Morgunblaðið - 23.09.2004, Side 25

Morgunblaðið - 23.09.2004, Side 25
lögðust eindregið gegn innrás- inni. Nú síðast lýsti Kofi Annan að- alritari Sameinuðu þjóðanna því opinberlega að innrás Bush & bandamanna hafi verið ólögleg. Komið hefur skýrt í ljós að þeir sem vöruðu við þessari ólögmætu innrás hafa haft rétt fyrir sér. Nægir að nefna Svíann Hans Blix, yfirmann Vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem varaði eindregið við árás- inni. Lesa má m.a. um afstöðu Hans Blix og greiningu á vand- anum í bók hans ,,Disarming Iraq“, sem kom út fyrr á þessu ári. Þar segir Hans Blix m.a.: ,,Mörgum mánuðum eftir innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvernig heimurinn hefði brugðist við ef Vopnaeft- irlitsnefndin hefði einfaldlega verið sammála mati Bandaríkj- anna og Bretlands – sem síðar kom í ljós að var rangt eða afar vafasamt – um álpípur, samninga um úraníum, færanlegar til- raunastofur með efnavopn, fjar- stýrðar eldflaugar, o.s.frv. Hvað ef Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefði fengið heimild til hernaðaraðgerða og hernáms og síðan komið í ljós að engin bann- vopn voru í Írak?“ Stefnubreyting án samráðs Halldór Ásgrímsson sagði, að- spurður, í öllum fréttatímum út- varps og sjónvarps sl. föstudag, 17. september (í fyrsta skipti), að afstaða hans og Davíðs hafi byggst á röngum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Spyrja má enn einu sinni hvernig sú ákvörð- un Davíðs & Halldórs í nafni Ís- lands var tekin? Það er óhæft að kyngja þessari lögleysu þeirra án opinberrar rannsóknar! Geta þeir fóstbræður tekið ákvörðun um kúvendingu í utanríkisstefnu Ís- lendinga án þess að bera hana undir ríkisstjórn sína, utanrík- ismálanefnd Alþingis (sem er lagaskylda) eða þingflokka sína – hvað þá Alþingi Íslendinga – nú eða bara blessaða þjóðina sjálfa í þingkosningum, sem fram fóru nokkrum vikum eftir innrásina. Opinber rannsókn Meira að segja heima hjá Bush & Blair er ekki hægt að komast hjá ítarlegri rannsókn á ferlinu. En hér gerist ekkert. Eina meld- ingin frá núverandi forsætisráð- herra er að við eigum bara að gleyma fortíðinni! Það verður að fara fram ítarleg rannsókn á þessum stuðningi Ís- lands við innrásina, annað er óviðunandi. Styður maður vini sína sama hvað þeir taka sér fyrir hendur? Þetta er skoðun Staksteina. En þannig haga raunverulegir vinir sér ekki. Erum við Íslendingar stoltir af þessum stuðningi við innrásina? Nei, við skömmumst okkar fyrir að vera taglhnýtingar Bush & félaga. Það ber enginn virðingu fyrir já-bræðrum.Vinur er sá er til vamms segir. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Þjóðarhreyfing- arinnar – með lýðræði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is 23. ÁGÚST síðastliðinn sendi Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um arðsemi menntunar hér á landi. Í skýrslunni kemur með- al annars fram að flestar tegundir framhaldsmenntunar eru að skila fólki prýðilegum arði. Hins vegar, þegar kemur að grunnskólakenn- urum, kemur fram að arðsemi þriggja ára háskólamenntunar er engin og að meðaltekjur fólks á ís- lenskum vinnumarkaði, sem aðeins hefur stúdentspróf eru ívið hærri en meðallaun kennara. Ofangreindar upplýsingar hafa vakið upp spurn- ingar hjá mér, spurningar sem ég tel að við kennarar eigum heimtingu á að fá svör við. Ekki síður tel ég að það fólk sem er í kennaranámi eða hyggst leggja það fyrir sig verði að fá þessi svör. 1. Telur sveitarstjórnarfólk að kennarar eigi ekki að fá neinn arð af sínu háskólanámi? 2. Forystumenn Samtaka atvinnu- lífsins hafa verið með stór orð um kröfur kennara. Telja þeir að kenn- arar eigi ekki að fá neinn arð af sínu háskólanámi? 