Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 35 fjölþætt. Á neðstu hæð fær gest- urinn innsýn í alveg sérstakt tíma- bil amerískrar málaralistar sem skrifari þekkti helst af bókum og naut þess að dvelja endurtekið við. Einnig sýnishorn af antík og merkilegt samsafn frumstæðrar listar frá Ameríku, aðallega Mexíkó og Kólumbíu, einnig Aust- urlöndum nær og fjær. Næstu hæðir opnuðu okkur fjölþætta sýn yfir list frá endurreisn til nú- tímans, allt frá Rafael til Bruce Nauman og enn yngri myndlist- armanna, mikill fjöldi eldri sem yngri verka alveg ný fyrir okkur. Þá státar safnið af öðru mesta úr- vali verka Andy Warhols í heim- inum og miklu samsafni af þrykkj- um, rissum og ljósmyndum, einnig merkilegum mósaik verkum. Auð- velt at tapa sér í heilan dag við skoðun verkanna ekki síst að við- bættum hinum mikla högg- myndgarði. Eins og á fleiri nafn-kenndum söfnum íBandaríkjunum byggistfrægð listasafnsins ekki síst á gjöf einstaklinga, lang- samlega viðamest er gjöf systr- anna Ettu og dr. Claribel Cone. Þær voru báðar innfæddir Baltimorebúar og urðu vinir Gertrude og Leo Stein eftir að þau systkin fluttu til borgarinnar á tvítugsaldri. Nágrannar og vinir þeirra, einnig samtíða í París og deildu alla tíð með þeim áhuga á listum og bókmenntum. Þessir fróðleiksþyrstu frjálslyndu og framfarasinnuðu gyðingar af þýsk- um ættum, sem ögruðu viðteknum venjum með líferni sínu, áttu drjúgan þátt í viðgangi núlista í París fyrir hundrað árum. Leo Stein mun fyrstur þeirra hafa uppgötvað Picasso og kynnt hann fyrir hinum og þau Stein-systkinin voru með fyrstu og tryggustu kaupendum verka hans og Mat- isses. Sömuleiðis Cone-systurnar sem festu sér að auk málverk eftir Cézanne, van Gogh, Gauguin, Renoir, Degas og margra fleiri. Að viðbættum fjölþættum text- ílum, skartgripum og húsgögnum svo og list frá Afríku, Asíu og Austurlöndum. Gertrude og Leo Stein voru meðal erfingja að járn- brautaveldi en Stein-systurnar nutu bræðra sinna Móses og Ces- ars sem voru stærstu framleið- endur, jafnframt útflytjendur baðmullarefnis sem nefndist den- im. Það var einkum Cesar sem tryggði þeim árlegar tekjur allt lífið og fyrir peningana gerðu Etta og Claribel víðreist um Evrópu. Voru komnar til Flórenz 1901, París 1904, dvöldu þar endurtekið langdvölum, einnig í Frankfurt 1910, München 1914 og 1918, Lausanne 1926-29, Nice 1933. Þess á milli var farið yfir hafið til Baltimore og einnig dvalið í Blow- ing Rock í Karólínu 1908 og 1949, en átti þá einungis við Claribel, Etta látin. Af upptalningunni má ráða hve hreyfanlegar systurnar voru á þessum árum, samgöngurn- ar þó ólíkt frumstæðari en í dag. Heimssýningin mikla aldamóta- árið 1900, sem gífurlega athygli vakti og dró á hálfu ári að sér 50 milljónir gesta frá öllum heims- hornum, var grunnur að fram- gangi Parísar í meira en hálfa öld. Parísarborg í sviðsljósinu sem miðja framsækinna viðhorfa og augu nýja heimsins beindust sem aldrei fyrr til hinnar ríku arfleifð- ar gamla heimsins. Menjar heims- sýningarinnar standa enn í formi stóru og litlu hallanna við Signu, Grand Palais og Petit Palais, sem fram á daginn í dag hafa verið eins konar umferðarmiðstöðvar myndlista, hver með sínu lagi. París og raunar meginlandið allt suðupottur núviðhorfa með gríð- arlegri gerjun mjúkra gilda. Tíma- skeiðið enda nefnt Belle Epoque, fagra tímabilið, og hitti fólk beint í hjartastað, stóð fram að heims- styrjöldin fyrri og leifar þess enn í dag hið upphafnasta sem verður á vegi ferðalangsins, ekki