Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Landshlutinn sunnan frá Reykja- nestá, fyrir Hvalfjörð, upp að Húsafelli og inn á Kaldadal er rík- ur af andstæðum. Átök hafsins við hraunbrúnirnar á Reykjanesskaga eru áhrifamikil myndbirting and- stæðna; ásýndin hvöss, oft að mestu í svörtu og hvítu. Hinsvegar er blíð og búsældarleg fegurð Borgarfjarðar þar sem ár renna í sveigum um fagurlega gróið land. Andstæður birtast ekkisíður í mannlífinu þegarlitið er yfir þetta sviðöld fram af öld. Erhægt að hugsa sér meiri andstæðu en skinnklæddan sjómann suður með sjó, sem ýtir bátskel úr vör uppá líf og dauða, og á hinn bóginn laxveiðimann nú- tímans sem mundar veiðistöng við borgfirzka á, býr í lúxusveiðihúsi og sleppir laxinum sem hann veiðir? Þessi landshluti andstæðna hefur í aldaraðir verið heimkynni mikilla listamanna. Á Elliðavatni og í Her- dísarvík erum við minnt á æskuár og ævilok Einars Benediktssonar. Á þessari slóð hittum við nokkra málara, til að mynda Svein Björns- son í Krýsuvík, Gunnlaug Scheving í Grindavík, sjáum Ásgrím Jónsson við trönur sínar í Húsafellslandi og komum við hjá fjöllistamanninum Páli Guðmundssyni, sem býr og starfar á Húsafelli. Margir fleiri listamenn koma við sögu. Sagt er frá eftirtektarverðum einstakling- um eins og Ólafi Þorvaldssyni í Herdísarvík, Sigurði Þórólfssyni á Hvítárbakka og Þórði blinda á Mó- fellsstöðum. Fyrir utan Herdísarvík og magn- aða náttúru Krýsuvíkur er af mörgu að taka á Reykjanesskaga; við hugum að landnámi og sjósókn í Grindavík fyrr á öldum, komum á Reykjanes þar sem landið er í sköp- un, heimsækjum séra Hallgrím á Hvalsnesi og rifjum upp eitt mesta stórviðri Íslandssögunnar sem eyddi verzlunarstaðinn Básenda. Fegurð Heiðmerkur þekkir nú- tímafólk vel en veit ef til vill minna um sögu Elliðavatns, bæði jarðar- innar, þar sem voru stærstu engjar í landnámi Ingólfs, og þær breyt- ingar sem orðið hafa á vatninu. Við lítum á minjar um hið forna Kjal- arnesþing sunnan við vatnið og hugum að mannlífi á Kjalarnesi fyrr og síðar. Að sjálfsögðu er brugðið ljósi á borgarfjall Reykvíkinga, Esj- una, svo og búskap fyrr og nú á Kjalarnesi. Í Hvalfjarðarbotni er komið við í kaupstað Ávangurs hins írska og fylgzt með dramatískum endalokum Harðar Grímkelssonar og annarra Hólmverja við Þyrilsnes á 10. öld. Á Miðsandi og í Hvítanesi eru merkar herminjar og upp eru rifjuð brosleg átök herveldanna við álagablett. Við hittum Sveinbjörn, allsherjargoða á Draghálsi, lítum á Saurbæjarkirkju nútímans, og á Leirá er okkur boðið til stofu hjá Magnúsi Stephensen, einum voldugasta manni landsins á 18. öld. Borgarfjörður norðan Skarðs- heiðar og sunnan Hvítár er að öðru leyti viðfangsefni bókarinnar; við sjáum á ljósmyndum frægar veiðiár renna í glæsilegum sveigum og fylgjum Hvítá frá upptökum til ósa, móðurfljóti héraðsins. Brugðið er upp myndum af frægum og fögrum veiðistöðum í Grímsá, Reykjadalsá, Flóku og Hvítá. Litið er inn í bú- vélasafnið á Hvanneyri; við kynn- umst sögu höfuðbólsins Hvítárvalla og skólasetrinu á Hvítárbakka. Reykholti á dögum Snorra er helgaður kafli og brugðið ljósi á sagnameistarann og stórskáldið heima og heiman; einnig Reykholt nútímans, nýju kirkjuna og Snorra- stofu. Næsti áfangastaður er Húsafell, fjölsóttur ferðamannastaður þar sem náttúrufegurð í Borgarfirði nær hámarki með Eiríksjökul í önd- vegi. Við hittum frægasta ábúanda á jörðinni, séra