Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yf ir l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 48 Forystugrein 32 Staður og stund 49 Reykjavíkurbréf 32 Velvakandi 51 Umræðan 36/40 Menning 52/61 Hugvekja 41 Staksteinar 49/51 Minningar 42/44 Ljósvakamiðlar 62 Auðlesið 45 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl „SPENNANDI OG UNDURFALLEG“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „BÓKIN ER AFSKAPLEGA SKEMMTILEG, VEL SKRIFUÐ, SPENNANDI OG UNDURFALLEG“ – Silja Aðalsteinsdóttir „TVÍMÆLALAUST BESTA BÓKIN HANS UM ÆVINTRÝRASTRÁKINN MEÐ GLERAUGUN GÓÐU.“ – Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðið Í DRÖGUM að nýrri samþykkt um hundahald í Reykjavík er lagt til að óheimilt verði að flytja hunda sem skráðir eru sem undaneldishundar frá hundaræktunarstöð, þeim skal haldið þar „og mega aldrei ganga lausir né á meðal almennings“ nema til þess sé veitt undanþága. Þá þurfi ekki að greiða árlegt eftirlitsgjald af undaneldishundum en það nemur nú 15.400 krónum. Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, segir að þeir sem beðnir voru um álit á drögunum hafi talsvert gagnrýnt ákvæðið um að hundarnir megi ekki ganga lausir eða á meðal almennings. Líklega verði eitthvað að endurskoða drögin og koma til móts við þá gagnrýni. Hún tekur fram að ekki sé átt við að hundarnir verði að vera í búrum heldur megi ekki hleypa þeim út af afgirtu svæði hunda- ræktunarstöðvarinnar. Til greina komi að kveða nánar á um hvernig aðbúnaður skuli vera á hunda- ræktunarstöðvum og hugsanlega kveða sérstak- lega á um svæði til lausagöngu. Í samþykktardrögunum segir að til hundarækt- unar teljist starfsemi þar sem tvö eða fleiri kven- dýr sem hafa átt afkvæmi séu haldin til undaneldis og ætlunin sé að nota þau áfram til undaneldis. Þá megi aðeins flytja hunda frá hundaræktarstöðinni ef ætlunin er að sýna þá á viðurkenndum hunda- sýningum, enda framvísi ræktandi tryggingu fyrir því tjóni sem hundur kann að valda. Sleppa síður út Í núgildandi samþykkt um hundahald í Reykja- vík eru engin ákvæði um undaneldishunda. Katrín segir að nefndarmenn hafi talið nauðsynlegt að skilgreina hvað teljist vera hundarækt. Ætlunin sé að koma í veg fyrir að fólk sem sé ekki með hundarækt skrái sig sem hundaræktendur. Nú séu eigendur undaneldishunda ekki krafðir um leyfis- eða eftirlitsgjöld en með nýrri samþykkt verði þeim gert að greiða leyfisgjald. Haldi þeir hundunum innan ræktunarstöðvarinnar þurfi þeir á hinn bóginn ekki að greiða eftirlitsgjöld af þeim. Aðspurð hvaða rök séu fyrir því að ekki þurfi að greiða eftirlitsgjöld af undaneldishundum, bendir Katrín á að gjöldin eigi að standa straum af eft- irliti með lausagöngu hunda og með óskráðum hundum. Mun líklegra sé að venjulegir heimilis- hundar sleppi frá eigendum sínum heldur en að hundar sem haldið sé inni á hundaræktunarstöðv- um sleppi þaðan. Þeir sem fengu drögin til umsagnar voru Hundaræktunarfélag Íslands, Umhverfisstofnun og aðilar sem hafa starfsleyfi fyrir hundarækt. Til skoðunar sé að senda drögin til fleiri aðila. Undaneldishundar undanþegnir gjaldi í drögum að nýrri hundasamþykkt Mega aldrei ganga lausir SAGA Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn, hefur verið til- nefnd sem besta þýdda glæpa- sagan í Svíþjóð í ár. Fjórar aðrar sögur eru til- nefndar til verð- launanna í þess- um flokki og aðrar fimm í flokki sænskra glæpasagna, en Sænska glæpasagnaakademían veitir verð- launin sem draga nafn sitt af Mart- in Beck, höfuðpersónu glæpasagna Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Tilkynnt verður næstkomandi laugardag hvaða bækur hljóta verðlaunin í ár, en auk bókar Arn- aldar eru tilnefndar í flokki þýddra sagna Fjenden i spejlet eftir Leif Davidsen, Kvenspæjarastofa núm- er eitt eftir Alexander McCall Smith, The office of the dead eftir Andrew Taylor og Büdbararen eft- ir Fred Vargas. Þetta er í annað sinn sem Arn- aldur er tilnefndur til Martin Beck- verðlaunanna, en Mýrin varð sama heiðurs aðnjótandi á síðasta ári. Báðar hafa þessar bækur Arnaldar fengið Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin. Grafarþögn kom út í Svíþjóð í júní síðastliðnum og fékk mjög góða dóma og komst meðal annars á metsölulista. Í tilkynningu frá útgefanda Arn- aldar kemur einnig fram að bækur hans hafi verið seldar til tuttugu og eins lands og viðtökur hvar- vetna verið góðar. Þær hafi nú selst