Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 4

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 4
4 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLDI árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum á tímabilinu frá 2001 til 15. október 2004 var 17.336. Þar af voru 12.508 árangurslaus fjár- nám gerð hjá körlum en 4.828 hjá konum. Fjöldi árangurslausra fjár- náma hjá fyrirtækjum á þessu sama tímabili var 5.131. Í heild námu ár- angurslaus fjárnám hjá einstakling- um og fyrirtækjum, á þessum tíma, rúmlega 61 milljarði króna. Kemur þetta fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra, Björns Bjarna- sonar, við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar. Jóhanna fjallar um þetta svar á vef sínum: althingi.is/johanna/. Bendir hún þar á að heildarfjárhæð árangurslausra fjárnáma hafi verið helmingi hærri hjá einstaklingum en fyrirtækjum. „Kannske er það at- hyglisverðast líka að af 42 milljarða heildarfjárhæð krafna áttu karlar 85% þeirra eða 35 milljarða en konur rúma 6 milljarða króna eða einungis 15%,“ skrifar þingmaðurinn. Hún bendir á að ríkissjóður hafi verið stærsti kröfuhafi hjá einstak- lingunum. Kröfur hans námu 22 milljörðum. Næstir komu bankar og aðrar lánastofnanir með tæpa 11 milljarða. Þar á eftir komu svo aðrir einkaaðilar og aðrir opinberir aðilar. Árangurslaus fjárnám Heildarfjár- hæð nam 61 milljarði ALÞJÓÐLEGAR brunarannsóknir í jarðgöngum undir stjórn dr. Hauks Ingasonar, sérfræðings hjá Sænsku brunamálastofnuninni, hafa svipt hulunni af vanmetinni hættu sem stafar af brennandi flutningabílum með „venjulegan“ farm, þ.e. húsgögn og aðar vörur sem ekki eru flokkaðar sem hættu- leg efni. Í ljós hefur komið að flutn- ingabílar með venjulegan farm geta skapað jafnmikla hættu og brenn- andi olíuflutningabílar. Ný þekking sem rannsóknirnar hafa leitt af sér er þegar farin að skila sér í hertum öryggiskröfum við hönnun jarð- ganga í Evrópu og víðar. Orkan í brennandi bíl er mæld í megavöttum og sýndi viðamikil til- raun Hauks í fyrra að 10 tonna flutningabíl fullur af húsgögnum getur gefið allt að 200 mw orku, sem er álíka og brennandi olíuflutn- ingabíll. Hitinn sem myndast við slíkan bruna var einnig mun meiri en almennt var talið, eða allt að 1.350 gráður í stað 1.000 gráða eins og talið var. Haukur hefur starfað hjá Sænsku brunamálastofnuninni í 15 ár og stóð fyrir tilrauninni í norsk- um jarðgöngum í fyrra. Undirbún- ingurinn tók eitt ár og kostaði rannsóknin um 80 milljónir ís- lenskra króna og fékkst fjármagn hjá vegagerðum og iðnaðargeiran- um á Norðurlöndum. Niðurstöðurnar komu vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar komu vísinda- mönnunum ekki á óvart en öðrum brá mjög í brún við þær. Tilraunin fólst í því að kveikja í nokkrum mismunandi stórum flutn- ingabílum og mæla hversu hratt eldurinn breiddist út og hve mikla orku í MW eldurinn skapaði. Einn- ig var mælt hversu nálægt slökkvi- lið kæmist alelda bílunum. Þyngd þeirra var 3–10 tonn og kom gíf- urleg orka og hiti frá þeim þyngstu. Kom í ljós að slökkviliðsmenn kom- ust ekki nær en 15–25 metra frá bílunum vegna hita. „Markmiðið með tilrauninni var að sýna fólki fram á að flutningabíl- ar með venjulegar vörur geta skap- að samsvarandi bál og olíuflutn- ingabíll,“ segir Haukur. „Þótt eldur geti breiðst hraðar út í olíubíl verð- ur hættan samt að lokum sú sama.“ Nú, einu ári eftir tilraunina, eru afleiðingar hennar farnar að sjást með áþreifanlegum hætti með því að hönnuðir jarðganga eru farnir að breyta öryggisstöðlum með tilliti til niðurstaðnanna. Stendur m.a. til að breyta reglum um jarðgangagerð í Bandaríkjunum en til þessa hafa hönnunargildi fyrir jarðgöng verið of lág fyrir flutningabíla af þessari gerð að sögn Hauks. „Við erum einnig farnir að sjá mikla umræðu um notkun vatnsúðunarkerfa í stærri jarðgöngum. Við reyndum oft að vekja athygli á nauðsyn vatnsúðunarkerfa en umræðan var fremur dauf. Eftir tilraunina fór hún hins vegar á mikið flug og nú er svo komið að við erum orðnir þátttakendur í viðamiklum tilraun- um með gagnsemi þessara kerfa. Menn eru því farnir að gera sér grein fyrir því að ekki þýðir að horfa framhjá þeirri hættu sem getur stafað af vöruflutningabíl- um.