Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Svínið mitt © DARGAUD ÞÚ ERT SEINN! OG ÞÚ HEFUR EKKERT ÆFT BAKHÖNDINA FRÁ ÞVÍ VIÐ ÆFÐUM SÍÐAST ALLTAF SAMA VÆLIÐ ÞÚ ERT ASNALEGUR HA? EF LÍFIÐ VÆRI FÓTBOLTI ÞÁ VÆRI POTTÞÉTT RAUTT SPJALD Á ÞETTA! HVAÐA ÓGEÐSLEGA GUMS ER ÞETTA EIGINLEGA? SMAKKAÐU. ÞÚ MUNT ELSKA ÞAÐ EN HVAÐ EF ÉG ELSKA ÞAÐ BARA EKKI NEITT?!? ÞÁ VERÐUR ÞAÐ BARA ÞROSKANDI ÞETTA ER PABBI. ALLTAF AÐ REYNA GERA ÞAÐ SEM ER MÉR FYRIR BESTU ? VIÐ SKULUM ÁTHUGA ? ? HVAÐ ERUÐ ÞIÐ AÐ GERA? AAHHH!! HVAÐ GENGUR Á HÉRNA? AF HVERJU ERTU AÐ GRÁTA? ADDA ER HRÆDD VIÐ ÖMMU SÍNA AF HVERJU ER HÚN HRÆDD VIÐ HANA? VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER SAGT AÐ GAMALT FÓLK BORÐI FLÆR OG ROTTUR HVAÐ? JÁ HVAÐA BULL ER ÞETTA? ÞAÐ ER VERIÐ AÐ SEGJA ÞETTA Í SKÓLANUM OG VIÐ ÆTLUÐUM AÐ SANNPRÓFA ÞAÐ OG VIÐ GERÐUM ÞAÐ HVERNIG ÞÁ? ATHUGANIR OG TILRAUNIR OG SVOLEIÐIS SVONA... ! HVERNIG VIRKAÐI ÞETTA PRÓF? NÚ ÞEGAR MUNNURINN LYKTAR EINS OG ROTTA OPNAÐU MAMMA! ÞAU VILJA BIÐJAST FYRIRGEFNINGAR BÖRNIN VORU AÐ STRÍÐA ÞÉR Dagbók Í dag er sunnudagur 21. nóvember, 326. dagur ársins 2004 Víkverji fagnar inni-lega drögum að kattasamþykkt í Reykjavík. Víkverji er mikill kattavinur, hef- ur átt ketti allt frá barnæsku og á einmitt tvö fress núna sem hann er ósköp hændur að. Fressin eru bæði geld og hafa farið í all- ar sprautur sem þau þurfa og fara í lækn- isskoðun reglulega, þrátt fyrir að vera svokallaðir innikettir. Víkverji hugsar sem sagt vel um sína ketti og svo gera auðvitað flestir. Víkverja finnst hins vegar algjörlega ábyrgðarlaust að kettir fái að valsa um stræti og torg ógeldir. Nóg er um kettina í borginni að ekki komi að auki til „ótímabærar“ þunganir útigangslæðna. Víkverji veit að tugum ef ekki hundruðum katta er lógað á hverju ári í Reykjavík. Smáauglýs- ingadálkar eru stútfullir af auglýs- ingum um litla kettlinga sem vantar heimili. Ef gelding útigangsfressa verður til þess að fyrirbyggja hömlulausa fjölgun katta í borginni, þá tekur Víkverji þessari samþykkt fagnandi. Víkverji hefur aldrei skilið af hverju katta- eigendur hafa ekki þurft að taka meiri ábyrgð á sínum dýrum í reglum og lögum. Hundaeigendur hafa þurft þess í fleiri ár. Það er sjálfsagt að merkja hvern einasta kött í borginni. Ef fólki er annt um dýrin sín þá tekur það auð- vitað vel í slíkt. x x x Víkverji sér líka ann-an góðan kost við geldingu fressanna. Þegar þeir eru að breima blessaðir þá eiga þeir það til að gefa frá sér slík óhljóð að hryll- ingur er á að hlusta. Þeir eiga það til að safnast saman í garðinum hjá Víkverja og láta eins og stungnir grísir fram eftir nóttu. Þá er ein- staklega sterk lykt af þvagi þeirra meðan á þessu löngunartímabili stendur svo óþefinn leggur yfir hverfið. En fyrst og fremst ætti að sam- þykkja þessa reglugerð út frá dýra- verndunarsjónarmiðum að mati Vík- verja. Þetta er góð leið til að draga úr fjölda heimilislausra dýra sem þarf svo að lóga. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is                Laugardalur | Þegar snjóa fer breytist ásjóna heimsins ekki einungis fyrir hvítan lit fannarinnar, heldur einnig vegna þess að ljósið sem endurkastast af þessu hvíta teppi gerir allt mun bjartara. Þessir ungu kappar léku sér sem mest þeir máttu í fallegu veðri í föstu- dagseftirmiðdeginu, því þeir vita það að ekkert endist og síst af öllu sá mun- aður sem felst í köldum og skemmtilegum snjó að leika sér í. Morgunblaðið/Sverrir Snjóleikir í vetrarbirtu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Róm. 14, 8.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.