Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í eftirfarandi kafla segir Huldar frá ferð sinni um Shanxi-hérað. Nokkrar dagleiðir fékk hann heimamenn til að fylgja sér og komst þannig meðal annars í kynni við tvo tvítuga pilta sem fylgdu honum frá Shuiquan til Xiaoyuanmao. Frásögnin hefst þeg- ar þeir þremenningar koma í síðar- nefnda þorpið í lok erfiðs dags. Rétt er að geta þess að Furstinn sem við sögu kemur er bakpoki Huldars og Changcheng er kínverska heitið á Múrnum. Þegar við börðum að dyrumá einum bænum tóksvartamyrkur á móti okk-ur en síðan birtust skept-ísk hjón á fimmtugsaldri. Þegar þau höfðu fullvissað sig um að við værum í lagi bauð húsbóndinn okkur inn fyrir. Á meðan við borð- uðum soðin egg á rúmpallinum fengu þessi góðlegu hjón betri útskýringar hjá strákunum. Dimmu bogadregnu rýminu svip- aði til heimilis gamla lúsuga manns- ins. Í öðrum enda þess stóð kommóða sem einhverntíma hafði verið rauð en á sprungnum veggjum ofan við hana héngu landslagsplaköt. Við inngang- inn var vatnstunna en við hliðina á rúmpallinum lágu matarskálar ofan á hálmi sem var notaður til að kynda kolaeldavélina. Þegar hjónin virtust búin að fá allt upp úr strákunum bauðst bóndinn til að ganga með mér áfram daginn eft- ir, gegn greiðslu. Ég ætlaði næst til Jiudun sem á kortinu var um tuttugu og fimm kílómetra í burtu en hann vildi meina að vegalengdin væri þrjá- tíu kílómetrar. Mest fjöll. Hugsan- lega var bóndinn að ýkja þetta til að líklegra væri að ég borgaði honum fyrir leiðsögn. Að minnsta kosti var framundan leið sem ég áttaði mig engan veginn á. Þótt einfalt hefði verið að fylgja Múrnum þegar strák- arnir höfðu fundið hann fyrir mig, var ég enn smeykur við að villast í fjöllunum, meika það ekki að þorpinu eða jafnvel finna það ekki á endan- um. Því yrði gott að hafa fylgdar- mann. Fyrir mat og gistingu á bænum um nóttina og fylgd til Jiudun daginn eftir sættumst við bóndinn á upphæð sem jafngilti sex þúsund krónum. Kosturinn við ömurlegheitin í þorp- unum var sá að þar var allt mjög ódýrt. Upphæðin var ekki há fyrir þrjátíu kílómetra fylgd yfir fjöll og allt hitt að auki en á hinn bóginn sam- svaraði hún tvöföldum mánaðarlaun- um verkamanns á þessum slóðum. Þótt engin svipbrigði sæjust á strák- unum eða rólyndum bóndanum þeg- ar við höfðum náð saman um verðið sást á svip konunnar hvað þeim fannst þetta öllum skemmtilega miklir peningar. Hinsvegar þýddi ekkert að bjóða strákunum borgun. Þegar sá feit- lagni hafði afþakkað ákveðinn fyrir hönd þeirra beggja kvöddu vinirnir og gengu til móts við rútu sem bónd- inn sagði að hægt væri að komast í neðar í fjallinu. Sauðahirðir í jakkafötum Hjónin tíndu fram akuryrkjuáhöld og gerðu sig líkleg til að fara að vinna. Ég elti þau eftir malarstíg að tíu metra háum turni sem stóð stakur ofan við þorpið. Á leiðinni komst ég að því að væntanlegur leiðsögumað- ur okkar furstans hét Liu og var 46 ára gamall. Konan hans var þremur árum yngri og þau áttu tvo syni sem bjuggu og unnu í Pianguan. Hann var með grátt í vöngum en hún tók hárið í hnút. Undir turninum byrjuðu hjónin að snúa mold í kringum kyrkingslegar plöntur. Hvorki ég né Liu fundum nafnið á þeim í Chinese Phrase Book en í staðinn benti hann á turninn og útskýrði að hann væri um tvö þúsund ára gamall. Það var skrýtið til þess að hugsa að þessi turn væri nógu gamall til að sjálfur Qin hefði getað migið utan í hann. Undir turninum kraup sauðahirðir í jakkafötum og vakti yfir nokkrum rollum sem rifu í sig gras. Allt í kring þögðu fjöll. Hjónin tóku sér hvíld reglulega til að setjast á stein og reykja saman eina krumpaða sígó. