Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 11 FRÉTTIR Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Ný sending Silkitré og silkiblóm Útitré - pottablóm hengiplöntur Mikið úrval Sendum lista út á land HAUST 2004 Peysa.......... 7.180 Bolur .......... 3.040 Buxur .......... 6.640 Skór............ 8.980 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Samkvæmisfatnaður í úrvali Fagurgali | Mislæg gatnamót voru ofarlega á baugi á fundi borgar- stjórnar á þriðjudaginn. Margrét Sverrisdóttir, F-lista, sagði R-list- ann standa fyrir úrelt viðhorf þegar því væri haldið fram, að sporna ætti gegn fjölgun einkabíla í stað þess að greiða fyrir umferð. Þetta væri for- ræðishyggja sem ekki þýddi að pakka inn í fagurgala um sjálfbæra þróun. Gamaldags | Árni Þór Sigurðsson, R-lista, sagði ábyrgðarlaust að segja gatnakerfið sprungið. „Mér finnst þetta bara rugl, þið verðið að afsaka.“ Hann sagðist algjörlega ósammála Margréti. „Ég tel að hægri flokkarnir hér í borgarstjórn Reykjavíkur standi fyrir gamaldags og úreld viðhorf – ekki síst með til- liti til umhverfismála.“ Skottúrar | „Í könnun sem hefur verið gerð á ferðavenjum hér á höf- uðborgarsvæðinu, þá kemur í ljós að 60% allra ferða eru innan við þrír kílómetrar,“ sagði Árni. „Tvær af hverjum þremur af þessum ferð- um eru farnar á bíl. Maður hlýtur að leyfa sér að segja, að nú skulum við staldra við og spyrja: Bíddu, er þetta alveg endilega eðlilegt?“ Hreinskilni | Guðlaugur Þór Þórð- arson, D-lista, þakkaði Árna Þór fyrir hreinskilnina og að skýra stefnu R-listans til mislægra gatna- móta. „Hér stóð maður sem barðist harkalega gegn umferðarmann- virkjum í Reykjavíkurborg. Hann gerði það bara mjög vel og var sannfærandi. Og það er gott að þetta viðhorf komi bara skýrt fram.“ Útúrsnúningar | „Virðulegi for- seti. Hér stóð maður sem er meist- ari í að snúa útúr því sem sagt er,“ svaraði Árni og hann væri ekki á móti umferðarmannvirkjum. „Þetta mál snýst um það að menn staldri við og spyrji: Á hvaða leið erum við?“ Dugleysi | Dagur B. Eggertsson, R-lista, sagði að ef allt væri eðlilegt myndu bensínskattar höfuðborgar- búa renna til framkvæmda í Reykjavík. „Það er vegna sinnu- leysis, kjarkleysis og dugleysis þingmanna Reykjavíkur að það er ekki þannig.“ Sundabrautin væri forgangsmál. Viljaskortur | Björn Bjarnason, D-lista, sagði það ekki skort á fé sem réði því hvort ráðist yrði í gerð mislægra gatnamóta Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. „Það er skortur á vilja hjá þeim sem fara með skipulagsmál borgarinnar, að í þetta verk verði ráðist.“ „Problem“ | Björk Vilhelmsdótt- ir, R-lista, sagði frá bandarískum prófessor í verkfræði sem var hér í heimsókn. Þegar hann var stopp ásamt fylgdarmanni sínum á gatna- mótum Kringlumýrar- og Miklu- brautar var honum sagt frá hönnun mislægra gatnamóta. „Prófessorinn setti upp undrunarsvip og sagði: What’s the problem?“ hafði Björk eftir honum. Stjórnarábyrgð | Guðlaugur Þór sagði afskaplega erfitt að nálgast upplýsingar um fjarskiptastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í stjórn fé- lagsins. „Ég vek athygli á því að við sem stjórnarmenn í þessu félagi berum sambærilega ábyrgð eins og stjórnarmenn í hlutafélagi.“ Málþurrð | „Ég veit satt að segja ekki hvað þessi ágæti borgar- fulltrúi, sem ég hef löngum litið á sem eins máls mann innan Orku- veitu Reykjavíkur, ætlar eiginlega að tala um þegar Lína net er horfin á braut frá OR,“ sagði Alfreð Þor- steinsson, R-lista. Guðlaugur haldi að allt í Orkuveitunni snúist um fjarskiptamál.  FRAMSÓKNARKONUR leggja í dag upp í hringferð um landið undir yfirskrift- inni: Konur til áhrifa! og ætla á næstu vikum að efna til funda í öllum helstu þétt- býliskjörnum landsins. Verður fyrsti fundurinn í Framsóknarhúsinu á Akra- nesi í kvöld kl. 20. Að sögn Unu Maríu Óskarsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, er markmiðið með hringferð- inni að efla starf framsóknar- kvenna og þar með starf Fram- sóknarflokksins í heild sinni. „Á baráttufundi framsóknar- kvenna sem við héldum í höfuð- stöðvum flokksins 25. ágúst sl. var samþykkt að efla innra starf okkar og fjölga konum í öllu starfi flokks- ins. Í Framsóknarflokknum erum við með jafnréttisáætlun og lög flokksins mæla fyrir um 40% hlut hvors kyns á framboðslistum og í öllu starfi flokksins og við ætlum okkur að reyna að framfylgja þessu. Á fundum okkar á ferð um landið munum við því annars vegar leggja áherslu á að fá nýjar konur til starfa og hins vegar hvetja kon- ur innan flokksins til að bjóða fram krafta sína til að efla hlut kvenna í Framsóknarflokknum.