Morgunblaðið - 23.09.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.09.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 29 MINNINGAR Í dag kveðjum við og minnumst félaga okkar og vinar Guðbjörns Kristleifssonar. Það er mánudagsmorgunn 6. sept- ember, skipið að koma til hafnar eft- ir þokkalega heppnaða veiðiferð. Setið er í borðsalnum, spjallað sam- an og slegið á létta strengi. Haustið er komið og dagarnir styttast, gæsin á leið til byggða. Bubbi, eins og hann var ávallt kallaður af okkur félögun- um, ætlar til gæsaveiða í landleg- unni. Veiðimaðurinn hugsar sér til hreyfings og hlakkar til þess að fara út í náttúruna, til að draga björg í bú. Við göntumst og gerum grín, engan grunar að lífið sé hverfult, hvað okk- ur mennina varðar. Skipið bundið eins og ávallt og við kveðjumst, ekki órar okkur fyrir því á þeirri stund að ferðalag Bubba verður annað og lengra en til stóð og þaðan af síður að við séum að kveðja Bubba í síðasta sinn. Það er þriðjudagskvöld, haldið til veiða að nýju, við fáum þær fréttir að Bubbi hafi veikst, alvarlega. Okkur setur hljóða, hann sem var fullfrísk- ur er við kvöddumst, með hugann við sitt áhugamál, tilbúinn að leggjast út í náttúruna og bíða færis, en eigi má sköpum renna, honum er ætlað ann- að hlutskipti að þessu sinni. Það er föstudagur 10. september, við fáum hringingu um borð og okk- ur tjáð að Bubbi sé farinn. Á lífsins leið og í dagsins ólgusjó gleymist oft hvað það er sem gefur GUÐBJÖRN SIGFÚS KRISTLEIFSSON ✝ Guðbjörn SigfúsKristleifsson fæddist í Reykjavík 17. janúar 1960. Hann andaðist á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi föstudaginn 10. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hóla- kirkju 21. september. lífinu gildi. En skyndi- lega og óvænt gerast hörmulegir atburðir sem minna rækilega á mikilvægi þess að rækta ávallt hin já- kvæðu gildi lífsins. Við svona fréttir streyma í gegnum huga okkar minningar og upprifj- anir um góðan dreng sem kunni sitt fag gagnvart allri vinnu um borð. Hann var hrein- skiptinn í öllum sam- skiptum, geðgóður og fljótur að sjá léttleik- ann í tilverunni um borð. Hann var góður vinur og félagi okkar. Bubbi var samferðamaður okkar, nánast allra, í þessari áhöfn til margra ára, hann hafði lengsta starfsferilinn á Ásbirni eða samtals 23 ár. Að lokum þökkum við Bubba sam- fylgdina og lifum í þeirri trú að þegar okkar kall kemur muni hann koma með bros á vör og leiðbeina okkur yf- ir á næsta tilverustig. Við félagarnir flytjum innilegustu samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, foreldra, systkina og annarra aðstandenda sem eiga um sárt að binda. Megi Guð geyma hann og styrkja ykkur öll. Kveðja, áhöfnin á Ásbirni. Góðan dreng er gott að muna. Geymum fögru minninguna hún er perla í hugans reit. Kynnin þökkum við af hjarta þau eru tengd því hreina og bjarta berst til himins bænin heit. (I.S.) Ávallt hress og kátur að sjá, hvers manns hugljúfi þannig man ég og kýs að muna mág minn Guðbjörn (Bjössa). Aldrei mun ég gleyma því hversu hjálpsamur og góður hann var tengdaforeldrum sínum Ernu og Árna en þau létust árið 2001. Núna hefur Guðbjörn verið kall- aður heim alltof fljótt. Eftir standa ástvinir hans harmi slegnir og skilja engan veginn til- ganginn. Hve þetta líf er skrítið og hverfult svo undur dýrmætt en um leið skelfilega brothætt. Elsku Ósk, Tinna, Davíð, Alex, Kristleifur, foreldrar, systkini, ætt- ingjar og vinir, missirinn er óbæri- legur