Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loksins, loksins! Sannleikurinn um Ísland Einskis er svifist til að koma efninu á framfæri og engum hlíft. / ba gg al ut ur .is Viðeyjardóninn afhjúpaður! Allt um lesbíuna í Sandey! Hvað gerist í F élagi eldri bor gara? Ísland eins og það er í raun og veru! Hvaðan kom Brúðubíllinn? * ósýnilega mannsins Alfræði Baggalúts Brot úr lærlegg* fylgir hverri seldri bók! Hvílíkur Hverarefur! MÝVATN ehf. fékk nýsköpunar- verðlaun Samtaka ferðaþjónust- unnar vegna nýsköpunar utan há- annatímans fyrir meðal annars jólasveininn í Dimmuborgum, kúluskít, snjóhús og íshesta- keppni. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta skipti, en auk þeirra fékk Aldan á Seyðisfirði sérstaka viðurkenn- ingu fyrir að gefa gömlum húsum nýtt líf. Meðal nýjunga sem efnt hefur verið til í ferðaþjónustu á Mý- vatni má nefna snjóhús, en í vetur verður 200 fermetra snjóhús opn- að úr íslenskum snjó og með stál- burðarvirki. Fyrsta kúluskítshátíð var hald- in á Mývatni 2003, en kúluskítur er hringlaga þörungur, sem vex einvörðungu í tveimur vötnum í heiminum, Mývatni og Alkan- vatni í Japan þar sem kúlu- skítshátíðir hafa verið haldnar í rúmlega hálfa öld og er hátíðin þar ein þekktasta hátíð Japana í dag. Þá má einnig nefna jólasveininn í Dimmuborgum sem kemur í des- ember og hestaískeppni sem hald- in verður á útmánuðum í vetur, auk alls kyns keppna, þrauta og veiði út á ísilögðu Mývatni. Þá fékk Aldan á Seyðisfirði sér- staka viðurkenningu fyrir nýjung í menningartengdri ferðaþjónustu en þar hafa gömul hús frá því um aldamótin fengið nýtt líf sem hót- el. Mývatn ehf. fékk nýsköpunarverðlaunin Jólasveinn og kúlu- skítur meðal nýjunga Morgunblaðið/Árni Torfason Jón Karl Helgason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, afhenti Yngva Ragnari Kristjánssyni frá Mývatni ehf. viðurkenninguna. FYRRVERANDI yf- irmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli gegnir embætti að- stoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Sem slíkur fer hann með málefni alls vara- liðs Bandaríkjahers sem í eru um þrettán hundruð þúsund manna. Thomas F. Hall tók við stöðu yfirmanns varnarliðsins í Kefla- vík í maímánuði árið 1989 og gegndi henni þar til í ágústmánuði 1992. Var hann rúmu ári lengur hér við störf en vaninn er. Hann hlaut tignarhækkun í tveggja stjörnu flotaforingja á meðan hann starfaði á Íslandi. Hann starfaði í flugsveitum sem sendar voru til sex mánaða dvalar á Keflavíkurflugvelli til að sinna kafbátaleit og var framkvæmda- stjóri (Chief of staff) flugdeildar flotans þar frá 1982 til 1985. Thomas F. Hall hóf störf í höfuðstöðvum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem jafnan eru nefndar „Pentagon“, eftir að hann lauk störfum hér á landi. Hann var um skeið yfirmaður varaliðs flotans en í októbermánuði 2002 sór hann embættiseið aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna á sviði málefna varaliðssveita. Sem ráð- herra er hann ábyrgur fyrir allri yfirstjórn sem lýtur að vara- liðssveitum herafla Bandaríkjanna. Þurfti öldungadeild Bandaríkja- þings að samþykkja þá tilnefningu og hefur hann frá þeim tíma verið í hópi nánustu undirmanna Don- alds Rumsfelds