aðeins í Evrópu, heldur víða um heim. Einkum þar sem seinni tíma eft- irgerðir mikið til í anda Art Deco náðu í einhverjum mæli að ryðja sér til rúms, kunnugleg og nær- tæk dæmi þess í New York eru Chrysler-skýjakljúfurinn í New York og ævintýrið í kringum Lou- is Comford Tiffany á Long Island. Hin einstæða gjöf systr-anna Ettu og dr. Clar-ibel Cone leggur undirsig heila álmu á ann- arri hæð safnsins ásamt ýmsum menjum um þær í einu horninu, gjöfin lauslega metin á einn millj- arð dollara fyrir tveim árum. En að baki lá einungis söfnunarástríð- an, auðsöfnun og sýndarmennska ekki til í dæminu eins og líf þeirra er til vitnis um. Þannig ber fjöl- skyldugrafreiturinn í Drue Ridge Cementery í Baltimore einungis áritunina Cone á framhliðinni og með öðrum nöfnum inni í hvelfing- unni getur að lesa: Etta Cone, November 30, 1870-August 31, 1949/ Claribel Cone, November 14, 1864-September 20, 1929 stutt og laggott og ekki par annað, jafn- vel doktorsgráðu Claribel er sleppt. En hin mikla gjöf er ígildi minnisvarða um yfirmáta fram- sýnar og menningarþyrstar systur sem stóðu með báða fæturna í núinu, jafnt þefnæmar á fortíðina og fundvísar á árdegishillingar sem langt langt í fjarska bjarmaði af. Þá er til efs að peningar bróð- urins Cesars Cone, hafi ávaxtað sig betur í tímans rás en lista- verkakaupum systranna, í öllu falli ekki hvað snertir orðstír og ris Baltimore og bandarísku þjóð- arinnar í það heila. Minnast má þess, að þegar Cone- og Stein- fólkið bar að í París áttu lista- menn á Montmatre fátt annað ver- aldlegra gæða en lífsþorstann og metnaðinn og myndverk þeirra föl fyrir nokkra franka, en þetta var á tímum er peningar voru pen- ingar í orðsins skýrustu merkingu, hver sá sem átti skilding falinn í lófa sér átti um leið heiminn að segja má. En skildingarnir voru fágætir og mikill hvalreki þegar þetta eðla fólk kom yfir hafið og bankaði mjúklega á dyrnar hjá þeim, setti um leið lóð sín í vog- arskálar framtíðarinnar … Systurnar hafa verið miklir aufúsu- gestir til málara í upphafi síðustu aldar, eins og ráða má af þessari sjálfsmynd sem Picasso rissaði upp. Bonjour (góðan daginn) Mlle Cone. Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu. Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum. Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti, -við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana. Velkomin heim! ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS EIG 26088 LJÓ SM YN D : SILJA M A G G Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. ÍBÚÐ Í FLÓRÍDA USA TIL LEIGU Til leigu er um 190 fm íbúð með bílskúr í íbúðahverfinu Villagio, sem er skammt suður af Fort Myers á vesturströnd Flórída við Mexíkóflóa. Íbúðin, sem er af tegundinni Milan, er með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi, borðstofu og tveimur stofum. Sundlaug og tennisvellir eru einnig í hverfinu. Sjá nánar á heimasíðunni http://www.villagioestero.com Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu bob@strax.com Ertu í söluhugleiðingum? Þar sem fasteignakaup og sala hefur verið mjög lífleg upp á síðkastið er svo komið að okkur vantar allar stærðir eigna á söluskrá. Við erum reiðubúin að vinna fyrir þig og fjölskyldu þína að farsælum fasteignaviðskiptum. Fasteignakaup veitir ykkur sérfræðiþjónustu í fasteinga viðskiptum Páll Höskuldsson Gsm 864 0500 Erna Valsdóttir lögg. fasteignasali Guðmundur Valtýsson Gsm 865 3022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.