Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 52
SELLÓLEIKARINN Cecylia Barcz- yk er stödd hér á landi um þessar mundir og heldur masterklassa í Listaháskóla Íslands. Barczyk mun ennfremur koma fram á tvennum tónleikum meðan á dvöl hennar hérlendis stendur, á einleiks- tónleikum í Listasafni Sigurjóns á morgun, mánudag kl. 20 og á styrktartónleikum Karitas í Landa- kotskirkju í dag kl. 16. Allt skiptir máli Aðspurð segist Barczyk hlakka til að hitta íslenska nemendur sína á masterklassanum. „Venjulega hafa nemendur undirbúið sig lengi áður en þeir spila á slíku námskeiði, og þau eru að mínu mati mjög gagnleg fyrir nemendur,“ segir Barczyk, sem sjálf segist reglulega fá gesta- kennara til heimsóknar í sinn skóla, Towson University í Maryland í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem hafa sótt skóla hennar heim er Gunnar Kvaran, kennari í sellóleik við Listaháskóla Íslands. „Þetta er mjög góð reynsla fyrir nemendur að heyra hvað annar kennari en þeirra eigin hefur að segja um spilamennsku þeirra. Gestakennari gefur nemendum einstakt tækifæri til að bera sig saman við hinn stærri tónlistarheim, sem stendur utan við þeirra eigin.“ Barczyk segist fylgjast með öllum þáttum í spilamennsku nemend- anna, bæði tæknilegum atriðum og túlkun. „Tónlistarhliðin er auðvitað alltaf það sem maður fylgist fyrst og fremst með, en hún getur verið lituð af tæknilegum erfiðleikum sem nemendur eiga í. Stundum get- ur til dæmis líkamleg staða hljóð- færaleikarans verið til vandræða. Ef það er vandamál, fjalla ég að sjálfsögðu um tæknina. En megin- atriðið er auðvitað hvernig tónlistin sem viðkomandi nemandi leikur hljómar.“ Hún bætir við að það sé mikil- vægt að kennari í masterklassa gefi nemendum ráðleggingar, í stað þess að benda þeim einungis á það sem betur mætti fara. „Það er að minnsta kosti mín leið, að gefa nem- endum einhverjar leiðbeiningar sem þeir geta tekið með sér og not- að áfram í spilamennsku sinni.“ Á tónleikunum í Sigurjónssafni á mánudag mun Barczyk leika verk frá ýmsum tímabilum og ýmsum heimshornum. „Ég mun meðal ann- ars leika sónötu fyrir tvö selló eftir Händel með dóttur minni sem er tólf ára, og yndislegan dúett ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur, sem er eftir Zoltán Kodály,“ segir hún. „Síðan er vert að minnast á verkið Memoirs eftir íraska tónskáldið Mo- hammed O. Sidiq. Ég frumflutti verkið á sellóhátíð í Baltimore árið 2000, en það er skrifað fyrir þrjú selló og nú munu Gunnar Kvaran og dóttir mín leika með mér í verkinu.“ Að sögn Barczyk er verkið afar áhrifamikið, þar sem vestrænni klassískri tónlist er blandað við ar- abíska tónlist. „Við vitum að mörgu leyti svo lítið um klassíska tónlistar- hefð í Mið-Austurlöndum, en flest klassísk tónskáld þar hafa lært á Vesturlöndum. Útkoman er því oft mjög áhugaverð,“ segir hún. „En það felur líka í sér ákveðinn boð- skap um frið að mínu mati að flytja þetta verk. Mér er mjög umhugað um hvernig listamenn geta sent frá sér boðskap um frið gegnum tón- list.“ Tónlist | Cecylia Barczyk með tónleika og námskeið Boðskapur friðar Morgunblaðið/Árni Torfason „Meginatriðið er auðvitað hvernig tónlistin sem viðkomandi nemandi leikur hljómar,“ segir Cecylia Barczyk selló- leikari, sem heldur masterklassa og tónleika í Reykjavík um helgina. 52 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÆKUR Endurminningar Í BLAND MEÐ BÖRNUM Börnin skrifa eftir Vilhjálm Hjálmarsson. 