í yfir 600 þúsund eintökum á heimsvísu. Grafarþögn tilnefnd til Martin Beck-verðlaunanna Arnaldur Indriðason INGVAR Ásmundsson sigraði Hann- es Hlífar Stefánsson stórmeistara í fyrstu umferð Íslandsmóts skák- félaga sem hófst í fyrrakvöld. Þeir tefla fyrir B- og A-sveitir skákfélagsins Hellis og bar A-sveitin öruggt sigurorð af B-sveitinni með 6 vinningum gegn 2. Meðal annarra úrslita í 1. deild má nefna að Skáksveit Vestmannaeyja, þar sem Helgi Ólafsson stórmeistari teflir meðal annarra, sigraði A-sveit Garðabæjar með 5,5 vinningum gegn 2,5 vinningum. Auk Helga eru í liði Vestmannaeyinganna franskur, tékkneskur og danskur stórmeist- ari. Íslandsmótið fer fram í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og verða fjórar umferðir tefldar um helgina. Morgunblaðið/Ómar Ingvar Ásmundsson gerði sér lítið fyrir og bar sigurorð af Hannesi Hlífari í 1. umferð Íslandsmóts skákfélaga. Spenna verður á Íslandsmóti skákfélaga um helgina Ingvar Ásmundsson náði að sigra Hannes Hlífar UM 80% þeirra 1,5–2 milljóna tölvuskeyta sem fara daglega um kerfi Símans er ruslpóstur, eða svokallað SPAM, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. Hún segir ruslpóst ekki vera stoppaðan heldur sé hann sí- aður út, að auki sé Síminn með af- ar öflugar vírusvarnir á öllum tölvupósti hjá viðskiptavinum sín- um á simnet.is. Einnig er Síminn með mjög öflugar ruslpóstvarnir sem er hugbúnaður sem keyrir samhliða simnet pósthúsinu, en það greinir og síar ruslpóst frá öðrum pósti. Mikil aukning varð sumarið 2002 Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá tölvu- og internetfyrirtækinu Snerpu á Ísafirði, segir að um 70% af öllum póstsendingum sem fara í gegnum póstþjónustu þeirra sé ruslpóstur, en fyrirtækið þjónust- ar á bilinu 3.000–3.500 netföng. Björn segir sprengingu hafa orðið sumarið 2002 þegar hlutfall ruslpósts fór úr um 20% í rúm 60% af öllum tölvuskeytum. Björn segir notendur ekki verða mikið vara við allan ruslpóstinn því megninu af honum er sjálfkrafa hafnað af net- þjónustunni, þ.e. megnið af slíkum skeytum ber augljós merki þess að vera ruslpóstur. Meirihluti tölvu- skeyta ruslpóstur HÁLKA eða hálkublettir eru nú á nær öllum þjóðvegum landsins að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar en úr henni mun væntanlega draga fyrir sunnan enda er spáð hlýn- andi veðri. Áfram verður frost nyrðra en mun minna en verið hefur. Hálka um allt land 40 KINDUR DRÁPUST Mikið tjón varð í hlöðubrunanum að Hrútatungu í Hrútafirði á föstu- dagskvöldið Um 40 kindur brunnu inni en bóndanum og nágrönnum sem komu til hjálpar tókst með snarræði að bjarga fjölda fjár út úr brennandi byggingunni. Voru bóndinn og annar maður sem aðstoðaði við að ná fé út úr húsunum fluttir á sjúkrahús í fyrrinótt vegna gruns um reykeitrun. Mæta fordómum Starfsfólk Félagsþjónustunnar sem er af erlendu bergi brotið hefur orðið fyrir fordómum og óþægilegri framkomu af hálfu notenda Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og að- standenda þeirra. Verulega hefur dregið úr slíkri hegðun af hálfu ann- arra starfsmanna í garð þeirra er- lendu milli viðhorfskannana sem gerðar voru í ár og árið 2001. Tilnefnd í Svíþjóð Saga Arnaldar Indriðasonar, Graf- arþögn, hefur verið tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð í ár. Dans úr Eddukvæðum Robby Barnett, einn af stofn- endum hins heimsfræga dansflokks Pilobolus, segist hafa mikinn áhuga á að búa til dans fyrir Pilobolus sem byggist á Eddukvæðunum. Kvæðin gætu verið góður efniviður í sögu- legan dans. Pilobolus heldur dans- sýningu hér á landi í mars á næsta ári. Boða frið í Mið-Afríku Forsetar fimmtán Afríkuríkja og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að beita sér fyrir friði á svæði í Mið- Afríku sem kennt er við Vötnin miklu. Stríðsátök á svæðinu hafa kostað milljónir manna lífið á síðustu árum. Heimild til hækkunar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hef- ur samþykkt heimild til að hækka verð á rafmagni og heitu vatni um 3,2% í sumar. Óvíst er hvort heimildin verður nýtt. Hættulegir bílar Brennandi flutningabílar með venjulegan farm eru jafnhættulegir og olíubílar ef eldur kemur upp í þeim í jarðgöngum. Þetta er niðurstaða af tilraun sem Sænska brunamálastofn- unin gerði og dr. Haukur Ingason tók þátt í. Hiti í slíkum bílum getur orðið allt að 1.350 gráður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.