Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 17 Fimmtudagur 25. nóvember 9.00 Skráning hefst 9.30 Þingsetning Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs. Umferðaröryggismál á krossgötum Stefnuræða Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. ,,Umferðarljósið“, verðlaunagripur Umferðarráðs, veittur í sjötta sinn þeim aðila, einstaklingi, stofnun eða samtökum sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Tónlist Ragnheiður Gröndal, söngkona. 10.30 Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Umferðaröryggisáætlun til 2016 Björn Ágúst Björnsson, formaður starfshóps um endurskoðaða áætlun. 10.40 Vegagerðin Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri. 10.50 Umferðarstofa Karl Ragnars, forstjóri. 11.00 Lögreglan Ólafur Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, formaður Sýslumannafélags Íslands. 11.10 Rannum – Rannsóknarráð umferðaröryggismála Hreinn Haraldsson formaður, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. 13.00 Árekstravarnir á vegriðsendum og á öðrum umferðarmannvirkjum auka umferðaröryggi Pål Bjur ráðgjafi, markaðsstjóri hjá Euroskilt AS í Noregi. 13.15 „EuroRAP“ (European Road Assessment Program) Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Ólafur Guðmundsson, stjórnarmaður í LÍA og FÍB fjalla um evrópskt gæðakerfi sem flokkar öryggi vega á sambærilegan hátt og bifreiðir eru stjörnumerktar eftir öryggi (EuroNCAP). 13.45 Áhrif umferðareftirlits lögreglu á umferðarhraða Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins. 14.00 Hefur áróður áhrif á umferðaröryggi? Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. 14.15 Fækkun umferðarslysa á Norðurlandi Ástríður S. Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði. 15.00 Aldur ökutækja og slys Kristján V. Rúriksson og Einar Einarsson, verkefnastjórar hjá Umferðarstofu. 15.15 Umferðarkannanir 1985–2002 Kjartan Þórðarson, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, og Valdimar Briem, sálfræðingur, Háskólanum í Lundi. 15.30 Liggur þér lífið á? Jón Sigurðsson, svæfingalæknir, nú starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins. 15.45 Ungir ökumenn og mat þeirra á hættu í umferðinni Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum. Föstudagur 26. nóvember 9.00 Slasaðir í umferðarslysum sl. 30 ár Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri lækninga, Slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.15 Áhrifaþættir meiðsla í umferðarslysum – munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða Guðmundur Freyr Úlfarsson, aðstoðarprófessor í byggingarverkfræði við Washingtonháskóla í St. Louis. 9.30 Slysin og mannslíkaminn Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.45 Af hverju ekur fólk ölvað? Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 10.00 Þróun alvarlegra umferðarslysa á Íslandi Einar Magnús Magnússon, fréttastjóri Umferðarstofu. 10.50 Framtíðarsýn í umferðarmálum (Mobility, Society and Traffic Safety) Max Mosley, forseti FIA (Federation Internationale De L´ Automobile). 11.15 Pallborðsumræður: Þátttakendur auk Max Mosley, Árni Sigfússon, formaður FÍB, Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þátttakendur skiptast í umræðuhópa samkvæmt dagskrárliðum þingsins. Talsmenn umræðuhópa gera grein fyrir starfi þeirra – ályktanir þingsins. 15.40 Þingslit. Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald með veitingum er 12.500 kr. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 23. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. UMFERÐARÞING 2004 Dagskrá Grand Hótel Reykjavík 25. og 26. nóvember urbænda hefur ekki haft mikið hag- lendi þar, nema við Lækjarvelli og mýrarvik við austurenda Djúpa- vatns. Lækurinn á Lækjarvöllum fellur í fallegum sveigum eftir vall- lendisflöt. Skemmtileg gönguleið og fremur greiðfær er þaðan vestur á Selvallafjall; þar til sést yfir Spá- konuvatn, Keili og vestanverðan skagann. Í norðaustri rís nálægur fjalla- klasi, Trölladyngja fjærst en Grænadyngja sunnar og síðan Fíflavallafjall næst Móhálsadal. Báðum megin við dyngjurnar sjást vestustu og austustu hverfi Reykja- víkur, Esjan í baksýn, en austar gnæfa Botnssúlur og Skjaldbreiður yfir Mosfellsheiði og „litlu sunnar Hlöðufell“. Næst í þessu útsýni eru Sogin, djúpur, giljum skorinn dalur, sunn- an og vestan við Grænudyngju. Þar er voldugt litaspil; gróðurtorfur sem verða dökkgrænar á sumri líkt og borið hafi verið á þær, þverskor- inn jarðlagastafli með ljósgráu bergi, aðallega leirlögum, upphit- uðum af jarðhita. Líparít eða ljós- grýti, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur nefndi svo, er ekki þarna að finna. Í Sogum er litskrúð- ugasta umhverfi í nánd við höf- uðborgarsvæðið og samt eru æði margir sem aldrei hafa litið það augum. Við erum ekki beint vakandi fyrir möguleikunum með annað eins land rétt við bæjardyrnar. Þar ætti að vera risið fjallahótel og jafnframt heilsuhótel sem nýtt gæti jarðhit- ann og hann er ekkert smáræði. Við Trölladyngju er eitt stærsta háhita- svæði á Reykjanesskaga og ónotað með öllu. Þangað þarf að leggja góðan veg, annaðhvort frá Höskuld- arvöllum vestanmegin eða úr Móhálsadal og búa til aðgengi fyrir alla þá sem ekki eru göngufærir. Möguleikar fyrir göngustíga um fjalllendið allt í kring eru óend- anlegir; má líta á það sem ómet- anlega auðlind fyrir almenning jafnt sem ferðaþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu að eiga aðra eins náttúru í næsta nágrenni. Ríkidæmi en lítið barnalán Snorri Sturluson er einn þeirra fjölmörgu þekktu einstaklinga sem Gísli fjallar um í skrifum sínum. Halldór Laxness hefur Brekku- kotsannál með því að vitna í vitran mann sem sagði, „að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“. Menn hafa samt gizkað á að skyndilegur viðskilnaður Snorra Sturlusonar við móður sína, þegar hann var á barnsaldri, hafi síðar komið fram í því að Snorri virðist lítt hafa bundizt eigin börnum til- finningaböndum. Barnalán hans varð eftir því. Ekki er heldur víst að Snorri hafi unnað Herdísi, fyrri eiginkonu sinni, sem hann skildi við, né heldur Hallveigu, sem hann gerði helmingafélag við. Sú ráðstöf- un samsvarar kaupmála og hefur verið ígildi hjónabands. Hvor- tveggja ráðahagurinn byggðist á að tryggja sér ríkidæmi. Hafi ástin ekki verið sem skyldi í hjónasæng- inni á Borg og í Reykholti, þá bætti Snorri sér það upp með frillum og framhjátökubörn átti hann. Í þeirri grein hafði hann líka fengið skóla í Odda þar sem Jón Loftsson og Sæ- mundur, sonur hans, og fleiri Odda- verjar voru sízt af öllu einnar konu menn og létu gjarnan frillur sínar standa fyrir búum á eignarjörðum. „Gerðist hann þá höfðingi mikill, því eigi skorti fé. Snorri var hinn mesti fjárgæzlumaður, fjöllyndur og átti börn við fleiri konum en Herdísi.