Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 53
Hugmyndin að baki því aðendursegja Íslendingasög-urnar fyrir börn er orðin nokkurra ára gömul,“ segir Bryn- hildur Þórarinsdóttir rithöfundur en á dögunum kom út barnabókin Egla eftir hana og Margréti Lax- ness teiknara. Áður hafa þær end- ursagt Njálu en ensk þýðing hennar kom út fyrr í haust. Þær láta engan bilbug á sér finna enda við brögð ungra lesenda við bókunum geysi- góð. „Ég á bróður sem var mjög upp tekinn af sögunum um Artúr konung þegar hann var á leikskólaaldri. Ég var þá í ís- lensku í Háskólanum og fór að velta því fyrir mér hvort við gæt- um ekki komið okkar eigin arfi í sömu stöðu og Bretasögurnar all- ar.“ Þegar Brynhildur er innt nánar eftir þessum samanburði bendir hún á að á hverju ári komi út nýjar bækur í hinum enskumælandi heimi sem byggist á sögunum um Artúr konung og kappa hans. „Við höfum alltaf meðhöndlað okkar sagnaarf sem hálfheilagan og ósnertanlegan. Mig langaði að taka hetjurnar úr Íslendingasög- unum og koma þeim inn í hug- arheim barnanna. Þau gætu þá upp- lifað þær sem fyndnar og hættulegar, góðar og vondar og orðið handgengin sögunum á óþvingaðan hátt.“ En var það hugmyndin frá upp- hafi að endursögnin yrði mynd- skreytt með þessum hætti? „Nei, sú hugmynd kviknaði ekki fyrr en ég fór í samstarf við Mál og menningu. Þá kom í ljós að þau höfðu hugsað sér að gefa út mynda- sögur með fornum sögum og Mar- grét Laxness hafði verið velta þessu fyrir sér og kom með sína sýn á þetta.“    Hvort kemur á undan, textinneða myndirnar? „Ég ligg lengi yfir sögunum áður en þær eru myndskreyttar, enda þarf að huga að mörgu við svona endursögn. Persónur verða að vera skýrar, atburðarásin samfelld og spennandi, og andblær sögunnar þarf að haldast. Málfarið skiptir líka miklu máli, sögurnar verða að vera auðskiljanlegar en samt verða forn orðatiltæki og tilsvör að halda sér. Síðan setur Margrét bókina upp og velur sér myndefni. Hennar vinna er ekki síður mikilvæg. Hún gætir þess að myndirnar séu sjálf- stæð frásögn í samspili við textann og galdrar fram ljóslifandi persón- ur.“ Íslendingasögurnar eru nú ekki alltaf hreinn barnaleikur. Menn eru höggnir í herðar niður og hausar fjúka. „Já, við förum gætilega í sakirnar og höfum að leiðarljósi að mynd- irnar séu fjölskylduvænar og lítil börn geti verið að skoða bækurnar. Þarna er ekki að finna myndir af af- höggnum útlimum ef einhver óttast það.“ Og viðtökurnar hafa verið góðar? „Þær hafa verið vonum framar. Ég hef verið að kynna þetta víða í skólum fyrir krakka 10–12 ára og jafnvel yngri. Börnin eru alltaf mjög spennt og sjá ýmsar hliðar á sögunni sem maður hefur kannski ekki séð sjálfur. Þeim finnst t.d. frá- sögnin af Njálsbrennu mjög áhrifa- rík og gera sér grein fyrir að Njáll og Bergþóra eru afi og amma og þannig verður harmleikurinn í sög- unni þeim strax mjög ljós.“ Og hvaða saga er næst í röðinni? „Alveg örugglega Laxdæla. Ég held að það eigi mjög vel við á eftir Egilssögu. Þessar þrjár sögur, Njála, Egla og Laxdæla, eru svo skemmtilega ólíkar.