Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 33 in til að gera verulega leiðréttingu á kjörum ein- stakra starfsstétta. Það hefur gerzt á undan- förnum árum bæði gagnvart öðrum hópum kennara en jafnframt og ekki síður gagnvart ákveðnum starfshópum í heilbrigðiskerfinu. Það hefur tekizt án þess, að efnahagskerfi landsins hafi verið keyrt um koll og engin sérstök rök fyr- ir því, að það sé ekki hægt nú að haga málum á sama veg. Að vísu er það rétt, að einstaka verkalýðsfor- ingjar hafa talað á þann veg að aðrar stéttir hljóti að líta á samninga kennara sem fordæmi, sem þeir hljóti að fylgja. Og athygli vekur, að t.d. forseti ASÍ hefur ekkert gefið upp um sína af- stöðu. Það kann að vera skiljanlegt. Grétar Þor- steinsson vill sjálfsagt kanna jarðveginn hjá sín- um umbjóðendum áður en hann og aðrir forystumenn Alþýðusambands Íslands taka af- stöðu. En ábyrgð þeirra er mikil. Þetta getur verið spurning um, hvernig þeir leggja málið fyrir sitt fólk. Auðvitað er hægt að leggja málið þannig fyrir aðra hópa opinberra starfsmanna og almenna launþega að úr því kennarar hafi fengið svona miklar kjarabætur eigi allir aðrar kröfu til hins sama. En foringjar verkalýðssamtakanna geta líka sagt við sitt fólk: við eigum öll sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að byggja hér upp úr- valsskólakerfi. Við skulum horfast í augu við að það verður ekki gert nema með því að borga kennurum, allt frá leikskólastigi, viðunandi laun. Við skulum hafa í huga, að fáir geta átt jafnmik- inn þátt í því að bjarga börnunum okkar og ung- lingunum frá þeim ógnum sem að þeim steðja og einmitt kennararnir. Þess vegna skulum við við- urkenna rétt þeirra til kjarabóta umfram aðra. Ef þannig er talað við fólkið í landinu þarf ekki að efast um hver niðurstaðan verður. En auðvit- að er hægt að ganga á allt annan veg til verks og vinna skipulega að því að æsa fólk upp. En hverjir hafa hagsmuni af því? Því verður ekki trúað að stjórnarandstaðan á Alþingi geri það? Því verður ekki trúað að minnihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur geri það. Þjóðareining um úrvalsskóla Hér þarf að skapa þjóðareiningu um að byggja upp úrvals- skóla. Hér þarf að skapa það andrúm og viðhorf, að kennarastarf sé eftirsóknarvert starf. Að starf kennarans sé borgað með viðunandi hætti og að kennarastétt- in njóti þeirrar virðingar í samfélaginu, sem henni ber. Það var athyglisvert að fylgjast með því í þessari kjaradeilu hvað kennarar töluðu oft og mikið um það, að starf þeirra væri talið einsk- is vert og að talað væri niður til þeirra. Þessari tilfinningu þeirra og upplifun þarf að breyta. Það á ekki að vera erfitt verkefni að skapa slíka þjóðareiningu um skólana og skólastarfið. Stjórnmálamenn, bæði á Alþingi og sveitar- stjórnum þurfa að taka þátt í því. Eru þeir stjórnmálamenn til, sem mæla gegn þeim rök- um, sem hér hafa verið sett fram um að eðlilegt og nauðsynlegt sé, að kennarar fái leiðréttingu umfram aðra? Ef þeir eru til væri fróðlegt að fá fram rök þeirra fyrir hinu gagnstæða. Fjölmiðlar þurfa að taka þátt í því. Eru þeir fjölmiðlar til, sem hafa eitthvað við þá röksemda- færslu að athuga, sem hér hefur verið sett fram gegn sjónarmiðum Einars Odds í þingræðu hans á dögunum? Foreldrar þurfa að taka þátt í því að skapa slíka þjóðareiningu. Eru þeir foreldrar til, sem geta ekki tekið undir þau sjónarmið varðandi mikilvægi kennarastarfsins, sem hér hafa verið sett fram? Það er sama, hvernig á þetta mál er litið. Það hafa allir þegnar þessa þjóðfélags með einum eða öðrum hætti hagsmuni af því, að hér skapist eining um góða skóla og þá virðingu fyrir kenn- arastarfinu, sem er forsenda fyrir góðum skól- um. Einar