Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 55

Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 55 FORRÁÐAMENNN enska 2. deildarliðsins Blackpool ræddu við Guðjón Þórðarson, fyrr- verandi landsliðsþjálfara í knattspyrnu, með form- legum hætti á þriðjudag og buðu honum að taka að sér knattspyrnustjóra- stöðuna hjá liðinu. „Þeir ræddu við mig og ég skoðaði málið gaumgæfilega. Við munum ræða meira saman á næstu dögum en ég tel að ég sé með betri valkost í stöð- unni eins og hún er í dag,“ sagði Guðjón en vildi ekki gefa það upp hvaða lið væri um að ræða. „Ég er með mörg járn í eldinum og það er mitt mat að Blackpool sé ekki besti kosturinn fyrir mig eins og er. Það kem- ur í ljós á næstu dögum hver niðurstaðan verð- ur,“ sagði Guðjón sem rifti viðræðum við skoska úrvalsdeildarliðið Hib- ernian á dögunum, en samningar virtust vera í höfn á þeim tíma. Blackpool er sem stendur í 16. sæti 2. deildar en núverandi knattspyrnu- stjóri liðsins er fyrrverandi stjarna Liverpool á miðjunni, Steve McMahon, sem fer frá félaginu í lok leiktíðar. Skotinn Colin Hendry hefur einnig verið orðaður við Blackpool, en hann lék í með liðinu á síðustu leiktíð. „Blackpool er ekki besti kosturinn“ Guðjón GUÐLAUG Jónsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu úr KR, meiddist á æfingu með lands- liðinu í Englandi í gærmorg- un. Hún verður því ekki með í vináttulandsleiknum gegn Englendingum sem fram fer í Peterborough í kvöld. Í stað hennar var Dóra María Lárusdóttir úr Val valin í hópinn og fór hún til Eng- lands síðdegis í gær. Dóra María hefur spilað tvo A- landsleiki, þann síðari gegn Skotum í Egilshöllinni í mars. Leikur þjóðanna hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma á London Road, heima- velli Peterborough. Guðlaug ekki með Þetta var fimmti Íslandsmeistara-titill Hafnarfjarðarliðsins, sá annar í röð og fjórði á síðustu fimm árum en upphafið að sigurgöngu Hauka var 1999 þegar Guð- mundur Karlsson stýrði Haukunum til sigurs eftir úrslitaeinvígi gegn Fram. Haukar höfðu þá beðið í 53 ár eftir Íslandsbikarnum, en nú árið 2004 eru Haukar stórveldi í íslensk- um handknattleik. Leikurinn á Ásvöllum í gær þróað- ist ekki ósvipað og fyrstu tveir leik- irnir. Valsmenn héldu vel í við Hauka í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndu Haukar mátt sinn og megin og sýndu og sönnuðu að þeir eru ein- faldlega með betra lið en Valur og það besta á landinu. Vendipunktur leiksins verður að teljast markvarsla Birkis Ívars Guðmundssonar í marki Haukanna en hann sýndi frábær til- þrif í síðari hálfleik og það reið baggamuninn í leiknum. Birkir sneri leiknum á band Hauka með frábærri markvörslu og félagar hans í liðinu, og þá einkum og sér í lagi Ásgeir Örn Hallgrímsson, tóku heldur betur við sér. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Valsmenn sýndu á köflum mjög góð tilþrif, með Heimi Örn Árnason og Markús Mána sem bestu menn, héldu Valsmenn í við Hauka í byrjun þess síðari allt þar til Birkir Ívar skellti Haukamarkinu í lás. Hauk- arnir sigu hægt og bítandi fram úr. Þeir náðu fjögurra marka forskoti eftir 12 mínútna leik og þó svo að þeir misstu hinn geysiöfluga Vigni Svavarsson með rautt spjald vegna þriggja brottvísana eftir 17 mínútna leik í síðari hálfleik var það aðeins til að stappa stálinu í leikmenn Hauka. Haukar náðu mest sjö marka for- skoti og voru farnir að fagna löngu áður en leiktíminn var úti og það varð til þess að Valsmenn náðu að klóra í bakkann. Haukaliðið á lof skilið fyrir frá- bæra frammistöðu í úrslitaeinvíginu. Það lék eins og sannir meistarar og það verður bara að segjast eins og er að Valur átti aldrei möguleika gegn Hafnarfjarðarliðinu. Haukar eru meistarar á geysiöflugri liðsheild og afar breiðum og góðum leikmanna- hópi en ekki verður hjá því komist að nefna tvo leikmenn sem sköruðu svo sannarlega fram úr í leikjunum gegn Val. Það voru þeir Birkir Ívar og Ás- geir Örn sem fóru á kostum í leikj- unum þremur. Ásgeir skoraði sam- tals 27 mörk í leikjunum þremur, átti fjölda stoðsendinga og var ómetan- legur í sóknarleik sinna manna. Birkir Ívar lokaði marki sínu á löngum köflum og frammistaða hans virkaði sem vítamínsprauta á félaga hans í liðinu. Vignir