Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lifandi margmiðlunarkynn-ingar eru ríkur þáttur ísýningum í endurbættuÞjóðminjasafni. Gestirsafnsins geta kynnt sér sögu lands og þjóðar á tölvuskjám, þar sem notast er við kvikmyndir, ljósmyndir, teikningar og hljóð til að fræða um safngripi og sögu. Þessar margmiðlunarkynningar eru unnar af fyrirtækinu Gagarín ehf. fyrir og í samstarfi við Þjóð- minjasafnið, en starfsmenn Gagar- íns unnu að verkefninu í 7–8 mán- uði fyrir opnun safnsins. Guðný Káradóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, og Hringur Hafsteinsson, framleiðslustjóri verkefnisins, segja að þegar sé komið í ljós að gestir safnsins kunni vel að meta að geta sjálfir nálgast upplýsingar um sýningar safnsins og stjórnað för sinni um það eins og hverjum og einum hentar. „Við sáum strax við opnun safnsins að allir gestir, á öllum aldri, notfæra sér margmiðlunarefnið,“ segja þau. Alls framleiddi Gagarín 15 ólíkar kynningar, sem er ætlað að varpa ljósi á sögulegt og pólitískt um- hverfi hvers tíma og setja sýning- argripina í nýtt og óvenjulegt sam- hengi við söguna. „Við byrjuðum á að setjast niður og skilgreina hug- myndir okkar um margmiðlunar- kynningu af þessu tagi og gerðum tillögur um framsetningu. Sérfræð- ingar Þjóðminjasafnsins lögðu svo til handrit að efninu, miðað við þann ramma sem við settum fram. Þá tók við sjálf vinnsla margmiðl- unarefnisins. Við fengum svo rýni- hópa til að meta efnið og breyttum ýmsum atriðum í kjölfarið, til að tryggja að efnið kæmist sem best til skila.“ Frá landnámi til nútíma Þjóðminjasafnið er byggt upp á þann hátt, að gestir ganga fyrst inn í sýningu um landnám Íslands og þaðan áfram í tímaröð allt fram á 20. öld. Við hvert tímabil eru snerti- skjáir, þar sem hægt er að fá marg- víslegar upplýsingar um söguna. „Við vinnum með ólíka birtingar- miðla, ljósmyndir, myndbönd, teikningar og hönnun í þrívídd og gerum þannig heildstæðar kynn- ingar sem skýra hlutina á sem best- an hátt. Þetta miðlunarform í söfn- um er lítið notað hér á landi enn sem komið er,“ segir Guðný. Guðný og Hringur segja að við kynningu á landi og sögu þjóðar geti reynst þrautin þyngri að ákveða hvaða efni þurfi að komast til skila og hverju sé sleppt. „Kynn- ingarnar geta auðvitað aldrei sagt alla söguna, heldur aðeins vakið at- hygli á öllu því sem að baki liggur. Sumar eru mjög stuttar og hnitmið- aðar, en aðrar lengri. Við verðum hins vegar að hafa í huga að fólk stendur varla mjög lengi við hvern skjá. SérfræðingarÞjóðminjasafns- ins fengu það vandasama hlutverk að finna til ljósmyndir og kvik- myndað efni og áttu eflaust oft erf- itt með að velja hvað átti að sýna og hverju yrði að sleppa.“ Hringur segir að sænskir hönn- uðir safnsins hafi ákveðið að Þjóð- minjasafnið yrði í raun einn tímaás, þar sem gestir gætu gengið frá einni öld til annarar. Safninu er skipt í ákveðin tímahólf og í hverju hólfi er að finna upplýsingar sem spegla þjóðfélagið á Íslandi á þeim tíma. „Í huga margra, og sérstak- lega yngra fólks, er allt fyrir 1900 fornöld og það gerir nánast engan greinarmun á landnámsöld og 17. öld. Á safninu getur hver og einn skoðað upplýsingar á hverjum stað, eða sest niður í margmiðlunarsetri og skoðað kynningarnar allar. Mikil vinna var lögð í að hanna viðmót á kynningarnar. Formið er staðlað, svo sá sem hefur kynnt sér eina kynningu getur óhikað gengið að þeirri næstu og fundið t.d. upplýs- ingar um húsakost á hverjum tíma, ef það vekur sérstakan áhuga hans.“ Sem dæmi um kynningu af þessu tagi sýnir Hringur þrívíddarteikn- ingu af byggingu skála á landnáms- öld. „Þeir sem vilja geta svo nálgast enn fyllri upplýsingar um skálann.“ Við gerð þessarar kynningar voru notaðar ljósmyndir frá upp- greftri skála, teikningar fræði- manna og ýmis annar fróðleikur sem safnast hefur í aldanna rás. „Við blöndum þessu saman í eina heildstæða kynningu og þrívíddar- teikningar henta sérstaklega vel til að varpa ljósi á gerð húsa og muna.