Morgunblaðið - 23.09.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.09.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 31 MINNINGAR ✝ Þorsteinn Sæ-mundsson fædd- ist á Fjósum í Laxár- dalshreppi í Dala- sýslu 7. október 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 10. september síðastliðinn. Foreldr- ar Þorsteins voru Ingibjörg Arnórs- dóttir, f. 17. júní 1902, d. 28. janúar 1988, og Sæmundur Bjarnason verslunar- maður, f. 12. apríl 1912, d. 18. septem- ber 1994. Tvíburasystir Þorsteins er Auður, fararstjóri, búsett á Kanaríeyjum, og bróðir hans sam- mæðra var Arnór V. Þorláksson loftskeytamaður, f. 18. desember 1927, d. 12. ágúst 1993. Þorsteinn kvæntist árið 1960 fyrri konu sinni Ingu Kristínu Gunnarsdóttur, f. 7. febrúar 1941. Synir þeirra eru Snorri Bjarni Henrikson, flugvirki búsettur í Kanada, f. 8. desember 1960. Kona hans er Brooke, f. 24. apríl 1960. Börn þeirra eru Snorri Thomas, f. 7. mars 1987, og Kayli, f. 11. janúar 1989. Þorsteinn Henrikson, kvik- myndagerðarmaður í Kanada, f. 17. júlí 1963, kona hans er Heather Nicholson, f. 28. október 1965, sonur þeirra er Magnus Alton, f. 12. júní 2003. Seinni kona Þorsteins er Brynja Kolbrún Lárusdóttir, f. 5. nóvember 1942, þau skildu. Sonur þeirra er Þorsteinn Auðólfur, nemi og blaðamaður, f. 9. desem- ber 1971. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson.) Þetta vers kemur upp í huga minn er ég minnist Þorsteins bróður míns, sem lést 10. september sl. Ég finn fyr- ir svo miklum söknuði í hjarta mínu yfir því að hann skuli vera farinn frá okkur. Ég græt yfir því, hvað lífið var honum oft erfitt, þó ætti ég fremur að gleðjast yfir að hann hafi fengið hvíld. Það komu þó tímar þegar allt gekk vel og við glöddumst öll yfir því með honum. En svo versnaði ástandið aft- ur. Síðastliðið ár var honum mjög erf- itt og lítið hægt að gera. Oft er sagt að hver sé sinnar gæfu smiður, ég spyr, getur það verið að einhver vilji verða ógæfunni að bráð? Ég á bágt með að trúa því. Minningarnar koma upp í huga mér um góðan bróður sem sagði svo oft: „Ausa mín, ég elska þig, ekki gleyma því.“ Ég óskaði þess oft að ég gæti hjálpað honum, fann jafnvel fyr- ir samviskubiti yfir því að geta ekkert gert. En því miður var það ekki í mínu valdi að breyta lífi hans. Minningarn- ar um það þegar við vorum lítil börn, svo ólík hvort öðru, þó svo að við vær- um tvíburar. Það var alltaf eins og ég ætti að bera ábyrgð á honum, þar sem hann var „litli bróðir“, aðeins klukku- stundu yngri en ég. Okkur kom ekki alltaf vel saman, en engu að síður þótti okkur afar vænt hvort um ann- að. Þorsteinn var góður maður og tel ég að hann hafi átt fleiri vini en óvini. Hann var vinur vina sinna, vildi hjálpa, og hafa margir notið góðvildar hans. Þorsteinn var tvígiftur, með fyrri konu sinni átti hann tvo syni, sem báðir eru búsettir í Kanada. Með seinni konu sinni eignaðist hann son og dóttur sem var ættleidd. Hann elskaði börnin sín, þó svo að hann hafi lítið notið samvista við þau. Ræddi hann oft um þau og var stoltur af þeim, þó efast ég um að hann hafi komið því í verk að tjá þeim hug sinn. Sama má segja um litla sonarson hans, Magnús, afi var svo stoltur af honum. Ég dáðist oft að því