en um leið vaknar heit vonin um fagran endurfund, þegar okkar jarðvist lýkur. Guðbjörn hvílir í hendi og hlíf drottins vors sem og ástvinir okkar sem farið hafa heim á undan. Minn- ingin um yndislegan dreng lifir. Helga Lára Árnadóttir. Elsku Guðbjörn. Í ferðalagið langa ertu farinn, elsku Bubbi. Við vitum að þú dvelur meðal ástvina og þökkum fyrir að hafa kynnst þér. Elsku Bubbi, við Axel munum styðja hana Ósk þína og börnin, þau eiga okkur alltaf að. En eitt veit ég að við munum öll hitta þig brosandi og kátan í dalnum sem þú dvelur í við gæsaskytterí. Við munum aldrei gleyma þér, elsku Bubbi. Elsku Ósk, Tinna, Davíð, Alex og Kristófer Trausti. Guð styrki ykkur í sorginni og megi algóði Guð senda englana til ykkar og vernda. Við vottum fjölskyldu Guðbjarnar okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Axel, Sína og synir. Að leiðarlokum er margs að minnast og á kveðjustund koma gjarnan upp í hugann myndir af liðnum sam- verustundum. Við eig- um okkur margar myndir af Knúti Há- konarsyni. Við eigum okkur myndir af félaganum, fjölskylduföðurnum, fagmanninum og framar öllu af sterkum og heilsteyptum einstak- lingi sem var vinur vina sinna. Við kynntumst Knúti og fjölskyldu hans fyrst árið 1981, en þá vorum við nýflutt til landsins og að mestu ókunnug í Reykjavík. Knútur bjó á hæðinni fyrir neðan okkur í blokk í Árbænum og við áttum dætur á svip- uðu reki sem strax varð vel til vina. Við fundum fljótlega að það var gott að leita ráða hjá Knúti og Sigrúnu um hvaðeina sem sneri að daglegu amstri. Og þegar búið var að ráða fram úr smáatriðunum hóf Knútur gjarnan máls á hinum stærri málum yfir kaffibolla. Hann hafði lifandi áhuga á þjóðmálum, fylgdist vel með og setti sig inn í málin en gleypti ekki einhverja flokkslínuna hráa. Þessar umræðustundir urðu þess vegna bæði skemmtilegar og upplýsandi. Ekki síst fylgdist Knútur sérstaklega vel með launamálaumræðu í þjóð- félaginu. Hann treysti því ekki alltaf að verkalýðsforysta eða stjórnvöld héldu svo á málum að vinnandi fólk KNÚTUR HÁKONARSON ✝ Knútur Hákonar-son fæddist í Njarðvík 9. ágúst 1942. Hann lést 13. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. september. mætti hafa mannsæm- andi afrakstur af vinnu sinni og var stéttvís og réttsýnn í þeim málum. En það var ekki bara setið og spjallað. Flest- ar myndirnar sem við eigum af Knúti tengjast verklegum fram- kvæmdum af einhverju tagi. Á árum sprungu- viðgerðanna í Árbæjar- hverfinu fengum við sérfræðing til að kanna ástand blokkarinnar og fengum þann úrskurð að þar þyrfti að taka til hendi. Við fengum tilboð í verkið sem okkur íbúum þótti býsna hátt. „Ger- um þetta sjálfir,“ sagði Knútur. Þetta sumar eyddum við öllum kvöldum og helgum á pöllum utan á húsinu. Sá tími leið þó hratt því væri ekki verið að nota einhver hávaðatól mátti spjalla um heima og geima. Verkið var klárað langt undir upprunalegri kostnaðaráætlun. Þó var ekkert til sparað í efnisnotkun, Knútur hafði uppi á bestu (og dýrustu) múrvið- gerðarefnum í bænum. Enda hafa þessar viðgerðir staðið fyrir sínu hingað til. Önnur mynd: Pípulagn- ingarmaður sveikst um að koma til okkar á efstu hæðinni. Við bárum okkur eitthvað illa yfir þessu í áheyrn Knúts, enda höfðum við takmörkuð not af salerni og sturtu vegna þess- ara vanefnda. Næsta sunnudags- morgun var Knútur mættur með pípulagningatól sem hann átti í skúrnum og svo var hafist handa og ekki hætt fyrr en verkinu var lokið seint um kvöldið. Þá