Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 21

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 21 aði mig með þessa örorku. Þetta er löngu komið í lag, en maður hættir ekkert að verða öryrki eftir að maður er einu sinni orðinn það.“ „Og færðu afslátt af fleiru en flug- miðum?“ spurði Óli T. „Ég fæ afslátt af öllum fjandan- um,“ sagði ég. „Nefndu það bara. Það er svoleiðis dekrað við mann ef maður er með svona fötlun.“ Við vorum komnir inn á kaffihúsið og búnir að panta okkur hvor sinn bollann. En það varð lítið úr samræð- um því að Óla T þótti þetta mál svo merkilegt. Hann gat ekki um annað hugsað, hann gat næstum ekkert sagt annað en „hugsa sér, þetta er alveg ótrúlegt!“ Og eitthvað í þá áttina sagði hann öðru hverju það sem eftir lifði eftirmiðdagsins, bæði á meðan við sátum á kaffihúsinu og í ferjunni á leiðinni heim til „Ojradsjeggv“ og með bílnum þaðan til Fuglafjarðar. Sumarið eftir ákveða Einar og nafni hans og kollega Einar Már Guð- mundsson að fara í sumarvinnu til Færeyja Þegar við komum á farfuglaheim-ilið varð okkur ljóst að fleiriungir Íslendingar höfðu fengið þessa sömu hugmynd, að dveljast sumarlangt í Færeyjum. Og við heyrðum sögur af miklum gleðskap og flokkadráttum og að einhverjir samlandar hefðu nýlega verið reknir úr vinnu og komist í kast við lögin vegna óreglu og uppþota. Er við föl- uðumst eftir vinnu daginn eftir hjá danska verktakafyrirtækinu Phil & Søn sagði danskur ráðningarstjóri: „Ég er hættur að ráða Íslendinga. Det betyder bare ballade.“ Við urðum sárir og djúpt hneyksl- aðir, vorum pólitískir hugsjónamenn og aðhylltumst jöfnuð og bræðralag kynþátta, og hér var einhver Dani í Færeyjum með apartheit á móti Ís- lendingum. Og Daninn brosti út að eyrum þegar við nefndum apartheit – „Så-så, drenge. Prøv bare noget and- et sted!“ Og við tilkynntum þeim Ís- lendingum sem við þekktum á svæð- inu að við værum farnir til Klakksvíkur, þess góða staðar þar sem allir menn væru jafnir; útskrif- uðum okkur af farfuglaheimilinu og tókum ferjuna til Austureyjar þar sem Gulla systir bjó. Aftur kominn í eldhúsið til Gullu, í þetta sinn í fylgd með höfuðsnillingn- um Einari Má. Við sögðum tíðindi frá Íslandi, þau sögðu okkur fréttir úr Fuglafirði, sem voru harla fáar; ég spurði þó um þá sem ég kannaðist við þarna úr kaupstaðnum; nágrannann Pétur Helgadal, Thórhamarsfólkið, og já, sjáiði eitthvað kunningja minn Óla T? „Óli T.?“ sagði mágur minn og hugsaði sig um. „Heyrðu, þú ert að tala um Óla I. Óli T heitir Óli I núorð- ið.“ „Nú, hvernig má það vera? Fyrir hvað stendur þetta I?“ „Invalid. Núna heitir hann Óli In- valid. Hann var orðinn eitthvað svo slæmur í bakinu að hann fékk sig úr- skurðaðan öryrkja. Og núna er hann hættur á sjónum og hættur öllum þrældómi. Lifir bara á örorkubótum. Og er meira að segja búinn að fá sér leigubíl; öryrkjar eru styrktir til að kaupa sér svoleiðis, og hann dólar bara um á nýrri toyotu með díselvél, rukkar fyrir farið þegar hann er í stuði.“ Hvar frómur flækist eftir Einar Kára- son kemur út hjá Máli og menningu. Bókin er myndum prýdd og 135 bls. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 2 FYRIR 1 Frábært tilboð á miðum í sæti. Aðeins 5.400 kr. fyrir 2 miða. Frjálst sætaval Miðasala á helstu Essostöðvum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.