Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ landssögu Jónasar frá Hriflu um 40 ára skeið eftir 1924. Standmynd Vigelands skortir allt skáldskaparlegt inntak; hún sýnir luralegan karl í einhverskonar ryk- frakka og stígvélum og við getum ekki hugsað okkur höfðingjann og stórskáldið svo kurfslegt í útliti. Teikning Kroghs virðist vera af digrum, norskum bónda; raunar er hún talin vera sjálfsmynd höfund- arins. Íslenzkir myndlistarmenn hafa mjög fáir birt hugmyndir sínar um Snorra í frjálsum myndverkum, en nokkrir hafa teiknað Snorramyndir fyrir bækur, spil, frímerki og fleira. Allar eru þær meira og minna undir hinum norskættuðu áhrifum; það er mynd Kroghs og Vigelands sem menn hafa horft of mikið á. Halldór Pétursson bregst sjaldan en það ör- vasa gamalmenni sem hann teiknaði í kennslubók í Íslandssögu 1966 er út í hött. Málverk Jóhanns Briem af Snorra við Snorralaug er líklega eitt lakasta verk hans; sýnir tíræð- an öldung sem minnir á sveitunga Jóhanns, séra Valdimar Briem. Vaxmynd af Snorra eftir Ernst J. Backman á sýningu sem stendur í Perlunni er að mínu viti gerð af innsæi og listrænni tilfinningu. Höf- undurinn hefur lagt sig fram um að setja sig inn í aðstæður Snorra og útfærslan er áhrifamikil. Mig grun- ar samt sterklega að Snorri hafi ekki litið svona út; norska fyrir- myndin sé enn á ferðinni. En hvað er til merkis um að Snorri hafi ekki verið feitur durgur? Árið 1979 gaf Sögufélagið út bók- ina Snorri – átta alda minning. Þar er birt ritgerðin Hvernig var Snorri í sjón? eftir Helga Þorláksson sagn- fræðing. Hann segir þar meðal ann- ars: Var Snorri skeggjaður? Erfitt er að fullyrða um það en mjög líklegt að skegg það hið mikla sem Krogh lætur breiða sig niður um bringu Snorra sé tímaskekkja. Eftir mynd- um að dæma voru norskir höfð- ingjar á fyrri hluta 13. aldar með öllu skegglausir eða með mjög lítið, fínlegt skegg. Íslenzkir höfðingjar hafa líklega almennt farið að dæmi þeirra, ekki sízt Snorri. Til er mynd sem talin er sýna Skúla hertoga, vin Snorra, og hann er þar án skeggs. Ennfremur segir Helgi: Á grundvelli þess sem hér hefur verið tínt til um Snorra má ætla að hann hafi verið hvorki hávaxinn né þrekvaxinn en léttur á fæti og fimur í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Sturla Þórðarson lýsir Snorra, frænda sínum svo þegar sótt var að honum: „En hann hljóp upp og úr skemmunni og í hin litlu húsin, er voru við skemmuna.“ Hér er ekki verið að lýsa þungfærum manni. Sú saga er sögð, segir Helgi í rit- gerð sinni, að Snorri hafi birzt Gunnlaugi Scheving listmálara í draumi. Scheving mundi vel draum- inn og lýsti Snorra þannig: Lágvax- inn og grannur, rauðhærður og sköllóttur og bar merki langvarandi áfengisnotkunar.“ Því miður út- færði Scheving ekki þessa draum- sýn í mynd. Snorri gæti hafa erft skáldskapargáfuna frá Agli forföður sínum Skallagrímssyni. Að öðru leyti hefur hann verið af allt öðru bergi brotinn; vék sér undan frem- ur en að berjast og vakti engum manni blóð. Ég er sammála Helga Þorlákssyni og sé mesta rithöfund miðalda þannig fyrir mér: Hann er smávaxinn á nútíðar mælikvarða; samt svipmikill, með skalla og hátt enni; hárið rauðleitt en hefur gránað með aldri. Nefið er fínlegt en augun eru stór og sterk. Hann er skegglaus að hætti norskra höfðingja; klæddur eins og þeir, hendurnar hvítar og fínlegar, líkt og þeim hafi ekki verið dýft í kalt vatn. Svipmót og fas ber ótvírætt merki yfirstéttar- og menntamanns; auðséð að þar er stórgáfaður mað- ur. Í Móhálsadal, norðan við Sveifluháls, eru margar eldstöðvar sem létu til sín taka í Krýsuvíkureldum á 12. öld. Myndin er tekin ofan af Vesturhálsi og sést lækurinn sem rennur úr Djúpavatni. Bókin Áfangastaðir suðvestanlands úr bókaröðinni Seiður lands og sagna eftir Gísla Sigurðsson kemur út hjá Skruddu. Bókin er prýdd fjölda mynda og er 359 