“ Brynhildur hefur aldeilis ekki látið þar við sitja að semja texta við fornsögur heldur hefur hún á síðustu tveimur árum sent frá sér barnabækurnar Lúsastríðið og Leyndardómur ljónsins sem hún hlaut Íslensku barnabókaverð- launin 2004 fyrir núna á haustdög- um. Þar er sögusvið og persónur úr íslenskum nútíma, knáir og skemmtilegir krakkar sem láta sér fátt óviðkomandi. Hvernig viltu lýsa þessum bókum? „Þetta eru skemmti- og spennu- bækur. Lúsastríðið er hreinræktuð ærslasaga og er fyrst og síðast ætl- að að vera fyndin. Miðað við við- brögð barnanna tókst það bara ágætlega. Leyndardómur ljónsins er skrifuð í anda spennusagnanna og ætlað að vekja annars konar við brögð lesandans, kalla fram svolít- inn hroll en er um leið kímin.“ Brynhildur samþykkir að báðar sögurnar séu skrifaðar í raunsæis- stíl að nokkru leyti. „Í þeim skilningi að það sem ger- ist gæti gerst. Ég er samt fyrst og fremst að skrifa bækur eins og ég hefði viljað lesa sjálf sem barn. Ég er alin upp á 8. áratug síðustu aldar þegar megnið af barnabókum var þunglyndislegar raunsæissögur af börnum einstæðra foreldra. Þetta eru ekki svoleiðis bækur. Þær eiga fyllilega rétt á sér en ég vil ekki skrifa þannig.“    En voru ekki krakkar eins og þúað lesa erlendar skemmti- og spennu bækur af ýmsum toga? „Jú, jú, og vissulega voru íslensk- ir höfundar að skrifa þannig bækur. Ármann Kr. Einarsson var ein- mitt fremstur þar á meðal og þess vegna þótti mér sérstaklega ánægjulegt að Leyndardómur ljóns- ins skyldi verða fyrir valinu af þeim 30 handritum sem send voru inn í samkeppnina í ár, því Ármann Kr. stofnaði til Barnabókaverð- launanna og er ókrýndur konungur þessarar greinar barnabóka á Ís- landi.“ Þú tekur þig ekki sérstaklega há- tíðlega við skriftirnar er það nokk- uð? Stíllinn er léttur og glaðlegur. „Já, það er alveg rétt að ég skrifa mér til ánægju og leyfi frásagn- argleðinni að njóta sín. En ég skrifa samt af fullri alvöru. Markmiðið er að skemmta börnunum en um leið er ég fyllilega meðvituð um ábyrgð mína sem höfundur á efni fyrir börn. Það er kannski enginn sér- stakur boðskapur í bókunum mín- um annar en sá að áræðni, fram- takssemi og húmor skipta sköpum. Ævintýrin geta leynst hvar sem er.“ Skemmtun og spenna fyrir krakka ’Leyndardómur ljóns-ins er skrifuð í anda spennusagna og er ætlað að kalla fram svolítinn hroll en er um leið kímin.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær spennandi bækur á þessu hausti, Leynd- ardómur ljónsins og myndasagan Egla. „Ég er fyrst og fremst að skrifa bækur eins og ég hefði viljað lesa sjálf á barnsaldri,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 53 MENNING Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 64 66 1 1/ 20 04 www.urvalutsyn.is Stuttar ferðir í nóvember og desember. 6 nætur, 24. og 30. nóv., 11 nætur 6. des. Enska ströndin – Montemar Verð frá: 42.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 6 nætur Maspalomas – Cay Beach Princess Verð frá: 39.900 kr.* M.v. tvo í íbúð í 6 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þérí sólina! Aðrar brottfarir í boði Verð frá: 24. nóv. – 12 nætur 46.900 kr.* 30. nóv. – 17 nætur 49.900 kr.* – 19 nætur 52.900 kr.* 6. des. – 11 og 13 nætur 47.900 kr.* Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.