“ Svo segir um Snorra árið 1206 í Sturlungu. Við getum laumast í huganum inn í skálann í Reykholti þar sem fjöl- skylda Snorra er saman komin eftir brúðkaupsveizlu. Snorri hefur gift Hallberu, dóttur sína, Árna Magn- ússyni og ég sé að vel fer á með ungu hjónunum. Snorri lyftir staupi og skálar en undirtektir eru dauf- legar. Í skálanum ríkir frekar dap- urleg stemmning. Sé ungan son Snorra og veit að hann er auk- nefndur „murtur“. Hann er lítill vexti, hnugginn í bragði, enda sagð- ur í ástarsorg. Ójú, hann er sagður bera hlýjan hug til stúlku af ætt Oddaverja og mörgum finnst ill- skiljanlegt hversvegna Snorri kem- ur í veg fyrir þann ráðahag. Jóni þykir líklega ekki mjög vænt um föður sinn. Síðar er ljóst að úr þess- um manni verður ekki neitt; hann fer utan til Noregs og er þar að öll- um líkindum á fylliríi þegar hann fær öxi í hausinn svo af hlýzt bani. Óheppilegt fyrir Gissur Þorvalds- son að hann hélt Jóni föstum þegar einhver annar slæmdi í hann öxinni; sérstaklega óheppilegt vegna þess að Gissur hafði verið tengdasonur Snorra. Það þótti gagnlegt að krækja saman Sturlungum og Haukdælum með því að Gissur gengi að eiga Ingibjörgu Snorra- dóttur. En ekki var þeim skapað nema að skilja og sonur þeirra dó í barnæsku. Órækja, sonur Snorra, er þarna einnig og virðist fremur forðast föð- ur sinn. Hann á eftir að taka þátt í ófriði og manndrápum og verða sjálfur fórnarlamb sjúklegs ofbeldis þegar Sturla, frændi hans, stingur úr honum auga og hálfgeldir hann við Surtshelli. Þá var barnalán Snorra í lágmarki þegar hann hafði lofað Órækju, syni sínum, Stafholti í kvonarmund við giftingu. Þegar til á að taka svíkur Snorri samkomu- lagið og vill senda Órækju til að taka við mannaforráðum vestur á Vestfjörðum. Samskipti þeirra feðga eiga eftir að snúast uppí fullan fjandskap og hefði líklega orðið bardagi þegar Órækja kemur suður í Borgarfjörð með áttatíu manna lið. En Snorri er þá ekki heima í Reykholti, heldur á búi sínu á Bessastöðum. Þar fréttir hann af liðinu og siglir þegar norð- ur yfir Faxaflóa, upp í Hvítá og hraðar sér heim í Reykholt. Hann þykist öruggur um sig með tvö hundruð manna lið sem hann skipar í virkið við bæinn. En það dugar ekki. Strákurinn er staðkunnugur og veit um leynigöngin. Á svip- stundu er hann kominn inn í bæ með vopnaða sveit. Ekki kemur til neinna meiðinga, en nú verður Snorri að standa við sín heit; Órækja fær Stafholt. Við sjáum líka dótturinni Hall- beru bregða fyrir. Hana hafði Snorri gift Kolbeini unga, skag- firzkum höfðingja, en hjónabandið varð óhamingjusamt. Þau voru barnlaus og skildu. Hallbera fór aft- ur heim til mömmu; þar missti hún heilsuna og dó á bezta aldri. Þetta barnaólán er ekki einleikið, en stafar af því að Snorri er ekki góður faðir þó hann sé snjall rithöf- undur. Börnum sínum skákar hann fram og aftur eins og peðum á tafl- borði. Hamingjan er greinilega ekki heimilisföst í Reykholti. Hvernig leit Snorri út? Mannlýsingar í Sturlungu eru yf- irleitt óskýrari en í Íslendingasög- um. Afkastamesti skrásetjari at- burða á Sturlungaöld, Sturla Þórðarson, var náfrændi Snorra; hann hefur þekkt persónulega flesta þá sem mest koma við sögu og ekki fundizt nauðsynlegt að lýsa útliti þeirra. Að vísu má fá ein- hverja hugmynd um menn eins og Gissur Þorvaldsson, Sturlu Sig- hvatsson og reyndar einnig Snorra Sturluson. Sú mynd sem við fáum af Snorra þar er þó óskýr. Viðteknar hugmyndir okkar um útlit Snorra eru að mestu fengnar frá Noregi. Á 19. öldinni voru Snorramyndir viðfangsefni norskra myndhöggvara; hinar elztu eftir Middelthun, Borch og Skeibrok, en einnig er til höggmynd af Snorra eftir Danann Otto Evens. Fimmta höggmyndin er Snorramynd Gust- avs Vigeland sem Norðmenn gáfu Íslendingum 1947. Hún hefur síðan staðið á stalli í Reykholti. Ennþá kunnari Snorramynd er teikning norska málarans Christians Krogh, vegna þess að hún var birt í Ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.