Morgunblaðið - 21.11.2004, Page 60

Morgunblaðið - 21.11.2004, Page 60
60 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4 . Ísl tal. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára Sama Bridget. Glæný dagbók. Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki!Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! Walt disney Sýnd kl. 3 og 8. Ísl. texti. Gerry og Louise sýnd kl. 2. enskt tal Ferðin langa sýnd kl. 4. Furðufuglar sýnd kl. 6. Jargo sýnd kl. 10. Enskur texti Sýnd kl. 3, 5.45, 8.15 og 10.30. KONUNGLEGT bros er grínheim- ildamynd eða „mocumentary“. Hún fjallar um fjöltæknilistamanninn Frikka Frikk sem vinnur að ljós- myndaverki sínu sem felst í því að heilla konur, segja þeim síðan upp og taka myndir af viðbrögðum þeirra. Þetta finnst mér alveg frábær hug- mynd og yndislegt skot á sjálf- umglaða og sjálfhverfa listamenn sem ná sér ekki yfir merkilegheitum eigin verka. Myndin fannst mér líka spennandi því Gunnar er mjög áhugaverður og vandvirkur kvikmyndagerðarmaður um leið og hann er skemmtilegur leikari, en hann leikur einmitt leik- stjóra heimildamyndarinnar. Friðrik sérlega fær leikari og snillingur í spuna. Spuni er einmitt forsenda þess að svona grínheimildamynd virki þar sem persónurnar verða að vera algerlega eðlilegar og sannfær- andi. Friðrik er óborganlegur sem lista- maðurinn sjálfsánægði og siðlausi, en því miður eru nokkrir meðleikarar hans ekki jafngóðir, og það eyði- leggur trúverðugleikann. Myndin byrjar vel og heldur vel dampi en síðan fara atriðin að verða of löng. Samtölum er leyft að lifa of lengi án þess að það gagnist áhorf- endum á nokkurn hátt. Mér skildist að myndin hefði verið tekin upp á nokkrum árum, og það hlýtur að setja sinn tætingssvip á myndina. Það sama er að segja með söguna. Miðað við upphafið og það sem þar er gefið í skyn býst maður við að ein- hver meiriháttar sjúkleiki liggi á bak- við allt þetta kvenhatur Frikka, eða að eitthvað mjög óvænt komi ljós um hann þegar leikstjórinn kemur upp földum kvikmyndavélum í íbúðinni hans. En nei, það er ekkert. Persónusköpunin er mjög sann- færandi og góð. Mér fannst snjallt að láta Frikka vera bílasala hversdags, og besti vinnufélagi hans var mjög raunsönn og skemmtileg týpa. Sömu- leiðis var þögli lífvörðurinn Tolli for- vitnilegur, og ég beið einnig eftir að fá að vita eitthvað meira um hann. Í rauninni fjarar myndin út í lang- dregið melódrama sem er meirihátt- ar synd, sérstaklega þegar færir menn leggja af stað með frábæra hugmynd með brodd. Frábær hugmynd KVIKMYNDIR Regnboginn – Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík Leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson. Handrit: Gunnar B. Guðmundsson, Óskar Þór Axelsson, Friðrik Friðriksson og Ottó Geir Borg. Aðalhlutverk: Friðrik Frið- riksson. 88 mín. Ísland. Þeir tveir 2004. Konunglegt bros  Hildur Loftsdóttir SJÓNIN er vafalaust manninum dýrmætust skilningarvita en þýska myndin Baunir kl. hálf sex (titillinn vísar til aðferðar við að segja blind- um hvar og hvað sé á disknum þeirra) fjallar um tvo blinda ein- staklinga sem lenda í táknrænni Ódysseifsreisu um berangur lífsins. Hilmir Snær leikur Jakob, leik- stjóra af íslensku bergi brotinn og hefur öðlast brautargengi í Þýska- landi. Hann missir sjónina í umferð- arslysi sem verður til þess að stúlkan Lilly (Haberlandt), er fengin til að hjálpa honum út í lífið á nýjan leik. Lilly hefur verið blind frá fæðingu. Jakob sættir sig ekki við örlög sín, gerir mislukkaða sjálfsmorðstilraun en Lilly tekst að vísa honum veginn inn í ljósið að nýju á löngu ferðalagi sem færir hann m.a. í fang dauðvona móður sinnar norður við Hvítahaf áður en lífsgleðin vaknar á ný. Það er útilokað að njörva Baunir kl. hálf sex í ákveðinn flokk, hún er að hluta tragedía, svört gamanmynd, vegamynd, auk þess sem hún er fléttuð saman úr táknrænum sýnum og ýktum raunveruleika. Undir niðri, handan við martraðarkennt ferðalag um auðnir og eymd í slagtogi við furðuverur, á óljósum tímum ára- tuga gamalla farartækja og farsíma samtímans, er að finna jákvæða hvatningu. Við eigum ekki að gefast upp þótt á móti blási en sætta okkur við orðinn hlut. Baunir kl. hálf sex virkar hins vegar ekki sem skyldi hvað rómantíska þáttinn snertir, synd væri að segja að samband Lilly- ar og Jakobs blossaði af tilfinn- ingum, einkum er Hilmir Snær óvenju daufur en Haberlandt bætir hann upp. Heildaráhrifin eru óvenju- leg, kaflarnir ójafnir og misvel lukk- aðir, þeir bestu litlir og ljóðrænir líkt og þegar Lilly kennir Jakobi að lesa regnið. Hlustað á regnið KVIKMYNDIR Háskólabíó, Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík Leikstjórn: Lars Büchel. Handrit: Lars Büchel og Ruth Toma. Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Fritzi Haberlandt, Tina Engel. Þýskaland, 2004. Enskur texti. 106 mín. Baunir kl. hálf sex (Erbsen auf halb 6)  Sæbjörn Valdimarsson Hilmir Snær leikur Jakob, leik- stjóra af íslensku bergi brotinn, í þýsku myndinni Baunir kl. hálf sex. Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.