3. Er íslensk kennarastétt dæmd til að vera láglaunastétt til að fórna ekki stöðugleikanum? Ljóst er að mörg sveitarfélög standa illa fjárhagslega og að yf- irtaka grunnskólans á sínum tíma var þeim miklu stærri biti en þau reiknuðu með. Það breytir því þó ekki að það þarf að greiða kennurum laun sem eru í einhverju samræmi við menntun þeirra. Aldrei stóð til að kennarar niðurgreiddu þessa yf- irtöku. Í von um skjót og hreinskilin svör. ÖRN GUNNARSSON, Breiðvangi 73, 220 Hafnarfirði. Um arðsemi menntunar Frá Erni Gunnarssyni, grunn- skólakennara, sem fjallar um kjaramál kennara: ÞAÐ ER ekki rétt að koma svona fram við okkur nemendur og kenn- ara. Krakkarnir í 4.bekk eru að fara í samræmdu prófin í fyrsta sinn. Þau hafa ekki skilið að það yrði verkfall rétt fyrir próf og krakkarnir í 7. bekk eru að fara í undirbúningspróf fyrir samræmdu prófin. Þetta er voða erfitt fyrir alla sem eru að fara í prófin. Allir vilja verða eitthvað, t.d alþingismenn, málarar, dansarar, fótboltamenn. Sjáið þessa hluti sem ég var að telja upp. Þú þarft alltaf að læra að verða þetta allt. Þú þarft kennara til að kenna þér, þú lærir ekki hlutina einn. Einsog stelpa í skólanum mínum sagði: „Þegar ég fer í MR, þá spyr kennarinn mig: „hvað er 1+1?“ og þá segi ég, „ég veit það ekki, það var alltaf verkfall í skólanum mínum.“ Sjáið þetta, alla langar að fara í góða skóla. Rík- isstjórnin er öll búin að fara í skóla og er búin að hafa kennara. Ef þeir hefðu aldrei haft kennara að kenna þeim þá hefðu þeir aldrei orðið al- þingismenn. Leyfið kennurum að fá sanngjörn laun. Kennarar lengi lifi! ÁSGERÐUR HEIMISDÓTTIR, Hringbraut 85, 107 Reykjavík. Mér finnst þetta verkfall ósanngjarnt Frá Ásgerði Heimisdóttur í 6. bekk í Melaskóla: Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts Við hjá fasteignasölunni Fasteign.is höfum verið beðin um að finna 4ra herbergja íbúð í Lindahverfinu í Kópavogi. Skilyrði er sérinngangur í íbúðina, jarðhæð eða hæð. Í boði er bein sala eða möguleiki á makaskiptum á 160 fm raðhúsi á einni hæð í Lindahverfinu. Ef þú ert í söluhugleiðingum og eða vilt fá nánari upp- lýsingar, þá vinsamlegast hafðu samband við Ólaf Finn- bogason sölumann hjá Fasteign.is í síma 5 900 800 eða gsm 6 900 820. SKIPTI Á RAÐHÚSI OG 4RA HERB. ÍBÚÐ Í LINDAHVERFI - KÓP. SÍMI 5 900 800 Ólafur Finnbogason sölumaður B. ed. Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali HINN 11. september fór ég á djass- tónleika í Hótel Örk í Hveragerði. Ég pantaði mat og borð, til að geta tryggt mér sæti nálægt sviðinu. Maturinn var frábær og öll þjón- ustan eftir því svo að ég gleymdi al- veg okrinu á víninu. Hljómsveitin, sem spilaði heitir „Hljóð í skrokk- inn“, en hana skipa: Óskar Guð- jónsson á saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar, Erik Quick á trommur og Ólafur Stolzenwald á kontrabassa. Ég er orðinn svo gamall að ég hef ekki heilsu til að sækja íslenska næt- urklúbba þar sem lifandi tónlist hefst ekki fyrr en löngu eftir mið- nætti. Hljómsveitirnar virða ekki auglýstan tíma, þær spila ekki fyrir þá sem eru mættir en bíða eftir þeim sem e.t.v. koma ekki. Þetta er auð- vitað dónaskapur gagnvart þeim sem mæta en hluti af þessu er 100– 200% álagning samkomuhaldara á áfengi sem þeir kvarta svo undan að þeir þurfi að kaupa of dýrt (hærra innkaupsverðverð – meiri gróði á mann – færri viðskiptavinir). Umræddir tónleikar voru auglýst- ir kl. 22.00 en kvartettinn byrjaði að spila kl. 21.50. Það var enginn svik- inn af þessum tónleikum nema þeir sem mættu of seint. Ég vildi óska að fleiri hljómsveitir tækju sér þessa drengi til fyr- irmyndar. Þá mundi fólk e.t.v. gleyma okrinu á víninu sem er ekki bara ríkinu að kenna. Auðvitað er hægt að skreppa út fyrir og fá sér sjúss og ekki missir maður af miklu ef hljómsveitin er ekki byrjuð að spila. P.s. Getur maður losnað við tappagjald ef maður hefur með sér tappatogara? ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. 11. sept- ember í Hvera- gerði Frá Þórhalli Hróðmarssyni: Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Í GEGNUM tíðina hafa tveir menn um- fram aðra verið ötulir við skrif og margvíslega réttmæta gagnrýni á opinbera sem og óop- inbera aðila hér á landi. Þeir hafa markað djúp spor í þjóðarvitund okk- ar Íslendinga og telja má að án þeirra atbeina væri umræða um frelsi einstaklingsins, réttlæti og réttarvitund hér á landi mun fátæklegri. Með áræði, skörpum rökræðum og skynsemi hafa þeir ávallt náð að koma sínum málum vel á framfæri og oft hlotið mikla gagnrýni fyrir. Hins vegar eru þeir fáir sem í dag geta neitað því að hugsjónum þeirra hefur fylgt samkvæmni eins og rauður þráður í gegnum tíðina. Þetta er ekki öllum gefið, því miður. Annar þessara ágætu prófessora starfar við Háskóla Íslands og sætir nú mjög ómálefnalegum árásum af hálfu aðila sem ávallt hafa haft horn í síðu hans og eru nú enn og aftur að ráðast til atlögu. Þessir aðilar beita ekkert venjulegum aðferðum við nið- urrif og einbeita sér sérstaklega að því hefna sín eftir eitthvert ímyndað stríð sem aldrei var háð. Þessir aðilar særa en vilja ekki sjást, naga en vilja ekki nást og karpa en vilja ekki kljást. Það er auðvitað fylgifiskur þess að láta í sér heyra og láta eilítið á sér bera að eiga í hnútukasti við einhverja sem telja sig betri en aðra menn eða eru ekki sammála öllu því sem fram er borið. Það er hins vegar ótrúlegt að sjá hversu ötull dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið við að svara þessum óprúttnu röddum og telur greinarhöfundur beinlínis að um af- burða kurteisi prófessorsins sé að ræða við þetta ágæta fólk. Þarna sér maður þennan mann enn og aftur standa einn og berskjaldaðan í baráttu við fjöldann allan af fólki sem vill að- eins koma honum illa. Það að ásaka hann um e.k. ritstuld er fyrirsláttur enda vissulega ekkert hæft í þeim ásökunum. Sá prófessor, sem greinarhöfundur vill geta næst, starfar við Háskóla Reykjavíkur og er lög- spekingur mikill, ráða- góður mjög og býr yfir bæði mikilli reynslu í málflutningi og mennt- un. Sá hefur staðið keik- ur í gegnum ótal boðaföll sem riðið hafa yfir hann æ ofan í æ. Hann stend- ur ávallt vörð um rétt- lætið og er tilbúinn að verja frelsishugsjónir af miklum þrótti. Eins og dr. Hannes þá virðist sem prófessor Jón Stein- ar Gunnlaugsson hafi einnig sína djöfla að draga sem nú leggjast á árarnar og sigla á sömu mið og ljósvíkingar Hannesar. Ávallt er ætlunin að stunda nornaveiðar og hamra á með óvild og beiskju. Það hef- ur verið eins með Jón og dr. Hannes að þar fer afar kurteis maður sem með rökræðu og skynsemi nær að hrista af sér flesta óværu og halda sínu striki. Það er ljóst að ef undirritaður gæti kosið sér hæstaréttardómara, rétt eins og gerist víða um heim, yrði maður eins og Jón Steinar Gunnlaugsson tví- mælalaust fyrir valinu að öðrum ólöst- uðum. Það sem eftir stendur er að þarna fara afar hæfir menn sem hvor um sig er mjög framarlega á sínu sviði. Grein- arhöfundur hefur ekki náð að kynnast þessum mönnum svo einhverju nemi en rétt eins og almennur borgari hefur hann getað fylgst með vinnu þeirra, málflutningi og rökræðu. Ljóst er að þarna fara menn sem eru fremstir á sínu sviði á meðal jafningja og verður það aðeins sögunnar að dæma þá af verkum sínum sem greinarhöfundur telur fullvíst að verði góður dómur um góða menn. Af tveimur prófessorum Sveinn Óskar Sigurðsson fjallar um Hannes Hólmstein Gissurarson og Jón Steinar Gunnlaugsson Sveinn Óskar Sigurðsson ’Hann stendurávallt vörð um réttlætið.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.