184 bls. Útg. V.H. Reykjavík, 2004 VILHJÁLMUR Hjálmarsson nam í Héraðsskólanum að Laugarvatni. Sá var undirbúningur hans fyrir lífið. Lengri varð skólagangan ekki. Til- viljun hagaði því svo að hann var kvaddur til að kenna börnum í sinni fámennu sveit. Búi sínu sinnti hann jafnhliða. Kennsla taldist þá engan veginn til fullgildra starfa. Skólahald hófst seint á hausti og lauk snemma að vori. Eftir allnokkur ár var kenn- arinn kosinn á þing. Var kennslu hans þá lokið í bili. Síðar tók hann aftur upp þráðinn í fáein ár þegar hann féll tímabundið út af þingi. Þingseta hans náði annars yfir þrjá- tíu ára tímabil og endaði með setu í stóli menntamálaráðherra. Að því loknu sneri hann sér að ritstörfum. Fyrst sendi hann frá sér bók um fólkið í ráðuneytinu og dagleg störf þar á bæ, síðan hverja bókina á fæt- ur annarri um mannlíf í heimahög- um og sögu Mjófirðinga. Bók sú, sem hann sendir frá sér nú, er í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi rekur hann sögu skólahalds í sveit sinni. Ekki nær sú saga lengra aftur en svo að hann getur mestanpart rakið hana eftir minni! En sjálfur er hann nú kominn á tíræðis aldur. Í öðru lagi birtir hann fjölda ritsmíða sem börnin, nemendur hans, sömdu á sínum tíma, sendibréf, stuttar frásagnir, hugleiðingar og þar fram eftir göt- unum. Fyrir kenn- arann fyrrverandi eru ritsmíðar þessar hin bestu meðmælabréf, sýna og sanna svo ekki verður um villst að hann hefur verið börn- unum ákjósanleg fyr- irmynd og góður læri- faðir. Þar að auki eru ritsmíðarnar sögulega merkilegar þar sem börnin tala beint út frá hjartanu og segja jafnan frá því sem stendur þeim næst, það er að segja frá dag- lega lífinu í þeirra nánasta umhverfi. Þar með lýsa þau – jafnvel betur en nokkur sagnfræðingur – samfélagi því sem ól þau og nærði. Skrif þeirra eru alla jafna persónuleg. Þau segja frá fólki og atburðum eins og það kemur þeim sjálfum fyrir sjónir, tæpitungulaust. Á stríðsárunum telst til stórtíðinda að hafa séð her- skip eða kafbát svo dæmi sé tekið. Mörg segja smáferðasögur. En ferðalög voru þá næsta fátíð, sam- göngur til og frá Mjóafirði stopular, og lengi vel eingöngu sjóleiðis. Sjó- ferð til Norðfjarðar varð því meira en lítill atburður í líf- inu. Önnur lýsa um- hverfinu, heimili sínu, sveit sinni, héraði. At- hyglisvert er hversu margar ritsmíðarnar tengjast daglegum störfum á heimili barnanna. Telpurnar vinna með móður sinni, læra af henni eins og hún hafði lært af sinni móður, en bregða á leik þess á milli eins og barna er háttur. Drengirnir fara á sjó- inn með föður sínum og greina þar með frá vinnubrögðunum til sjós og lands. Þeim er snemma trúað til að skjóta af byssu svo nokkuð sé nefnt. Þannig alast börnin upp í sín- um fábrotna en örugga heimi. Nán- asta umhverfi og búskapurinn á sjó og landi er þeirra staður, þar taka þau til hendinni eftir því sem aldur og þroski leyfa, annað þekkja þau ekki. Vinnubrögðin sjá börnin fyrir sér og læra þannig til verka, ósjálf- rátt. Þeim þykir því meira en óþarft að lýsa þeim gagngert og nánar. Greinagóðar frásagnir þeirra fela þó í sér óbeinar lýsingar, stundum svo nákvæmar að tæpast verður á betra kosið. Agavandamál þarf kennarinn ekki að stríða við. Hann þekkir öll börnin, heimili þeirra og foreldra. Hann veit því hvað má leggja á hvert og eitt. Sum eru skyld honum. Viðnám krafta sinna finna þau sér við leik og störf, alla jafna innan sjónmáls frá heimili. Barnaskapur þeirra fær not- ið sín meðan þau eru ung; svo og við- leitni þeirra með vaxandi styrk og þroska til að sýnast eldri en þau eru og þar með dugandi fólk með aðild og rétti. Yfirlýsingar föður eða móð- ur, sem hefði gefið í skyn að hann eða hún þyrfti að eiga meiri tíma með börnunum, hefði þótt furðuleg í meira lagi! Í erfiðisþjóðfélaginu gamla bjuggu fæstir