Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nú fer að koma tími til aðnýta rósber, þ.e. fræ-hirslur á rósarunnum,eftir að blöðin eru fallin.
Á Norðurlöndunum er hefð fyrir
nýtingu þessara berja sem heita
nypon á sænsku.
Villirósir gefa sérstaklega mikið
af berjum en ræktaðar tegundir
hafa oft tapað þeim möguleika, þar
sem um blönduð afbrigði er að ræða,
að því er m.a. kemur fram á garð-
ræktarvefnum odla.nu. Rósber má
nýta í margt, t.d. te, marmelaði, saft,
hlaup og vín, auk nyponsúpu sem all-
ir Svíar þekkja.
Ekki eru öll rósber æt, það eru
fyrst og fremst þau sem eru hárauð
eða appelsínurauð sem hægt er að
nota í alls kyns sultur og súpur.
Annars eru litirnir á rósberjum mis-
munandi eftir tegundum, allt frá
bleikum upp í svört. Hægt er að
smakka þroskuð rósber til að athuga
hvort hægt er að nota þau. Óæt rós-
ber er líka hægt að nota til að búa til
haustskreytingar, ofan í vasa eða í
kransa.
Rósber eru afar C-vítamínrík og í
100 grömmum af berjunum eru 270
g af C-vítamíni, sem er fjórföld dags-
þörf. Rósber eru sögð góð forvörn
við þunglyndi þar sem þau innihalda
mikið magnesíum.
Rósberjaeftirréttur
½ lítri soðin pressuð fersk rósber
2–2 ½ dl flórsykur
smá sítrónusafi
4 dl rjómi
Setjið sítrónusafa og flórsykur
saman við nyponin, þeytið rjómann
og hrærið honum varlega saman við.
Frystið, berið fram með kransakök-
um.
Rósberjasulta
100 gr þurrkað rósberjahýði
6 dl vatn
400 g sykur
Leggið rósberjahýðið í vatnið,
gjarnan yfir nótt. Blandið sykrinum
í.
Látið sjóða á vægum hita í u.þ.b.
15 mínútur (passa vel að ekki brenni
við), sigtið, hellið í krukkur.
Rósberjasúpa
1⁄2 lítri fersk rósber
2 lítrar vatn
1 ½–2 bollar sykur
25 g kartöflumjöl
75 g rúsínur
15 g sætar möndlur
Skolið rósberin vel og látið renna
af þeim. Leggið þau í kalt vatnið og
látið suðuna koma upp.
Sjóðið þar til berin eru orðin
mjúk, í um eina og hálfa klukku-
stund. Þeytið vel í öðru hvoru til að
fá berin til að losna í sundur. Pressið
þau, setjið í sykur. Látið suðuna
koma upp aftur og veiðið svo froðuna
ofan af. Þykkið með kartöflumjölinu
(hrærðu út í köldu vatni).
Látið sjóða áfram í 2 mín.
Rósberjasúpa með kanil
6 dl þurrkað rósberjahýði
2 ½ lítri vatn
1 ½ bolli sykur
hýði af 1 sítrónu
smábiti af kanil
1 ½ msk. kartöflumjöl
flysjaðar möndlur
Skolið hýðið undir rennandi vatni.
Leggið það í pott með köldu vatni.
Sjóðið á vægum hita í u.þ.b. 2 tíma.
Hrærið í öðru hvoru. Sigtið súpuna
gegnum stykki.
Hellið henni aftur í pottinn og
setjið í sykurinn (hrærið í á meðan).
Bragðbætið með sítrónuhýðinu,
leggið kanilbitann í og látið suðuna
koma upp.
Þykkið með kartöflumjöli upp-
leystu í vatni.
Berið súpuna fram (gjarna kalda)
með möndlum og þeyttum rjóma.
MATUR
Rósber frábær
í grauta og sultu
Morgunblaðið/G. Sig.
