Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 11 um það leyti sem Okin skrifaði grein sína átti hugtakið fjölkvæni við um 200 þúsund fjöl- skyldur í París. Reyndar ákváðu stjórnvöld síð- an að viðurkenna aðeins eitt hjónaband þeirra manna, sem í hlut áttu, en ástæðan var fremur álagið sem slíkar fjölskyldar höfðu í för með sér í félagslega kerfinu en að tekin hefði verið sið- ferðisleg afstaða. Það má setja spurningamerki við þá ákvörð- un að líða fjölkvæni í þágu fjölmenningar. Okin bendir á að þegar fjölmiðlar loks ákváðu að grafast fyrir um afstöðu kvenna í slíkum fjöl- skyldum töldu þær fjölkvæni óumflýjanlegt og vart þolandi í þeim Afríkuríkjum, sem þær komu frá. Þeim fannst óþolandi að búa við þess- ar aðstæður í Frakklandi og lýstu því hvernig skortur á einkarými í þröngum íbúðum leiddi til fjandskapar, andúðar og jafnvel ofbeldis milli kvennanna og gagnvart börnum hver ann- arrar. Þótt fjölkvæni sé bannað í Þýskalandi er það enn liðið ef mennirnir koma frá löndum þar sem fjölkvæni er leyft, til dæmis Marokkó, Als- ír eða Saudi-Arabíu. Sú staða að búa í einum menningarheimi inn- an veggja heimilisins á meðan allt annar menn- ingarheimur bíður utan dyra hefur reynst mörgum múslímakonum í Þýskalandi dýr- keypt. En það kemur fleira til. Í tyrknesku samfélögunum í Þýskalandi er mun strangara andrúmsloft en nokkru sinni í Tyrklandi sjálfu. Í Der Spiegel er sögð saga Leylu frá Dort- mund, sem nú er 36 ára gömul, gengur ekki um með slæðu og er frjálsleg í fasi. Hún á að baki 20 ára hjónaband, 20 ára barsmíðar af hálfu eiginmannsins og tengdaforeldranna, 20 ár nið- urlægingar og fangelsunar, þar til hún sagði hingað og ekki lengra: „Hún óskar sér þess stundum að hún hefði aldrei farið frá Tyrk- landi. „Þar er líf fólks mun nútímalegra en hjá okkur hér í Þýskalandi. Þar fer fólk á diskótek, það fer út.“ Hún ætlaði ekki að trúa því þegar hún fór í fyrsta sinn á ströndina í Alanya [í Tyrklandi] og sá allar tyrknesku konurnar klæddar í eggjandi bíkiní, hluti af frjálslyndri milli- og yfirstétt, sem ekki hafði yfirgefið land sitt. Uppvöxtur hennar var með öðrum hætti, sem Tyrki í Þýskalandi. Vegna þess að [þar] safnast saman landar úr lægri stéttum. Þeir tóku með sér sína hefðbundnu heimsmynd feðraveldisins til nýju heimkynnanna. Menn eins og faðir Leylu, sem leyfði henni ekki að vera með í leikfimi af ótta við að meyjarhaft hennar myndi rifna því að þar með væru dæt- urnar orðnar verðlausar á hjónabandsmark- aðnum. Eftir fimmta bekk mátti hún ekki leng- ur fara í skólann og mátti einu gilda um skólaskyldu. Faðirinn skrifaði afsökunarbréf, „hann vildi ekki að við lærðum neitt“. Þegar hún var 16 ára komu foreldrar hennar með eiginmann. Hún samþykkti, hún hefði samþykkt hvað sem var til að komast út úr fangelsinu. „Mig grunaði ekki að ástandið ætti eftir að versna.“ Og það átti eftir að versna, en þegar hún kvartaði við foreldrana sögðu þeir að það myndi batna þegar hún eignaðist barn. Þegar börnin komu sögðu þeir: „Þú getur ekki skilið, þú átt barn.“ Leyla var lamin, hvað eftir annað. Þegar hún lá á sjúkrahúsi græn og blá af barsmíðum einu sinni sem oftar vildi hún komast í kvenna- athvarf, sem vinkona hennar hafði sagt henni frá. Leyla hringdi í móður sína, sem sagði nei. Hún hafði ekki mátt til þess að rífa sig lausa frá þessari neitun. „Ég kemst ekki út úr þessu.