Snorra, sjáum hann kveða niður sendingar vestan af Fjörðum og stikla með Húsafells- helluna kringum kvíarnar. Við hitt- um Ásgrím og fleiri Húsafellsmál- ara, en að síðustu liggur leiðin uppá hálendið með Kristleifi Þorsteins- syni, sem nú er látinn, en stóð að búháttabreytingu á þessari frægu jörð. Upp er rifjað þegar bókarhöf- undurinn fór sumarið 2001 í ógleymanlega vélsleðaferð með honum inn á Langjökul. Slóð bók- arinnar lýkur þar og á Kaldadal, þar sem hábunga Geitlandsjökuls rís yfir farveg Geitár og hvass- brýndar undirhlíðar. Margar ólíkar ásýndir Kleifarvatns Við Kleifarvatn væri víða vel þeg- ið að geta lagt bíl án þess að hann sé fyrir, en það er hér eins og víð- ast hvar, að vegagerðarmenn hugsa lítið fyrir slíku. Þó ber þess að geta með þakklæti að bílastæði er uppi á Syðristapa, enda er þar einn feg- ursti staðurinn við Kleifarvatn og raunar í öllu nágrenni Krýsuvíkur. Frábært útsýni gefst af Syðristapa norður yfir vatnið þar sem Innri- stapi, merktur á skilti sem Stef- ánshöfði, skagar fram og til suð- vesturs þar sem Lambhagatangi rís uppúr vatninu eins og klettótt eyja, en tengist ströndinni með mjóu eiði. Myndrænt er þegar kvöldskugg- inn er fallinn á Sveifluháls; ekki gára á vatninu, en kvöldsólin gyllir Vatnshlíðina að austanverðu. Ein- hversstaðar þar er Gullbringa sem sýslan er nefnd eftir; menn eru þó ekki sammála um staðinn. Syðristapi er einskonar safn af þeim tilbrigðum móbergs sem til getur orðið þar sem eldgos kemst í snertingu við vatn, eða gýs undir jökli. Þessi tilbrigði hafa veðrazt og sumstaðar standa náttúrugerðir skúlptúrar sem eru misfagrir eftir birtu en oftast mikið augnayndi. Fegurðin við Kleifarvatn á sér margar ásýndir eftir birtu og árs- tíðum; hún er dularfull í þoku, hríf- andi á björtum vetrardegi og sú nekt sem einkennir þetta umhverfi er áhrifamikil á öllum árstímum. Ástæða er til að benda á að mó- bergsfjöll eins og Sveifluháls eru séríslenzkt fyrirbæri. Framtíðarland með firn af orku Um Móhálsadal liggur vegur; beygt er útaf Krýsuvíkurvegi suður við Vatnsskarð og liggur vegurinn vestan við Sveifluháls og framhjá Hrútagjá, en síðan yfir slétt hraun að Lækjarvöllum, Djúpavatni og áfram suðvestur að Vigdísarvöllum. Á Ísólfsskálaveg er komið hjá Lats- fjalli og hægt að loka áhugaverðum hring með því að koma Krýsuvík- urleiðina framhjá Kleifarvatni til baka. Í Móhálsadal eru víða eldstöðvar og þar voru upptök Krýsuvíkurelda á 12. öldinni. Dalurinn nær yfir mikið flæmi að Vesturhálsi og hefur einhverntíma orðið í honum stöðu- vatn af bráðnu hrauni, sem síðar hefur fundið sér útrás. Þessvegna er dalurinn flatur í botninn; þar rík- ir grámosinn einn og fé Krýsuvík- Bókarkafli – Gísli Sigurðsson hefur ljósmyndað landið frá Reykjanesi upp í Borgarfjörð og í bókinni Seiður lands og sagna eru hátt í 400 myndir. Bók- artextinn fjallar hins vegar að mestu leyti um merkilegt fólk, sem búið hefur á þessu svæði suðvestanlands allt frá landnámi. Fegurð lands og fótspor kynslóða Hvalfjörður og Skarðsheiði. Fegurð Skarðsheiðar nýtur sín bezt í heild frá þjóðveginum í Hvalfirði. Þaðan ber Skarðsheiði yfir Hvalfjarðarströnd. Vestast í þessum fjallaklasa ber Skarðshyrnu hæst. Upp af Seltúni í Krýsuvík er hverasvæði, sérkennilega litfagurt og minnir á brennistein sem tekinn var þar og víðar í Krýsuvíkurlandi og notaður til púðurgerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.