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá konu reykja í Kína og það leit út fyrir að hún væri enn að fikta. Henni þótti þetta greini- lega svolítið sport og á meðan mis- jafnlega vel heppnaðir reykhringir rúlluðu upp í loft, reyndum við hús- bóndinn að tala saman. Eins og fleiri hafði Liu mestan áhuga á að vita hvað allt utan á mér kostaði en var þó sérstaklega heill- aður af skónum mínum. Sjálf voru hjónin í slitnum kínaskóm. Þegar við höfðum farið í gegnum verðið á öllu sagði Liu að í þorpinu byggju örfáar fjölskyldur, alls um fimmtán manns. Sauðahirðirinn sem kraup undir turninum var bróðir hans en móðir þeirra bjó líka á einum bænum. Það þýddi eflaust að Liu hefði alist upp undir þessum stóra turni og senni- lega aldrei farið mjög langt frá hon- um. Fornleifar í strigapokum Það lágu engar raflínur að Xiaoy- uanmao svo um kvöldið borðuðum við í kringum kertaljós á miðjum rúmpallinum. Það var huggulegt svona einu sinni og eiginlega miklu skárra en að hafa ljósaperu hangandi yfir höfði sér. Þótt úti væri áberandi miklu svalara eftir að sólin hafði horfið bakvið fjöllin var enn mollu- legt í litlu rýminu. Á meðan ég tíndi upp í mig hrísgrjón og egg velti ég fyrir mér hversu kalt yrði þarna á veturna. Í margskiptum glugganum yfir rúmpallinum var víða bara plast en í húminu sást engin kynding önn- ur en kolaeldavélin. Að loknum matnum lagðist Liu út af á pallinum, drakk te og keðju- reykti með sínum yfirvegaða hætti. Konan þreif skálarnar með tusku, henti þeim aftur í hálminn en kom sér síðan fyrir við hliðina á bóndan- um. Kertið flökti. Öðru hverju skipt- ust hjónin á nokkrum orðum um laowai og Bingdao. En í sömu mund og þögnin og endurtekin brosin voru að verða örlítið vandræðaleg reis Liu upp og veiddi nokkra strigapoka úr kommóðunni. Þegar hann hafði rakið alla pokana í sundur glampaði á máða mynt, brotin sverðasköft og ókennileg málmstykki í rökkrinu. Á meðan ég reyndi að gera mér grein fyrir hversu gamalt þetta væri útskýrði Liu að hann hefði fundið hlutina í kringum Changcheng. Sennilega höfðu hjónin grafið þetta upp á ökr- unum. Þótt ég áttaði mig ekki á frá hvaða tíma gripirnir væru sá ég á upplýstu andliti Lius að þeir voru eldgamlir. Enda hafði varla verið mikið barist nýlega með sverðum við Múrinn. Liu lagði fast að mér að skoða þá vel og spurði eftir svolitla stund hvort ég vildi kaupa. Á meðan ég reyndi að gera upp við mig hvort væri glataðra að kaupa einhvern hlutanna af honum á verði sem örugglega væri alltof lágt, eða afþakka boðið, horfðu hjónin á mig spennt og vandræðaleg í senn. Það var eins og þeim fyndist þau hafa far- ið yfir einhverja línu. En þegar ég hristi höfuðið slaknaði aftur á þeim og Liu hætti ekki fyrr en hann hafði fengið að gefa mér nokkra af pening- unum. Á eftir rúlluðu hjónin út dýnum og teppum yfir plastdúkinn en síðan fór- um við út hvert af öðru til að míga. Þegar