TENGLAR
.....................................................
www.odla.nu
BÓNUS
Gildir 23.–26. sept. verð nú verð áður mælie.verð
Gæðagrís bajonskinka.......................... 779 1.169 779 kr. kg
Ali ferskur svínabógur ........................... 398 449 398 kr. kg
Lambalifur frosin .................................. 199 nýtt 199 kr. kg
Lambahjörtu frosin ............................... 179 nýtt 179 kr. kg
Sparigrís ferskar svínakótilettur ............. 779 1.169 779 kr. kg
Sparigrís ferskur úrb. svínahnakki .......... 779 1.169 779 kr. kg
Bónus appelsín, 1,5 ltr......................... 69 89 46 kr. ltr
Frosin svið ........................................... 321 399 321 kr. kg
KF hrásalat, 350 g ............................... 98 159 280 kr. kg
Kf kartöflusalat, 350 g ......................... 98 159 280 kr. kg
11–11
Gildir til 26. sept. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð
Bautab. nautgripahakk ......................... 789 1.052 789 kr. kg
Bautab. brauðskinka ............................ 647 996 647 kr. kg
CT pitsusneiðar, 3 teg., 250 g ............... 299 429 1.196 kr. kg
Gouda 26% sneiðar, stór ...................... 957 1.196 957 kr. kg
Gouda 17% sneiðar, stór ...................... 907 1.134 907 kr. kg
Myllu samlokubrauð heilhveiti............... 149 259 194 kr. kg
H&G salat pítublanda .......................... 199 299 995 kr. kg
EF pítusósa ......................................... 199 279 474 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir til 25. sept. verð nú verð áður mælie.verð
Fk bayonneskinka ................................ 698 1.198 698 kr. kg
Nautasirloin úr kjötborði ....................... 1.498 1.798 1.498 kr. kg
Frosin ýsuflök ...................................... 398 498 398 kr. kg
Móa kjúklingafille ................................ 1.369 1.955 1.369 kr. kg
Ali svínabógur ...................................... 382 498 382 kr. kg
Ali svínarifjasteik.................................. 399 499 399 kr. kg
Pepsi dós, 500 ml ............................... 49 89 98 kr. ltr
Pepsi max dós, 500 ml ......................... 49 89 98 kr. ltr
Gevalia kaffi, 550 g.............................. 289 nýtt 530 kr. kg
Ariel 27 skammta þvottaefni, 3 kg......... 798 998 266 kr. kg
HAGKAUP
Gildir 23.–27. sept. verð nú verð áður mælie.verð
Holta kjúklingabringur, úrb. skinnlausar . 1.489 2.290 1.489 kr. kg
Holta kjúklingalæri með legg................. 389 599 389 kr. kg
Chicago town örbylgjupizzur, 3 teg. ........ 299 499 879 kr. kg
Chicago town American pitsa, 3 teg....... 299 539 575 kr. kg
Chicago town hálfmáni, pitsa, 3 teg....... 299 399 1.196 kr. kg
Svínarif, í Jack Daniels BBQ-sósu .......... 799 nýtt 799 kr. kg
Kalkúnn, frosinn .................................. 699 859 699 kr. kg
Tyson álegg, kjúklinga/svína/kalkúna .... 599 nýtt 2.638 kr. kg
KRÓNAN
Gildir til 28. sept. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð
Krónulambalæri, ferskt ......................... 899 1.399 899 kr. kg
Krónu grillborgarar m/brauði ................ 295 399 74 kr. stk.
MR Bagels beyglur ............................... 199 239 468 kr. kg
Krónuís, jarðarberja/súkk/vanillu .......... 129 179 129 kr. ltr
Orville örbylgjupopp, 6 stk .................... 229 259 38 kr. stk.
Doritos Nacho snakk............................ 179 235 895 kr. kg
QI ferskur appelsínusafi........................ 199 499 199 kr. ltr
Pampers Duo pakki.............................. 999 1.389 20 kr. stk.
NETTÓ
Gildir 23.–29. sept. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð
Nettó brauðskinka ............................... 599 998 599 kr. kg
Nettó hangiálegg ................................. 1.649 2.749 1.649 kr. kg
Lambasvið .......................................... 299 499 299 kr. kg
Nettó saltkjöt....................................... 439 799 439 kr. kg
Húsavíkur léttjógúrt, 5 teg..................... 99 128 198 kr. kg
Gríms fiskibollur................................... 319 399 580 kr. kg
Bakaðar baunir, hálfdós ....................... 29 39 71 kr. ltr
Kjarna jarðarberjagrautur...................... 159 189 159 kr. ltr
Honey nut cheerios, 765 g ................... 399 439 522 kr. kg
Egils Pepsi Max.................................... 99 145 99 kr. kg
NÓATÚN
Gildir 23.–29. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Nóatúns bayonneskinka ....................... 699 1.298 699 kr. kg
Lambagúllas ....................................... 998 1.998 998 kr. kg
Lax í heilu ........................................... 399 599 399 kr. kg
Eðalf. reyktur lax, heil flök ..................... 1.629 2.507 1.629 kr. kg
Myllu Samlokubrauð stór fín ................. 129 247 129 kr. kg
Myllu möndlukaka ............................... 210 419 500 kr. kg
Trópí appelsínusafi, 0,5 ltr .................... 299 549 299 kr. ltr
Ora síld, marineruð, margar gerðir ......... 199 254 531 kr. ltr
Appelsínur .......................................... 129 169 129 kr. kg
Agúrkur íslenskar ................................. 69 89 69 kr. stk.
