Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 23.09.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elsku afi minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig. Þú sem varst mér svo mikils virði, varst svo stór partur í lífi mínu. Ég er ekki enn búin að gera mér grein fyrir að þú sért far- inn, stend mig að því að hugsa hvort þú sért ekki að koma í mat eða hvort maður eigi ekki að stökkva í heim- sókn til þín. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur, fá aldrei að faðma þig aftur. Ég á eftir að sakna þessara stunda sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut, að koma í heimsókn til þín og sitja hjá þér og tala um allt og ekkert. Þú varst alltaf til staðar, alveg sama hvað það var, það var ekkert sem ég gat ekki talað við þig um og ekkert sem þú ekki vildir gera fyrir mig. Það eru óteljandi minningarnar og stundirnar sem ég á með þér. Það er allt þetta litla sem skiptir mig svo miklu máli, hvernig þú kall- aðir mig alltaf Ölmu litlu, hvernig þú straukst mér um kinnina, hvernig þú heilsaðir mér í símann og hvernig þú sýndir öllu því sem ég tók mér fyrir hendur svo mikinn áhuga. Ég mun aldrei gleyma því þegar við sátum saman og þú sýndir mér alla skartgripina hennar ömmu og gömlu myndirnar sem hún hélt svo upp á, það var allt svo vel merkt og vel passað. Þú vissir sögu hvers ein- asta hlutar og sátum við í marga tíma og fórum í gegnum þá. Ég er svo innilega þakklát fyrir hversu náin við vorum, ég veit að það njóta ekki allir þeirra forrétt- inda að eiga svo gott samband við afa sinn eins og við áttum. Ég reyni að hugga mig við það að þér líði vel núna og sért laus við þennan sjúkdóm og þær kvalir sem fygldu honum. Það var svo mikill friður yfir þér þegar þú kvaddir og ég veit að amma og fleiri hafa tekið vel á móti þér. Það er erfitt að hugsa um lífið án þín en ég veit að við mun- um hittast aftur og að þangað til munt þú vaka yfir okkur öllum. Elsku afi, þú ert og verður alltaf uppáhaldið mitt. Þín Alma litla. GESTUR GUÐMUND- UR ÞORKELSSON ✝ Gestur Guð-mundur Þorkels- son fæddist í húsinu er kallað var Skál- holt á Hellissandi 26. desember 1933. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 12. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. septem- ber. Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið en ég kem alltaf til með að búa að góðum minn- ingum um samveru- stundir okkar. Þú varst alltaf svo góður við mig þegar ég kom í heimsókn á Brekkó og ég man að mér fannst svo gaman, þegar ég var lítil, að fá að skott- ast með þér niður í Kolaport að kaupa lakkrís og keyra um bæinn. Við áttum líka tvenn góð jól saman þegar þú og amma komuð til okkar þegar við vorum nýflutt í Skeiðar- voginn og eru það einstaklega hlýjar og góðar minningar um ykkur bæði. Mér finnst líka yndislegt að þú skyldir koma í útskriftina mína í vor þrátt fyrir veikindin og að þú hafir verið svo stoltur af mér að ég væri að fara í háskólann og væri loksins að klára bílprófið í sumar. Við ætl- uðum í stóran bíltúr saman á bílnum þínum þegar ég kláraði en ég vona að þú verðir þá hjá mér í staðinn þegar ég fer seinna. Það var svo sárt að heyra í vor að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur hjá þér og að í þetta skiptið væri ekkert hægt að gera. Þú barðist við hann af mik- illi seiglu og ótrúlegu æðruleysi og kom margt í ljós í þinni persónu sem ég hafði ekki séð svo glöggt áður. Það var svo gott að sjá að hjúkr- unarkonurnar svoleiðis stjönuðu við þig enda þóttirðu með eindæmum indæll og þægilegur í umgengni og kvartaðir aldrei nokkurn tímann. Ég vona að þér líði miklu betur núna og að Jellý amma hafi tekið vel á móti þér. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Ég hugsa fallega til þín. Þín, Kristín Halla. „Afi þinn er dáinn.“ Það var erfitt að meðtaka þessi þungu orð. Afi minn, sem alltaf hafði verið til staðar í minningu minni … dáinn? Hvernig gat þetta gerst svona hratt? Hann, sem alltaf hafði verið svo hraustur? Nú verða ekki farnar fleiri veiði- ferðirnar, þar sem aðaltilgangurinn var alltaf að ná þeim stærsta. Ekki verða heldur farnar fleiri bæjarferðir, þar sem hápunkturinn var ýmist pylsur eða ís. Tjörnin og endurnar eiga líka sinn sérstaka stað í minningunni. Þessar og ótal aðrar minningar sem hafa verið sáð- ar í barnssálina, verða aldrei frá henni teknar. Það var sérlega gott að vera í ná- vist afa míns. Alltaf kom hann auga á það besta í öllu og öllum. Þín mun verða mikið saknað, en minning þín mun lifa að eilífu. Á farseðil afi minn reit þau fegurstu boðorð sem hugurinn veit að efna sín loforð og halda sín heit, er heiðurinn mesti í gæfunnar leit. Elsku afi minn, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Þinn Garðar Þór. ✝ Halldóra Ingi-björg Ingólfs- dóttir (Inga) fæddist í Reykjavík 30. júlí 1953. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 13. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Ingólfur Pálsson húsgagna- smiður frá Hjalla- nesi í Landsveit, f. 1. september 1925, d. 29. okt. 1984, og Jónína Salný Stef- ánsdóttir húsfrú frá Mýrum í Skriðdal, f. 3. nóv. 1928. Systkini Halldóru Ingibjargar eru: 1) Stefán Þórarinn, f. 1. febr. 1951, kvæntur Margréti Báru Einarsdóttur, f. 3. febr. 1956, 2) Páll Rúnar, f. 6. nóv. 1954, kvæntur Eydísi Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 15. okt. 1956, 3) Hafdís Odda, f. 24. okt. 1959, gift Ingjaldi Henry Ragnarssyni, f. 3. ágúst 1955, 4) Ingvi, f. 10. jan. 1967, kvæntur Stefaníu Lilju Óladóttur f. 7. sept. 1967, 5) Fanney, f. 5. sept. 1969, gift Birgi Vignissyni, f. 19. júlí 1969. Inga giftist árið 1974 eigin- manni sínum Sigurði Kristni Ragnarssyni húsasmíðameistara, f. 29. des. 1951. Foreldrar hans eru Ásta Sigurðardóttir og Ragnar Runólfsson. Stjúpfor- eldrar Sigurðar Kristins eru Garðar Ásbjörnsson og Gertrud Johan- sen. Dætur Ingu og Sigga eru Ásta Salný förðunar- meistari, f. í Vest- mannaeyjum 3. mars 1975, í sambúð með Viðari Snæ Sigurðssyni, f. 8. júlí 1972. Dóttir þeirra er Alexandra Rán, f. 16. febr. 1999. Sonja Erna nemi, f. í Vest- mannaeyjum 11. maí 1979, gift Tóm- asi Guðmundssyni, f. 10. mars 1975. Synir þeirra eru Viktor Þór, f. 5. febr. 1999, og Sigurður Ingi, f. 9. jan. 2004. Þau Inga og Siggi hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum 1973, og starfaði hún á Bæjarskrifstofum Vestmannaeyja um tíma. Þau fluttu til Garðabæjar 1982 og bjuggu þar til ársins 1997, er þau fluttu í æskuheimili Ingu að Lyngbrekku 1 í Kópavogi. Inga gegndi störfum í bakaríi, hótel- störfum á Laugarvatni og síð- ustu 15 ár starfaði hún sem gangavörður og síðar matráður í Snælandsskóla í Kópavogi. Útför Ingu fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði í Biskups- tungum síðdegis. Elsku Inga mín. Hjartans þakkir fyrir yndislegu ár- in okkar saman sem voru alltof fá. Guð blessi og styrki