yfir þreki og út- haldi langt umfram það sem lífsbar- áttan krafðist frá degi til dags. Tóm- stundir notuðu börnin til leikja en fullorðnir til hvíldar. Enda þótt höfundurinn lifði og starfaði lengst af utan sveitar sinnar takmarkast frásögn hans sjálfs mestmegnis við það sem við blasir frá hlaðinu á Brekku. Skólasaga hans er afar nákvæm, í raun of ít- arleg til að skírskota til annarra en heimamanna ellegar þá til fræði- manna sem þurfa á tæmandi fróðleik að halda um skólahald í dreifbýli fyr- ir og um miðja síðustu öld. Það eru fyrst og fremst börnin, nemendur hans, sem bera uppi þessa bók. Þeirra vegna er hún áhugaverð, þökk sé þeim. Erlendur Jónsson Börnin í Mjóafirði Vilhjálmur Hjálmarsson ÞEGAR ég opnaði þessa bók vissi ég ekki neitt um Kleifar í Ólafs- firði. Hélt helst að það væri bæj- arnafn. Nú er ég orðinn öllu fróð- ari og þykir vænt um að hafa bætt heilli sveit, þó að lítil sé, í þekking- arsafnið. Kleifar eru sem sé ströndin milli Hvanndala og Kleif- arhorns nálægt fjarðarbotni. Nokkurt land er upp af ströndinni og dalir tveir, Árdalur og Foss- dalur. Úr Árdalnum kemur Gunn- ólfsá og skammt frá dalsmynninu var landnámsjörðin, sem einnig hét Gunnólfsá. Fljótlega mun jörð- in þó hafa skipst í tvær jarðir, Ytri-Á og Syðri- Á. Hefur verið svo alla tíð síðan. Þessar tvær jarðir báru ekki mikinn landbú- skap, en voru aðallega sjáv- arjarðir, enda var einna besta höfnin í Ólafsfirði þar, undan Löngufjöru. Þegar tók að nálgast nútímann fóru menn að byggja sér grasbýli eða tómthús í landi þessara tveggja jarða og á fyrri hluta síð- ustu aldar var þarna orðin nokkuð fjölmenn byggð. Þegar fjölmenn- ast var munu hafa um eitt hundrað manns búið á Kleifum. Upp úr miðri öldinni fór svo óðum að fækka og nú er byggð svo til af- lögð. Hins vegar hafa gamlir (kannski ekki svo gamlir allir!) haldið rækt við æskuslóðir sínar. Þeir eiga margir hverjir sum- arbústaði í Kleif- um og halda reglulega átt- hagamót, Kleifa- mót. Það er einmitt átthagafélagið, sem stendur að útgáfu þessarar bókar. Friðrik G. Olgeirsson var ráðinn til að skrá sögu byggðarinnar. Þar var réttur maður valinn, því að fáir eru kunnugri sögu Ólafsfjarðar og færari um að koma henni í hæfi- legan búning. Fyrst segir frá landnámi og síð- an kemur allrækilegur örnefna- kafli. Hafi maður skoðað hann vel, er maður vel í stakk búinn til áframhaldandi lesturs. Síðan segir frá ábúð, mannlífi og atvinnuhátt- um á 18. og 19. öldinni. Þá er lang- ur kafli, þar sem hver jörð og býli er tekin fyrir sig og gerð grein fyr- ir ábúendum. Það verða átján stað- ir að meðtöldum sumarbústöðum. Að því búnu kemur að atvinnulífi á tuttugustu öldinni og er það langur kafli, eins og vænta mátti. Mest segir þar af sjósókn. Ýmis önnur mál eru svo reifuð, svo sem raf- magnsmál, samgöngumál, skóla- mál o.fl. Áttundi og næstsíðasti kafli bókarinnar heitir Fólk í dags- ins önn. Þar segir frá fólki sem uppi var á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. Það er stórfróðlegur kafli og skemmtilegur. Margs verður maður þar vísari um þetta harðduglega og vel gerða fólk. Talsvert er af gömlum myndum í bókinni og er gaman að skoða þær, enda hafa þær allnokkurt heimildagildi. Þessi bók, þó að ekki sé hún stór eða yfirlætisleg, er einkar vel gerð og skemmtileg aflestrar. Kleifa- mönnum verður hún áreiðanlega kærkomin. Kleifar og Kleifafólk BÆKUR Héraðsrit Friðrik G. Olgeirsson. Saga byggðar á Kleifum í Ólafsfirði frá landnámi til loka 20. aldar.142 bls. Útg.; Átthagafélag Kleifamanna. 2003. Byggðin á Kleifum Sigurjón Björnsson Friðrik G. Olgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.