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir 23.–27. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Ísl.fugl kjúkl., ferskur 1/1 ..................... 389 598 389 kr. kg
Ísl.fugl kjúkl., læri m/legg, magnkaup.... 389 599 389 kr. kg
Epli gul ............................................... 99 199 99 kr. kg
Iceberg ............................................... 99 198 99 kr. kg
Champion rúsínur, 500 g...................... 129 169 258 kr. kg
Mills kavíar, 190 g ............................... 199 259 1.047 kr. kg
Mills kavíar mix, 175 g ......................... 149 195 851 kr. kg
Keebler Townhouse saltkex, 453 g......... 179 229 395 kr. kg
Slátur frá Goða, blóðmör, 1 stk. ............ 199 313 199 kr. stk.
Slátur frá Goða, lifrarp. 1 stk. ................ 199 313 199 kr. stk.
SPAR Bæjarlind
Gildir til 28. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Kjúklingarbringur, skinnlausar ............... 1.499 2.295 1.499 kr. kg
Bayonneskinka .................................... 839 1.198 839 kr. kg
Dilkahjörtu úr kjötborði ......................... 279 399 279 kr. kg
Dilkalifur úr kjötborði............................ 199 299 199 kr. kg
Túnfiskur, 185 g................................... 79 98 427 kr. kg
Helwa Chocosticks kex, 150 g ............... 98 158 653 kr. kg
Rice Cracks heilsusnakk, 35 g .............. 39 77 39 kr. pk.
Dan Cake rúllutertur, 300 g................... 168 198 560 kr. kg
Toblerone Milk, 200 g .......................... 239 281 1.195 kr. kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir 23.–29. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Ísfugls ferskir kjúklingar ........................ 399 669 399 kr. kg
SS rauðvínslegið lambalæri .................. 1.118 1.398 1.118 kr. kg
Tilda Basmati grjón, 500 g ................... 198 259 396 kr. kg
Tilda sósur 6 teg., 350 g ...................... 289 359 809 kr. kg
Toro Bali kjúklinga grýta ........................ 159 189 159 kr. pk.
Hunt́s tómatsósa, 680 g....................... 99 139 138 kr. kg
Bisca Gracia kex, 3 teg., 150 g ............. 119 158 714 kr. kg
Marabou súkkulaði rúllur, 78 g.............. 89 115 1.068 kr. kg
Svínasteik og lax á tilboði
HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Í NOKKRUM dönskum skólum er
nú boðið upp á að nemendur eða
foreldrar þeirra panti og borgi
skólamáltíðir á Netinu í stað þess
að sett verði upp mötuneyti eða að
nemendur komi með nesti, að því
er m.a. greint frá á vef Berlingske
Tidende.
Skólastjórarnir eru ánægðir með
fyrirkomulagið því ekki þarf að
ráða fleira fólk til starfa heldur sjá
umsjónarmenn úr hópi nemend-
anna um að ná í nestispakkana
þegar þeir eru komnir í skólann.
Aldrei pítsur og
súkkulaðikökur
Pantað er á Netinu og starfs-
menn fyrirtækisins Mike’s Sand-
wich Market baka og smyrja á
nóttunni og senda í skólana þannig
að pakkarnir berist fyrir nestis-
tímann að morgni. Hver nestis-
pakki kostar um 15 danskar krón-
ur og hefur fyrirkomulagið vakið
ánægju meðal foreldra og barna
einnig. Hægt er til dæmis að velja
á milli mismunandi brauðtegunda
og áleggs eins og skinku, osts og
spægipylsu, einnig er hægt að fá
ávexti og vatn.
Horft er til manneldismarkmiða
og pitsusneiðar eða súkkulaði-
kökur muni aldrei verða á matseðl-
inum, að sögn sölustjóra fyrir-
tækisins.
SKÓLAR
Nesti
á Netinu
Morgunblaðið/Kristinn
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Bætiefni á betra verði!
120 töflur
aðeins
kr.1.698
Soja Isoflavonóíðar
fyrir konur á breytingarskeiði
Gerið verðsamanburð!