Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ámeginlandi Evrópu virðist draum-urinn um fjölmenningarsamfélagiðvera að breytast í martröð. Árumsaman hafa stjórnmálamenn ekkiþorað að taka á þeim vandamálum, sem hafa fylgt því að innflytjendur hafa lagt undir sig heilu hverfin og borgarhlutana og ein- angrast þar. Þeir hafa skýlt sér bak við póli- tíska rétthyggju. Nú er hins vegar spurt hvort umburðarlyndi í þágu fjölmenningar sé í raun umburðarlyndi í þágu mannfyrirlitningar, sér- staklega þegar hugað er að stöðu kvenna. Kveikjan að þeirri umræðu, sem nú hefur blossað upp, er morðið á kvikmyndagerð- armanninum Theo van Gogh. Slátrað um hábjartan dag Van Gogh var að hjóla um hábjartan dag þegar ráðist var á hann. Hann var skotinn og dreginn af hjóli sínu. Síðan var hann skotinn nokkrum sinnum til viðbótar og skorinn á háls með slátrarahníf. Því næst var hnífur rekinn í brjóst hans, sem á var fest fimm síðna yfirlýs- ing um heilagt stríð gegn Hollandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Í yfirlýsingunni er meðal ann- ars hótun við Ayaan Hirsi Ali, sómalska konu, sem hlaut hæli í Hollandi til að sleppa úr hjóna- bandsánauð. Tilræðismaðurinn heitir Mo- hammed Bouyeri, fæddist í Hollandi, er af mar- okkósku bergi brotinn og hefur verið lýst sem íslömskum öfgamanni. Að sögn lögreglu hafa fundist tengsl milli hans og alþjóðlegra hryðju- verkamanna. Hirsi Ali situr nú á hollenska þinginu og hef- ur gagnrýnt íslömsk trúarbrögð – sína gömlu trú – af hörku. Hún hefur meðal annars fengið líflátshótanir fyrir að halda því fram að spá- maðurinn Múhameð hafi „í nútímaskilningi verið öfuguggi vegna þess að hann kvæntist sex ára stúlku, Aishu, þegar hann var 53 ára gamall“. Van Gogh var einnig ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljósi. Auk þess að vera kvik- myndagerðarmaður skrifaði hann dálka í blöð, stjórnaði sjónvarpsþáttum og kom fram í raun- veruleikasjónvarpi. Í hans huga var ekkert heilagt. Hann var skelfir hollenskrar borg- arastéttar og höfðu bæði kristnir menn og gyð- ingar kvartað undan yfirlýsingum hans, en hvassastur var hann í garð múslímskra inn- flytjenda. Í myndinni „Submission“ eða „Und- irgefni“ fara leikkonur með lýsingar raunveru- legra múslímakvenna á heimilisofbeldi, nauðungarhjónabandi og nauðgun af hálfu ætt- ingja. Konurnar eru greinilega naktar og á lík- ama þeirra hafa verið letruð vers úr Kór- aninum til réttlætingar heimilisofbeldis. Hirsi Ali aðstoðaði hann við gerð myndarinnar. Þeg- ar van Gogh var skotinn var hann að vinna að mynd um hollenska stjórnmálamanninn Pim Fortuyn, sem var myrtur vegna skoðana sinna fyrir rúmum tveimur árum. Fortuyn beitti sér gegn því að múslímum væri hleypt inn í Hol- land og átti málflutningur hans fyrir kosning- arnar 2002 undir slagorðinu „Holland er fullt“ mikinn hljómgrunn meðal kjósenda. Ýmsum kann að finnast blasa við að bæði Fortuyn og Van Gogh hafi verið á hægri væng stjórnmálanna, en þeir voru báðir á vinstri menn. Fortuyn var samkynhneigður félags- fræðiprófessor og yfirlýstur andstæðingur kynþáttafordóma og voru margir blökkumenn í hópi stuðningsmanna hans. Hann hóf herferð sína á hendur múslímskum innflytjendum þeg- ar samkynhneigðir kennarar voru reknir í Hol- landi vegna þess að íslamskir foreldrar vildu ekki að hommar kenndu börnum sínum. Fort- uyn lýsti þá Íslam sem „vanþróuðum“ trúar- brögðum og hneykslaðist á því að henda ætti margra áratuga réttindabaráttu samkyn- hneigðra út um gluggann án þess að nokkur segði orð. En morðið á van Gogh hefur ekki aðeins orð- ið kveikja að umræðu. Holland er í hugum margra samnefnari við umburðarlyndi og koma nöfn Erasmusar frá Rotterdam og Spin- oza upp í hugann. Í Hollandi áttu sér öldum saman griðastað þeir, sem ofsóttir voru vegna trúarbragða sinna eða hugmynda. Nú brenna þar moskur og kirkjur og menningarheimarnir takast á. Í Haag voru tveir menn yfirbugaðir fyrir rúmri viku eftir fjórtán klukkustunda um- sátur þar sem þrír lögreglumenn særðust þeg- ar sprengja sprakk. Innflytjandi frá Marokkó var myrtur í bænum Breda. Ráðist hefur verið á moskur og kóranskóla og því hefur verið svarað með árásum á kirkjur. Hollendingar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið og ótti hefur gripið um sig í samfélaginu. 