Svavarsson, Þorkell Magnússon og Halldór Ing- ólfsson áttu stórgóðan leik í gær og varla var veikan hlekk að finna í mögnuðu liði Haukanna. Þá er ekki lítill þáttur Páls Ólafssonar, en hann tók við af Viggó Sigurðssyni þegar allt fór upp í loft hjá Viggó og stjórn félagsins. Páll náði að kveikja neist- ann í sínum mönnum og með mikilli samheldni og samstöðu náðu Hauk- ar að vinna sig út úr erfiðleikunum og standa uppi sem sigurvegarar, bæði í úrvalsdeildinni og í úrslita- keppninni. Valsmenn geta þrátt fyrir allt ver- ið sáttir við frammistöðu sína í vetur. Þeir gengu í gegnum miklar hremm- ingar vegna meiðsla lykilmanna og þegar tekið er mið af því er ekki hægt að segja annað en það hafi ver- ið vel gert hjá Valsmönnum að kom- ast alla leið í úrslitaleikinn. Þar mættu þeir hins vegar ofjörlum sín- um. Markús Máni Michaelsson kvaddi félaga sína með stórleik en hann heldur sem kunnugt er í at- vinnumennsku til Þýskalands í sum- ar. Heimir Örn Árnason átti einnig mjög góðan leik en því miður fyrir Val náðu aðrir leikmenn liðsins sér ekki á strik. Morgunblaðið/ÞÖK Ásgeir Örn Hallgrímsson og Halldór Ingólfsson fallast í faðma á Ásvöllum í gærkvöld. Fjórði meistaratitill Hauka á fimm árum HAUKAR eru svo sannarlega verðugir Íslandsmeistarar í handknattleik karla en Haukar gerðu út um einvígið gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í þriðja úrslitaleik bræðraliðanna að Ásvöllum í gærkvöld. Haukar höfðu betur, 33:31, og þetta frá- bæra lið skrifaði nafn sitt í sögu úrslitakeppninnar en frá því hún var tekin upp urðu Haukar fyrst- ir til að vinna úrslitaeinvígið með fullu húsi, eða 3:0. Fyrirliðarnir takast í hendur. Markús Máni Michaelsson, fyr- irliði Vals, óskar Halldóri Ingólfssyni til hamingju. Guðmundur Hilmarsson skrifar  HELENA Ólafsdóttir landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu valdi í gærkvöldi byrjunarlið Íslands sem leikur gegn Englendingum í Peter- borough í dag.  ÞÓRA B. Helgadóttir er mark- vörður. Íris Andrésdóttir, Björg Ástra Þórðardóttir, Erla Hendriks- dóttir og Guðrún Sóley Gunnar- dóttir verða í öftustu vörn. Á miðj- unni leika: Edda Garðarsdóttir, Erna B. Sigurðardóttir, Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir. Í fremstu víglínu verður Olga Fær- seth.  ALLAN Borgvardt, danski fram- herjinn hjá FH-ingum, er ekki kvið- slitinn eins og óttast var í fyrstu. Við skoðun hefur komið í ljós að um sýk- ingu er að ræða í nára og þarf hann að fara í sprautumeðferð. Borg- vardt, sem var útnefndur leikmaður ársins í fyrra, missir örugglega af fyrstu leikjum FH sem eru gegn KR og Fylki.  PÉTUR Hafliði Marteinsson og samherjar hans hjá Hammarby unnu langþráðan sigur í sænsku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi – lögðu AIK í Stokkhólmsslagnum á útivelli, 1:0. Pétur lék allan leikinn.  TRYGGVI Guðmundsson lék all- an leikinn með Örgryte, sem tapaði í Helsingborg, 3:0. Jóhann B. Guð- mundsson var í byrjunarliði Ör- gryte, en var skipt útaf á 55 mín.  HELGI Sigurðsson var í liði AGF sem tapaði fyrir Mydtjylland, 5:2, í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Helgi og félagar komust í 2:0 eftir 13 mín- útur en heimamenn svöruðu með fimm mörkum.  ALLT bendir til þess að Teddy Sheringham muni yfirgefa herbúðir Portsmouth í lok leiktíðarinnar en hinn 38 ára gamli framherji fær ekki nýjan samning við félagið. BBC tel- ur líkur á því að hann fari til Katar á næstu leiktíð, líkt og fjölmargir aðr- ir leikmenn á hans aldri hafa gert á undanförnum árum.  SHERINGHAM byrjaði leiktíðina af miklum krafti, skoraði sex mörk í fyrstu níu leikjum liðsins, en hefur verið á varamannbekknum í undan- förnum leikjum. Lomana LuaLua og Aiyegbeni Yakubu hafa verið í fremstu víglínu nýliðanna frá Portsmouth að undanförnu.  FORSVARSMENN enska knatt- spyrnuliðsins Leeds United ætla sér ekki að selja framherjann James Milner frá liðinu en hann er aðeins 18 ára gamall. Tottenham bauð „gríðarlega vel“ í leikmanninn eins og forsvarsmaður Leeds orðaði það við enska fjölmiðla í gær. Milner skrifaði undir nýjan samning við Leeds fyrir þremur mánuðum og hefur hug á því að leika með liðinu sem er fallið í 1. deild. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.