“ Annað dæmi af svipuðum toga er þvívíddarteikningar af hlutum sem fundist hafa í kumlum. Á skjánum birtist t.d. mynd af víkingasverði, eða öllu heldur leifum af víkinga- sverði, en við hliðina á ljósmyndinni sést þrívíddarteikning af sverðinu eins og það hefur litið út nýsmíðað. Sama á við um kjaftamél úr hringa- beisli, fjaðraspjót, skjaldarbólu af hringlaga skildi og hnefatafl. „Þess- ir munir eru á safninu og með því að skoða kynningarnar er auðvelt að sjá hvernig þeir litu út og voru notaðir. Kynningarnar eru á ís- lensku og ensku og lítið mál að bæta við tungumálum síðar. Hins vegar reynum við að skapa mynd- málið þannig að það standi sjálf- stætt, óháð tungumáli.“ Heildarefni kynninganna er um 80 mínútur og enn meira efni býr að baki, ef allur texti sem fylgir er lesinn. Þarna er því af ýmsu að taka. Landnámsmenn, kuml og þingstaðir Gagarín vinnur nú að því að færa alla landnámsmenn inn á Íslands- kort sem verður hluti af einni kynn- ingunni. Þá er hægur vandi fyrir bændur og búalið og sumarbú- staðaeigendur, svo dæmi séu tekin, að sjá hvaða landnámsmaður bjó í fyrndinni þar sem þeir eiga nú að- setur. Þá er einnig verið að vinna landakort yfir öll kuml sem fundist hafa á landinu og kort yfir þekkta þingstaði. Eitt er að endurgera þekkta muni með tölvuteikningu, en annað að endurskapa þekktar hetjur fyrri tíma. „Við tókum þann kostinn að gera lýsandi teikningar þegar við átti,“ segir Guðný. „Jón Hámundur Marinósson teiknaði m.a. Þorgeir Ljósvetningagoða og fleiri kappa. Þetta er hins vegar vandasamt, því oft hefur fólk gert sér skýra mynd af því hvernig Þorgeir var og sér hann jafnvel ljóslifandi fyrir sér undir feldi. Við gátum því ekki haft teikningarnar mjög nákvæmar. Jón Hámundur kynnti sér hins vegar lýsingar á fornköppum og nýtti sér þær, þótt teikningarnar séu ein- faldaðar og í raun bara tákn fyrir viðkomandi einstakling.“ Jón Hámundur lét ekki þar við sitja, því núna vinnur hann að teiknimynd eftir Grettis sögu. Ekki var nóg að myndskreyta kynningarnar, því tónlist hvers tíma ómar einnig af skjánum. „Þessar upptökur voru allar til, en við settum tónlistina inn í kynning- arnar til að ná fram áhrifum frá viðkomandi tímabili.“ Tíu ára saga Gagaríns Gagarín er 10 ára um þessar mundir, en undanfarin 7–8 ár hefur fyrirtækið einbeitt sér að marg- miðlun. Fyrsta verkefnið var um- ferðarfræðsla fyrir Sjóvá-Almenn- ar, en Gagarín hefur síðan komið víða við, meðal annars unnið marg- miðlunarefni fyrir heimssýningarn- ar 1998 og 2000, unnið vefi fyrir sveitarfélög og kynningarefni um vetnisframleiðslu. Nýlega lauk Gagarín gerð vefjar og upplýsinga- disks fyrir Þingvelli og margmiðl- unarefnis fyrir safn Nóbelsskálds- ins á Gljúfrasteini. Þar eru atburðir í lífi Halldórs Laxness tengdir helstu atburðum innanlands og er- lendis og birt samantekt um öll rit- verk hans. „Við höfum unnið tölu- vert af menningar- og sögutengdu efni,“ segir Guðný og vísar m.a. til margmiðlunarefnis fyrir Hofsstaða- skála í Garðabæ, en fyrir það verk- efni hlaut fyrirtækið norræn safna- verðlaun. Fastir starfsmenn Gagaríns eru átta, en að stórum verkefnum eins og margmiðlunarverkefninu fyrir Þjóðminjasafnið koma miklu fleiri. „Um 25 manns komu að því verki með einum eða öðrum hætti, bæði starfsmenn Gagaríns og Þjóðminja- safnsins og ýmsir aðilar aðrir sem leitað var til um einstaka verk- þætti. Til að vinna verk af þessum toga þurfum við að hafa þekkingu á stafrænum miðlum, textagerð, hljóðvinnslu og fleiru. Hér starfar fólk sem er menntað á ýmsum svið- um, t.d. í kvikmyndagerð, hönnun, forritun og markaðsfræðum, svo dæmi séu tekin. Við höfum núna öðlast töluverða reynslu og reikn- um með að halda áfram að vinna menningartengd verkefni af ýms- um toga.“ Minjar og margmiðlun Nýjasta tækni er nýtt til að koma upplýsingum um Ís- land fyrri alda til gesta Þjóðminjasafnsins. Ragn- hildur Sverrisdóttir frædd- ist um hugbúnað og tækni hjá fulltrúum Gagaríns og Nýherja. Morgunblaðið/Þorkell Fimm af starfsmönnum Gagaríns, Berglind Káradóttir forritari, Hringur Hafsteinsson, framleiðslustjóri verkefnisins í Þjóðminjasafninu, Haukur Hreinsson marg- miðlunarforritari, Kristín Eva Ólafsdóttir hönnuður og Guðný Káradóttir framkvæmdastjóri. Á snertiskjám er hægt að kalla fram upplýsingar um muni safnsins, fræðast um gerð þeirra og notkun. Skáli frá landnámsöld rís á skjánum með aðstoð teikninga í þvívídd. Kort af Íslandi sem sýnir öll kuml er fundist hafa á landinu. rsv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.