Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 41 Dagar þessa kirkjuárssem nú er að kveðjahafa liðið burt einnaf öðrum, og dálítiðhratt, þykir mér, og hinir síðustu eru á förum. En eins og flestir vita byrjar nýtt með 1. sunnudegi í jólaföstu, sem að þessu sinni ber upp á 28. nóv- ember. Á slíkum tímamótum er öllum hollt að líta um öxl og rýna í spor- in, athuga hjartað og ávexti þess. Hefur verið dvalið í myrkvuðum afkimum, skúmaskotum, eða verkin unnin í björtu dagsljósinu, fyrir opnum tjöldum? Hefur verið gengið á vafasömum, grýttum brautum, eða á öruggum stíg? Og var einhver með í þeirri för, e.t.v. hjálparinn mesti og besti, eða var einungis treyst á eigið hyggjuvit? Vafalaust eru dæmin um hvort tveggja, þótt alltaf finnist mér jafn dapurleg hugsunin sem ekki gerir ráð fyrir hinu yfirnátt- úrulega í þessu sambandi, hlut al- mættisins í lífi mannskepnunnar. En við því er fátt að gera, annað en vona að fólk taki sönsum, vitk- ist í náinni framtíð. Sennilegast er, að öll höfum við upplifað margt á þessu kirkjuári sem nú er bráðum á enda runnið. Sumt af því gott, annað verra. Það er nefnilega ekki alltaf sól og blár himinn. Og nokkuð víst er, að ekki hefur okkur líkað allt sem nú er að baki og við skildum eftir. Orð sem féllu í reiðikasti, eða hin – þessi góðu – sem aldrei voru töl- uð, þótt full ástæða hefði verið til. Og annað af þeim toga. En nú er enn eitt árið innan seilingar og með því ný tækifæri. Enginn veit samt nákvæmlega yf- ir hverju það kann að búa, hvað aldan mun taka í fang sitt. En það er víst að hún verður gömul eins og forverar hennar, og brotnar síðan 26. nóvember að ári, og önn- ur tekur að rísa daginn eftir, með aðventunni sem þá byrjar. Einhver þekkasti boðunar- og huggunartexti síðari tíma ber á ís- lensku heitið „Sporin í sandinum“ og er oftast talinn vera eftir Mary Stevenson (1922–1999), og hafa verið saminn árið 1936. Þarna er eiginlega um að ræða prósaljóð eða örsögu, en fyrir nokkrum ár- um færði Sigurbjörn Einarsson þetta í eftirfarandi búning, eins og honum einum er lagið: Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann. „Mitt barn,“ hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við að sporin voru aðeins ein. Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ Í dag, þegar við lítum til baka og jafnframt inn í óvissuna, skul- um við halda okkur fast í þennan mann og Guð, Jesú Krist, sem við um komandi jól fögnum í mynd lítils barns í jötu, og þá mun ald- an, sem að lokum hnígur í jarð- nesku lífi okkar, skila okkur heil- um á land. Andspænis myrkri og kulda þessa heims og á framandi vegunum er aðstoð meistarans okkur nauðsynleg; án hennar fáum við ekki ratað inn í höfnina eilífu. Eða eins og fram kemur í sálminum: Þótt æði stormar heims um haf, ei háski granda má oss, þeir bát vorn fært ei fá í kaf, því frelsarinn er hjá oss. Ei öldur skaða’ oss hót, því hann, er haf og vinda stöðva kann, þeim bægir burtu frá oss. Hin gamla og reynda far- arblessun úr Austurkirkjunni verður svo lokakveðja mín á þessu kirkjuári og jafnframt veganesti til þín, lesandi minn, yfir á hið nýja: Drottinn gangi undan þér og vísi þér rétta leið. Drottinn gangi við hlið þér svo hann geti tekið þig sér í fang og verndað gegn hætt- um til hægri og vinstri. Drottinn gangi eftir þér og varðveiti þig fyrir falsi vondra manna. Drottinn veri undir þér og lyfti þér er þú hrasar. Drottinn veri í þér til að hughreysta þig er þú missir kjarkinn. Drottinn veri umhverfis þig til að vernda þig gegn árásum. Drottinn veri yfir þér og blessi þig, já, náðugur Guð blessi þig í dag og á morg- un. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þá er kirkjuárinu að ljúka, eina ferðina enn; á sunnu- daginn kemur tekur nýtt við, þegar aðventan heilsar. Sigurður Ægisson lítur til baka og spyr hvort lands- menn séu ánægðir með gjörðir sínar á liðnum mánuð- um, eða hvort eitthvað hefði kannski mátt gera betur. Sporin HUGVEKJA Bridsdeild FEBK, Gjábakka Þriðjudaginn 16. nóv. var spilaður tvímenningur á 5 borðum. Meðalskor var 100. Úrslit urðu þessi í N/S: Magnús Halldórsson – Ólafur Lárusson 118 Guðm. Magnússon – Magnús Guðmss. 