Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 57 TÓNLIST Íslenskar plötur Helgi og Hljóðfæraleikararnir – Meira helvíti  Meira helvíti er tíunda plata Helga og Hljóðfæraleikaranna. Textar fylgja í um- slagi, svona að mestu leyti, en aðrar upp- lýsingar er ekki að finna. Opinber vefsíða sveitarinnar er vistuð á www.nett.is/ ~bobbi/ HELGI og Hljóðfæraleikararnir eiga merka sögu að baki. Hljóm- sveitin, sem á ættir að rekja til Eyjafjarðar, hefur verið starfrækt í fimmtán ár og plöturnar eru orðnar tíu. Sveitin er skipuð bræðrum og frændum sem gera út frá bænum Kristnesi, þar sem þeir dufla við hljómlist og brugga rab- arbaravín auk þess sem þeir leggja land undir fór stöku sinnum og halda tónleika sem þykja jafnan mikil upplifun. Það er einkenni- legur ævintýrablær yfir þessu öllu saman. Engu að síður vita furðu fáir af tilvist sveitarinnar. Vil ég kalla hana helstu „költ“-sveit landsins, þar sem hinn tiltölulega fámenni aðdáendahópur er um leið fádæma dyggur. Á Meira helvíti er sveitin í pönkgír miklum en helst hefur hún gefið sig að pönkskotinni þjóðlaga- tónlist í gegnum tíðina. Titillinn vísar í ákveðið ákall sem á upp- runa sinn á Húsavík, rokkbæ Ís- lands, en upp úr 1990 ca var til siðs að kalla þar á tónleikum: „Meira pönk! Meira helvíti.“ Þessi undarlegi siður breiddist svo út um land allt og við og við má heyra þessi öskur á sveittum rokk- samkundum. Lögin eru alls fjórtán en heild- artími plötunnar nær þó ekki hálf- tíma. Svona á þetta að vera! Þau eru í þessum Ramones/Fræbbbla- stuðgír, flest öll haglega saman sett og rokka barasta feitt. Það að Helgi og hans lið séu að fást við þetta form gefur lögunum svo skemmtilegt blæbrigði. Helgi sjálfur, söngvarinn, hljómar t.d. eins og settlegur fornfræðingur sem orðinn er vitskertur. Textarn- ir eru fyndnir og skemmtilegir, eru pólitískir, galgopalegir og meinhæðnir. Umslagið er einkar „frumstætt“ og föndurslegt, ljósritað og nafn sveitarinnar skribblað á. Fyrsta lagið heitir „Höfum hátt“ en er skrifað sem „Höfu hátt“ aftan við. Maður er nánast ekki viss hvort handvömmin sé viljandi eður ei. A.m.k. eykur þetta bara á dulúðina í kringum sveitina. Hvert er hún að fara með þessu? Eina umkvörtunin er að þó að hljómur plötunnar hæfi viðfangs- efninu, en hann er hrár og skít- ugur, þá er hann í sumum tilfellum einfaldlega aðeins of hrár og skít- ugur. Að öðru leyti er ég verulega sáttur og eins og forsöngvarinn hefur haft á orði er hér á ferðinni heimilisleg brjálsemi af bestu sort. Arnar Eggert Thoroddsen Skál fyrir deginum! ÞEGAR þrír meðlimir hinnar geysivinsælu sveitar Destiny’s Child hófu að vinna að einkaverk- efnum í tónlist og kvikmyndum höfðu aðdáendur áhyggjur af því að tríóið leystist upp. Sú varð ekki raunin eins og platan Destiny Ful- filled, sem kom út í vikunni sannar. „Efst í forgangsröðinni er Dest- iny’s Child,“ sagði Kelly Rowland, sem skipar sveitina ásamt Michelle Williams og Beyoncé Knowles. Kelly var með toppsmellinn „Dil- emma“ ásamt rapparanum Nelly og lék í hryllingsmyndinni Freddie Vs. Jason. „Ég held að við komum með ýmislegt inn í Destiny’s Child af því sem við höfum verið að gera hver í sínu lagi og það gerir okkur betri saman,“ sagði hún en þetta er fyrsta plata sveitarinnar í þrjú ár. Ef einhver hefði verið líklegur til að draga sig í hlé frá hljómsveit- inni þá er það Beyoncé en fyrsta sólóplata hennar, Dangerously in Love, hefur selst í margfaldri plat- ínusölu. Til viðbótar hefur hún leikið í myndunum Austin Powers in Goldmember og The Fighting Temptations. Beyoncé var meðstjórnandi á upptökum á mörgum af lögunum á Destiny Fulfilled. Hún segist vera staðráðin í að standa með Dest- iny’s Child og deilir þeirri skoðun Kelly að þær séu sterkari samein- aðar. „Við höfum allar lært svo mikið um okkur sjálfar og hvað við get- um gert. Við höfum allar þroskast svo mikið að ég get varla lýst því. En ég á sama tíma er ég búin að vera í sveitinni síðan ég var níu ára. Þetta eru systur mínar og ég elska þær. Það er ekkert sem neinn getur gert í því, svona er þetta og á alltaf eftir að vera svona,“ sagði Beyoncé, sem virðist ekki á leiðinni að hætta. Sameinaðar standa þær Tónlist | Destiny’s Child snýr aftur með nýja plötu Reuters Örlagasysturnar Michelle Williams, Kelly Rowland og Beyoncé Knowles hafa farið víða að kynna nýju plötuna. Hér eru þær að taka lagið í morg- unþætti ABC, Good Morning America, í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.