Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna UM 40 kindur brunnu inni þegar eldur kviknaði í hlöðu á bænum Hrútatungu í Hrútafirði á föstu- dagskvöldið. Hjónin Sigrún Sigur- jónsdóttir og Gunnar Sæmundsson búa í Hrútatungu með rúmlega 400 fjár og voru um 100 fjár í bygging- unni sem brann. Tókst bóndanum og nágrönnum sem komu til hjálpar með snarræði að bjarga fjölda fjár út úr brennandi byggingunni. Að sögn Sigrúnar fundu Gunnar og annar maður sem aðstoðaði við að ná fé út úr húsunum fyrir óþægind- um í hálsi og voru þeir á sjúkrahúsi í fyrrinótt vegna gruns um reykeitr- un. Þeir fengu að fara heim í gær að lokinni skoðun. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Hlaðan er áföst stóru fjárhúsi og tókst að bjarga öllu fé sem þar var inni og koma í veg fyrir að eldur bærist í fjárhúsið. Tókst að bjarga fjárhúsunum „Hlaðan sem brann var að hálfu notuð sem fjárhús,“ segir Sigrún. „Það hefur sennilega kviknað í dráttarvélinni. Hún var sett þarna inn vegna þess að það var svo kalt. Húsbóndinn, sem var einn heima, var búinn að gefa klukkan sex en hann varð var við eldinn um hálfátta. Þá dreif mjög fljótt að nágranna og slökkviliðið á Borðeyri sem kom fyrst. Það bjargaðist sem bjargað varð en það hefur áreiðanlega staðið tæpt að bjarga fjárhúsunum en það tókst. Slökkvilið kom einnig í tæka tíð frá Hvammstanga og Búðardal.“ Ljóst er að mikið tjón hefur orðið í brunanum. Að sögn Sigrúnar er þakið á hlöðunni ónýtt og innrétt- ingar að einhverju leyti líka. ,,Það er alltaf mikið tjón þegar svona á sér stað og það er auðvitað andstyggilegt þegar skepnur far- ast,“ segir Sigrún. Sigrún segir að slökkvistörf hafi gengið vel og var búið að ráða nið- urlögum eldsins um kl. hálfeitt í fyrrinótt. Voru menn á vakt við hlöð- una í fyrrinótt og bar enn á glóð í sperrum í gærmorgun. Sigrún segir að það hafi verið lán í óláni að veður var stillt meðan á björgunaraðgerð- um stóð og engin ófærð þegar þetta gerðist. Hins vegar var mikið frost eða allt að 18 gráður. Útveggir hússins eru steyptir og gerir Sigrún ráð fyrir að reynt verði að setja nýtt þak á bygginguna. Misstu um 40 kindur í hlöðu- brunanum Bóndinn og annar maður á sjúkra- hús vegna gruns um reykeitrun Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Bjarki Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Hvammstanga, við dráttarvélina sem brann í hlöðunni að Hrútatungu, en hún er talin brunavaldur. Miklar skemmdir urðu í brunanum og um 40 kindur brunnu inni. ÞESSI silkitoppur á Húsavík bar sig nokkuð vel í kuldanum en sjaldan hefur sést jafnmikið af silkitoppi hér á landi og í vetur. Heimkynni hans eru einkum í barrskógum Skandinavíu enda lifir hann að mestu á berjum. Silkitoppurinn er sólginn í epli en lítið þýðir að gefa honum hefð- bundið fuglakorn. Hann hefur aldrei verpt hér á landi svo vitað sé en hefur komið hingað í hundraðatali í vetur og sést víða um landið. Þannig sáust til að mynda um 60 fuglar á Akureyri í fyrradag, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings og ljósmyndara. Jóhann Óli segir menn tengja ferðir silkitoppsins hingað því að óvenjugóð skilyrði hafi verið fyr- ir hann á heimaslóðum í vor og að lítið hafi verið orðið um fæðu fyrir hann þar og hann því leitað til Íslands. Raunar óvenju snemma því vanalega komi silki- toppurinn hingað seint að vetr- inum. Jóhann Óli segir silkitopp- inn leita uppi skóglendi eða svæði með trjágróðri eins og gróna garða og hreki þá oft þrestina á brott enda nokkuð heimaríkur. Jóhann Óli segir ekki ástæðu til að óttast um afrdrif fugla í því kuldakasti sem gengið hefur yfir landið. Að vísu fari mikil orka í það hjá fuglunum að halda á sér hita en þetta séu aðeins nokkrir dagar og fuglinn eigi vel að þola þá en hins vegar reynist um- hleypingar fuglunum oft erfiðari. Mikið af silkitoppi Ljósmynd/Sigurður Ægisson SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr var skipuð sendiherra fyrst kvenna árið 1991 og hefur starfað í utanríkisþjónustunni í rúman ald- arfjórðung. Hún segir í viðtali við Helgu Krist- ínu Einarsdóttur í Tíma- riti Morgunblaðsins að eitt minnisstæðasta at- vikið frá fyrstu árum sínum sem sendiherra, sé afhending trún- aðarbréfs í Eistlandi og Lettlandi. „Mig hafði aldrei órað fyrir því að fá tækifæri til þess að leggja hönd á plóginn í upphafi diplómatískra samskipta Íslands við Eystrasaltslöndin, þegar við Petrína Bachmann, samstarfskona mín í sendiráði Íslands í Moskvu, fórum í helgarferðir til landanna vorið 1981,“ segir hún. Sigríður Ásdís skrifaði jafnframt í dag- bók í Tallinn: „Ég sé hér í anda Sovét- Ísland óskalandið. Í Moskvu er ég vön að standa utan við allt, vera meira áberandi út- lendingur en nokkurs staðar þar sem ég hef áður verið, en hér er ég stöðvuð á götu og spurð til vegar eða um tímann, tekin fyrir Sovétborgara, tilhugsunin er ógnvekjandi.“ Annað minnisstætt atvik varðar síðan af- hendingu trúnaðarbréfsins í Lettlandi og ökuferð yfir landamærin við Eistland um miðja nótt með laumufarþega sem falinn var undir teppi. „Í dag er samkennd okkar með Eystrasaltsríkjunum enn mjög rík og frændgarðurinn er alltaf að stækka, þar sem þau skipa sér æ meira á bekk meðal Norðurlandanna,“ segir hún. Sigríður er nýkomin heim frá París, þar sem hún hefur verið sendiherra síðastliðin fimm ár og fer bráðlega að kynna og und- irbúa framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Tekin fyrir Sovétborgara í Tallinn Sigríður Ásdís Snævarr  Tímarit „ÉG HELD að það væri gaman. Eddu- kvæðin gætu verið góður efniviður í sögu- legan dans,“ segir Robby Barnett, einn af stofnendum hins heimsfræga dansflokks Pilobolus, í viðtali við Morgunblaðið en Pilobolus heldur danssýningu hér á landi í mars á næsta ári. Barnett stofn- aði Pilobolus ásamt skóla- félögum sínum fyrir 35 árum og síðan þá hefur dansflokkurinn vakið sívaxandi athygli í Banda- ríkjunum og víð- ar um heim, fyr- ir sérstæðar danssýningar og ótrúlega fimi dansaranna. Barnett hefur komið til Íslands og seg- ist hafa mikinn áhuga á að búa til dans fyrir Pilobolus sem byggist á Eddukvæð- unum. „Pilobolus gerir bæði dansa sem byggj- ast á orku og hreyfingu og söguleg verk, sem byggjast á því hvernig hreyfingar geta þjónað sögunni. Eddukvæðin gætu verið góður efniviður.“ Vill semja dans upp úr Eddukvæðum  Vanþekking/58 Robby Barnett stofnandi Pilobolus GPG Norge, dótturfélag GPG fisk- verkunar ehf. á Húsavík, á þessa dagana í viðræðum um kaup á norska sjávarútvegsfyrirtækinu Mackzymal. Frá þessu var greint á norskum vefmiðlum í gær. Þar kem- ur einnig fram að fyrirtæki stórút- gerðarmannsins Kjell Inge Røkke, Norway Seafoods, standi að kaupun- um með GPG. Mackzymal er þriðja stærsta sjáv- arútvegsfyrirtækið í Noregi og er í eigu norska bjórframleiðandans Mack Bryggeri. Mackzymal var stofnað fyrir aðeins þremur árum en á í dag í miklum rekstrarerfiðleikum. Hefur fyrirtækið verið til sölu í tals- verðan tíma en Mack Bryggeri hefur tapað verulegum fjármunum á rekstrinum. Skip félagsins stunda að mestu bolfiskveiðar og hefur yfir að ráða umtalsverðum veiðiheimildum. Einnig stundar fyrirtækið vinnslu á ferskum fiski og gerir út rækjuskip. Á í viðræðum við Mack Margir stórir aðilar í norskum sjávarútvegi renna hýru auga til fé- lagsins en Jón Þórðarson, fram- kvæmdastjóri GPG Norge, staðfesti við norska blaðið Dagens Næringsliv að félagið ætti í viðræðum við Mack Bryggeri en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG Fiskverkunar, vildi heldur ekki tjá sig um málið. GPG Norge var stofnað í kjölfar kaupa GPG fiskverkunar ehf. á yfir 40% hlut í norska saltfiskrisanum Vanna, sem á og rekur fimm saltfisk- vinnslur og eina þurrkverksmiðju í Norður-Noregi. GPG í slagtogi við Røkke? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.