Morgunblaðið - 23.09.2004, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Lífið er bið
Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir
meistaraleikstjórann, Steven
Spielberg. Með
Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks
og Catherine Zeta Jones.
r r ftir i il i ftir
i t r l i tj r , t
i l r .
r r l f
t ri t J .
Tom HanksTo anks Catherine Zeta Jonesi
S.V. Mbl.
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
HP.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás 3.
Sýnd kl. 5.40 og 8 . B.i 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i 12 ára.
Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir
meistaraleikstjórann, Steven Spielberg.
Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom
Hanks og Catherine Zeta Jones.
Lífið er bið
r r ftir i il i ftir
ist r l i tj r , t i l r .
s r r l f
t ri t J .
Super Size Me
Sýnd kl. 6.
Before sunset
Sýnd kl. 8.
Ken Park
Sýnd kl. 10.20
H.I. Mbl.
S.V. Mbl.
Ó.Ó.H. DV Ó.Ó.H. DV
S.G. Mbl.
D.V .Ó.H.T. Rás 2
Kvikmyndir.com Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s
FRAMHALD AF BANDARÍSKUM „INDÍ“ BÍÓDÖGUM
GEGGJUÐ GRÍNMYND
Kvikmyndir.comvi y ir.c
Rómantísk spennumynd
af bestu gerð
í
f
Ástríða sem deyr aldrei
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Coffee &
Cigaretts
Sýnd kl. 10.10
S.V. Mbl.
Ó.Ó.H. DV
HLJÓMSVEITIN Hudson Wayne
heldur tónleika á Grandrokki í kvöld
í tilefni útgáfu smáskífunnar Senti-
mental Sweater. Sjötomman gefur
forsmekkinn að því sem koma skal á
væntanlegri breiðskífu hljómsveit-
arinnar, sem kemur út á vegum 12
tóna í febrúar á næsta ári. Sveitin,
sem hefur starfað frá árinu 2002,
hefur áður gefið út tvær stuttskífur
við ágætar viðtökur, Slightly out of
Hank og I’m a fox.
„Það verða tvö ný lög á smáskíf-
unni, annað verður á plötunni og hitt
er aukalag,“ segir Birgir Viðarsson,
gítarleikari í Hudson Wayne, og er
fyrrnefnda lagið samnefnt smáskíf-
unni.
„Við erum búnir að taka upp drög
að fullt af lögum en höfum ekki full-
klárað neitt nema þetta eina lag,“
segir hann. Hljómsveitin er á leið til
Parísar í lok mánaðarins en heldur
svo áfram upptökum eftir utanför-
ina.
Hudson Wayne er að fara að spila
á tónleikum í Pompidou-miðstöðinni
í tengslum við Íslandskynningu, sem
þar er að hefjast. „Okkur var boðið
þetta eftir síðustu Airwaves,“ segir
Birgir en hljómsveitin spilar líka á
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni
í ár. „Þetta er í annað skipti sem við
förum út, við fórum síðasta haust til
Belgíu. Það er frábært að fara út að
spila,“ segir hann.
Tónlist Hudson Wayne hefur ver-
ið lýst sem angurværri og höfga-
kenndri nýbylgju. „Við erum búnir
að vera að þróa okkar eigin stíl.
Fyrsta platan var meira djók. Breið-
skífan verður meira okkar eigin stíll
og vandaðari tónlist en áður.“
Tónlist | Hudson Wayne gefur út smá-
skífu og heldur tónleika
Tilfinninganæm peysa
Hudson Wayne og Bob Justman
(sólóverkefni Kristins Gunnars
Blöndal) á Grandrokki kl. 21.30 í
kvöld. Aðgangseyrir 500 kr. og
verður nýja sjötomman til sölu á
500 kr.
ingarun@mbl.is
Hljómsveitin Bang Gang,sem Barði Jóhannssonleiðir, hefur haft í mörguað snúast í sumar og
spilaði nýverið á hátíðinni Kals’Art
á Sikiley. „Það var æðislegt. Ég átti
ekki von á neinu nema mafíunni. En
það er alveg ótrúlega fallegt þarna,“
segir Barði en flugfélagið Iceland
Express styrkir Bang Gang og segir
Barði það koma sér einstaklega vel.
„Landslagið er eins og í Vík í
Mýrdal nema sandur í staðinn fyrir
mosa og gras. Það eru mjög svipuð
fjöll þarna nema þau eru ekki svört
heldur brún. Það er mjög gaman að
koma þarna,“ segir Barði en hátíðin
stóð í nokkra daga og m.a. spiluðu
einnig hljómsveitinar Arab Strap,
Liars og Kings of Convenience.