bls. Snorri Sturluson. Hugmynd Ernsts J. Backmans, auglýsingateiknara og sýn- ingarhönnuðar, en myndina getur að líta á fastri sýningu hans í Perlunni á Öskjuhlíð. Hér er afar vel gerð, raunsæisleg útfærsla, en nú þykja líkur benda til þess að Snorri hafi verið grannvaxinn og skegglaus eins og vinir hans í Noregi. Í bókinni eru nokkrar Snorramyndir norskra og íslenzkra listamanna, þar á með- al ný tilgátumynd bókarhöfundarins. Í sland er óþrjót-andi brunnurfrásagna og myndefnis. Gísli Sigurðsson, rithöf- undur og blaða- maður, hefur sótt í þann brunn í ritröð sinni, Seiður lands og sagna. Nú er komið út þriðja bindið, sem ber tit- ilinn: Áfangastaðir suðvestanlands. Spurður um mark- miðið segir Gísli: „Ég setti mér það markmið að búa til fallegustu bók ársins 2004 og sama markmið hafði ég raunar með tveim síðustu bókum mínum. Þessu markmiði reyni ég að ná í fyrsta lagi með góðum ljós- myndum, í annan stað með áhugaverðum texta og í þriðja lagi með góðri bókarhönnun. Það er óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að bókarhöfundur vinni alla þessa verkþætti sjálfur, auk þess að teikna myndir og mála þar sem þarf, en allt er þetta hluti af höf- undarverkinu. Þegar myndræni hlutinn er sterkur vill textinn falla í skuggann, en ef að er gáð á hann ekki að vera myndunum síðri og lengd hans samsvarar miðlungsjólabók. Til þess að fyr- irbyggja misskilning vil ég taka fram að bókinni er ekki ætlað að fínkemba svæðið og að hver markverður staður fái umfjöllun, heldur vel ég mér þá áfangastaði sem mér sýnast áhugaverðastir. Það er sérkennilegt, en hefur komið í ljós, að erfiðlega gengur að flokka bækur af þessu tagi og því fá þær aldrei neinar tilnefn- ingar. Þetta er ekki hreinræktuð ljósmyndabók og textinn er ekki heldur sagnfræði í ströngum skiln- ingi, heldur er ýmsu blandað sam- an; áherzlan á lífsbaráttu kynslóð- anna og einstaka framúrskarandi einstaklinga. Markmiðið er að gera þjóðfræði skemmtilega og stundum leyfi ég mér sviðsetn- ingar. Til að mynda er litið inn í Herdísarvík á meðan Einar skáld Benediktsson er heimagangur hjá Ólafi bónda og Sig- rúnu; ég lít inn hjá vermönnum í hrip- leku skýli á Sela- töngum, kem við hjá þeim Guðríði Sím- onardóttur og Hall- grími Péturssyni í kotið þeirra á Hvals- nesi og tek á móti Benedikt Sveinsyni assessor og frú Katrínu við komu þeirra að Elliðavatni. Eins og stríðs- fréttaritari ligg ég í leyni við Þyrilsnes og horfi á Hólmverja brytjaða niður eftir að þeir voru ginntir til að koma í land úr Geirs- hólma og síðar í tímanum lít ég inn hjá Magnúsi Stephensen á Leirá og hitti þar fyrir stásslegan höfðingja og menningarvita sem minnir á málverk af frönskum 18. aldar hefðarmönnum. Að sjálf- sögðu lít ég inn hjá Snorra Sturlu- syni í Reykholti. Þá hefur hann verið að gifta eina dóttur sína til að krækja sér í aukin völd og áhrif, en stemningin í skálanum í Reykholti er hvorki hátíðleg né þægileg. Og síðast en ekki sízt; í raunveruleikanum heimsæki ég Þórð blinda á Mófellsstöðum í Skorradal, stórgáfaðan hagleiks- mann. Mér kom á óvart þegar ég fór að ljósmynda Reykjanesskagann hvað hann er myndrænn og magnaður. Sá styrkur nær há- marki í landi Krýsuvíkur, þar sem nú er fólkvangur á Reykjanesi. Flestir þekkja umhverfi Kleif- arvatns, en færri þekkja Móháls- adal og leiðina þaðan upp á Vest- urháls. Þaðan sést niður í Sogin, djúpan dal milli Vesturháls og Grænudyngju og þar er áreið- anlega litríkasti og einhver áhrifa- mesti staður í nágrenni Reykjavík- ur. Ef ég ætti að draga út fáeina aðra myndræna staði eða svæði þá vil ég nefna Reykjanes, Mó- skarðshnjúka, austast í Esju, Botnsdal inn af Hvalfirði, Skorra- dal og land Húsafells allar götur upp á Kaldadal, en þar hef ég sett punktinn.“ Gísli Sigurðsson Markmiðið var að búa til fallegustu bók ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.