Sigga, Ástu Salný, Sonju Ernu, Viðar, Tómas og barnabörnin. Ég sendi innilegar þakkir til allra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Augað er brostið, bráin er föl, blómið er sofnað hið fríða, sopið er dauðans sárkalda öl sorg þarftu ei lengur að kvíða. Bikar þinn drakkstu í trausti og trú og tilbaðst þinn hjartkæra drottin, af því lifirðu í alsælu nú og ástar sérð skínandi vottinn. Dagsverk þitt vannstu svo vel og svo létt þótt væri margt erfitt að reyna, og pund það sem að þú yfir varst sett ávöxtinn gefur þér hreina. Ég græt ekki, vina mín, en gleðst nú af því að grædd eru sár þín og undir, ég vona að við fáum að finnast á ný í fögnuði um eilífðar stundir. (Gísli Jónsson „skáld“.) Mamma. Inga systir mín er fallin frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem lagt hefur svo marga að velli. Minningarnar streyma fram, og hug- urinn leitar til áhyggjulausra æsku- daga, er við lékum okkur saman sem börn, í endalausri víðáttu í nánast óbyggðum austurbæ Kópavogs. For- eldrar okkar systkinanna, sem þá voru þrjú, byggðu sér lítið timburhús við Bröttubrekku, þar sem nú er Lyngbrekka 1. Ævintýrin voru við hvert fótmál, leikfélögunum fór ört fjölgandi og húsin spruttu upp eins og gorkúlur. Inga hóf skólagöngu í Kópavogsskóla, og eignaðist fljótt margar vinkonur úr hópi skólafélaga, sem haldið hafa vinahópinn alla tíð. Fljótlega komu í ljós listrænir hæfi- leikar hjá Ingu, hún var flinkur teikn- ari og teiknaði fallegar myndir. Síðar notaði hún þessa hæfileika sína með námi í postulínsmálun og skrautritun. Eru margir fallegir munir til eftir hana. Lífsförunaut sínum, Sigurði Kristni Ragnarssyni, kynntist hún í Vestmannaeyjum, og þar hófu þau búskap og eignuðust dæturnar sínar tvær, Ástu og Sonju. Tengslin við Vestmannaeyjar hafa alltaf verið sterk, þar átti hún yndislega tengda- foreldra. Þau Inga og Siggi áttu mörg sameiginleg áhugamál, en eftir að þau keyptu sumarbústaðinn sinn að Syðri-Reykjum hefur trjáræktin og skógrækt verið helsta áhugamál þeirra. Þar hafa þau ræktað upp sannkallaðan sælureit í fögru um- hverfi. Inga var ákaflega barngóð og börn hændust að henni. Hún rétti ávallt fram hjálparhönd ef einhverjar veisl- ur eða fjölskyldusamkomur voru á döfinni. Minnisstætt er mér, er ég bauð minni tilvonandi eiginkonu í mat heim, þá birtist Inga óvænt og lagði skál fulla af salati á borðið við mikla hrifningu. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst til að gleðja aðra, og lét verkin tala. Ég kveð Ingu systur mína með söknuði og þakklæti fyrir allt. Ég og fjölskylda mín vottum Sigurði, Ástu, Sonju, Viðari, Tómasi, barnabörnum, svo og öllum aðstandendum innileg- ustu samúð. Stefán Þórarinn Ingólfsson. Það er mér erfiðara en orð fá lýst að setjast niður til að skrifa minning- arorð um þig elsku systir mín. Allar minningar mínar litast af því hversu yndisleg, góð, falleg, ljúf og úrræða- góð þú varst alla tíð. Ég man aðfangadagskvöld í Hrís- holtinu, og eins og svo oft fór raf- magnið af kl. sex, þá átti eftir að útbúa sósuna en Inga og Siggi áttu ráð við því, sósan var löguð í potti við arineld. Páskar í sumarbústaðnum, frost og kuldi úti og því notalegt að vera inni í hlýjunni og gæða sér á súkkulaði. Alltaf hefur okkur fjölskyldunni verið tekið opnum örmum og af ein- lægri væntumþykju. Þín er sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku mamma, Siggi, Ásta Salný og Sonja Erna, ykkur, fjölskyldum