“ Örlög Leylu munu ekki vera einsdæmi í Þýskalandi og undarlegt til þess að hugsa að tyrkneskra kvenna bíði önnur og betri örlög í Tyrklandi en í Þýskalandi. 30% þeirra kvenna, sem leita í kvennaathvörfin í Þýskalandi eru múslímar og langflestar þeirra frá Tyrklandi. Þær eru ekki aðeins frábrugðnar öðrum fórn- arlömbum, sem þangað leita vegna trúarinnar, heldur einnig vegna þess að þær hafa mátt þola ofbeldið mun lengur og hafa verið beittar mun meira harðræði. Gildir sjaría í Evrópu? Ýmislegt bendir til þess að í samfélögum múslíma í Evrópu gildi lög þeirra, sjaría. Ekki er langt síðan spænskur ímam mæltist til þess að ekki væru notuð of gild barefli til að berja á hendur og fætur kvenna. Í Tyrkjahverfum í Berlín, Nürnberg og München ríkir mikill agi meðal hinna strangtrúuðu. Allir taka þátt í að vaka yfir konunum, hvort sem það er slátr- arinn, læknirinn eða lögmaðurinn í hverfinu. Eini staðurinn, sem stelpurnar komast undan eftirliti, er í skólanum. Lítið þarf til að ögra þessu samfélagi. Til dæmis er karlmönnum innrætt að kona sem ekki ber slæðu sé dræsa eða hóra. Konur, sem ganga um án höfuðklúts í þessum hverfum eiga á hættu að vera eltar af hópum drengja eða karla og vera hótað með nauðgunum. Dæmi eru um hópnauðganir. Þýskukennslan dulbúin sem saumanámskeið Aðstæðurnar eru með þeim hætti að í fé- lagsþjónustunni í Stuttgart hafa verið sett á svið saumanámskeið þar sem tyrkneskum konum er kennd þýska – og um leið talað um það hvar þær geti leitað sér hjálpar. Eiginmennirnir óttast það að konurnar verði of sjálfstæðar. Sums staðar hefur einfaldlega orðið að leggja þýskunáms- keiðin niður vegna þess að enginn skráir sig. Þrýstingurinn í Tyrkjahverfunum er gríð- arlegur. Í Der Spiegel er sögð saga fjölskyldu, sem árið 1970 flutti með tveggja ára dóttur sína frá Ankara til Þýskalands. Fyrst bjó fjölskyldan í Berchtesgaden og því næst í smábænum Unna í Nordrhein-Westfalen. Það voru lítil samskipti við aðra Tyrki og dóttirin, sem í blaðinu er ekki kölluð sínu eigin nafni, átti þýska vini og mátti fara ein út. Faðir hennar fékk sér meira að segja af og til bjór. Þegar fjölskyldan flutti í Tyrkja- hverfi í Lünen-Gahmen breyttist allt. Foreldr- arnir breyttust og allt í einu gekk allt út á það hvað nágrannarnir myndu halda. Þegar strákar úr skólanum komu að ná í hana lagði pabbi hennar hendur á hana. Skyndilega tók bróðir hennar upp á því að elta hana þegar hún fór út að hlaupa. Þar kom að hún mátti aðeins fara út þær helgar, sem fjölskyldan var boðin í brúð- kaup vegna þess að þar var brúðarmarkaðurinn. „Foreldrar mínir voru undir gríðarlegum þrýst- ingi um að taka þátt í þessu,“ segir hún. Múslímasamfélögin á Vesturlöndum munu fara stækkandi á næstu árum og áratugum og hafa aukin áhrif. Múslímar hafa búið í Evrópu svo öldum skiptir. Um miðja síðustu öld kom mikill fjöldi múslíma til Vestur-Evrópu og stóð bylgjan allt fram á áttunda áratuginn. Til Bret- lands komu einkum innflytjendur frá Suður- Asíu, innflytjendur frá Norður-Afríku til Frakklands, tyrkneskir innflytjendur til Þýskalands og Tyrkir og Marokkómenn til Hollands og Belgíu. Talið er að um 