“ Næsti fundur framsóknar- kvenna á hringferð þeirra um land- ið verður miðvikudagskvöldið 29. september nk. í Framsóknarhús- inu á Selfossi kl. 20. Fundaherferð um konur til áhrifa Morgunblaðið/Þorkell Ríkarður Ríkarðsson lítur yfir jeppa sem framsóknarkonur nota í ferðinni. FULLTRÚAR og starfsmenn for- sætisnefndar danska þingsins eru í heimsókn hér á landi. Byrjuðu þeir daginn á fundi með Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherra og heimsóttu að því loknu Alþingi og funduðu með forsætisnefnd. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, segir fundinn með dönskum starfsbræðrum sínum hafa verið gagnlegan. Þeir hafi haft áhuga á að koma til Íslands og kynna sér viðhorf og löggjafarstarfið hér. Á fundinum hafi verið skipst á skoð- unum og farið yfir þau mál sem efst séu á baugi. Halldór segir þingmenn og starfsmenn norrænu þinganna vera í góðu samstarfi sín á milli. Þannig hafi tveir starfsmenn Al- þingis, Guðlaugur Ágústsson yf- irþingvörður og Þormóður Sveins- son, nýlega heimsótt danska og norska þingið til að kynna sér ör- yggismál. Að loknum hádegisverði í Perl- unni með íslenskum þingmönnum hittu Danirnir Ólaf Ragnar Gríms- son forseta á Bessastöðum. Í dag munu þeir heimsækja ýmsar stofn- anir og fara til Þingvalla. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur á móti dönsku forsætisnefndinni. Frá hægri eru það Kaj Ikast, 3. varaforseti danska þingsins, Poul Nød- gaard, 2. varaforseti, og Christian Mejdal, forseti þingsins. Kynntu sér íslenskt löggjafarstarf ÞAÐ þarf enga snilligáfu til að vera góður í stærðfræði heldur byggist færni í greininni á mikilli vinnu og að gefast ekki upp, sama á hverju bjátar. Þessu heldur Timothy Gowers, pró- fessor í stærðfræði við Cambridge- háskóla, fram, en Gowers sem er heimskunnur fyrir framlag sitt til stærðfræðinnar, er staddur á Íslandi á vegum Félags um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar. Gowers held- ur fyrirlestur um mikilvægi stærð- fræðinnar sem undirstöðu verk- og tæknifræðigreina á Grand hóteli í dag og veitir verðlaun í ritgerðarsam- keppni barna um stærðfræði á morg- un, föstudag. „Sá sem er hæfilega góður í stærð- fræði og langar að verða verulega góður í faginu og stunda rannsóknir í stærðfræði, getur orðið það með smá- heppni og mikilli vinnu. Hann þarf að hella sér út í viðfangsefnið og hugsa virkilega stíft um úrlausnarefnin og ekki gefast upp, jafnvel þótt vanda- málið virðist erfitt eða jafnvel ómögu- legt að leysa,“ segir Gowers. „Þá þarf hann líka stundum að vita hvenær hann á að gefast upp,“ bætir hann við. Hlaut Fields-verðlaunin Gowers hefur m.a. tekist að nýta flóknar aðferðir til að sanna sumar af tilgátum pólska stærðfræðingsins Banach (1892–1945) auk þess sem Heimskunnur stærðfræðingur staddur á Íslandi Skortur á góðum stærðfræðikennurum Morgunblaðið/Sverrir Timothy Gowers, prófessor í stærðfræði við Cambridge-háskóla. hann hefur nýlega vakið athygli í fléttufræði með því að leggja fram nýja sönnun á setningu stærðfræð- ingsins Emre Szemeredi en slíkt við- fangsefni krefst gríðarlega djúps skilnings á stærðfræði, að sögn þeira sem þekkja til. Árið 1998 hlaut Gowers Fields-verðlaunin eftirsóttu fyrir rannsóknir sínar en þau jafn- gilda Nóbelsverðlaununum. Gowers mun koma víða við í fyr- irlestri sínum og m.a. ræða um hvern- ig Google-vafrarinn raðar vefsvæðum upp eftir mikilvægi þeirra með aðstoð stærðfræðinnar og dulkóðun á Net- inu fyrir tilstilli stærðfræðinnar. Gowers segir að í flestum vestræn- um ríkjum og raunar víðast hvar í heiminum kvarti fólk undan því að stærðfræðikennsla í skólum hafi hnignað á undanförnum áratugum. Þá komi fólk inn í háskóla síður undir það búið að fást við stærðfræði en áður þekktist. Hluti skýringarinn- ar kunni að vera að fólk með háskóla- gráðu í stærðfræði fær mun betur launuð störf í öðrum atvinnugreinum en kennslu, og skortur er á góðum stærðfræðikennurum, segir hann. Af þessu leiði að kynslóð fram af kynslóð læri stærðfræði af kennurum með síðri menntun í stærðfræði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.