107 Eysteinn Einarss. – Jón Stefáansson 99 A/V: Aðalheiður Torfad. – RagnarÁsmundss. 115 Ólafur Ingvarss. – Ragnar Björnsson 102 Ásta Erlingsd. – Jóhanna Gunnlaugsd. 92 Bridskvöld yngri spilara Það var góð mæting miðvikudag- inn 17. nóv. Þegar MH-ingar fjöl- menntu í Síðumúlann. 13 pör spiluðu barómeter, alls 20 spil. Lokastaðan: Gunnar B. Helgason-Örvar Óskarsson 54 Ómar F. Ómarss.-Guðbjörg E. Baldursd. 28 Ari Már Arason-Inda Hrönn Björnsdóttir 24 Atli Antonsson-Agnes F. Gunnlaugsd. 13 Gauti Gíslason-Hjalti Pálsson 9 Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð, alla miðvikudaga kl. 19. Allir yngri spilarar eru velkomnir, sérstaklega framhaldsskólanemend- ur sem hafa eða hafa haft brids sem valgrein. Umsjónarmaður í vetur verður Sigurbjörn Haraldsson. Bridsfélag Suðurnesja Það er verið að spila tveggja kvölda barómeter og þessi pör skor- uðu mest fyrra kvöldið: Garðar Garðarss. - Kristján Kristjánss. 10 Randver Ragnarss. - Karl Einarss. 7 Sigríður Eyjólfsd. - Sigfús Yngvason 3 Keppninni lýkur á mánudaginn en annan mánudag hefst hraðsveita- keppni. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilaði tvímenning á 15 borðum fimmtudaginn 18. nóv. Efst vóru í NS: Leifur Jóhanness. - Aðalbj. Benediktss. 337 Elís Kristjánss. - Páll Ólason 297 Sigtryggur Ellerts. - Þorsteinn Laufdal 299 Jón Bjarnar - Leó Guðbrandsson 288 AV Kristinn Guðmss. - Guðm. Magnússon 321 Sigurður Björnss. - Auðunn Bergsvss. 320 Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 312 Guðlaugur Árnas. - Jón P. Ingibergss. 307 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 18. nóv. var spilað 3ja kvöldið af 4 í barómeterskeppni. Hæsta skor kvöldsins: Sigurður Sigurjónss. og Ragnar Björnss. 80 Hrafnhildur Skúlad.og Jörundur Þórðars.72 Gísli Steingrss, og Óskar Sigurðsson 70 Staðan eftir 3 umferðir er þá þessi: Björn Jónsson og Þórður Jónsson 185 Ragnar Jónsson og Georg Sverrisson 151 Þórður Jörundsson og Vilhj.r Sigurðsson150 Hermann Friðriks. og Sigurj. Tryggvas. 127 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Faxaskjól - Við sjávarsíðuna Vorum að fá í einkasölu 252 fm einbýlishús við Faxaskjól í Vesturbænum. Húsið skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og fjögur herbergi. Í kjallara er 3ja herb. íbúð með sérinngangi (einnig innangengt). Húsið hefur töluvert verið standsett. Góð staðsetning. Frábært útsýni. Verð 45 millj. 1526 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Smiðjuvegur Tilboð óskast í þetta hús til brottflutnings. Það stendur við Smiðjuveg í Kópavogi. Húsið, sem er byggt úr timbri árið 1985, er 57,3 fermetrar. Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Logafold 62 - tvær Íbúðir Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Um er að ræða mjög glæsilega 212 fm efri hæð með innbyggðum 43,7 fm tvöföldum bílskúr og 138,3 fm aukaíbúð á jarðhæð, samtals 393 fm. Aðal- hæðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, búr, borðstofu, stofu, arinstofu, óinn- réttað risloft og herbergisálmu með fjórum svefnherbergjum og baðher- bergi. Nýlegar innréttingar, gólfefni og stórar suðursvalir frá stofu og svefn- herbergi. Eigninni fylgir stórglæsileg og vönduð nýinnréttuð 138,3 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérbílastæði. Garður í góðri rækt með sólverönd. Fallegir franskir gluggar í húsinu. Stutt er í alla þjón- ustu og má þar nefna skóla, sundlaug, skíðabrekku og verslanir. Verð 47 millj. (453) Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í sím 510 3800. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Miðborg kynnir tvær stórglæsilegar þak- íbúðir á besta stað við Skúlagötu með frábæru útsýni. Íbúðirnar, sem eru á tveimur hæðum, eru 151,5 og 142,5 fm, ásamt stæðum í bílageymslu. Íbúðirnar skiptast í glæsileg eldhús, stórar stofur, 3-4 svefnherbergi, falleg baðherbergi á báðum hæðum og þvottahús. Íbúðirnar eru í langtímaleigu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar í síma 533 4800 SKÚLAGATA - ÞAKÍBÚÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.