Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 39
gegnum flokkinn sinn, sem kosinn hefur verið með manni og mús, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef þeir yfirgefa flokkinn í miðjum klíðum hafa þeir ekkert umboð til að vera þarna. Þeir geta þá bara átt sig en aldrei „átt sig sjálfir“. Við æðstu völd situr svo pínulítill flokkur, sem tíundi hver kjósandi styður, og segist hafa „um- boð þjóðarinnar“. Klaufabárðar, sem bjuggu til hóp íslenskra léns- herra með því að gefa þeim þjóð- arauðinn; sem selt hafa dýrindi Ís- lands alþjóðaauðhring fyrir skammgóðan en endasleppan gróða einsog þjófstolið Rínargullið var fært þursum. Og skuldagjöldin þarf þjóðin að borga um langa framtíð. Stjórnendur, sem stunda stríð við starfsfólk sitt með klækjum og of- forsi og nú, ofbeldi.. Foringjar, sem telja sig eina vita alla hluti, leiðist lýðræði meðal okkar óvitanna, og ata því hendur okkar allra blóði í „ólöglegu stríði“ (hvenær er stríð löglegt?) uppá sitt einsdæmi einsog guðir. Og sem guðir vilja þeir einnig dæma. Loks var seilst eftir dóms- valdi lýðræðisins (löggjafarvaldið er löngu komið í dilkana að leika leik- rit). Ég og samdómarar mínir erum ekki taldir dómbærir á þarfir Hæstaréttar í mannavali. Nú skulu Okkar menn í dóminn með góðu eða illu, svo að ekki hendi aftur slys á borð við það, er Hæstiréttur gekk gegn vilja framkvæmdavaldsins fyr- ir nokkrum árum. Og nú eigum við ekki að „túlka lög“. Bara hlýða þeim. HLÝÐA. Lykilorð. Þjóðin á að hlýða. Annars verða sumir ön- ugir. Því var þetta fólk í dilkunum, sem sjálft þarf ekki annað en að rétta upp hönd til að verða sér útum 30% launahækkun eftir þörfum – án nokkurs tillits til fjölda háskólaára, því var það látið dæma okkur til að dæma ykkur kennurum kjör skv. lögum, sem fela það eitt í sér, að niðurstaðan megi ekki kosta meira en þegar var búið að ákveða. Beygja ykkur. Kennarar eru ekki lengur einstakar manneskjur, það- anafsíður fagmenn í vandasömu og líklega einu ábyrgðarmesta starfi þjóðfélagsins, heldur hagfræðileg stærð, og starf þeirra, grunn- menntun barna okkar, eitthvað, sem maður vill ekki endilega kosta of miklu til. Byggja heldur íþróttavall- arstúku fyrir milljarð. Aðeins á þennan hátt kom þessi kjaradeila ríkinu við. Áður hafði það bara yppt öxlum. Síðan: lög um gerræðisdóm, svokallaðan „gerðardóm“. Minn kæri vin. Tilveran er breytt. Bisness. Töffheit. Kaldlynd valdhugsun, engin tilfinningavella, sem tilheyrir aðeins okkar fyrri dögum. Okkur verðandi fulltrúum æðsta dómstóls landsins var í nauð- ungarlögunum meinað sjálfræði til að beita réttlæti. Þótt atburðarásin hafi frelsað mig undan því að eiga í þeirri glímu lýk ég þessu bréfi eins og upphaflega stóð til: Það eina sem ég get sagt við þig er: fyrirgefðu. Þinn einl. Salómon. Höfundur er læknir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 39 UMRÆÐAN Fjarðarbær við Krikatorg þ.e. Bæjarhraun 2 Hafnarfirði 2 hæð til hægri. Skrifstofu húsnæði til sölu í hornhúsi við Kaplakrika, sérleg gott bjart ca 160 fm rúmgóðar skrifstofur með fjór- um sér herbergjum, biðstofu, mót- töku, geymslu, snyrtingu, kaffistofu og svölum. Skemmtilegt vandað lyftu- hús vel staðsett með mikið auglýs- ingagildi og næg bílastæði, laust strax hentar vel sérfræðingum sem vilja samnýta aðstöðu, Áhv. ca 8,5 millj langtímalán (20ár) með 6,9% vöxtum. Laust strax. Uppl gefur Helgi á Hraunhamri s: 520-7500 eða Árni s:567-7521. Straumsalir 2 - Kóp Nýkomin í einkasölu mjög falleg 120 fm íbúð, ásamt 26 fm bílskúr, samtals um 146 fm, á efstu hæð í góðu og vel staðsettu fimm íbúða húsi í Salahverfi í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, tvö herbergi, hjónaherbergi, þvotta- hús og bílskúr. Fallegar innréttingar. Stórar svalir, frábært útsýni. Verð 23,5 millj. Laus strax. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Kirkjulundur - Garðabæ 3ja herb. íbúð með stæði í bíla- geymslu. Falleg og björt 97 fm 3ja herb. íbúð á efri hæð með sérinn- gangi af svölum í þessu eftirsótta húsi fyrir eldri borgara. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö herb., bæði með skápum, eldhús, rúmgóða og bjarta stofu með skála til suðurs og flísalagt baðherb. með þvottaaðstöðu. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir, mikið útsýni. Sérgeymsla í kjallara og stæði í bílageymslu. Verð 21,7 millj. Hvannalundur - Gbæ Fallegt 141 fm einbýlishús á einni hæð, auk 41 fm bílskúrs. Eignin skiptist í flísal. for- stofu, rúmgóðar samliggj. stofur, eldhús með nýlegum tækjum og góðri borðað- stöðu, þvottaherb./búr, sólskála með hita í gólfi, fjögur herbergi og nýlega endur- nýjað baðherbergi. Hús nýmálað að ut- an. Hiti í innkeyrslu og stéttum fyrir fram- an hús. Falleg ræktuð lóð með timbur- verönd, skjólveggjum og lýsingu. Verð 31,9 millj. Haukanes - Gbæ Vel staðsett 269 fm einbýlishús með 55 fm innbyggð- um bílskúr á Arnarnesi. Eignin skiptist í forstofu, gestaw.c., þvottaherb., hol m. sjónvarpsaðstöðu, setustofu, um 25 fm sólskála, rúmgott eldhús, 4 svefnher- bergi og baðherbergi. Í bílskúr er innrétt- uð 2ja herb. íbúð. Ræktuð eignarlóð. Verð 38,5 millj. Langagerði Glæsilegt um 450 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. 38 fm bílskúr með góðri lofthæð. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með útg. á flísal. svalir, stórt eldhús með góðri borð- aðst., 6 herb. auk bókaherb., tvö góð baðherb., annað nýlega endurn., auk sundlaugar 3x8 m og gufubaðs. Auk þess sér 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Fallegt útsýni til Esjunnar og víðar. Ræktuð lóð með gróðurhúsi. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Verð 65,0 millj. Hátún - útsýni Nýkomin í sölu þó nokkuð endurnýjuð 84 fm 4ra herb. íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi, auk 5,1 fm sér- geymslu í kjallara. Björt stofa með svöl- um til suðurs, tvö herb., flísal. baðherb. og eldhús m. góðri borðaðstöðu. Útsýni. Hús nýlega viðgert og málað að utan. Verð 14,9 millj. Espigerði Góð 109 fm 4ra herb. íbúð á 4. hæð ásamt 7,0 fm geymslu í kjallara í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur með útgengi á tvennar svalir, eldhús með eldri innrétt- ingu og borðaðstöðu, tvö svefnherbergi, fataherbergi innaf hjónaherbergi, þvotta- herbergi og flísalagt baðherbergi. Verð 21,0 millj. Háteigsvegur Mjög falleg um 70 fm risíbúð á 2. hæð auk sérgeymslu í kj. Íbúðin er þó nokkuð endurn. og skiptist í forst., stofu og borðstofu, eldhús m. góðri borðaðst., tvö herb. og flísal. bað- herb. Nýlegur linoleumdúkur á gólfum. Verð 11,5 millj. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Reynir Björnsson, löggiltur fasteignasali Er með ákveðinn kaupanda að 4rta-5 herbergja íbúð, hæð eða sérbýli með bílskúr, í vesturbæ Kópavogs. Verðhugmyndir liggja á verðbilinu frá 16 til 25 millj. Viðkomandi aðili getur boðið upp á mjög rúman afhendingartíma. Allar nánari upplýsingar gefur Reynir Björnsson á skrifstofu. Átt þú fasteign í vesturbæ Kópavogs? Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.