15 milljónir múslíma búi nú í ríkjum Evrópusambandsins, þar af um 5 milljónir í Frakklandi og 2,5 millj- ónir í Þýskalandi og á Bretlandi. (Samkvæmt tölum, sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands, var enginn skráður í Félag múslíma á Íslandi árið 1996, en 289 manns í fyrra.) Múslímar eru um 4% af íbúum Evrópusambandsins og þeir eignast um 7% barnanna, sem fæðast innan þess. Vaxandi pólitískur styrkur Pólitískur styrkur múslíma fer vaxandi og hafa til dæmis verið settar fram kenningar um að þeir hafi skipt sköpum í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum árið 2000, síðustu kosn- ingum í Þýskalandi, haft áhrif á það að Jacques Chirac Frakklandsforseti ákvað að leggjast gegn Íraksstríðinu og refsað Tony Blair fyrir að styðja stríðið. Í dagblaðinu Financial Times var fyrir skömmu rifjað upp að nokkru fyrir kosningarnar árið 2000 hefði George W. Bush sagt í framhjáhlaupi í kappræðum við Al Gore að hann hefði áhyggjur af því að bandarísk stjórnvöld tækju arabíska Bandaríkjamenn sérstaklega fyrir á flugvöllum og notuðu leyni- lega fengnar upplýsingar um arabíska og músl- ímska innflytjendur. Hálfum mánuði fyrir kosningarnar lýstu áhrifamikil pólitísk samtök bandarískra múslíma yfir stuðningi við Bush. Rúmlega 70% þeirra kusu hann. Í Flórída fékk hann að minnsta kosti 60 þúsund fleiri atkvæði en Gore frá múslímum. Í kosningunum í Þýskalandi í september 2002 ráðlögðu regnhlífarsamtök rúmlega 200 félaga og samtaka tyrkneska samfélagsins í landinu Tyrkjum að kjósa stjórnarflokkana, jafnaðarmenn eða græningja. Samtökin höfðu sent öllum flokkum landsins sjö spurningar og áttu svörin að ráða því hver fengi stuðning þeirra. Kristilegi flokkurinn í Bæjaralandi, CSU, lét ógert að svara þeim og lýstu samtökin þá yfir því að stundum væri ekkert svar líka svar. Mjög mjótt var á munum í kosningunum og fengu jafnaðarmenn aðeins 0,8% fleiri at- kvæði en kristilegu flokkarnir tveir. Kannanir sýndu að 225 þúsund af 300 þúsund tyrk- neskum Þjóverjum hefði kosið annaðhvort jafnaðarmenn eða græningja, samstarfsflokk þeirra. Það sem hér hefur komið fram á vitaskuld ekki við um allar þær milljónir múslíma, sem búa í Evrópu um þessar mundir. Ofstækið leynir sér hins vegar ekki og þegar pólitísk morð eru framin til þess að þagga niður í and- stæðingunum er ljóst hversu alvarlegt og eld- fimt ástandið er orðið. AP Múslímakonur í Fathi-moskunni í Bremen í Þýskalandi. Í Tyrkjahverfum í Berlín, Nürnberg og Mün- chen ríkir mikill agi meðal hinna strangtrúuðu. Allir taka þátt í að vaka yfir konunum, hvort sem það er slátrarinn, læknirinn eða lögmaðurinn í hverfinu og þrýstingurinn er gríðarlegur. Reuters Palestínsk kona heldur á Kóraninum við mótmæli sem efnt var til vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna höfuðklúta í frönskum skólum í Khan younis-flóttamannabúðunum á suðurhluta Gazasvæðisins nú í haust. Úr mynd Theos van Gogh „Submission“ . Þar fara leikkonur með lýsingar raunverulegra múslíma- kvenna á heimilisofbeldi, nauðungarhjónabandi og nauðgun af hálfu ættingja. Konurnar eru greini- lega naktar og á líkama þeirra hafa verið letruð vers úr Kóraninum til réttlætingar heimilisofbeldis. kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.