hvað Þorsteinn var orðvar, var lítið fyrir að fella dóma yfir öðrum eða hnýsast í ann- arra hagi. Hann gladdist innilega yfir því sem fyrir hann var gert, hvað lítið sem það var, og vil ég þakka öllum sem reyndust honum vel. Elsku Sig- urgísli minn, það var enginn sem jafn- aðist á við þig, þú varst sólargeislinn hans frænda þíns. Þorsteinn var vel gefinn og átti auðvelt með að læra, mér fannst oft eins og hann vissi allt, ég leitaði oft álits hjá honum um eitt og annað. Ís- lenskt mál var honum afar kært og vildi hann hafa alla punkta og komm- ur á réttum stöðum. Öll eigum við okkar drauma, einn af hans draumum var að eignast lítinn hund, til þess að hafa félagsskap af, en það var ekki leyfilegt þar sem hann bjó og hann vissi að sá draumur gat ekki ræst frekar en margir aðrir draumar hans. Við töluðum reglulega saman, en ég hafði ekki séð bróður minn í tvö ár og var mér því mjög brugðið þegar ég kom heim í ágúst sl. þó svo ég hefði vitað hvernig ástand hans var. Er ég kvaddi hann fyrir tæpum mánuði ýtti ég þeirri hugsun frá að ég væri að kveðja hann í síðasta sinn. Er við töl- uðumst við kvöldið fyrir andlát hans þá sagði hann: „Ég vildi að þú værir komin hingað til þess að koma hlut- unum í lag.“ Elsku bróðir minn, nú er ég komin til að kveðja þig að sinni, ég bið guð að geyma þig og gefa þér frið. Auður systir. Þorsteinn föðurbróðir minn er all- ur. Minningar frá bernsku minni, tengdar honum, eru hvað ég leit upp til hans stóra frænda, sem hafði svo gaman af að tala við mig og fræða mig um ýmislegt. Hann kenndi mér til dæmis á tvíhjól og gaf mér malt þegar ég kom við í búðinni hjá honum, en það var nú ekki hversdagslegt í þá daga. Hann bjó í sama húsi og ég á þessum árum og naut ég þess vegna nærveru hans. Það var svo margt að gerast hjá honum á þeim tíma, hann gerðist Víkingur og átti félagið hug hans alla tíð. Í Víkingi kynntist hann fyrri konunni sinni og eignuðust þau tvo syni. Gat ég þá launað honum um- hyggjuna með því að passa syni hans. Þorsteinn var mjög greindur mað- ur og honum voru allir vegir færir, en einhvern veginn tókst honum ekki að spila úr því. Hann féll fljótt fyrir Bakkusi og fann aldrei leið frá hon- um. Þorsteini var eðlislægt að vita alltaf örlítið betur og mér er það mjög minnisstætt, stuttu eftir að ég fékk bílpróf, að hann var farþegi með mér vestur í Dali, að jarðarför ömmu sinn- ar, hvernig hann sagði mér að stýra bílnum, eins og tíu mínútur í tvö. Það var allt á hreinu hjá honum. Með seinni konu sinni eignaðist hann tvö börn. Þorsteinn var í raun hæglætismað- ur, en það var alltaf mikið um að vera í kringum hann og hann var vinur vina sinna. Hann gat verið stór í sniðum og það er mér ofarlega í huga þegar hann bauð allri stórfjölskyldunni í leikhús, en fjölskyldan var honum mikils virði. Á kveðjustund er ekki eingöngu margs að minnast, það er margs að sakna. Ég hefði viljað eiga lengri daga með Þorsteini frænda mínum og þakka honum samfylgdina og vænt- umþykjuna sem ég fann alltaf, jafnvel þótt hann kallaði mig skessu! Ég sendi sonum hans innilegar samúðar- kveðjur. Gerður frænka. Mig langar með fáeinum orðum að minnast frænda míns Þorsteins Sæ- mundssonar. Þorsteinn var tvíbura- bróðir móður minnar