöl-
miðlar hafa heilagan rétt
til að gagnrýna stjórn-
völd og stjórnmálamenn
og gera grín að þeim.
Stjórnvöld mega ekki
komast upp með að geta
sett lög á þá sem þeim er
illa við. Um þetta snýst
málið.
Einn maður í landinu,með stuðningi 32 ann-
arra manna á þingi sem
sitja hljóðir og hlýðnir í
kringum hann, er að
koma á ólögum,“ segir
Ágúst Ólafur að lokum.
„Allir þeir eru ábyrgir
fyrir þessum ólögum
enda þarf ekki nema tvo
einstaklinga á öllu
þinginu til viðbótar til að
koma í veg fyrir að þetta
verði að lögum. Hvaða
tveir einstaklingar í
stjórnarflokkunum sem
er ráða örlögum þessa
máls. Hverjir ættu það að
vera?“
STAKSTEINAR
Ritskoðun í höndum
tveggja þingmanna
Víkverji skrifar...
Víkverji vill hafa vaðið fyrir neð-an sig og finnst því mikilvægt
að tryggja sig og sína nánustu
fyrir þeim skakkaföllum og
óhöppum sem upp geta komið.
Víkverji hefur verið að endur-
skoða sín tryggingamál og lesa vel
og rækilega skilmála í þeim
tryggingum sem hann hefur
keypt. Eitt af því sem Víkverji er
tryggður gagnvart er útlimamiss-
ir.
Tryggingafélög hafa orð á sér
fyrir að reyna að komast hjá því í
lengstu lög að greiða út bætur og
spurði Víkverji fyrir rælni hversu
stóran hluta af t.d. hendinni mað-
ur þyrfti að missa til að missirinn
væri skilgreindur sem útlima-
missir og þar af leiðandi bættur.
Ekki stóð á svarinu. Hönd
verður að taka af fyrir ofan úlnlið
og fót fyrir ofan ökkla. „Svo verð-
ur fólk að missa tvo útlimi til að
það fái bætur. Þetta er nefnilega
útlimAtrygging,“ sagði
tryggingasalinn afsakandi. Það er
sem sagt ekki nema fólk missi tvo
fætur, tvær hendur, eða eitt af
hvoru sem fólk, sem þó hefur
keypt sér útlimamissistryggingu,
fær einhverjar bætur greiddar!
Og meira um útlimi. Víkverji varheldur betur argur þegar hann
fór fýluferð í verslunina Intersport
á dögunum. Daginn áður hafði kom-
ið inn um bréfalúgu Víkverja aug-
lýsingabæklingur þar sem greint
var frá tilboðum í versluninni. Hné-,
olnboga- og úlnliðahlífar voru meðal
þess sem var á tilboði og áttu að
kosta 990 krónur.
Verslanir Intersport eru ekki í al-
faraleið Víkverja, þ.e. í Smáralind,
Húsgagnahöllinni og Selfossi. Vík-
verji ákvað þó að fara í bíltúr upp á
Ártúnshöfða til að tryggja sér hlífar
fyrir sumarið, því hann vill ekki
vera með hrufluð hné og olnboga.
Víkverji var langt frá því að vera
kátur þegar hann komst að því eftir
langan bíltúr í Húsgagnahöllina að
hlífarnar atarna voru eingöngu til í
barnastærðum. Víkverji snerist á
hæl og strunsaði út úr versluninni
hlífalaus. Þegar heim var komið
rýndi hann betur í auglýsinguna, en
sá ekkert sem gaf til kynna að um
barnahlífar væri að ræða. Það var
ekki fyrr en eftir góða stund sem
hann kom loks auga á á skammstöf-
unina jr. fyrir aftan tegundarheitið
3-DEL Leisure jr, sem ritað var
með smáu letri.
Víkverji er nokkuð sleipur í ensku
og veit að jr. stendur fyrir junior,
sem þýðir að umrædd vara sé ætluð
fyrir yngri kynslóðina, en tók engan
veginn eftir þessu þrátt fyrir að
hafa grandskoðað myndina af hlíf-
unum áður en hann lagði af stað í
bíltúrinn. Er Víkverji hræddur um
að fleiri áhugamenn um línu-
skautaíþróttina hafi getað farið í
fýluferð í þeim tilgangi að reyna að
verja útlimi sína.
Morgunblaðið/Þorkell
Það er ógaman að þurfa að ganga
við einn svona. Hvað þá ef maður
kemst að því að þrátt fyrir að hafa
keypt tryggingu við útlimamissi fá-
ist missir eins útlims ekki bættur.