ég kom inn aftur kvaddi konan og lét sig hverfa en við Liu lögðumst hlið við hlið á rúmpallinn. Ég horfði á sígarettuglóðina stingast í myrkrið og velti fyrir mér hvar eiginkona hans eyddi nóttinni. Morguninn eftir sást varla milli veggja í litlu rýminu fyrir reyk. Fyrir utan gluggann heyrðist í Liu að gefa hænunum en konan hans tróð hálmi í eldavélina. Klukkan var hálfsex. Ég brölti fram úr svo hægt væri að rúlla dýnunum saman og breyta rúminu í matarborð. Á meðan við Liu borð- uðum núðlusúpu á plastdúknum sótti konan vatn í tunnuna en sauð það síð- an niður á brúsana. Og eftir tvær við- stöðulausar sígó héldum við af stað. Allir heimsins kraftar höfðu ekki enn náð að hífa sólina yfir fjöllin svo rökkrið utan við bæinn var enn svalt. Á leiðinni upp brekkuna birti. Múr- inn flæktist um endalausa fjallaboga sem lágu hver utan í öðrum svo erfitt var að sjá hvort leiðin væri samfelld eða öll í útúrdúrum. Liu gekk á und- an. Yfirleitt fylgdum við stígum sem leyndust í kjarrinu meðfram Múrsa og heimamaðurinn vissi hvar var að finna. Stundum styttum við okkur líka leið með því að fara þvert yfir gil- in. Hinsvegar hafði hækkunin verið svo mikil daginn áður að við vorum alltaf eins og staddir á annarri hæð jarðar. Á ökrum í kring var fólk við vinnu. Ef Liu varð smeykur um að tapa þræðinum hrópaði hann fyrirspurnir yfir gilin og fékk upplýsingar til baka. Vegna þess hversu hljóðbært var gengum við stundum í gegnum stutt samtöl þótt hvergi sæist fólk. Annars ríkti friðsemdin ein í fjöllun- um. Helstu vísbendingarnar um að tíminn liði þarna voru andlit gömlu bændanna sem komu röltandi á móti okkur með rollur á undan sér eða asna í eftirdragi. Upp flögruðu fiðr- ildi. Allt leit út eins og í ginseng-aug- lýsingu. Með mannkynssöguna í höfðinu Við skiptumst á að bera furstann. Þótt mittisólin væri of víð fyrir Liu og þunginn hvíldi á öxlum hans ein- kenndist göngulagið alltaf af sama örygginu. Í brekkum hægði hann vel á sér og setti hendur undantekning- arlaust aftur fyrir bak á meðan hann mjakaðist jafnt og sígandi upp á við. En á jafnsléttum snertu léttstígir kínaskórnir varla jörð. Hann var ekkert að flýta sér. Fyrirhafnarlaus fótatökin báru með sér sömu seiglu og ég ímyndaði mér að hefði þurft til að reisa Kínamúrinn. Annaðslagið hvíldum við okkur stutta stund. Ég kastaði mæðinni og reyndi að þamba ekki vatnið en Liu notaði þær yfir- leitt til að reykja tvær sígarettur. Smám saman hlóðst hitinn upp í giljunum svo það varð stöðugt erf- iðara að brjótast í gegnum háan gróðurinn í brekkunum. Um há- degisbilið vorum við báðir orðnir gegnblautir og ákváðum að leggjast undir tré á meðan sólin væri hæst á lofti. Á leiðinni hafði Liu heillast mjög af GPS-tækinu og varð enn ánægðari með það þegar ég sýndi honum á skjánum að við værum bún- ir að ganga um tuttugu kílómetra. Hinsvegar var enn spurning hvort hann eða kortið hefði rétt fyrir sér. Fljótlega kom aftur þessi fjarræni og örlítið nostalgíski svipur á andlitið svo helst leit út fyrir að hann væri að láta mannkynssöguna í heild sinni líða í gegnum hugann. Þó án þess að taka afstöðu til einstakra atburða eða kveða upp dóma. Sennilega var Liu þó bara að pæla í hvar hann næði í rútu aftur heim. Brátt lá leiðin niður úr fjöllunum og