Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR FULLTRÚAKJÖR Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosningar fulltrúa félags- ins á ársfund Alþýðusambands Íslands, og ársfund Starfs- greinasambands Íslands fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 13 fulltrúa á ársfund Alþýðu- sambands Íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 28.- 29.október nk. Á ársfund Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 14.-15. október nk., hefur félagið rétt á að senda 12 fulltrúa. Framboðslistum eða tillögum til ársfundar ASÍ, og ársfundar SGS þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu fé- lagsins í Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12:00 á há- degi fimmtudagsins 30. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 21. september 2004, stjórn Einingar-Iðju. AKUREYRI AKUREYRINGUM rennur til rifja hve mjög miðbænum hefur hnignað á undanförnum árum, verslunum hef- ur fækkað og almennt þykir miðbær- inn fremur óaðlaðandi, skuggsæll og vindasamur. Þetta var á meðal þess sem fram kom á opnu íbúaþingi sem haldið var um liðna helgi, en niður- stöður voru kynntar á fundi í gær- kvöld. Þingið var liður í mótun keppnislýsingar vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni sem Akureyri í öndvegi stendur fyrir. Ráðgjafafyr- irtækið Alta sá um framkvæmd þingsins og fulltrúar þess kynntu nið- urstöður þess á fundinum í gærkvöld. Bæjarbúar telja að snúa megi þró- uninni við með því að fjölga íbúðum í miðbænum, hafa þar matvöruversl- un, hafa hann grænni, skjólmeiri og litríkari. Umræður hafa verið háværar að undanförnu um byggingu háhýsa í bænum og hið sama var uppi á ten- ingnum á þinginu. Meirihluti þing- gesta taldi þó að fara ætti varlega í að raska einstakri bæjarmynd Akureyr- ar með miklu hærri húsum en þeim sem fyrir eru. Bæjarbúar telja að Oddeyrartangi sé fýsilegur kostur fyrir bryggjuhverfi, en þá myndi Strandgatan tengjast miðbænum enn frekar og ekki síst eftir að fyr- irhugað menningarhús verður risið á uppfyllingu neðst við götuna. Fram komu óskir um að Skátagil yrði skipulagt fyrir afþreyingu í grænu umhverfi í tengslum við miðbæinn. Málefni Akureyrarvallar hafa ver- ið ofarlega á baugi, enda liggur fyrir að taka þarf ákvörðun um framtíð- aruppbyggingu íþróttasvæða í bæn- um vegna fyrirhugaðs landsmóts 2009. Almennur áhugi virðist vera fyrir að áfram verði grænt svæði á vellinum, t.d. fjölskyldugarður, en einnig komu fram tillögur um að byggja þar íbúðir eða verslunarhús- næði. Hugmyndasamkeppni um miðbæ- inn hefst í lok október og verða til- lögur kynntar á sumardaginn fyrsta á næsta ári. Samkeppnislýsing mótuð á fjölmennu íbúaþingi Varlega verði farið í að raska einstakri bæjarmynd Morgunblaðið/Kristján Samráð Akureyringar höfðu margt fram að færa á íbúaþinginu. UNNIÐ er að smíði nýrrar brúar yfir Hörgá á Ólafsfjarðarvegi sem tekin verður í notkun í lok október nk. Nýja brúin verður eftirspennt tveggja akreina bitabrú, 38 metra löng og með sjö metra háum stöpl- um. Hún leysir af hólmi gamla ein- breiða brú sem liggur yfir ána rúmlega 100 metrum neðar. Að sögn Birgis Guðmundssonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri, verður nýja brúin mikil samgöngubót, enda er aðkoman að gömlu brúnni slæm og krappar beygjur beggja vegna hennar. Það er fyrirtækið Mikael ehf. á Höfn sem sér um framkvæmdina en jarðvegsvinnan var í höndum Árna Helgasonar í Ólafsfirði. Framkvæmdir við verkið hófust í byrjun ágúst sl. og hafa gengið vel að sögn Gunnars Gunnlaugssonar, eiganda Mikaels. „Við höfum feng- ið gott veður og áin hefur verið til friðs.“ Við nýju brúna verður byggður 0,7 km langur vegur sem tengist núverandi vegi. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 73 milljónir króna. Gamla brúin, sem byggð var árið 1953, verður látin standa og m.a. notuð sem reiðleið í framtíðinni. Hún er 43 metra löng og 3,8 metra breið. Morgunblaðið/Kristján Samgöngubót Starfsmenn Mikaels ehf. við brúarsmíðina við Hörgá. Ný brú yfir Hörgá mikil samgöngubót AUSTURLAND Kárahnjúkavirkjun | Töluverðar mannabreytingar eiga sér nú stað í slökkviliði og öryggiseftirliti Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Þannig eru þrír íslenskir sjúkrabíl- stjórar og slökkviliðsmenn hættir eða að hætta og íslenskur öryggis- fulltrúi, sem átti m.a. að sinna þjálf- un slökkviliðsins á virkjunarsvæði Impregilo, hætti og flutti sig yfir til Arnarfells og mun óánægju með ör- yggiseftirlit og þjálfun slökkviliðs meðal annars vera um að kenna. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, sem bera ábyrgð á að brunavarnir við Kára- hnjúkavirkjun séu samkvæmt lög- um, sagði í samtali við Morgunblaðið að afar slæmt væri að missa þessa menn úr brunavörnum á svæðinu, því þeir hefðu verið kjölfestan í lið- inu, með mikla þjálfun og reynslu. Erlendir starfsmenn koma að hluta í stað þeirra og segir Baldur þá eflaust vera ágæta, en ekki með þá reynslu sem æskileg væri. Slökkvibúnaður ósamsettur „Það hefur verið erfiður tími síðan í sumar og þurft að fara út í mikla hörku við Impregilo til að koma brunavörnum í sæmilegt horf,“ segir Baldur. „Þeir gerðu ekki þjálfunar- áætlun fyrir sitt slökkvilið, þrátt fyr- ir ítrekaðar beiðnir þar um, fyrr en þeim var hótað öryggisvakt á svæðið á þeirra kostnað. Við gerðum, í sam- vinnu við Brunamálastofnun, útkall á Impregilo í júlí sl. Þeir fengu al- gera falleinkunn fyrir viðbrögðin. M.a. kom í ljós að þrátt fyrir að allur búnaður til slökkvistarfs við aðgöng- in væri kominn á svæðið, var hann ósamsettur og ónothæfur. Slökkvi- bíllinn í Kárahnjúkum var nánast ónothæfur því í honum var biluð kúpling. Þeir gleymdu reykköfunar- grímum og þjálfunin var öll í molum. Í annarri æfingu seinna í sumar var búið að laga slökkvibílinn, en í ljós kom að hann var vatnslaus. Það var ekkert í lagi og æfingin fór ger- samlega út um þúfur. Þeir kunnu ekki að setja vatn á bílinn eða nokk- urn skapaðan hlut. Ég hef aldrei staðið frammi fyrir öðru eins. En svo var þetta tekið föstum tökum og fyr- irtækið hefur tekið sig á. Í dag er þetta þannig að þeir hafa haldið æf- ingar og skila mér skýrslum um þær. Í síðasta bréfi mínu til þeirra krafðist ég þess að æfingaáætlun yrði sett upp fyrir slökkviliðin á öll- um aðgöngum og í Kárahnjúkum út verktímabilið og þeir yrðu að vera búnir að því fyrir vissan tíma. Þeir skiluðu áætluninni á ögurstund og ég stóð yfir þeim fyrstu vikurnar á eftir til að vera viss um að æfingar ættu sér stað.“ Impregilo ber ábyrgðina „Nú er búið að hafa æfingar í öll- um vinnubúðum og búnaður á að vera í lagi. Brunamálastofnun hefur fylgst með að Brunavarnir á Héraði sinni sínu hlutverki skv. lögum og því er það Impregilo sem ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis í slökkvistarfi, ef og þegar á reynir,“ segir Baldur. Hvað uppsagnir íslensku sjúkabíl- stjóranna og öryggisfulltrúans áhrærir, en þeir eru jafnframt yf- irmenn slökkvistarfs samkvæmt ör- yggishandbók Impregilo, segir Baldur það vera einkar slæma þró- un. Ljósmynd/BJ Fjölþjóðleg æfing Brunavarnir eru að færast í betra horf. Myndin er tekin eftir æfingu fyrr á árinu og í henni tóku þátt um 20 manns. Ljósmynd/Matthías Loftsson Hætta í göngum Slökkviliðsstjórinn á Héraði hefur áhyggjur af bruna- vörnum og þjálfun slökkviliðsmanna hjá Impregilo, ekki síst í göngunum. Brunavarnir í Kárahnjúkum að færast í sæmilegt horf Ekki gengið átakalaust að þjálfa slökkviliðið Baldur Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.