Sýnum dýrum
tillitssemi
FIMMTUDAGINN 6. maí
sl. sáum við grein eftir konu
í Velvakanda („Ein
óánægð“) sem sagði að hún
vildi ekki sjá hunda niðri í
miðbæ. Hún sagði einnig að
hún hefði séð hunda á Aust-
urvelli og börn sem væru
hrædd við hundana.
Er ekki á ábyrgð foreldr-
anna að gæta barnanna?
Okkur finnst hundar og
hundaeigendur eiga rétt á
því að vera þar sem þeir
vilja. Það er búið að banna
hunda á nánast öllum stöð-
um. En hundar þurfa stór-
an og góðan stað til að leika
sér og hlaupa um á. Af
hverju að banna hunda á
öllum stöðum vegna þess
að örfá börn (sem eru á
ábyrgð foreldranna) hræð-
ast þá? Ætti þá ekki að
banna veiku fólki að vera á
almannafæri ef ske kynni
að börnin yrðu hrædd við
það? Undanfarna mánuði
höfum við séð ansi margar
greinar um dýr og óánægju
fólks með dýrin. T.d. um
konu sem þolir ekki þegar
kettir gera þarfir sínar í
garðinn hennar. Og fangar
þá í búr og kallar á mein-
dýraeyði. Af hverju nær
hún sér ekki bara í plast-
poka og þrífur garðinn sinn
sjálf?
Vildum bara koma þessu
áleiðis og biðjum fólk um að
sýna dýrum og dýreigend-
um meiri tillitssemi.
Benta og Terry
(14 ára).
Tapað/fundið
Göngustafur týndist
VANDAÐUR rauðbrúnn
göngustafur með kork-
handfangi týndist nýlega í
Hagkaupum í Skeifunni.
finnandi vinsamlegast
hringi í síma 568 7215 eða
891 9804.
Gyllt armband
í óskilum
GYLLT armband fannst á
bílastæði Smáralindar ný-
lega. Ef einhver kannast
við að hafa týnt gylltu arm-
bandi á þessum slóðum þá
getur viðkomandi hringt í
síma 554 2248.
Bensínlok
týndist
BENSÍNLOK gleymdist á
dælu Atlantsolíu í Hafnar-
firði 11. maí. Það var horfið
hálftíma síðar. Skilvís finn-
andi vinsamlega hringi í
síma 698 8277.
Í óskilum á Hlemmi
Í ÓSKILUM á Hlemmi er
m.a. lítill barnaskór, mjúk-
ur með loðkanti, og ljósgrár
með dökkbláarri rönd að
neðan, myndavél og tvær
videóspólur.
Upplýsingar í miðasöl-
unni á Hlemmi.
Óskilamunir í
Svalbarða
Í VERSLUNINNI Sval-
barða, Framnesvegi 54, eru
nokkrir hlutir í óskilum,
þ.m.t. myndavélastandur í
leðurtösku og litlir bleikir
barnaskór. Upplýsingar á
staðnum og í síma 551 2783.
Barnahúfa
í óskilum
DUMBRAUÐ barnahúfa
með tveimur skottum frá
66 gráðum norður merkt
með tveimur stelpunöfnum
fannst við Sæviðarsund
fyrir 2–3 vikum. Upplýs-
ingar í síma 896 3361.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 ræma, 8 landið, 9 un-
aðar, 10 miskunn, 11 líf-
færa, 13 hinn, 15 höf-
uðfats, 18 styrk, 21
málmur, 22 afla, 23 alda,
24 sýknar.
LÓÐRÉTT
2 deilur, 3 kona, 4
þvinga, 5 sárið, 6 bráð-
um, 7 hæðir, 12 veið-
arfæri, 14 tangi, 15 sjáv-
ar, 16 rýja, 17 staut, 18
flönuðu, 19 öndunarfæri,
20 vegg.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 molla, 8 rófan, 9 róm, 11
aurs, 13 eira, 14 ótukt, 15 segl, 17 afar, 20 odd, 22 brýnt,
23 æskan, 24 aktar, 25 draga.
Lóðrétt: 1 hemja, 2 pólar, 3 róar, 4 barm, 5 kafli, 6
ranga, 10 ólund, 12 sól, 13 eta, 15 subba, 16 grýtt, 18
fokka, 19 renna, 20 otar, 21 dæld.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html