16 milljónir manna búa í þessu litla landi og þar af er ein milljón múslíma. Búa einangruð í eigin heimi Í tímaritinu Newsweek var haft eftir franska stjórnmálafræðingnum Catherine de Wenden að Hollendingar hefðu fyrst og fremst gert mistök með því að laga ekki innflytjendur að samfélaginu. Með því að stofna skóla byggða á trúarlegum grunni voru mörg börn innflytj- enda einangruð frá hollenskum veruleika. Þá hefði ekki verið nóg gert til þess að hvetja inn- flytjendur til þess að læra hollensku og það hafi haft þau áhrif þegar dró úr atvinnu fyrir þá að til urðu einangraðir hópar útlendinga, einkum frá löndum utan Evrópu, sem eru fullir óánægju og beiskju. Tilræðismaðurinn Bouyeri sprettur úr þess- um jarðvegi. Mohamed Bibi, starfsmaður sam- taka í Rotterdam, sem veita innflytjendum stuðning, segir að manni í stöðu Bouyeris geti ekki liðið vel í Hollandi. Hann hafi flosnað upp úr námi, ekki getað fundið vinnu og verið orð- inn svo utangarðs í samfélaginu að hann var fullkomið fórnarlamb fyrir róttæka íslamista. Umræðan um samfélög innflytjenda er ekki einskorðuð við Holland þessa dagana. Hún fer fram í öllum nágrannalöndunum. Þráðurinn í Dönum er orðinn stuttur. Í Frakklandi er mikil ólga eftir að stjórnvöld kváðu á um að þar sem trúartákn væru bönnuð í frönskum skólum mættu múslímskar konur ekki ganga með slæður á höfði. Hinar réttlausu dætur Allah Í Þýskalandi er talað um að slík áhersla hafi verið lögð á pólitíska rétthugsun að enginn hafi þorað að segja orð við því að inn í landið hafi ekki aðeins komið innflytjendur heldur hafi þeir flutt inn heilan menningarheim. Nú sé hins vegar svo komið að í þýsku samfélagi þrífist eins konar hliðarsamfélag þar sem gilda allt aðrar reglur og siðir en meðal Þjóðverja almennt og mannrétt- indi virðist ekki eiga við. Sérstaklega eigi þetta við um konur, sem í fyrirsögn á forsíðu tímarits- ins Der Spiegel í þessari viku eru kallaðar „Hin- ar réttlausu dætur Allah“. Í blaðinu segir að þúsundir múslímskra kvenna búi við ok feðraveldisins. Þær séu læst- ar inni í íbúðum sínum, varnarlausar gegn of- beldi og nauðungarhjónaböndum. Þær eigi engan möguleika á því að aðlagast þjóðfélaginu heldur hverfi inn í hliðarveröld þar sem hús- bændurnir eru í hlutverki einræðisherra. Venjulegir Þjóðverjar fá aldrei að líta inn í þessa veröld. Þeir fara kannski á markaðinn þar sem við þeim blasa litríkir básar tyrk- neskra innflytjenda, en þeir komast ekki undir yfirborðið. „Margar konur vita ekki hvar þær hafa búið svo árum skiptir,“ segir Katrin Fließ, stjórn- andi kvennaathvarfs í München, við Der Spieg- el. Hún segir að þegar múslímskar konur leiti til sín byrji hún á því að fara með þær í Ólymp- íuturninn, sem er 190 metra hár og sýna þeim hversu stór og mikil borgin sé og yfirleitt sé þessi sýn yfirþyrmandi fyrir þær. Ástæðan er sú að margar þeirra voru látnar giftast til Þýskalands. Þær hafa aldrei farið út úr hverf- inu sínu og stöðugt verður algengara að þær fari vart út af heimilinu. Í Der Spiegel segir að strangtrúaðir múslím- ar séu sérstaklega áfjáðir í að setjast að í Þýskalandi vegna þess að hvergi annars staðar í Evrópu fái þeir að stunda trú sína með jafn- ströngum hætti. Í Tyrklandi má meira að segja ekki vera með höfuðklút í skólum og á það líka við um háskóla. Frakkar hafa bannað höfuð- klúta í ríkisskólum. Í Þýskalandi eru hins vegar engar hindranir. Ein ástæðan er sú að ekki er litið á Þýskaland sem innflytjendaland og inn- flytjendur frekar meðhöndlaðir sem gestir en samborgarar. „Aðlögun hefur hingað til ekki verið mark- miðið,“ segir Rita Süssmuth, fyrrverandi for- maður innflytjendanefndar þýskra stjórnvalda. Fyrir vikið er lítill þrýstingur á innflytjendur að laga sig að hinu nýja samfélagi. Ekki er vitað hversu margar konur búa við ofbeldi og kúgun í Þýskalandi. Í Der Spiegel var vitnað í könnun, sem gerð var fyrir tveimur mánuðum og sýndi að tyrkneskar konur í Þýskalandi eru mun oftar beittar ofbeldi en aðrar konur. 