við tóku sléttur og hæðir. Múrinn breyttist smám saman í grasbarð sem síðan rétti ýmist betur úr sér eða lét sig hverfa. Framundan voru samt alltaf turnar sem mátti þræða sig eft- ir. Í skugganum undir einum þeirra voru tveir bændur á fylliríi ásamt rollunum sínum. Þeir sögðu okkur að Jiudun væri skammt undan og út- skýrðu síðan fyrir Liu hvar þorpið væri. Þótt ég hefði hugsanlega getað komið mér þessa leið sjálfur breytti öllu að hafa fylgd. Það var ekki bara öruggara heldur líka kærkomin til- breyting. Þegar við sáum loks í Jiudun bauð ég Liu að ganga með mér áfram dag- inn eftir, gegn greiðslu. En hann brosti bara og einhvernveginn þann- ig að ekki fór á milli mála að hann var búinn að fá nóg. Í staðinn lofaði hann að hjálpa mér að finna annan leið- sögumann í þorpinu. Kveðjustundin Jiudun stóð í litlu gljúfri. Á ein- staka þökum voru hvítir loftnets- diskar. Í kring uxu rengluleg tré. Annars var þyrrkingslegt um að lit- ast í hlíðunum. Ofan við þorpið lædd- ist Múrinn framhjá en flýtti sér svo yfir fjall austan við það. Þegar bóndinn á fyrsta bænum þar sem við bönkuðum upp á hafði fengið að vita allt um ferðir útlend- ingsins, reyndist hann til í sama pakka og Liu. Ætlunin var að halda áfram daginn eftir til þorpsins Erdun sem bóndinn og kortið voru nokkuð sammála um að væri tuttugu kíló- metrum fjær. Auðvitað leist mér ekki eins vel á nýja fylgdarmanninn og Liu. Bónd- inn var sköllóttur, með hökutopp og horfði alltaf í kringum sig líkt og hann hefði orðið vitni að slysi en vissi ekki enn hversu illa væri komið fyrir fórnarlömbunum. Eins talaði bónd- inn áberandi hátt og virtist álíka hörkulegur og hlíðarnar sem hann barðist eflaust við alla daga. Hann var um fertugt, hét Yu Li og bjó þarna ásamt eiginkonu og þremur feimnum krökkum. Bærinn líktist heimili Lius, nema hvað svefnrýmin voru tvö og í endanum gegnt rúm- pallinum í öðru þeirra stóð svartur sprunginn sófi og sjónvarp. Við Liu fengum að nota vaskafatið en síðan bauð kona Yus Li okkur upp á soðin egg. Hún var samanrekin, með stuttan háls og róandi bros. Það kom mér á óvart að yfir eggjunum kolféll hinn spaki Liu fyrir gaman- þætti í sjónvarpinu. En þegar ég sá hann skella upp úr í fyrsta sinn varð ég meira undrandi á sjálfum mér. Við lögðum okkur í klukkustund í hinu rýminu sem mér virtist aðallega notað sem kartöflugeymsla. Síðan fékk Liu upplýsingar hjá Yu Li um hvar hann kæmist í rútu til að stytta sér leiðina heim. Hún hafði reynst þrjátíu kílómetrar. Við kvöddumst með handabandi og hann gekk af stað en ég settist fyrir utan bæinn og horfði á eftir honum. Lífið fór þess- um æðrulausa manni sérstaklega vel. Og svo hvarf hann inn í það. Bókarkafli – Múrinn í Kína er titillinn á ferðasögu eftir Huldar Breiðfjörð, en þar lýsir höfundur ævintýralegu ferðalagi sínu meðfram Kínamúrnum sumarið 2002, um 2.800 kílómetra leið. Ferðalagið tók tæpa þrjá mánuði og fór Huldar um helming leiðarinnar fótgangandi. Fjöllin í Kína Huldar tók yfir 1.700 ljósmyndir á ferðalagi sínu meðfram Kína- múrnum. Hluti þeirra er birtur í bók- inni og segja þær í raun sína eigin sögu um ferðina. Múrinn í Kína er gefin út af bóka- forlaginu Bjarti. Bókin er myndum prýdd og er 228 bls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.