Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 58
Pilobolus er nafn á sveppi en er líkasérstakur dans, sem fæddist í leitað einhverju nýju fyrir nærri 35árum. Dansflokkurinn Pilobolus spratt upp úr frjósamri jörðinni í Dart- mouth-háskóla í Bandaríkjunum. Einn stofn- andi dansflokksins er Robby Barnett sem fór í danstíma í skólanum án þess að kunna neitt í dansi. „Við vorum fjórir upphaflega í þessu en síðan bættust við tvær konur. Við karlarnir höfðum enga formlega þjálfun og gátum því túlkað dans á hvaða veg sem við vildum. Venjulegast reyndist það ekki vera það sem flestir flokka undir dans og ég held að það hafi verið styrkur,“ segir Robby sem talar frá miðstöð Pilobolus, sem er í sveita- sælunni í Connecticut. Dansinn sem um ræðir byggist mikið á að flétta saman líkama og minna sumar stell- ingarnar einna helst á skúlptúra. En hvernig er hægt að finna upp nýja tegund af dansi? Leikur í stóru herbergi „Vanþekkingin getur verið öflugt tæki. Af því að við höfðum enga fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað við ættum að gera, gátum við bara gert það sem okkur fannst flott,“ segir Robby en að sumu leyti vinnur hóp- urinn eins núna og í upphafi. „Þetta spunaferli, að hittast í stóru herbergi og leika okkur þangað til við fund- um eitthvað sem okkur líkaði við, hefur gagnast okkur vel og það er ennþá grunn- urinn fyrir því sem við gerum núna.“ Robby og hinir upphaflegu dansararnir sömdu dansana, dönsuðu þá og ráku dans- flokkinn lengi vel. „Það sem hefur breyst mest frá áttunda áratugnum er að núna er- um við með dansara sem við vinnum með en erum ekki að vinna með okkar eigin líkama.“ Núna er hann í hlutverki dansahöfundar og vinnur með dönsurunum, sem eru sam- kvæmt hefð sex talsins. „Allir dansarar eru ólíkir og við reynum að nota okkur það og skapa eitthvað einstakt í hverju verki, að koma okkur sjálfum og dönsurunum á óvart. Við reynum að halda áfram að gera eitthvað ferskt og þessi leit að einhverju nýju er hvatinn á bakvið þetta,“ sagði hann. „Við reynum að ráða dansara sem eru fjöl- hæfir líkamlega, opnir andlega og tilfinn- ingalega. Góð danstækni getur verið hand- hæg en líka takmarkandi. Við höfum frekar ráðið góðan íþróttamann með enga þjálfun en einhvern sem er með of mikla þjálfun. Stundum finnum við einhvern sem býr yfir hvoru tveggja og þá er það frábært,“ segir hann en allir sex Pilobolus-dansararnir koma til Íslands, fjórir karlar og tvær konur. „Þeir sem búa yfir danstækni eru fljótari að læra verkin en það hjálpar ekki við frjálsa hugsun. Það er auðvitað mikilvægt að dansararnir læri þau verk sem til eru. En við höfum áhuga á hvernig fólk hugsar, al- veg eins og hvernig það hreyfir sig,“ segir hann en ekki síst þarf að leita að sterku fólki. „Við leitum að sterku fólki en enginn kem- ur til okkar nógu sterkur. Við tökum myndir af dönsurunum þegar þeir byrja því líkamar þeirra breytast. Fólk þarf að búa yfir miklu þreki og líkamlegum styrk til að geta dansað þetta vel. Á hinn bóginn er dansinn ekki ónáttúrulegur eins og venjuleg danstækni getur verið. Við biðjum fólk ekki að gera meira en það getur. Hjá okkur er ólíklegra að dansararnir verði fyrir meiðslum heldur en í klassískum ballettflokki.“ Dansarnir eru að hluta til samdir í sam- einingu. „Þessi leit að hinu ferska og finna upp á einhverju nýju fer aðeins fram í sam- eiginlegu ferli. Við mætum ekki bara á stað- inn og og skipum dönsurunum okkar fyrir. Við þurfum á því að halda að þeir beiti hug- arfluginu,“ segir hann en til eru um 90 verk sem hafa verið samin fyrir Pilobolus. „Við gerum þrjú ný verk á hverju ári og Pilobolus | Sérstæður dansflokkur kemur til Íslands á næsta ári Vanþekking öflugt tæki Hugarflugið fær lausan tauminn í sköpun Pilobolus-dansa og úr verða hin ótrúlegustu form. Robby Barnett var nemandi við Dartmouth- háskólann þegar hann stofnaði Pilobolus- dansflokkinn fyrir 35 árum ásamt félögum sínum en kunni þó ekki neitt að dansa. Robby Barnett fór létt með að finna upp algjörlega nýja dans- tegund. Inga Rún Sigurð- ardóttir ræddi við einn af stofnendum Pilobolus. 58 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ * * * * * * * * ** ** ** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * ** * * * * * VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2. Ísl. tal. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 1.50, 3.50 og 8. B.i. 14 ára. kl. 5.50, 8, 10.10 og 12.20. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára.Sýnd kl. 6 og 8. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Ein besta spennu- og grínmynd ársins J U L I A N N E M O O R E Sýnd kl. 6 og 10.10. Yfir 7500 manns Yfir 32.000 gestir Stærsta íslenska heimildarmyndin Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Besta heimildarmynd ársins kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Frumsýning Frumsýning BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 2. Tvíhöfði * ** * * * * * ** * * * * ** * ** * * * * * * 25.11.0425.11.04 Ath. Miðnætursýning Kr. 500 Kr. 500 Kapteinn skögultönntei s lt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.