25% kvenna sögðust í könnuninni einhvern tímann hafa orðið fyrir heimilis- ofbeldi, en 38% tyrkneskra kvenna. Í þokkabót voru þær mun oftar beittar ofbeldi og með- ferðin á þeim mun hrottalegri. Þá sagðist fjórð- ungur tyrknesku kvennanna ekki hafa hitt eig- inmann sinn fyrr en í brúðkaupinu og 9% kváðust hafa verið þvingaðar í hjónaband. „Þessar múslímakonur eru fórnarlömb grimmilegs karlaveldis, en einnig þýskrar bannhelgi: Viðkvæðið er að ekki megi gagn- rýna aðra menningu og aðra trú,“ segir í grein- ingu Der Spiegel. „Þessi trúarsetning varð til sem viðbragð við biturri reynslu nasistatímans þar sem fundið var að öllu framandi og það var ofsótt og upprætt. Síðan hefur ekkert verið jafnsmánarlegt og að vekja grun um kynþátta- fordóma. Skömmin vegna fortíðarinnar og ótt- inn við að teljast fjandsamlegur útlendingum hafa orðið að hjákátlegri viðurkenningu allra annarra menningarheima, jafnvel að barna- legri fjölmenningarhyggju, segja gagnrýn- endur. Bassam Tibi, prófessor og einn stofnenda mannréttindasamtaka araba, talar í grein sinni í bókinni „Gotteskrieger und die falsche Toler- anz“ (Stríðsmenn Guðs og hið falska umburð- arlyndi) um „fyrirskipaða útlendingaást“ og segir: „Ekkert lýðræðisríki má leyfa að konan sé gerð óæðri.“ Er fjölmenningarhyggjan slæm fyrir konur? Ákveðin kaflaskil urðu í umræðunni um um þessi mál árið 1997 þegar Susan Moller Okin birti greinina „Er fjölmenningarhyggja slæm fyrir konur?“ Þar spyr Okin hvað eigi að gera þegar kröfur minnihlutahópa stangast á við þær hugmyndir um jafnrétti kynjanna, sem í það minnsta njóta formlegs stuðnings í frjáls- lyndum lýðræðisríkjum (burtséð frá því hvort brotið sé gegn þeim í raun). Þar segir hún að spennan og ágreiningurinn milli femínista og fjölmenningarsinna, sem vilji vernda menning- arlega fjölbreytni, fari vaxandi. „Ég held að við – einkum þau okkar sem teljum okkur pólitískt framsækin og andvíg öllum myndum kúgunar – höfum verið of fljót að álykta að femínismi og fjölmenningarhyggja séu hvort tveggja af hinu góða og verði auðveldlega samræmd,“ skrifar hún og bætir við: „Með femínisma á ég við þá trú að konur eigi ekki að gjalda fyrir kyn sitt, að viðurkennt eigi að vera að þær njóti sömu mannlegu reisnar og menn og fái tækifæri til að lifa lífi sínu af sömu fullnægju og kjósa sér lífsleið af sama frelsi og menn. Erfiðara er að skilgreina fjölmenningarhyggju, en sá hluti hennar, sem ég hef mestar áhyggjur af er sú krafa, sem gerð er í lýðræðisríkjum, sem í grunninn eru frjálslynd, að minnihlutahópar eða lífsstíll, sem ekki njóti nægilegrar verndar við það að einstaklingsréttur meðlima í hópn- um sé tryggður, njóti einnig sérstakra réttinda eða forréttinda hópsins.“ Horft framhjá fjölkvæni Dæmi um slík forréttindi eru fjölkvæni. Frakkar leyfðu á áttunda áratugnum körlum að koma með margar eiginkonur inn í landið og Evrópa logar Glansmyndin af hinu umburðar- lynda Hollandi er horfin og inn- flytjendavandinn er efst á baugi. Í Þýskalandi og víðar snýst umræðan um það hvort fjölmenningarhyggjan hafi verið látin bera vestræn gildi of- urliði með þeim afleiðingum að víða í stórborgum Evrópu búa „hinar réttlausu dætur Allah“ við verri kost en í Tyrklandi og ýmsum arabaríkj- um. Karl Blöndal fjallar um vanda fjölmenningarhyggjunnar á tímum pólitískrar rétthugsunar. Reuters Múslímar eru 4% af íbúum í ríkjum Evrópusambandsins, eða um 15 milljónir, og þeir eiga 7% barnanna sem fæðast þar. ’Þessar múslímakonur eru fórnarlömbgrimmilegs karlaveldis, en einnig þýskrar bannhelgi: Viðkvæðið er að ekki megi gagn- rýna aðra menningu og aðra trú.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.