varnarmálaráð- herra. Thomas F. Hall fæddist í bæn- um Barnsdall í Oklahoma-ríki. Í fyrra var gata ein nefnd eftir hon- um til að heiðra þennan þekktasta son bæjarins. Forseti Íslands sæmdi Hall stór- riddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 1992. Frá Keflavík í Pentagon Fyrrverandi yfirmaður varnarliðsins ráðherra hjá Rumsfeld Thomas F. Hall AUKIÐ sjálfstæði háskóla, jöfnun á samkeppnisstöðu þeirra og af- staðan til skólagjalda var efst á baugi á málþingi um háskólastigið sem Bandalag íslenskra sérskóla- nema stóð fyrir í Kennaraháskól- anum á miðvikudag. Framsögumenn á málþinginu voru fjórir háskólarektorar, þeir Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Ólafur Proppé, rekt- or Kennaraháskóla Íslands, en auk þess var á málþinginu flutt ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Í ávarpi hennar kom fram að skoða yrði í fullri alvöru að heimila ríkisháskólum að innheimta skóla- gjöld að minnsta kosti í framhalds- námi sem sé sívaxandi þáttur í starfsemi þeirra en þeir munu væntanlega ekki að sinni fá heim- ild til að taka gjöld af nemendum í grunnnámi þó að innan þeirra sé vaxandi krafa um að heimila slíkt. Þá sé óhjákvæmilegt að auka rann- sóknafjárveitingar til sjálfstæðu háskólanna en ljóst að þær verði ekki sambærilegar við þær fjár- veitingar sem Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands fá til rann- sókna. Menntamálaráðherra sagði jafn- framt að það væri ljóst að um fyr- irsjáanlega framtíð mundi lands- lagið á háskólastigi ekki taka grundvallarbreytingum. Það yrði ekki fullkomin jafnstaða á milli há- skólanna þótt það bil sem nú væri í nálguninni gagnvart annars vegar opinberum háskólum og hins vegar sjálfstæðum skólum yrði minnkað. „Enda má spyrja hvort nálgunin eigi að vera nákvæmlega sú sama, eðli málsins samkvæmt er um skóla með ólík rekstrarform að ræða og því ekki óeðlilegt að að- stæður þeirra séu að einhverju leyti ólíkar. Auðvitað verður að tryggja stöðu sjálfstæðra háskóla í kerfinu enda byggir það form sem hér hefur verið byggt upp ekki á hreinum einkarekstri heldur á kerfi þar sem hið opinbera fjár- magnar þjónustuna þó svo að hún sé veitt af einkaaðilum. Við megum hins vegar ekki held- ur þrengja svo að ríkisháskólunum að þeir geti sig hvergi hreyft í samkeppni við sjálfstæða skóla. Þeir verða að geta keppt um hæf- asta starfsfólkið og bestu nemend- urna á heiðarlegum grundvelli. Rétt eins og það er eðlileg krafa hjá sjálfstæðu skólunum að þeir fái aðgang að fjármagni til rannsókna verður að bregðast við þeirri kröfu ríkisháskólanna að starfsumhverfi þeirra hamli ekki samkeppni,“ sagði meðal annars í ávarpi menntamálaráðherra. Jafna á samkeppnisstöðu Í máli rektoranna kom almennt fram að jafna eigi samkeppnis- stöðu skólanna og auka sjálfstæði ríkisskólanna. Rannsóknafé eigi að koma til einkaskólanna og rýmka eigi reglur um skólagjöld í rík- isskólunum og skapa möguleika á að þeir geti nýtt sér sjálfsaflafé. Þróunin sé sú að tekin verði upp skólagjöld í einhverjum mæli á há- skólastigi. Samhliða þessu þurfi að breyta reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og tryggja á þann veg jafnrétti til náms. Þá kom einnig fram að efla og samræma þurfi gæðaeftirlit í skólum