voru bifreiða- viðgerðir hans sérsvið og ljóst er að án aðstoðar Knúts hefði aldraður bílafloti okkar ekki alltaf verið til stórræðanna, en um leið og eitthvað bilaði gat hann fundið tíma til að kíkja á það og kippa í liðinn. Og fá- kunnandi bíleigandanum var gjarnan réttur sloppur og skiptilykill og lát- inn halda að hann væri að hjálpa til. Þannig var Knútur, umgekkst alla sem jafningja, alltaf úrræðagóður, alltaf reiðubúinn til aðstoðar. Fjölskyldufaðirinn Knútur var af gamla skólanum á mörgum sviðum. Hann vann að mestu einn fyrir heim- ilinu og hann einn sá um akstur og aðdrætti. En ólíkt mörgum af þeirri tegund sótti hann foreldrafundi í skólanum til jafns við Sigrúnu og fylgdi börnunum eftir í áhugamálum þeirra á þeim árum sem slíkt skiptir öllu máli. Hann var óþreytandi að skutla og sækja börn á íþróttaæfing- ar og ýmsar uppákomur og naut dóttir okkar ósjaldan góðs af greið- vikni hans. Við sáum eðlilega minna til Knúts og fjölskyldu þegar við fluttum úr Árbænum. En það var alltaf jafn- gaman að heimsækja þau hjónin og ekki síður að fá þau til okkar í Graf- arvoginn. Okkur þótti líka gaman þegar þau sóttu okkur heim í sum- arbústað okkar á Nesinu og þó að sú heimsókn hafi auðvitað ekki átt að vera annað en grill og letilíf var Knútur ekki í rónni fyrr en hann fékk málningarpensil í hönd og gat sett lit sinn á stofuloftið. Það var mikið áfall fyrir fjölskyldu og vini þegar Knútur greindist með krabbamein á liðnu vori. Hann þurfti að ganga í gegnum erfiða læknismeð- ferð og var á stundum sárþjáður. Þrátt fyrir það stóð hann óbugaður og heimsóknir til hans í sumar voru ánægjulegar og gefandi sem fyrr; það eitt skyggði á að öllum var ljóst að slíkum samverustundum færi fækkandi. Nú eru þær allar og við viljum með þessum fáu orðum votta Sigrúnu og fjölskyldunni allri samúð okkar. Góður drengur er genginn en minning hans lifir. Jóna og Þórólfur. Ástkær eiginkona mín ÁGÚSTA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR húsfreyja, Úthlíð, Biskupstungum, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 20. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Sigurðsson. Móðir mín, amma okkar og langamma, STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Bergþórugötu 33, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 16. sept- ember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. september kl. 15.00. Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, FINNUR SVEINSSON, andaðist á heimili sínu, Rønnevangshusene 69, Tåstrup, Danmörku, mánudaginn 20. sept- ember. Sigrún Káradóttir og fjölskylda. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, INGVAR LOFTSSON frá Holtsmúla, Birkigrund 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 25. september kl. 14.00. Elías Ingvarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir, Ólöf Jóna Elíasdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 24. september kl. 13.30. Vignir Kárason, Sóley Hansen, Þórveig Bryndís Káradóttir, Hreinn Tómasson, Sigríður Kristín Káradóttir, Sveinn Bernódusson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞORMAR verkfræðingur, Hvassaleiti 71, lést á heimili sínu mánudaginn 20. september. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánu- daginn 27. september kl. 15. Ólöf Ásgeirsdóttir, Sigríður Björk Þormar, Björn Einarsson, Valdimar Helgason, Helena M. Jóhannsdóttir, Ásgeir R. Helgason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.