Oddur hefur reynsluna Þeir Einar Oddur Kristjánsson og Ás- mundur Stefánsson hafa meiri reynslu af því en aðrir núlifandi menn að breyta hugar- ástandi heillar þjóðar. Þegar þeir hófu síðla árs 1989 að hvetja til þess, að óðaverðbólgan yrði brotin á bak aftur voru þeir ekki margir, sem höfðu trú á því, að þeir ásamt félaga sínum Guð- mundi J. mundu hafa erindi sem erfiði. En þeim tókst það. Þjóðarsáttin 1990 var þeirra verk. Auðvitað nutu þeir stuðnings ýmissa aðila, bæði þáverandi ríkisstjórnar og annarra en þetta var þeirra verk og nöfn þeirra munu lifa í sögunni fyrir það. Nú þarf að skapa þjóðarhreyfingu um úrvals- skóla. Nú þarf þjóðin að stilla saman strengi sína og beina kröftum sínum í einn og sama farveg. Nú þurfa landsmenn að taka höndum saman um að byggja hér upp skólakerfi, sem verður öðrum framar og öðrum til fyrirmyndar. Það eru marg- ir kostir, sem fylgja fámenni. Einn er sá, að þjóð- in getur tekið að sér svona verkefni og einbeitt sér að því. Reynsla Einar Odds af því að skapa þjóðarhreyfingu um það að brjóta á bak aftur óðaverðbólgu, sem hafði geisað í tvo áratugi get- ur komið að góðum notum við að skapa þjóð- arhreyfingu og þjóðareiningu um að byggja upp úrvalsskóla. Við höfum yfir að ráða menntuðu fólki. Vel upplýstu fólki. Við höfum allt sem til þarf. Um þetta meginmarkmið þarf ekki að vera pólitískur ágreiningur. Að vísu getur hann orðið varðandi uppbyggingu einkaskóla en þó er ým- islegt, sem bendir til að úr þeim ágreiningi sé að draga. Það geta verið skiptar skoðanir um þær hugmyndir Morgunblaðsins t.d. að það eigi að taka upp sérstakt skólaútsvar. Og vafalaust eru skiptar skoðanir meðal kennara um þau sjón- armið, sem Morgunblaðið hefur sett fram að undanförnu að draga eigi úr miðstýringu í kjara- samningum kennara en þess í stað eigi kennarar að semja við sitt sveitarfélag þannig að það skapist samkeppni á milli sveitarfélaga um beztu kennarana. Sjónarmið blaðsins um fjölgun einkaskóla og vaxandi samkeppni í skólakerfinu eru sjálfsagt umdeild. Um atriði af þessu tagi getur verið pólitískur ágreiningur en hann getur tæpast verið um það meginmarkmið, sem við hljótum að stefna að, að skapa þjóðareiningu um úrvalsskóla. Við Íslendingar höfum lengi deilt um utanrík- ismál. Við deildum hart um verðbólguna. Og um umhverfismál og virkjanir. En það er tími til kominn að tveir stórir málaflokkar komist efst á blað í þjóðfélagsumræðum. Annars vegar skóla- málin. Hins vegar heilbrigðiskerfið. Athygli þjóðarinnar þarf að beinast í vaxandi mæli að þessum tveimur stóru málaflokkum. Þungamiðja umræðna þarf að beinast að þessum málaflokk- um. Einar Oddur Kristjánsson er einn af fáum eld- hugum á Alþingi, sem tala af sterkri sannfær- ingu og tilfinningu um grundvallarmál. Stuðningur hans við nýja skólastefnu er mik- ilvægur. Kjaradeila grunnskólakennara nú hefur að mörgu leyti orðið til þess að ýta undir nýjar hug- myndir fólks um skólana. Þótt hún hafi verið hörð og erfið hefur hún skilað því, sem til lang- frama getur orðið mikilvægt bæði fyrir kennara, börnin og foreldrana. Umræður um skólana hafa fengið nokkurn byr í þessari deilu. Það þarf að nýta þann byr í þágu góðra verka í skólamálum. Morgunblaðið/Golli En slíkir kennarar hafa verið og eru í mörgum skólum. Þeir eru gulls ígildi fyrir æsku þessa lands. Þeim verður aldrei fullþakkað. Og þeim verður aldrei fullþakkað með peningum. Það er einfaldlega ekki hægt. En þeir upp- skera kannski ávöxt erfiðis síns ef og þegar þeir átta sig á því, að gamlir nem- endur, eins og Stein- unn Valdís í þessu tilviki, hugsa til þeirra með nánast óendanlegu þakk- læti. Laugardagur 20. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.