til að tryggja gæði námsins. Skólagjöld skammtímalausn Í umræðum eftir framsögunnar kom fram það sjónarmið að skóla- gjöld myndu koma niður á jafnrétti til náms. Þar væri að auki um skammtímalausn að ræða þar sem reynslan hefði sýnt að framlag rík- isins til skólanna drægist saman þegar frá liði sem næmi skóla- gjöldunum. Þá komu einnig fram efasemdir varðandi það að nemendur í sum- um fögum greiddu hærri skóla- gjöld en aðrir eftir arðsemi náms- ins, en það hafði meðal annars verið rætt í framsögnunum. Var á það bent að erfitt væri að ákvarða það fram í tímann hver arðsemi til- tekins náms væri og meðal annars vísað til þess að margfalt fleiri lög- fræðingar myndu útskrifast 2006 og 2007 en áður hefði verið vegna aukinna námstækifæra. Einnig var varpað fram spurningu um það hvaða áhrif skólagjöld hefðu á kjarabaráttu einstakra stétta og var vísað til kjaradeilu grunnskóla- kennara í því sambandi. Ávarp menntamálaráðherra á málþingi um háskólastigið Ekki fyrirsjáanlegar grundvallarbreytingar ÍSLENDINGAR vilja gjarnan halda þeirri ímynd á lofti að áhersla sé lögð á náttúruna hér á landi, en svo er alls ekki, að mati blaðamanns Le Monde sem hefur ferðast hingað til lands og reifaði hugmyndir sínar af landi og þjóð í útvapsviðtali í franska ríkisútvarp- inu fyrir skemmstu. „Það er rétt að Íslendingar búa í mjög sérstöku landslagi, þetta er vindbarin eyja og veðurfarið frem- ur óblítt. Landið býr yfir miklum auðæfum í jarðhita. Nærvera nátt- úrunnar er mjög mikil og það kem- ur fram í bókmenntum, allt frá fornritunum til verka Laxness. En það er mín skoðun að Íslend- ingar njóti almennt ekki náttúru sinnar. Íslendingar eru fyrst og fremst Vesturlandabúar. Meirihluti þeirra er ekki í sterkum tengslum við náttúruna. Tengsl þeirra við náttúruna komu mér aldrei neitt sérstaklega á óvart,“ sagði Philippe Bovet, franskur blaðamaður, í um- ræddu útvarpsviðtali. Ræddi virkjanaframkvæmdir á Austurlandi Bovet ræddi um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi og sagði að í raun efuðust fáir Íslendingar um stífluframkvæmdir tengdar áliðnaðinum. „Þú lýsir landi sem er mjög vest- rænt, ég hafði notað orðið skandin- avískt. Þetta er mjög ólíkt þeirri Skandinavíu sem maður ímyndar sér, Skandinavíu sem er mjög lýð- ræðisleg og þar sem umræður eru hluti af daglegu pólitísku lífi. Ég velti fyrir mér hvort það séu yfir höfuð einhverjar umræður um þessar spurningar,“ spurði þátta- stjórnandinn franska blaðamann- inn. „Ég geri ráð fyrir að umræð- urnar séu ekki ýkja mikilvægar,“ svaraði blaðamaður Le Monde. „Það er ólíkt hinum Norðurlönd- unum. Og eins og í öllum litlum löndum fyrirfinnst fólk sem á auð- velt með að kippa í spotta. […] Á Íslandi er sagt að maður sé skyld- ur helmingi þjóðarinnar og eigi hinn helminginn að vini. Allir þekkjast og ef þú gagnrýnir aðeins kerfið er mjög auðvelt að sýna þér hvar Davíð keypti ölið,“ sagði Bovet. […] Og allt þetta sýnir að Ís- lendingar, sem ávallt leggja áherslu á að kynna og sýna náttúr- una, eru svo bara tilbúnir til að selja hana á gjafverði,“ sagði hann. Blaðamaður Le Monde í viðtali við franska ríkisútvarpið Íslendingar ekki í tengslum við náttúruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.