ykkar og ástvinum öllum sendum við okkar dýpstu samúð, um leið og við biðjum algóðan Guð að styrkja okkur öll. Hafdís Odda og fjölskylda. Mig langar til að minnast Ingu systur minnar í nokkrum orðum. Hún var hrein góðmennska, gjaf- mild, hjálpsöm og hafði hlýja og nota- lega nærveru. Hún kynntist Sigga fyrir 32 árum og saman hafa þau staðið þétt saman, bæði í gegnum erfiðleika og á gleði- stundum. Flestum frídögum sínum eyddu þau í sælureitnum sínum, Paradís í Biskupstungunum. Inga var barngóð og þótti sérstak- lega gaman að barnabörnunum sínum og fannst gott að hafa þau hjá sér. Heimili þeirra fylltist oft af vinum og fjölskyldu og ég skil það vel því það var notalegt að koma í heimsókn til þeirra. Það varð enn styttra fyrir mig að koma í heimsókn þegar við ákváðum að kaupa saman æskuheim- ili okkar í Kópavoginum. Það var góð tilfinning þegar Auður Eir fór í Snælandsskóla að vita af Ingu þar. Auður Eir gat alltaf leitað til hennar með hvað sem var. Stund- um hafði nestið gleymst heima en Inga var ekki lengi að bjarga því með því að gauka einhverju að henni. Það var aldrei vandamál að biðja Ingu um greiða og oft var hún fyrri til að bjóða fram hjálparhönd. Nú síðast í september þegar ég var að undirbúa matarboð, spurði hún mig hvort hún gæti aðstoðað mig eitthvað þó að hún væri orðin lömuð upp að öxlum og fingurnir byrjaðir að lamast. Þríhjólið hans Vignis Inga var eitthvað bilað í sumar og Inga var búin að laga það einn daginn. Inga var listræn og handlagin og margir fallegir munir eru til eftir hana. Í mörg ár málaði hún á alls kon- ar muni úr postulíni og hún tók líka að sér kennslu í postulínsmálun. Hún málaði og bjó til allt mögulegt úr steinum og var líka mjög góð í skraut- skrift. Það var alltaf spennandi að opna jólapakka frá Ingu og Sigga því það leyndist oft eitthvað persónulegt í pakkanum, eitthvað sem hún hafði útbúið sjálf. Hún var einnig listakokk- ur og töfraði fram ótal kræsingar í eldhúsinu, hvort sem var í bakstri eða eldamennsku. Við fórum saman í ferð til London allar þrjár systurnar með mömmu og Ingu Rögnu fyrir nokkrum árum. Þetta var ógleymanleg stelpuferð því við örkuðum búð úr búð, mátandi hatta, glingur, föt og skoðuðum allt mögulegt. Við Inga skemmtum okkur stórvel í eitt skiptið á tæknilegu almennings- salerni en þar var hálfgerð gesta- þraut að finna út hvernig ætti að fá vatn úr krananum. Við vorum búnar að finna það út með því að stíga á fót- stig. Við Inga fórum að fíflast í fólki með að skrúfa frá og fyrir með fót- stiginu þegar við sáum að fleiri voru að velta því fyrir sér hvernig ætti að skrúfa frá. Eftir þessa ferð höfum við reynt hittast annað slagið og farið í stelpu- ferð í Kringluna, á kaffihús og í búðir. Ég dáðist að öllu í fari hennar, það var alltaf var stutt í brosið hjá henni og hún fór með jákvæðni í huga í gegnum erfiða baráttu við krabba- mein. Hún á mínar bestu þakkir fyrir all- ar samverustundirnar og allt sem hún hefur kennt mér. Einnig þakka ég öllum sem önn- uðust hana í veikindunum, starfsfólki hjúkrunarfélagsins Karitas, líknar- deildar, Grensásdeildar og krabba- meinsdeildar Landspítalans. Ég bið góðan guð að styrkja Sigga, Ástu, Sonju, Viðar, Tómas, mömmu, tengdaforeldra Ingu, litlu barnabörn- in og að sjálfsögðu fjölskylduna alla. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Fanney Ingólfsdóttir. HALLDÓRA INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.