Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 29
Við lögðum mikla áherslu á aðhafa búnaðinn sem einfald-astan í notkun fyrir gesti
safnsins og starfsmenn þess. Kerfið
er sjálfvirkt, það kviknar á því 15
mínútum fyrir opnun safnsins og
það slekkur á sér eftir lokun. Al-
mennir starfsmenn safnsins þurfa
því ekkert að velta fyrir sér að
kveikja á snertiskjám, tölvum eða
myndvörpum,“ segir Sævar Haukdal,
sölufulltrúi hljóð- og myndlausna hjá
Nýherja. Nýherji setti upp allan
margmiðlunarbúnað og aðal-
hljóðkerfi Þjóðminjasafnsins.
Í Þjóðminjasafninu blasir við gest-
um að notaðar hafa verið nýjustu
tæknilausnir við framsetningu marg-
miðlunarefnis. Í ráðstefnusal stjórn-
ar þráðlaus snertiskjár allri lýsingu,
myndvarpa og sýningartjaldi og um
leið og slökkt er á ráðstefnubúnaði
kviknar á öllum ljósum í salnum.
„Þessi búnaður er mjög þægilegur
fyrir starfsfólk safnsins eða aðra
sem flytja hér fyrirlestra og einfald-
ur í allri notkun,“ segir Sævar.
Fundarsalur safnsins er með sama
búnaði, en að auki er þar rafræn
tafla. Slíkar töflur eiga fátt sameig-
inlegt með þessum gömlu, grænu
sem löngum hafa prýtt kennslu-
stofur. Rafrænar töflur eru tengdar
við tölvu og myndvarpa og gera not-
endum kleift að kalla fram myndir úr
tölvunni og skrifa eða teikna ofan í
þær, vista og prenta út. Þetta er
gert með því að snerta töfluna með
þráðlausum penna og kalla þannig
fram mismunandi aðgerðir.
Snertiskjáir og hreyfiskynjarar
Þótt þessi tæknibúnaður sé allra
góðra gjalda verður munu almennir
gestir safnsins verða meira varir við
búnaðinn í sýningarsölunum sjálfum.
Og þar er af ýmsu að taka. Á 3. hæð
eru til dæmis flatskjáir á veggjum og
birtast á þeim myndir sem sendar
eru um netkerfi hússins, bæði ljós-
myndir og kvikmyndir. Efninu er
hægt að skipta út eftir þörfum. Þar
er einnig að finna „Aldarspegil“,
stóran skjá sem sýnir nýliðna öld í
kvikmyndum.
Á sjö stöðum í húsinu eru svokall-
aðir „íbúar“, en það eru snertiskjáir,
felldir ofan í borð með sambyggðum
bekk. Í borðinu er einnig símtól og
gestir geta hlustað á frásagnir af lið-
inni tíð, eða upprifjun fólks frá
bernsku, eins og raunin er á þriðju
hæðinni. Ef hópar eru á ferð, til
dæmis bekkur með kennara sínum,
getur kennarinn fengið lykil til að
opna fyrir hátalara, svo allir heyri
frásögnina. Hljóðstyrkinn er svo
hægt að stilla eftir því hve stór hóp-
urinn er.
Snertiskjáir eru hér og þar á
veggjum sýningarsala og þeir veita
fyllri upplýsingar um sýningargripi
og sögu. Efni þeirra er unnið af
Gagarín, eins og fram kemur í með-
fylgjandi grein. Þá eru enn ótaldir
hreyfiskynjarar, sem komið hefur
verið fyrir á ákveðnum stöðum.
Gestir sem reka höfuðið inn um bað-
stofudyr setja til dæmis í gang hljóð-
upptöku og heyra þá óminn af sam-
ræðum fólks í baðstofunni. Hið sama
er uppi á teningnum í „Miðaldakirkj-
unni“ á 2. hæð, þar heyrist lágvær
söngur þegar gengið er inn.
Í rými við stigapall á 3. hæð er
stórt veggspjald og þar eru tveir
myndvarpar nýttir til að varpa við-
bótarupplýsingum á spjaldið.
Í einu horni á 2. hæð safnsins er
tjaldað fyrir lítið söguhorn, eða
Sögukompuna, þar sem gestir geta
tyllt sér og hlustað á Kristbjörgu
Kjeld leikkonu lesa þjóðsögur. Krist-
björg situr þó ekki þarna sjálf alla
daga, heldur birtist á veggnum.