og átti ég þaraf- leiðandi allnokkur samskipti við hann, sérstaklega þegar hann bjó á Freyju- götunni hjá Ingibjörgu ömmu og Sæ- mundi afa, en þar átti ég oft leið um. Eftir að afi og amma létust leitaði Þorsteinn oft til mín og sonar míns Sigurgísla, enda fjölskyldan lítil og dreifð. Þorsteinn var góður maður að upp- lagi, fluggreindur og vel heima í flest- um málum, góður tungumálamaður, ættfróður og vel lesinn. Þorsteinn elskaði börnin sín öll og þráði að verja með þeim meiri tíma, en oftar en ekki varð hann að láta í minnipokann vegna veikleika síns. Hann átti nokkur góð ár og þá blómstraði hann og var þá virkilega gaman að vera í návist hans. Ég vil þakka þér elsku frændi fyrir öll árin sem við áttum saman, ég veit að góður guð tekur við þér og að afi og amma bíða þín. Elsku frændi, þú varst gömul sál sem líklega valdir þér fullerfitt verkefni í þessu lífi en héðan ferðu á vit forfeðra þinna með reynslu sem ekki fæst keypt. Ég bið góðan guð að blessa þig og öll þín börn. Þinn frændi Bjarni Óskarsson. Kæri frændi. Nú er þín þrautaganga loksins á enda. Þú sem varst svo vel af guði gerður en áttir því miður ekki því láni að fagna að geta beint gáfum þínum í gæfuríkan farveg. Ég vil nota tæki- færið og þakka það að hafa fengið að kynnast þínum innri manni. Því þótt yfirborðið væri oftast hrjúft þá leynd- ist undir því viðkvæm og hlý sál sem vildi svo gjarnan ná til sinna nánustu. Þessu kynntumst við, ég og mín fjöl- skylda, best þegar við komum heim til Íslands aftur eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Þau voru ófá skiptin sem þú komst til okkar á Langholtsveginn og virtist þú þá vera að ná að höndla líf þitt á nýjan leik. Samverustundirnar með þér á Kanaríeyjum vorið 2000 lifa einnig í minningunni um ókomna framtíð. Því miður sóttu óheilladísirnar þig heim á nýjan leik eftir erfiða aðgerð fyrir um þremur árum. Sú jákvæðni og sá baráttuvilji sem þú varst farinn að tileinka þér hurfu og upp frá því varð ekki aftur snúið. Þó að óumflýjanleg lífslok séu að- standendum oftast viss léttir þá hugsa ég með söknuði til þess að eiga aldrei eftir að heyra þig kalla mig Skjónu þína oftar. Fyrir kom að þú varst önugur þegar ég hringdi, enda fannst þér ég eflaust vera fullað- finnslusöm á stundum, þú fannst samt að þetta var gert af væntum- þykju og það kunnir þú að meta, eink- um í seinni tíð. Að leiðarlokum kveð ég þig, elsku frændi, í þeirri vissu að sál þín hafi fundið langþráðan frið. Börnum þín- um votta ég mína dýpstu samúð. Þín frænka, Sigrún Jóna. Takk fyrir yndisleg kynni, elsku Þorsteinn minn. Nú er þinn tími kominn til að byrja upp á nýtt. Takk fyrir mig. Þinn frændi og vinur Sigurgísli Bjarnason. Mig langar í örfáum orðum að minnast Steina föðurbróður míns. Frá því ég fyrst man eftir Steina var Bakkus örlagavaldur í hans lífi, en sem ungur maður átti hann víst sann- arlega bjarta framtíð. Þrátt fyrir erf- iðleika í lífinu bar hann umhyggju fyr- ir öðrum. Hann lifði lífinu hratt, en náði þó að fylgjast með því helsta og hélt alltaf sambandi við frændfólk sitt. Hann var ekki sá sem var með barlóm, heldur hélt lífinu áfram, síð- ustu árin við heilsuleysi. Ég vil þakka Steina frænda fyrir samfylgdina og votta