“ Til að gefa nánari mynd af til- raunabílunum voru þeir ýmist hlaðnir ósamsettum húsgögnum, trébrettum eða pappírsrúllum. Seg- ir Haukur að mönnum hafi brugðið talsvert þegar kveikt var í bílunum og séð hversu geysilegt bál varð. Sem fyrr segir komust slökkviliðs- menn ekki alveg að bílunum vegna hita og urðu að staðnæmast 15 metra frá bálinu þegar best lét. Vakti þetta spurningar um getu slökkviliða til að ráða við eldsvoða af þessu tagi. Hitinn allt að 1.350 gráðum „Við sýndum líka fram á að hita- stig í svona brunum getur verið á bilinu 1.200–1.350 gráður sem þýðir að steypt jarðgöng undir vatni geta hrunið. Í kjölfarið var Sænska brunamálastofnunin fengin til að gera hitaprófanir á jarðgöngum fyrir vegagerðir. Þessar niðurstöð- ur hafa því leitt til mikilla breyt- inga, bæði fyrir okkur og marga sem vinna að hönnun jarðganga.“ Tekið skal fram að Hvalfjarðar- göngin myndu ekki hrynja þrátt fyrir bruna af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir þar sem þau eru grafin í gegnum berg en ekki upp- steypt. Haukur fagnar því að tilraunin hafi leitt til viðhorfsbreytinga með- al verkfræðinga og hönnuða sem eru farnir að grípa til ráðstafana gegn þessari leyndu hættu. Haukur nefnir að allt að 30% af allri umferð um jarðgöng í Evrópu eru flutningabílar með farm af þessu tagi. „Líkurnar á svona brun- um eru miklu meiri en eldsvoðum í olíubílum. Þess ber líka að geta að bílstjórar á olíubílum sæta mun meiri öryggiskröfum en aðrir flutningabílstjórar auk þess sem eftirlit með olíubílunum er mjög mikið. Sömu sögu er ekki að segja um venjulega flutningabíla.“ Þessu til viðbótar eru sum jarðgöng hönn- uð með það fyrir augum að banna umferð olíubíla, þar sem þau eru ekki gerð fyrir slíkt brunaálag, en tilraun Hauks sýnir að það er falskt öryggi ef öðrum flutningabílum er hleypt í gegn. Brennandi flutningabílar jafnhættulegir olíubílum Brennandi flutningabíll með viðarfarm. Niðurstöður Sænsku brunamála- stofnunarinnar sýna að hættan af slíkum bruna er vanmetin. Haukur Ingason tók þátt í rannsókn á brennandi flutningabílum í jarðgöngum Um 30% af allri umferð um jarðgöng í Evrópu eru flutningabílar SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2005, sem var til umræðu á stjórnarfundi í vikunni, er heimild til hækkunar á rafmagni og heitu vatni um 3,2% í júlímánuði næsta sumar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir heimild sem þessa hafa verið veitta árlega í fjár- hagsáætlun og því sé ekki um nýjung að ræða. Heimild til hækkunar fyrir þetta ár hafi verið nýtt, upp á 2,6%, og það muni skýrast á vormánuðum hvort heimild næsta árs verði nýtt. Það fari eftir þróun verðlagsmála í landinu og áhrifum breytinga á raf- orkulögum, sem taka gildi um næstu áramót. „Ef okkar kostnaður hækk- ar þá munum við væntanlega þurfa að grípa til einhverra hækkana.“ Hann bendir jafnframt á að und- anfarinn áratug hafi heitt vatn og rafmagn hækkað mun minna en þró- un byggingarvísitöla. Frá árinu 1993 hafi gjaldskrá raforku hjá OR hækk- að um 18% og heita vatnið um 40% á meðan byggingarvísitala hafi hækk- að um 55% og lánskjaravísitala um 92%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 39%.                                            Fjárhagsáætlun Orkuveitunnar Heimild til hækkunar um 3,2% í sumar ÞEIR sem ætla að selja skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósar- hreppi fyrir og eftir áramót verða að sækja um leyfi til slíks til lögreglu- stjórans í Reykjavík fyrir 10. desem- ber 2004. Lögreglan bendir á að leyfi eru aðeins veitt ef kröfur forvarn- arsviðs Slökkviliðsins eru uppfylltar. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 6. janúar. Nán- ari upplýsingar má finna á vef lög- reglunnar www.logreglan.is. Flugeldasalar sæki um leyfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.