Betri smekkur S-Evrópubúa
Bang Gang hefur jafnan fengið
góðar viðtökur í suðrænum Evr-
ópulöndum eins og Frakklandi og
Ítalíu og kann Barði skýringu á því.
„Fólk er örugglega með góðan mús-
íksmekk þarna, betri en aðrar þjóð-
ir. Ég held það sé helsta skýringin á
þessu.“
Bang Gang spilaði á fjórum
stórum hátíðum í sumar, í Sviss,
Belgíu og tvisvar á Ítalíu. Barði seg-
ir það gaman að spila á svona hátíð-
um, þær séu vel skipulagðar og vel
séð um fólk. Bang Gang spilaði m.a.
með hljómsveitum á borð við Divine
Comedy, Cypress Hill og Black
Rebel Motorcycle Club.
„Þeir voru bara borðandi græn-
meti þarna allan tímann,“ segir
Barði aðspurður um Cypress Hill.
„Líka Black Rebel, maður hefði get-
að haldið að þeir væru eitthvað
skrautlegir. Þeir voru með fullt af
viskíi upp á skraut í herberginu sínu
en það var lítið búið að drekka af
því,“ segir hann.
„Það halda flestir að svona tón-
leikaferðir séu bara sukk en flest
bönd taka þetta mjög alvarlega. Þú
stendur ekkert uppi á sviði dag eftir
dag fyrir framan fullt af fólki og ert
alltaf þunnur eða fullur, allavega
ekki í langan tíma.“
Barði var líka að skrifa undir nýj-
an útgáfusamning við Discograph
um Evrópu utan Bretlands en fyr-
irtækið keypti samninginn frá Re-
call. „Þetta breytir engu nema ég er
hjá öruggara fyrirtæki.“
Stuttmynd fyrir Pompidou
Barði var staddur úti í París þeg-
ar samtalið átti sér stað að vinna að
15 mínútna stuttmynd, sem frum-
sýnd verður í Centre Pompidou
hinn 30. september. Auk þess að
vera annar leikstjóri myndarinnar
og skrifa handritið semur Barði tón-
Tónlist | Bang Gang spilaði á mörgum hátíðum í sumar
Franskur
Barði
Bang Gang á sviði á Sikiley.
Amerískir dagar í Hagkaupum
kort
www.ekort.is
10%AFSLÁTTUR
AF MATVÖRU!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
0
6
0
2
listina í myndinni
sem verður flutt
af strengjakvart-
ett á frumsýning-
unni sem er hald-
in í tengslum við
íslenska viku.
„Ég var beðinn
að spila á tón-
leikum en mig
langaði að gera
stuttmynd,“ segir Barði sem fékk
jákvæð viðbrögð frá Pompidou.
Hann hefur reynt að það er ekki
alltaf auðvelt að vera spámaður í
eigin föðurlandi. „Það er fullt af
fólki að hjálpa mér að gera þetta
hérna í París. Ég reyndi að sækja
um hjá Kvikmyndasjóði en þeim
leist ekki á þetta þar þannig að ég
treysti á útlendingana. Það virðist
vera stemningin hjá mér að það er
auðveldara að fá allt úti en heima,“
segir Barði.
„Það eru tíu aðalleikarar í mynd-
inni en 20–30 statistar. Vinkona mín
sem er málari lánaði mér vinnuað-
stöðuna sína og við tökum þetta
þar,“ segir hann en landar hans
koma nú eitthvað að myndinni. „Ís-
lendingar klippa myndina en svo
virðist vera auðveldara að fá fólk til
að hjálpa sér hérna.“
Þetta hefur gengið svo langt að
segja má að Frakkar hafi eignað sér
Barða. „Það er að koma út diskur
hérna í Frakklandi, útflutnings-
diskur ætlaður til að kynna franska
tónlist. Ég er þar með eitt lag og er
eini útlendingurinn á þessum diski.“
Akureyri á föstudag
Bang Gang verður með tónleika í
Sjallanum á Akureyri á föstudaginn
í tilefni útgáfu breiðskífunnar
Something Wrong í Bretlandi. Með
í tónleikaförinni verður franski
plötusnúðurinn PAPA Z sem
mun þeyta skífum eftir tón-
leikana.
Erlendir fjölmiðlar hafa
sýnt plötunni og tón-
leikunum mikinn
áhuga og fara 15 er-
lendir blaðamenn til
Akureyrar til að vera
viðstaddir.
Barði
ingarun@mbl.is
www.banggang.net