Á 2. hæð hússins er einnig marg-
miðlunarsetur, kostað af Nýherja.
Þar geta gestir safnsins sest við
tölvur og skoðað allt margmiðlunar-
efni safnsins á einum stað, auk þess
sem áformað er að veita aðgang að
gagnagrunni Þjóðminjasafnsins, sem
býr yfir enn frekari upplýsingum. Þá
er einnig hægt að fletta upp í ýms-
um bókum í margmiðlunarsetrinu, til
að fræðast meira um land og þjóð. Í
tengslum við margmiðlunarsetrið
hafa verið útbúnar sérstakar mynda-
vélar, sem skólahópar geta fengið
lánaðar til að mynda safngripi, og
myndirnar geta þeir svo sent í tölvu-
pósti í skólann sinn, til nánari um-
fjöllunar. „Þessar myndavélar eru
eingöngu ætlaðar til þessa verkefnis.
Þær eru t.d. ekki með neinu flassi,
enda gætu sterk ljós skemmt suma
safngripina,“ segir Sævar. „Búnaður
safnsins miðast við að gestir geti
auðveldlega nálgast þær upplýsingar
sem þeir óska eftir og að auðvelt sé
að miðla efni til þeirra. Þannig má
nefna að kennarar eða leið-
sögumenn geta borið á sér þráð-
lausa hljóðnema og þá heyrist í þeim
í hljóðkerfi hússins á þeirri hæð sem
þeir eru staddir hverju sinni.“
Einföld efnisveita
Sævar segir að tækjabúnaðurinn
sé að miklu leyti frá Sony, Crestron
og IBM. „Þegar við fengum það
verkefni að setja upp búnað í Þjóð-
minjasafninu var einungis ljóst að
setja átti upp snertiskjái í sýning-
arsali. Aðrar hugmyndir þróuðust í
samstarfi Nýherja, Þjóðminjasafns-
ins og Rafhönnunar, sem veitti safn-
inu ráðgjöf við val á tæknibúnaði.
Kerfið er sniðið sérstaklega að safn-
inu og byggist á nýjustu tækni, sem
nú er að ryðja sér mjög til rúms.
Þannig er allt efni sent um netkerfi
hússins, í stað þess að nota miðlara
eins og hingað til hafa verið notaðir í
verkefnum af þessu tagi, en þeir
kosta miklu meira. Við nýtum lagna-
kerfi hússins til að dreifa efni og
stjórna kerfinu. Þetta gerði uppsetn-
ingu kerfisins einfaldari og miklu
ódýrari en ella.“
Þrátt fyrir allan tæknibúnaðinn
segir Sævar Haukdal að eftirlit og
viðhald sé með einfaldasta móti. „Ég
get nefnt sem dæmi, að upplýsingar
um endingartíma hverrar peru í
skjávörpum birtast á skjá hjá um-
sjónarmanni kerfisins, svo það er
hægur vandi að skipta um þegar
þörf er á. Við hjá Nýherja þurfum
ekkert að hafa afskipti af daglegum
rekstri kerfisins, þetta gengur nán-
ast af sjálfu sér með eðlilegu eftirliti
starfsmanna. Það var líka tilgang-
urinn, að tryggja einfalt og þægilegt
kerfi, en bjóða um leið upp á góðar
lausnir.“
Sjálfvirkt kerfi og einfalt í notkun
Morgunblaðið/Kristinn
Sævar Haukdal, sölufulltrúi hljóð- og myndlausna hjá Nýherja, við snertiskjá í Þjóðminjasafni.
Hvítasunnufer›
Þ‡skaland og Austurríki
19.-26. maí
Ver› kr. 96.900
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjóri: Jóna Hansen
Bell´Italia
Versilia- Róm- Flórens
26. maí-9. júní
Ver› kr. 129.910
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjóri: Paolo M. Turchi
Draumaferð til Tyrklands
26. ágúst-8. september
Ver› kr. 149.960
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjórar: Jóna Hansen og
sr. Frank M. Halldórsson
Terra Nova
Bændaferðir / Menningarferðir
Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099
Austurríki
Ítalía
Þýskaland
Króatía
Slóvenía
Tékkland
Frakkland
Spánn
Tyrkland
Sérferðir
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
14
16
0
Þökkum frábærarmóttökurNú eru fyrstu ferðirnar aðverða uppseldar.
Nokkrar hugmyndir
að góðu ferðaári 2005