sonum hans samúð mína. Björk. Elsku frændi, þegar ég var lítil, þá fannst mér ég þekkja þig svo vel, þó að við hittumst ekki oft. Það er vegna þess að amma talaði svo mikið um þig við mig, sagði mér hvað þú hefðir ver- ið duglegur að læra og hvað þú ættir við mikið heilsuleysi að stríða. Man ég eftir að hafa kallað þig frænda malo, sem er þó öfugt við merkingu orðsins, þú varst alltaf svo góður við mig. Ég hafði ekki séð þig lengi, var alltaf á leiðinni til þín, en nú er það orðið of seint. Ég mun alltaf minnast þín frændi minn. Auður litla. Þegar ég frétti sl. sunnudag að Steini Sæm. væri látinn get ég ekki sagt að það hafi komið mér í opna skjöldu, en fyrir fáeinum árum fékk hann hjartaáfall og var aldrei samur eftir það. Steini var einn af þeim Vík- ingum sem var uppaldir í gamla Vík- ingshverfinu í kringum Bergstaða- strætið allt fram undir að Víkingur flutti í Bústaðahverfið árið 1953, og fylgdi hann sínu félagi á nýjar slóðir ásamt þeim vinunum Hjörleifi Þórð- arsyni og Andrési Bertelssyni. Ekki vorum við Víkingar á þessu tímabili miklir afreksmenn í knattspyrnunni, og máttum oft þola ósigra, en til sólar sást þó af og til. Steini lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands og þótti þá þegar efnilegur bókhaldari, enda réðst hann ungur til starfa hjá einu öflugasta félagi þess tíma og vann sig skjótt upp í stöðu að- albókara. Á þessum árum vorum við Víkingar eins og aðrir ungir menn djarfir til skemmtana, sumir úthalds- meiri en aðrir, og því miður tilheyrði Steini þeim úthaldsmeiri og fór svo að hann gekk Bakkusi konungi á hönd og var þjónn hans af og til og átti við hann harða baráttu. Stundum unnust góðir sigrar eins og í knattspyrnunni, stundum sár töp, en einu gleymdi Steini aldrei, að hann væri Víkingur, og þau fáu skipti hin seinni ár sem leiðir okkar lágu saman, en þá stund- aði hann togarsjómennsku, var af hans hálfu alltaf sama spurningin: Hvernig gengur okkur Víkingum í dag? Ég mun minnast þessa prúða, netta og huggulega félaga okkar með söknuði, og veit að ég á ekki von á að sjá þá æskufélagana og vinina Steina og Andrés Bertels ganga til stúku saman í upphafi næstu knattspyrnu- vertíðar. Ég veit að þú munt meta það við þitt gamla góða félag að fáni okkar mun verða við útför þína og gladdi það mig að vita að Víkingsfáninn var lagður með þér til hinstu hvíldar. Við Víkingar vottum fjölskyldu þinni samúð okkar, kvaddur er góður drengur. Með Víkingskveðju Anton Örn Kærnested. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hellissandi, síðast til heimilis á Lindargötu 61, sem lést miðvikudaginn 15. september, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. september kl. 13.30. Anton Kristinsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Linda Antonsdóttir, Helgi Árnason, Andri Már Helgason, Ævar Þór Helgason. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR DANÍELSDÓTTIR frá Viðarsstöðum, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 13. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þröstur V. Guðmundsson, Jórunn Pétursdóttir, Sigríður Rúna Þrastardóttir, Jón Árni Ólafsson, Margrét Hildur Þrastardóttir, Guðmundur Kári Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.